Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-®ntnmt Föstudagur 11. apríl 1997-3 Bankamenn 500 millj. kr. andvaraleysi Starfsmenn Útvegsbankans höfðu rétt á bið- launum þegar rekstarformi bankans var breytt fyrir 10 árum. Launakröfur fyrnast á fjórum árum. s mislegt bendir til þess að hátt í 450 fyrrverandi starfsmenn Útvegsbanka hf. hafi tapað allt að 500 millj- ónum kr. í biðlaunum vegna andvaraleysi bankamanna þeg- ar rekstrarformi bankans var breytt í hlutafélag fyrir tæpum 10 árum. Bankamenn eru þó ekki úrkula vonar um að hægt verði sækja þennan rétt á for- sendum stjórnarskrárbundins réttar einstaklinga sem aldrei fyrnist. í lögfræðiáliti sem Viðar Már Magnússon lagaprófessor hefur tekið saman fyrir Sambands ísl. bankamanna kemur fram að starfsmenn Útvegsbankans höfðu rétt til biðlauna þegar rekstrarformi hans var breytt þann 1. maí 1987. Pessi-réttur hafi hinsvegar fyrnst á íjórum árum eins og laun. Prófessorinn telur jafnframt að ekki sé hægt að kreíjast þess réttar í formi skaðabóta. Sá réttur fyrnist á 10 árum og er því enn við lýði. Friðbert Traustason, formað- ur SÍB, segir að þessi niður- staða prófessorsins verði kynnt fyrir starfsmönnum Útvegs- bankans. Hann segir að miðað við uppreiknaðan 6-12 mánaða biðlaunarétt sé þarna um hálf- an milljarð að ræða. Þá sé SÍB reiðubúið að styðja þann starfs- mann sem vildi reyna á sinn biðlaunarétt fyrir dómstólum. Formaður SÍB segir að fyrir áratug hefðu menn ekki áttað sig á því að þeir ættu rétt á biðlaunum vegna breytinga á rekstrarformi ríkisfyrirtækja. Það hefði hinsvegar breyst fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefðu menn unnið nokkra dóma um biðlaun og m.a. einn í Hæsta- rétti. -grh Bankastarfsmenn eiga á hættu að biðlaunaréttur þeirra sé fyrndur og þar með réttindi sem nema hálfum milljarði. Umræðurnar í kaffistofunni verða líflegar í dag? Kúabændur fá uppbót Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga verður haldinn n.k. sunnudag. Að sögn Þorgeirs B. Hlöðverssonar, kaupfélags- stjóra, verður á fundinum lögð fram tillaga stjórnar um að greiða mjólkurframleiðendum sem leggja inn mjólk hjá MSKÞ uppbót á mjólkurverð, sem nemur 65 aurum á lítra. Þetta er í samræmi við það sem bændur á Suður- og Vesturlandi hafa fengið hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamsöl- unni. Kostnaður KÞ, ef þessi til- laga verður samþykkt, nemur liðlega 4 milljónum. Heildarvelta KÞ árið 1996 var 2.143 milljónir, sem er aukning upp á 364 milljónir eða 20% milli ára. Rekstur félagsins var í jafnvægi og hagnaður varð 250 þúsund. Afkoman er hins vegar lakari en árið 1985, en þá nam hagnaður 6,8 milljónum. Hagnaður fyrir íjármagnsliði var tæplega 28 milljónir á móti 36 milljóna hagnaði á fyrra ári. Fjármunamyndun frá rekstri var tæplega 31 milljón í fyrra en 45 milljónir árið áður. Kaupfélagsstjóri segir að þessi niðurstaða sé viðunandi miðað við aðstæður, þó þetta sé harla lítill hagnaður af tveggja milljarða veltu. js Akureyri Starfsfólk nýja Sunnuapóteksins í Glerárhverfi á Akureyri, f.v.: Bryndís Sigurðardóttir, Soffía Örlygsdóttir, Lára Pálsdóttir og Bergþór Haraldsson lyfjafræðingur Mynd:Gs Sunnuapótek opnað Ibúar Glerárhverfis á Ak- ureyri þurfa ekki lengur að leita þjónustu lyíja- verslunar í miðbæ Akureyr- ar, því í gær var opnuð lyija- verslun í verslunarmiðstöð- inni í Sunnuhlíð sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Bergþór Haraldsson, lyfsali, segir að til hafi staðið að taka tölvutæknina í sína þjónustu strax við opnun sem m.a. veitti möguleika á að senda lyfseðla á netinu, en tölvukerfi Ileilsugæslunn- ar á Akureyri só enn ekki nógu fullkomið til þess að sinna því, a.m.k. að sinni. Öll lyf verða