Alþýðublaðið - 07.06.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.06.1921, Blaðsíða 1
ubla Gtefið tit a£ .AJþýOiiflolzlrauuiiiffi.. 1921 Þriðjudaginn 7. júní. 127. tölubl. Þaðg er nú fyrir löngu sýnilegt orðið, hversu miksl alvara Banda. mönnurn hetír verið, þegar þeir á ó/riðartímunum voru að gefa út hátfðlegar yfirlýíingar u*n að þeir væru ekki að herjast móti þýzku fjjóðinni, heldur þýzku keisara. stjórninni. Framkoma [þeirra eftir styrjöldina sýnir hversu mikið er að gera með orð og yfirlýsingar auðvaldsstjórnanna f Englandi, Frakklandi og Bandaríkjum Arrie- riku. % Þeim fórst þegar þeir voru að ásaka þýzku keisarastjórnina fyrir samningsrof við Belgíu. Þeim ferst það, eða hitt þó heldur, þegar jþeir eru að ntía rússnesku Bolsi- víkastjórninni þvi um nasir, að ekki sé hægt að treysta orðum hennar. Stærstu brigðmælgina hafa þó fuiltrúar enska, franska og ame- ríska auðvaidsins sýnt f allri fram- komu sinni við Þjóðverja á þessum seinustu árum. Sjaldan eða aldrei hafa svívirði- legri kostir verið settir sigraðri þjóð, heldur en Þjóðverjum núna að aflokinni heimsstyijöldinni. Bandamenn heimtuðu af þeim bæði stór og þéttbýl laadfiæroi ®g ógrynni framleiðslutækja og annars iausafjár og þröngvuðu •þeim til að ganga að ókostum þessum með ógnun um að svelta þá inni ella. En siðan friðarsamningarnir voru undirritaðir í Versailles hafa banda- menn og þó einkum Frakkar engu tækifæri slept til þess að þröngva kosti Þjóðverja. Þeir hafa sviít þá meiri skipaflota en ráðgert var í fyrstu, vaðið inn f lönd þeirra með her manns og skipað þar öllu eftir sínu höfði, t. d. Ruhrhérað inu austan við Rfn, og heimtað af þeim nýjar og nýjar fjárgreiðsí- ur. Hafi Þjóðverjar nokkurn minsta mótþróa sýnt, hefír þeim verið ógnað með nýrri herför Banda- Jarðarför mannsins míns sál. Haltdórs J. Baohmans fer fram fímtudag 9. júni kl i e. h. frá heimiii hans Urðarsthj 5. Guðlaug N. Bachmann. manna, og eins og vitanlegt er, hefir þeim þá litið tjóað að þrjósk- ast. Þeir hafa orðið að skrifa uadir nýjar og nýjar skuldbindingar, en það er í rauninni Iftt sjáanlegt hvernig þeir eiga að geta staðið við þær. Verkamannábylting í Bandamannalöndunum virðist vera það eina er gæti tosað Þjóðverja undan okinu; því hjá auðmanna- stjórnunum er aldrei réttlæti né miskunn að finaa. í Þyzkalandi er alt óstöðugt eins og vænta má á þessum árum. Þegar keisarastjórninni var steypt í nóvember 1918 komust vðldin aðallega í hendur hægfara jafnað armanna. Á þeirra baki lenti það óvinnands verk að forða þjóðinni undan oíbeldi Bandamanna. Stjórn þeirra hefir því aldrei orðíð vin- sæl, og flest bendir í þá 4tt, að vóldin séu smámsaman að ganga þeim úr greipum. Hitt er eftir að vita, hverjír við taka; hvort kom- muuistum vex svo fiskur um hrygg að þeir geti brötið á bak aftur borgaraflokkana, eða hvort það verða afturhaldsmennirnir, sem völdin taka. Sem stendur era áhrif hinna síðarnefndu að aukast f rfkisþinginu. Nýíega er afstaðin mikil deila milli Bandamanna og Þjóðverja út afffárkröfumsigurvegaranna. Voru þær kröfur svo ósanngjarnar, að þýzka stjórnin neitaði leagi vel að ganga að þeim. Bandamenh kröfðust þess, að Þýzkaland undirgengist að greiða samtals 6750 miljónir sterlings- punda og að það gæfi út strax ríkisskuldabréf fyrir 600 milj. pd. af því, f nóvember f haust fyrir 1900 rnilj. og seinna eftir ástaeð* um fyrir þcim 4250 milj. sem eítk væru. Auk þess skyldi það greiða 100 milj. punda árlega og 25°/» af ándvirði alls útflutts varnings. — Annars geta þessar tölur íæp- ast gefið manni ljósa hugmynd um það óþoiandi ok, sem Banda- menn hafa lagt á Þjóðverja. Mikil ógn stóð þýzku stjórninni af þessum kröfum. Utanríkisráð- herrann, Simons, gerði ítrekaðar tilraunir til að fá þeim breytt og kanslarinn, Fehrenbach, neitaði að ganga að slfkum ókostum. En Bandamenn létu f. engu undafi Þeir hótuðu að fara með her á hendur Þjóðverjum, ef þeir ekki féllust á krófurnar, og þar með voru úrsiitin gefin. Fyrir knýttum hnefa kúgunarvaldsins enska og franska varð þýzka þjóðin að beygja sig. Gamla stjórnin sagði af sér og bræðingsstjórn var mynduð, sem gekk inn á kröf- urnar. í þessari nýju stjórn sitja 'menn út þremur flokkum: miðflokks- menn, meirihlutajafnaðarmenn og demokratar. Kanslari er Dr. Wirth (úr miðflokknum). Hann á sér ekki langa pólitíska sögu. A strfðs- tímabilinu var hann kjörinn rfkis- þingsmaður og komst fijótt í mik- ið álit. Áriö 1919 var hann á þjóðþinginu f Weimar og i marz 1920 varð hann fjármálaráðherra og hélt þvf embætti þar til að hann myndaði þessa stjórn er nú situr. f bráðina hefir fengist sam- komulag. Ee Bandamannstjórn- irnar otunu brátt fá nýjar átylmr til fjandskapar við Þjóðverja, þeg' ar þeir eiga að fata að uppfyiia þessa nauðnngarskilmála, sem í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.