Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 11
JDagurffonmn Föstudagur 16. maí 1997-11 Islenska mótarööin Þeir beshi með íEyjum Islenska mótaröðin í golfi, stigamót lágforgjafarkylf- inga, virðist ætla að fara vel af stað. Fyrsta mótið verður haldið í Vestmannaeyjum á laugardag og sunnudag og þeg- ar í fyrradag höfðu um fimmtíu kylfingar skráð sig til þátttöku, þar af flestallir bestu kylfingar landsins í karla og kvennaflokki enda gefa mótin stig til lands- liðs. Sigurður Pétursson, 36 ára golfkennari hjá GR. Minnistæður „Albatross" Helsti kostur/ókostur á vellin- um: Mér gengur vel að einbeita mér í harðri keppni, en helsti ókosturinn er sá að ég á stund- um erfitt með að hemja skapið. Eftirminnilegasta höggið: Ég sló það sautján ára gamall. Það var annað högg mitt á 4. holunni í Grafarholti (par 5). Ég var um það bil 230 metra frá holunni og notaði 3-tré og bolt- inn fór ofan í holuna fyrir Al- batrossi. Þetta var jafnframt mjög eftirminnilegur hringur, sá fyrsti sem ég fór undir pari og ég setti vallarmet, 68 högg af gulu teigunum. Besti árangur: Þegar ég og Ragnar Ólafsson komumst áfram í World Cup í írlandi 1982. Við vorum eina áhuga- mannaliðið í keppninni en höfnuðum í 3. sæti. Algengustu mistökin sem þú sérð hjá öðrum kylfingum: Út-inn sveifluferill er mjög al- gengur og hann orsakast af ýmsu. Erfiðasta högg ævinnar: „Drævið" á 18. holunni á loka- deginum á fyrsta landsmótinu sem ég vann (1982). Það var í Grafarholtinu í sterkum hliðar- velli. Ég var með tveggja högga forskot á Björgvin Þorsteinsson og Ragnar Ólafsson og mjög spenntur. Skemmtilegasti völlurinn: Grafarholtið fyrir hvað hann er góður keppnisvöllur. Hann er mjög krefjandi af hvítu teigun- um, það er erfitt að halda for- ystu á vellinum, seinni níu hol- urnar eru þröngar, langar og erfiðar. Hve oft hefur þú farið holu í höggi? (löng þögn) Ég verð að játa, að það hefur ekki gerst ennþá. Á móti í Finnlandi sló ég boltanum ofan í holu, en hún snerist upp úr henni aftur, nokkrum sekúndum síðar. Mótið er það fyrsta af sex sem haldið verður í sumar. Mótaröðin kemur í stað hinna eiginlegu stigamóta sem leikin hafa verið undanfarin ár. Leiknar verða 36 holur á laugardaginn og átján á sunnudag. Verðlaunafé á mótinu er 150 þúsund, 10 þúsund kr. eru veittar fyrir sigur í karla- og kvennaflokki, en að öðru leyti ráðast peningaverðlaun hvers og eins keppanda af höggafjölda og er þá tekið mið af erfiðleikamati þess vallar sem leikið er á. Lág- marksforgjöf til að leika á ís- lensku mótaröðinni eru 10 í karlaflokki, en 20 í kvennaflokki. Golfklúbbur Vestmannaeyja mun einnig gangast fyrir Opna Flugleiðamótinu á sunnudag og mánudag, þar sem leiknar verða 36 holur, en rúmlega þrjátíu kylfingar höfðu skráð sig í það mót í gær. Herborg Arnarsdóttir er líkleg í toppbaráttuna í kvennaflokki. Opið mót Forgjöfín hækkaði hjá 135 keppendum á Hólmsvellinum Hvemig getur staðið á því að 95% kylfinga í opnu móti skili inn hœrra skori á seinni níu holunum? Svariðfelst íþví að íslenskir kylfingar eru ekki enn komnir í nógu góða leikþjálfun, segir Einar Guðberg, framkvœmdastjóri GS. Vel mátti merkja það á Bláa-lónsmótinu í Leir- unni um síðustu helgi að íslenskir kylfingar, hvort sem þeir eru í hópi þeirra landsins bestu, eins og Björgvin Sigur- bergsson úr Keili og Helgi Birk- ir Þórisson, eða dæmigerðir meðalkylfingar voru ekki í sínu besta leikformi. Það er að minnsta kosti áht Einars Guð- bergs, framkvæmdastjóra GS, sem rak augun í að skor kepp- enda var yfirleitt mun betra á fyrri helmingi vallarins, sem þó er almennt talinn mun erfiðari heldur en sá síðari. Fram- kvæmdastjórinn sagði að 95 prósent keppenda hefðu sýnt betra skor á fyrri helmingi vall- arins. „Ástæðan fyrir þessu er sú að menn eru að koma út úr vorinu og eru ekki með leik- þrek. Þetta er sá tollur sem ís- lenskir kylfingar þurfa að greiða fyrir harðan vet- ur og litla leikþjálf- un," segir Einar Guð- berg, sem ætti að Þrátt fyrir að stutt hafi verið liðið á sumarið sáust glæsitakt- ar hjá þeim bestu, en þeim reyndist erfitt, ekkert síður en hinum dæmigerðu meðalskuss- um að komast í gegn um hring- inn án áfalla. Til að mynda er það mjög sjaldgæft að meistara- flokkskylfingar eigi hæsta skor á holu í opnu móti, en það henti Helga Birki (ásamt einum kylf- ingi frá Sandgerði) að leika Bergvíkina, 3. holuna á Leir- unni, á ellefu höggum, þar sem hann sló þremur boltum í sjó fram. Helgi var