Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.06.1997, Blaðsíða 8
8 - Föstudagur 27. júní 1997 3Dagur-®ímímt |Dctgur-®ímmn Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Vi nabæj asamstar f í fyrsta lagi Alþjóðasamstarf þjóða tekur á sig íjölrnargar myndir, sumar formfastar og kerfislægar aðrar frjálslegri og vinalegri. í öllum tilfellum er mark- miðið það að rjúfa einangrun landamæranna og teygja sig út fyrir þau í leit að efnahagslegri og andlegri næringu af því tagi sem aðeins er hægt að fá í gegnum samskipti við fólk sem býr við öðru vísi kringumstæður. í gegnum slík samskipti víkka þjóðir sjóndeildarhring sinn og verða hæfari til að skilja og skilgreina stöðu sína og möguleika í sam- félagi þjóðanna. Skemmtilegt form alþjóðasamskipta er sú hefð sem myndast hefur fyrir vinabæjatengslum. Sterkust eru þessi tengsl milli bæja eða borga á Norður- löndunum þó þau séu öflug miklu víðar. Hin árlega og hefðbundna birtingarmynd þessara vinabæja- tengsla í huga hins almenna borgara hefur verið í formi gjafa á jólatrjám sem tendruð eru við hátíða- lega athöfn. Samskiptin eru hins vegar mun víð- tækari og fjölbreyttari og það er talsverður fjöldi manna sem að þeim kemur, gjarnan ungt fólk. Þar gefast kærkomin tækifæri til að horfa út fyrir land- steinana og kynnast erlendum sjónarmiðum og hugsunarhætti og kynna íslensk sjónarmið. þriðja lagi Þessa vikuna hefur staðið yfir á Akureyri sérstök vinabæjavika þar sem vinabæir Akureyrar á Norð- urlöndum hafa sent fulltrúa sína til að fagna því að 50 ár eru liðin frá því að samstarf vinabæjanna hófst. Á þessari hátíð á Akureyri hefur borið hæst samstarf og samvinna ungmenna frá vinabæjun- um, og hafa þau í sameiningu verið að skapa hluti og takast á við ýmis mál með mjög góðum árangri. Samstarf þeirra er táknræn yfirlýsing um framtíð- ina auk þess sem árangur þeirra er til vitnis um almennt gildi vinabæjatengsla af þessu tagi í al- þjóðasamstarfi. Birgir Guðmundsson. ÞJOÐMAL Sp ttrirti Uló Er rétt að loka hluta Hafnarstrætis í Reykjavík til austurs, einsog meirihluti borgarstjórnar hefur ákveðið? Lilja Ólafsdóttir forstjóri Strœtis- vagna Reykjavikur Já, ég tel svo vera. Skv. deiliskipulagi frá því um 1990 á Hafnarstræti að vera lokað í austurenda og í samræmi við það var byggð skipistöð fyrir SVR við enda götunnar og tvístefna sett á Hverfisgötu. Forsenda þeirra framkvæmda var lokun Hafn- arstrætis til austurs. Hafnar- stræti er enn opið með þeim afleiðingum að slysahætta er fyrir gangandi fólk á skipti- stöðinni og umferðarteppur eru á Hverfisgötu. Það bitnar á viðskiptavinum SVR. Hilmar Þorbjörnsson aðst. yjirlögregluþj. og yfirmaður umferðardeildar Við féUumst á þetta sem tilraun, en teljum þetta ekki framtíðarlausn að svo stöddu. Þess tilraun getur e.t.v. leyst umferðarvanda í miðborginni. Skilyrði lögreglu voru að breytingar yrðu gerð- ar á Póshússtræti, Geirs- og Tryggvagötu, sem auðvelduðu akstur úr miðborginni hvort sem er til austurs eða vesturs; úr Geirsgötu eða suður Lækj- argötu. Hnnfremur yrði Tryggvagata gerð auðveldari fyrir almenningsvagna og hættuminni gangandi fólki. Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi Sjálftœðisfiokks Nei, og ég tel enga ástæðu fyrir lokuninni - og rökin að Hafnar- stræti sé slysagildra eru létt- væg. Strætið hefur verið opið til fjölda ára án teljandi vand- ræða. Kaupmenn hafa lagst gegn lokun Hafnarstrætis og telja hana getað skaðað starf- semi sína og ég treysti þeim til að meta það. f skipulags- nefnd féllust við á þessa iokun á sínum tíma því fullyrt var að Miðbæjarsamtökin hefðu lagt blessun sína yfir lokunina. Það reyndist síðan rangt. Guðmundur G. Kristinsson framkv.stj. Kola- portsins og form. Mið- borgarsamlakanna Akvörðun um að loka Hafnarstræti setur samstarf Miðborgar- samtakanna og borgarinnar í erfiða stöðu og er í raun skilaboð um að meirihlutinn ætli að fara sínu fram, án samráðs. Hagsmunir eru í húfi því þegar götunni var lokað um tíma í fyrra dróst verslun sarnan um fjórðung. Miðborgarsamtökin harma ákvörðun borgarstjórnar og áskilja sór rétt til að bregðast við af hörku. 1 1 5 L,ucvu~ Að eiga en mega ekki „Heiðarleg samkeppni felst í því að ókunnir menn sem eiga engra hagsmuna að gæta taki sæti í stjórnum fyrirtækja sem þeir eiga ekkert í.“ - Dagfari gerir grín að úrskurði sam- keppnisráðs sem hefur bannað Flug- leiðamönnum að sitja í stjórn Flugfélags íslands. DV í gær. Nýjasti óvinurinn: Upplýsingar! ...