framleidd í Stjörnu-apóteki. Auk Berg- þórs starfa þrír starfsmenn við Sunnuapótek. Margir íbúa Glerárhverfis hafa lengi alið þá von í brjósti að þar risi lyíjaverslun og póst- hús. Nú er unninn hálfur sigur, Póstur & sími hf. eiga næsta leik. GG Fíkniefni Franklín Franklín Steiner var í gær dæmdur í Héraðsdómi í tveggja ára og eins mán- aðar óskilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hafa í fórum sínum all mikið af fíkni- efnum og kindabyssu, sem í fangelsi fannst við húsleit á heimili hans. Franklín var gert að greiða 5/6 hluta málskostnaðar, þar með talið bæði saksóknar- og málsvarnarlaun. Landhelgisgæslan Fjarsömun fyrir bátsmannsekkju Ung ekkja með tvö börn á hrakhólum eftir að maður hennar ferst við björgunar- störf með Land- heigisgæslunni. s gær var Lögreglustjóranum í Reykjavík sent bréf þar sem farið var fram á heim- ild til opinberrar fjársöfnunar fyrir ekkju og börn bátsmanns hjá Landhelgisgæslunni, sem lést við skyldustörf í hörmulegu slysi þegar varðskipið Ægir gerði tilraun til að bjarga flutn- ingaskipinu Vikartindi úr sjáv- arháska í síðasta mánuði. Fjár- hagur hinnar 27 ára gömlu ekkju, Kristínar Geirþrúðar Gísladóttur, og tveggja ungra barna, Guðjóns Arnars 3ja ára og Kristjönu Daggar 2ja ára, er í rúst eftir fráfall föðurins, Elíasar Arnar Kristjánssonar. Þau Kristín og Elías voru ekki formlega gift heldur í sam- búð og eru börnin því lögerf- ingjar föður síns og fá í sinn hlut íbúð íjölskyldunnar. Dánar- bætur fyrir sjómenn eru nokkuð innan við 2 milljónir króna fyrir sjómenn og skiptast milli Krist- ínar og barnanna þannig að börnin fá 2/3 og Kristín 1/3. Börnum er í tilfellum sem þessu skipaður sérstakur lögráða- maður, sem hefur það hlutverk að gæta eigna þeirra og hafa eignirnar, íbúðin og dánarbæt- urnar, verið frystar, þar til börnin verða fjárráða. Kristín situr því eftir með heilmiklar lausaskuldir, og aðeins 1/3 af dánabótunum eða ríflega 600 þús. krónur. íbúð fjölskyldunar ráðstafar lögráðamaður barnanna sem mun þurfa að tryggja að eign barnanna rýrni ekki eða glatist þannig að til þess gæti komið að Kristín yrði að leigja hana af börnum sín- um. Hugmyndin er að fjársöfnun- in fari þannig fram að þeir sem leggja vilja Kristínu lið leggi fé inn á reikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur. Dagur-Tíminn mun birta það reikningsnúmer þegar söfnunin hefur formlega farið af stað. Samskip Forkastanleg vinnubrögð að eru forkastanleg vinnubrögð að halda því fram að það hafi eitthvað alvarlegt verið að þessu skipi. Það lýsir best þeim persónum sem eru innan Sjómannafélags Reykjavíkur og Alþjóða flutn- ingamannasambandsins," segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa. Hann segir að félagið leggi mikla áherslu á að rannsókn verði haldið áfram á tildrögum þess að Dísarfellið sökk þann 9. mars sl. og tveir menn létu lífið. Ólafur bendir einnig á að við sjóprófin hefðu verið lögð fram gögn sem staðfestu að Dísarfell- ið hefði verið í góðu ásigkomu- lagi. Það hefði m.a. verið stað- fest af viðurkenndu flokkunar- félagi þess, Germanischer Lloyd. Þar fyrir utan stæðust ekki framkomnar fullyrðingar þess efnis að skipið hefði verið í senn gamalt og úrelt. Því til staðfestingar hefði skipið verið 15 ára gamalt á sama tíma og meðalaldur íslenskra kaupskipa væri 20 ár. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra hefur óskað eftir því við Hérðaðsdóm Reykjavíkur að sjóprófum verði haldið áfram. Þessi málaleitan ráðherra kom fram eftir að Sjómannafélag Reykjavíkur hafði óskað eftir því við ráðuneytið að opinber rannsókn fari fram á orsökum slyssins. -grh T-CT' » T- l', r » . Wm v. r tnr

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.