Alþýðublaðið - 07.06.1921, Side 1

Alþýðublaðið - 07.06.1921, Side 1
AlþýðublaðiÖ Geílð tit af AlþýðuflokkBum. 1921 Þriðjudaginn 7. júní. 127. tölnbl. Undirokun Pýzkalands. iarðarför mannsins mins sái. Halidórs £. Baohmans fer frara fímtudag 9. júni kl. 8 e. fi. frá heimili hans Urðarstðg 5. Guðiaug N. Bachmann. Þaðg er nú fyrir löngu sýnilegt orðið, hversu mikil alvara Banda. mönnum hefir verið, þegar þeir á ófriðartímunum voru að gefa út hátíðlegar yfirlýiingar um að þeir væru ekki að berjast móti þýzku ftjóðinni, heldur þýzku keisara. stjórninni. Framkoma [þeirra eftir styrjöldina sýnir hversu mikið er að gera með orð og yfirlýsingar auðvaldsstjórnanna í Engladdi, Frakklandi og Bandaríkjum Ame- ríku. % Þeim fórst þegar þeir voru að ásaka þýzku keisarastjórnina fyrir samningsrof við Belgíu. Þeim ferst það, eða hitt þó heldur, þegar jþeir eru að núa rússnesku Bolsi- víkastjórninni því um nasir, að ekki sé hægt að treysta orðum hennar. Stærstu brigðmælgina hafa þó íulltrúar enska, franska og ame- ríska auðvaldsins sýnt l allri frzm- komu sinni við Þjóðverja á þessum seinustu árum. Sjaldan eða aldrei hafa svívirði- legri kostir verið settir sigraðri þjóð, heldur en Þjóðverjum núna að aflokinni heimsstyijöldinni. Bandamenn heimtuðu af þeim bæði stór og þéttbýl landfiæmi og ógrynni framleiðslutækja og annars lausafjár og þröngvuðu þeim ti! að ganga að ókostum þessum með ógnun um að svelta þá Inni ella. En síðan friðarsamningarnir voru undirritaðir í Versailies hafa banda- menn og þó einkum Frakkar engu lækifæri slept til þess að þröngva kosti Þjóðverja. Þeir hafa sviít þá meiri skipafiota en ráðgert var í fyrstu, vaðið inn l lönd þeirra með her manns og skipað þar öllu eftir sínu höfði, t. d. Ruhrhérað inu austan við R(n, og heimtað af þeim nýjar og nýjar fjárgreiðsl- ur. Hafi Þjóðverjar nokkurn minsta mótþróa sýnt, hefir þeim verið ógnað með nýrri herför Banda- manna, og eins og vitanlegt er, hefir þeim þá lítið tjóað að þrjósk- ast. Þeir hafa orðið að skrifa undir nýjar og nýjar skuldbindingar, en það er í rauninni Ktt sjáanlegt hvernig þeir eiga að geta staðið við þær. Verkamannabylting í Bandamannalöndunum virðist vera það eina er gæti losað Þjóðverja undan okinu; því hjá auðmanna- stjórnunum er aldrei réttlæti né miskunn að finna. í Þýzkalandi er alt óstöðugt eins og vænta má á þessum árum. Þegar keisarastjórninni var steypt í nóvember 1918 komust völdin aðallega í hendur hægfara jafnað armanna. A þeirra baki lenti það óvinnandi verk að forða þjóðinni undan ofbeldi Bandamanna. Stjórn þeirra hefir því aidrei orðið vin- sæl, og fiest bendir í þá átt, að völdin séu smámsaman að ganga þeim úr greipum. Hitt er eftir að vita, hverjír við taka; hvort kom- munistum vex svo fiskur um htygg að þeir geti brotið á bak aftur borgaraflokkana, eða hvort það verða afturhaldsmennirnir, sem völdin taka. Sem stendur era áhrif hinna síðarnefndu að aukast í ríkisþinginu. Nýlega er afstaðin mikil deila miIK Bandamanna og Þjóðverja út af fjárkröfum sigurvegaranna. Voru þær kröfur svo ósanngjaraar, að þýzka stjórnin neitaði leagi vd að ganga að þeim. Bandamenn kröfðust þess, að Þýzkaland undirgengist að greiða samtals 6750 miljónir aterliags- punda og að það gæfi út strax ríkisskuldabréf fyrir 600 milj. pd. af því, í nóvember ( haust fyrir 1900 nailj. og seinna eftir ástæð- um fyrir þeim 4250 milj. sem eftk væru. Áuk þess skyldi það greiða 100 milj. punda árlega og 25% af andvirði alls útfiutts varnings. — Ánnars geta þessar tölur tæp* ast gefið manni ljósa hugmynd um það óþolandi ok, sem Banda- menn hafa lagt á Þjóðverja. Mikil ógn stóð þýzku stjórninni af þessum kröfum. Utanríkisráð- herrann, Simons, gerði ítrekaðar tilraunir ti! að fá þeim breytt og kanslarinn, Fehrenbach, neitaði að ganga að slikum ókostum. En Bandamenn létu í engu undan Þeir hótuðu að fara með her á hendur Þjóðverjum, ef þeir ekki féllust á kröfurnar, og þar með voru úrslitin gefin. Fyrir knýttum hnefa kúgtraarvaldsins enska og franska varð þýzka þjóðin að beygja sig. Gamla stjórnin sagði af sér og bræðingssfjórn var mynduð, sem gekk inn á kröf- urnar. t þessari nýju stjórn sitja mean úr þremur flokkum: miðfiokks- menn, meirihluta jafnaðarmenn og demokratar. Kanslari er Dr. Wirth (úr miðfiokknum). Hann á sér ekki langa pólitíska sögu. Á stríðs- tímabilinu var hann kjörinn rfkis- þingsmaður og komst fljótt í mik- ið álit. Árið 1919 var hatm á þjóðþinginu í Weimar og í marz 1920 varð hsnn fjármálaráðherra. og hélt því embætti þar til að hann myndaði þessa stjóra er nú situr. f bráðina hefir fengist sam- komulag. Ee Bandamannstjóra- irnar munu brátt fá nýjar átyllur til fjandskapar við Þjóðverja, þeg- ar þeir eiga að fara að uppfylla þessa nauðungarskilmála, sem (

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.