reyndar í hópi þessara fimm prósenta sem spilaði síðari helminginn betur, því hann lék þær 15 holur sem eftir voru á tveimur höggum undir pari, endaði á 78 höggum en var ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Sigurbergsson, á hinn bóginn, var öryggið uppmálað lengi framan af og eftir tólf hol- ur þá var hann á þremur högg- um undir pari. íslandsmeistar- inn fyrrverandi vill hins vegar örugglega gleyma síðustu sex holunum þennan dag, sem hann lék á sex höggum yfir pari og vonir hans um verðlaunasæti fjöruðu út á lokaholunum. Sigurvegari varð, eins og áður hefur komið fram, ungur heima- maður, Nýr völlurhjá Keili Rúmlega sextíu kylfingar voru búnir að skrá sig í Vor- mót Hafnarfjarðar um miðjan daginn í gær. Mótið fer fram á laugardaginn og leikið er á hin- um nýja velli Keilismanna sem opnaður var í gær. Keppendur þurfa helst að hafa miðið í góðu lagi, því nýju brautirnar sem liggja í kringum hraunið, eru mun þrengri en holurnar á Hvaleyrarholtinu. Davíð Jónsson sem lék á 73 höggum, jafnmörgum höggum og landsliðsmaðurinn ungi, Örn Ævar Hjartarson. Örn Ævar lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari, en eins og flestir aðrir fór hann ekki í gegnum hringinn án slæmra mistaka. Hjá Erni Ævari voru þau á 11. holunni sem er par þrjú. Líklegast notaði hann of sterkt járn af teignum, sló bolta sínum í tjörnina og eftir þrípútt varð hann að skrifa sex á skor- kortið. Það er langt í frá að stóru tölustafina hafi aðeins verið að finna hjá lágforgjafaraðlinum. Alls lögðu 163 kylfingar leið sína í Leiruna þennan dag og flestir fóru þeir heim með hærri forgjöf, en þeir mættu með. Að- eins 28 kylfingar, sautján pró- sent þátttakenda sluppu við hækkun, þar af léku níu af þeim til lækkunar. Hinir 135 hækkuðu í forgjöf. Mótið var metið til forgjafar þar sem hlut- fall þeirra sem sluppu við hækkun var meira en tíu pró- sent, en miðað við þá prósentu má búast við að mikið þurfi svo sú regla komi einhvern tímann til framkvæmda. Að minnsta kosti hlýtur það að verða kappsmál þeirra 135 kylfinga sem hækkuð sig í forgjöf á sunnudaginn, að færa forgjöf sína aftur til betri vegar á næstu vikum. Hitt & þetta Davíð áfram formaðurPGA Davíð Georg Barnwell, golf- kennari á Akureyri, var endurkjörinn formaður íslensku atvinnumannasamtakanna (PGA) á aðalfundi þess um síð- ustu helgi. Félögum í samtök- unum hefur farið fjölgandi að undanförnu og nálgast nú tutt- ugu. Mikill áhugi er hjá félags- mönnum til að fá að taka þátt í mótum, eins og íslensku móta- röðinni sem fullgildir keppend- ur, en til að mynda í Svíþjóð geta atvinnumenn keppt til verðlauna á áhugamannamót- um í heimalandinu og í sveita- keppnum. Opna GR-mótið færsamkeppni Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) og Golf- klúbburinn Keilir (GK) munu í sumar standa fyrir mdti, sem leikið verður með sama fyrir- komulagi og Opna GR-mótið sem notið hefur mikilla vin- sælda undanfarin ár, það er, tveir kylfingar mynda lið og leikið er með því fyrirkomulagi að valið er betra skor á hverja holu. Á mótinu í Garðabæ og Hafnarfirði, sem enn hefur ekki hlotið nafn, mun helmingur kylfinganna hefja leik á hvorum velli fyrir sig og síðan skipta keppendur um völl síðari dag- inn Ekki er ljóst hverjir verða aðalstyrktaraðilar mótsins, en stefnt er að veglegum verðlaun- um að sögn Hákons Sigurðar- sonar, framkvæmdastjóra GKG. Mótið verður haldið 19.-20. júh' en Opna GR-mótið, sem taldi 228 keppendur á síðasta ári, verður haldið helgina 9.-10. ágúst. Skoti kennir hjá Gfí Nýr golfkennari tók við störf- um hjá Golfklúbbi Reykja- víkur um síðustu helgi. Hann heitir Joseph Thomas McKie, 27 ára gamall Skoti, sem er með fullgild PGA-réttindi frá bresku-PGA samtökunum og hann mun verða Sigurði Pét- urssyni til aðstoðar. Samvinnuderðir - Land&ýn hefur um /angt árabii boðið Siœtilegar goi^erðir um heim allan. Við ófcipuíeggjum Soi^ierðir til Spánar og Maiíorca og iameinum jatnvel Sott) og iig/ingu/ Atlir Jarþegar okkar i go/Jferðum geta gengið i soltterðaklúbbinn &em veitir þátttökurétt á hið vin&œta Sprensjumót á Heltu &em haldið verður 4. dgúót. SamviMiuferúir Lsnúsjn miiT T1111H tiaf—rnntinTimTTii ^nMiiniTfnm Ml^ill«W1*VWm;*b^æt«Mw1IHr.tWMH>VWir%>M«USUtt i*^a»:.oii«»í^«ii«iiiwœiw^t»t.«iij«.witiciiiis mt 1 • i 1? nu • umm im inmtftr *aamt*i a»i «i wi ¦ iwwmi ?rc MJrtr: MhM ? • 1.« SW¦taW 01 5» » Bnfc MMM ¦ M *

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.