þýðingarmesta kunnátta upplýsingaþjóðfélagsins er fólg- in í því að vera nógu harður og grimmur við upplýsingar. Van- treysta þeim og átta sig fljótt á því hve fáar skipta máli og stugga öllum öðrum frá sér.“ - Árni Bergmann orðinn þreyttur á rós- rauðri umræðu um hið undursamlega upplýsingasamfélag. Kjallaragrein í DV í gær. Málœði eftir sex ára þögn „Eiginlega átti ég erfiðast með að stytta viðtalið, hann hafði svo mikið að segja,“ - segir Sigursteinn Másson, ritstjóri Heimsmyndar, um viðtal við Jón Óttar sem ekki hefur viljað tjá sig við fjöl- miðla í sex ár. Dagur-Tíminn í gær. En ekki hvað? „Kúreki með fortfð." - Fyrirsögn í Mogganum í gær. Tilefnið var gagnrýni um sjónvarpsmyndina Óskastund eða „Blue Rodeo“. Afdrep fyrir þingmenn Ekkert rými er fyrir Alþingi í Alþing- ishúsinu og því hafa verið keypt og leigð íjöldi húsa í nágrenninu til að halda starfseminni gangandi. En það dugir ekki til þar sem þingstörfin þyngj- ast og aukast með hverju árinu og verð- ur ekki lengur undan þvi vikist að byggja við þinghúsið og liggur fyrir nýtt og flott skipulag um framkvæmdir á svokölluð- um Alþingisreit. Þar verður reistur þingmanmnaskáli með glertengingu við gamla húsið og svo verða grafin niður bflastæði og svo reist- ar umfangsmiklar skrifstofubyggingar og svo verða garðar og göngustígar. Allt verður þetta í miðju ölkráahverfi lands- ins, þar sem 20 þúsund manns geta setið samtímis að drykkju, og þarna eru haldnar allar þær sérstæðu og fjölmennu næturskemmtanir ungmenna, sem Reykjavik er orðin heimsfræg fyrir. Nýju garðarnir á milli þingbygginganna verða kærkomin viðbót við Austurvöll, sem er ástsælasti útidrykkjustaður landsins, sér- staklega eftir að áfengisútsala var sett upp við völlinn og nú síðast var nágrenn- ið gert enn girnilegra til drykkjuláta, eft- ir að Ieyft var að selja eina og eina öldós í áfengisbúðínni fyrir þurfandi. Einhvers staðar verða góðir að vera Það gefur auga leið að bæta þarf veru- lega við Alþingishúsið, sem er orðið alltof þröngt fyrir þingfundi. Einfaldlega vegna þess að ekkert pláss er fyrir alþingis- mennina í bakher- bergjum og kaífistofu þegar þingfundir standa yfir. Eins og allir vita er þingsalurinn tómur þegar málin eru rædd þar. Þá eru þar aðeins ræðumaður, forseti og starfsmenn. Ein- hvers staðar verða allir hinir að vera og er ófært að láta þá kúldrast í göngum og bakheriídí^um í þröngu Alþingishúsinu, til að þurfa‘:ekki að hlusta á ræður hver annars. Nú verður reistur sérstakur þing- mannaskáli, sem kallað er þjónustuhús innan sviga, og þangað verður innangengt beint úr þingsalnum og auðvelt að skreppa þangað undan orðaflaumi þeirra þingmanna sem eru haldnir þeirri náttúru að hafa ánægju af að heyra sjálfa sig tala. Álitlegar tillögur Annars sýnast þær tillögur um útfærslu á Alþingisreitnum vera skynsamlegar og jafnvel álitlegar. Núverandi notkun á svæðinu er fráleit, eins og önnur for- gangsverkefni í bflalandi. Það er sjálf- sagt að búa vel að Al- þingi og þeim sem þar starfa. Eins og víðast hvar í höfuðborginni er nóg rými fyrir hvers konar byggingar og starfsemi. Bflastæða- ílæmið á Alþingisreitnum er smekk- leysa, eins og raunar talsvert af nánasta umhverfi þingsins. Þarna er tilvalið að bæta starfsskilyrði Alþingis og betrum- bæta ásjónu höfuðborgarinnar og þeirra stofnana sem eiga að gera hana ögn virðulegri en aðra hreppa. En með viðbótarbyggingum og bætt- um starfsskilyrðum þingsins, fer endan- lega í vaskinn gömul og afskaplega góð hugmynd, sem oft hefur verið viðruð í pistli. Hún er sú, að þingmenn skuli aldrei vera fleiri en komast fyrir með góðu móti í gamla góða Alþingishúsinu. Það var byggt fyrir 36 þingmenn, sem sátu í tveim deildum. En það er borin von að úr þvi geti orðið, því alltaf aukast þingstörfin og fleiri þarf til að annast þau. Samt er myndast við að hagræða á þeim bæ, eins og annars staðar, og var deildum fækkað og ræðutími skorinn niður, en allt kemur fyrir ekki. Löggjafarstarfið hleður utan á sig og er Alþingi fyrir löngu búið að sprengja utan af sér öll bönd. Með stækkun hússins skapast nú möguleiki á að fjölga þingmönnum enn meira en orðið er og fá þá fleiri tækifæri til að komast á þing og láta Ijós sín skína. Stækkun þings og fjölgun þing- manna mun leysa margan vanda, aðal- lega þeirra sem þrá það heitast að bæt- ast í hóp þeirra útvöldu. Og þjóðin mun njóta góðs af, saman- ber hið fornkveðna: Því betur gefast vitra manna ráð sem fleiri koma saman. - Eða svoleiðis. OÓ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.