Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Síða 2
II - Laugardagur 7. júní 1997 Jlagur-Œtmtmt SÖGUR 0 G SAGNIR Bjarni Thnorarensen var af merkum ættum og tignarmaður. Faðir hans var Vigfús Pórarinsson, sýslumaður, og móðir hans Steinunn var dóttir Bjarna landlæknis Pálssonar og Rannveigar dóttur Skúla fógeta. Sveinninn fæddist 1786 og var bráðgjör og settur til mennta og lauk háskólaprófi í lögum tvítugur að aldri. Hann dvaldist áfram í Kaupmannahöfn og starfaði í íslensku stjórnardeildinni. 1811 varð han fulltrúi stiftamtsmanns á fslandi og dómari í Landsyfirréttinum, síðar sýslumaður og assessor. 1833 var hann skipaður amtmaður norðan og austan. Hann barðist fyrir íslensku þingi. Sem skáld var Bjarni aldrei við alþýðuhæfi og á margan hátt einfari, tungutakið fornt og hrynjandi famandi. Þegar Fjölnismenn komu fram á sjónarsviðið féll hann í skuggann. Bjarni varð ekki nema hálfsextugur og dó á amtmanns- setrinu Möðruvöllum 1841. Oddur Hjaltalín fæddist 1782. Faðir hans var Jón Hjaltalín, sem lengi þjónaði Breiðabólsstað á Skógarströnd og Guðrún, dóttir séra Jóns í Bjarnarnesi, Bergssonar. Hann varð stúd- ent frá Hólavallaskóla 1802 og hóf læknisfræðínám hjá Jóni Sveinssyni landlækni. Síðan framhaldsnám í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan aðeins reynsluprófi. Þá geisaði Norður- landaófriður og gerðist Oddur herlæknir í danska hernum. Eftir að heim kom var hann tvisvar skipaður landlæknir, en þjóðnaði jafnframt vesturamti. Hann sat ýmist í Stykkis- hólmi eða Bjarnarhöfn. Páll Eggert gefur Oddi Hjaltalín þau eftirmæli, að hann hafi verið vel gefinn maður, stórbrotinn og drykkfelldur, hagmæltur nokkuð. Eftir hann liggja rit um lækinsfræðileg efni, náttúrufræði og útreikninga himintungla. Hann dó 1840. Mynd sú sem hér fylgir af Oddi er ljósmynd eftir málverki sem Sæmundur Hólm málaði af nágranna sínum. Það verk er ekki lengur til, en ljósmynd er varðveitt af því og er hún geymd á Landsbókasafni. Sæmundur Hólm fæddist 1749 og dó 1821. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson í Hólmaseli í Meðallandi og kona hans Guðleif Sæmundsdóttir. Þau urðu öreigar í Skaft- áreldum. Sæmundur varð stúdent frá Skálholtsskóla 1771 og fór utan þrem árum síðar og nam guðfræði og fleira gott í Kaupmannahafnarháskóla. 1775 innritaðist hann í Listahá- skólann, sem stofnaður var um miðja öldina og var Aka- demían því enn að slíta bernskuskónum þegar Sæmundur stundaði þar nám. Eftir að Sæmundur kom heim og settist í prestsetrið að Helgafelli tók hann upp á ýmsum skrýtnum siðum. Er sagt frá nokkrum þeirra í Islendingaþáttum 24. maí s.l. Ekki sýn- ist myndlistarmaðurinn hafa iðkað kúnst sína að marki, en þó eru til nokkrar mannamyndir sem hann gerði eftir heim komuna, en flestar þeirra mynda sem eftir hann hafa varð- veist, eru gerðar á námsárunum í Kaupmannahöfn. Hæfi- leikar Sæmundar voru á mörgum sviðum og hafa því dreifst í ýmsar áttir. Orð fór af því að hann væri ágætur kennimað- ur og flutti áheyrilegar ræður, en samt var prestum og kirkjuyfirvöldum uppsigað við hann og var sá ijandskapur gagnkvæmur. Óblíð ævikjör en glæsilegur orðstýr Flestir áhugamenn um skáld- skap eru samdóma um að bestu kvæði Bjarna Thorarensen séu þau er hann orti um Odd Hjaltah'n og Sæmund Hólm. Þau eru einnig talin með bestu eftirmælum sem sett hafa verið saman um íslenska menn. Hægt er að velta fyrir sér hvort það er tilvijun eða af ráðn- um hug gert, að stórbrotnustu eftirmæli Bjarna amtmanns eru um ógæfusama menn sem aldrei nutu veraldargengis, en mikið var í spunnið og báðir verðskulda «eir þá athygli sem þeim er veitt. Oddur Hjaltalín, læknir, var ^kkfelldur úr hófi fram og kom ð í veg fyrir veraldarframa, tt þótt hæfileikar og menntun yrti ekki. Hann var lærður í jta lagi og skrifaði ritgerðir um tnisfræðileg efni og stundaði ,íningar við erfið skilyrði. Hann ) landlæknir um nokkurra ára íjð en endaði starfsævina í sínu 4la embætti við Breiðafjörð. JjUgum blandast hugur um að Sæmundur Hólm var geð- kur, eins og dæma má að ýms- tuppátækjum hans. Hann átti í Ídum útistöðxim við yfirvöld- in, kirkjuleg sem veraldleg og var ofsóttur af prestum. En hann var vel lærður og snjall listamaður, teiknaði og skrifaði ritgerðir og orti. Þeir Oddur og Sæmundur voru samtíða og sinntu embættum í sama héraði. Oddur var læknir á Vesturlandi og sat í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit og Stykkishólmi. Þá var Sæmundur prestur í sókn- inni og sat á IJelgafelli. Fáum sögum fer af samskiptum þeirra, en þótt presti hafi verið uppsigað við emjjættismenn virðist hafa verið gott á milli þeirra snilldar- manna, sem áttu margt annað sameiginlegt en að verða ódauð- legir í íslenskum skáldskap. Með- al annars málaði Sæmundur mynd af Oddi, sem áreiðanlega hefur verið vináttubragð, því ekki mun íjárhag læknisins hafa verið svo háttað að hann hefði ráð á að spandera í portrett af sjálfum sér. Bjarni Thorarensen var af öðru sauðarhúsi, þótt allir þrír ættu það sameiginlegt að búa yfir góðum gáfum og vera menntaðir og forframaðir í Kaupmanna- höfn. Bjarni hóf embættisferil sinn ytra en var lengi amtmaður norðan og austan og sat á Möðruvöllum. Hann var lítt við alþýðuskap og orti næsta átakan- lega um þann hefðartind, þar sem hann trjónaði einn uppi í kuldanum og átti ekki samleið með öðru fólki vegna síns háa embættis. Einnig var litið á hann sem höfuðskáld og yfir aðra haf- inn á þeim vettvangi. Litið ofan af hefðartindi Varla hefur það verið tilviljun að háembættismaðurinn og höf- uðskáld þjóðarinnar á sínum tíma orti sín bestu kvæði um drykkjusjúkan lækni og geðveilan prest. Bjarni hafði aðstöðu og næmi til að sjá hvað í þessum mönnum bjó og hvernig örlögin léku þá, en samt létu þeir ekki bugast. Þrátt fyrir vankanta sína varði Oddur þeim kröftum og kunnáttu sem hann réði yfir til lækna aðra og lina þjáningar. Sæ- mundur bauð öllum yfirvöldum birginn en stundaði listir og rit- smíðar og annaðist sóknarbörn sín af guðrækni og nærfærni, enda fær hann þann vitnisburð, að hann “var allvel liðinn í sókn- um sínum yfir höfuð að tala”. Bjarni amtmaður og Oddur læknir voru á svipuðu reki. Odd- ur var fæddur 1782 og dó 1840. Bjarni fæddist 1786 og dó hálfsextugur 1841. Þeir hafa ver- ið samtímis við nám í Kaup- mannahöfn. Sæmundur var nokkuð eldri, fæddur 1749 og dó 1821. Bjarni Thorarensen þekkti báða þá menn sem hann orti svo fagurlega um. Odd frá þeim árum sem þeir stunduðu nám. Vafalaust hefur hann einnig kannst vel við námferil Sæmund- ar í Listakademíunni og glæstan feril hans þar og áreiðanlega hafa gengið sögur í Kaupmanna- höfn um uppátæki og geðbrigði listamannsins á þeim tíma sem Bjarni dvaldi þar. Einnig dæmdi Bjarni í þeim málarekstri sem Sæmundur stóð í og þar hefur hann kynnst högum hans og ör- lögum. Ferill þeirra Odds og Sæmund- ar er ótrúlega samofinn. Þeir eru ekki einasta sjúkir og snauðir embættismenn í sömu sveit, held- ur búa þeir báðir yfir hæfileikum sem ekki fá notið sín, þótt fyrir- heit æskuáranna hafi verið glæsi- leg. Skáldið Kristján Karlsson seg- ir í ritgerð um Bjarna, að hann sé ásamt Agli Skallagrímssyni mesta harmsöguskáld íslenskrar ljóð- listar. Birtist það skýrast í ljóðun- um um Sæmund og Odd. Eftirmælin sem lifa Tvær eru þær vísur, sín úr hvorri kviðunni sem oftast er vitnað til. Önnur er þessi: Því var Sœmundur á sinni jarðreisu opt í urð hrakinn út úr götu, því hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hér vísar Bjarni til þess að listamaðurinn var forsmáður og hrakinn vegna þess að hann leit tilveruna örðum augum en sam- ferðamennirnir. Svipuð er síðasta

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.