Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 8
8 - Föstudagur 11. apríl 1997 ÞJOÐMAL JDagur- Ittramt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoöarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Handboltasjónvarpið er hneyksli í fyrsta lagi Lokaleikir íslandsmótsins í handbolta hafa boðið upp á stórkostlega skemmtun fyrir handboltaunnendur. Leik- irnir frábært sjónarspil, öll umgjörð er eins og best verður á kosið af hálfu liða og stuðningsmanna; heilu og hálfu bæjarfélögin standa á öndinni af eftirvæntingu og stolti. Á þessu mikla leikhúsi kaupir Ríkisútvarpið einkarétt af HSÍ. Og niðurstaðan er hneyksli. Það sann- ast best á þeirri fáránlegu þversögn að þegar sjónvarp- ið býður upp á ævintýralega spennu í beinni útsendingu frá úrslitaleik kvennaboltans hefur lýsandinn lítið ann- að að segja en honum þykir fyrir þessum ósköpum, og þulan birtist með grátstafinn í kverkunum eins og nátt- úruhamfarir hafi dunið yfir. Molar úr skírdagsleik KA og Hauka voru sýndir klukkan 01.50 aðfaranótt föstudagsins langa! í gærkvöld var einungis sýndur síðari hálfleikur KA og Aftureldingar. Með þessu skipulagi verða ALLIR óánægðir. Með réttu. Og að óþörfu. Það er hrein móðgun við unnendur reglu- legra sjónvarpsþátta að riðla dagskránni eins og gert var á miðvikudagskvöld - allt í einu og fyrirvaralaust. Eitt boltamót á ekki að þurfa að setja heila sjónvarps- stöð úr skorðum, áhugi er ofmetinn og það á ekki að nauðga þessu upp á þá sem hafa önnur áhugamál. Sama sjónvarpsstöð verður líka að leyfa handboltaunn- endum að njóta í botn þess besta sem úrslitaleikirnir bjóða upp á. í þriðja lagi Hér er ekki um ósættanlegar andstæður að ræða heldur þarf bara að skipuleggja mótið með tilliti til sjónvarps, og öfugt. Fordæmið er fyrir hendi: Stöð 2 sýnir frá úr- slitaleikjum körfuboltans með glans, og hefur á því góð- an fyrirvara fyrir þá sem vilja forða sér til annarar iðju. RÚV og HSÍ hegða sér eins og engan hafi grunað að til úrslita drægi í mótinu! Er það ekki háðulegt fyrir mömmu gömlu RÚV að eiga frábært sjónvarpsefni, en verða að pukrast með það, gera sem minnst úr og af- saka eins og slys - en móðga alla almenna áhorfendur samtímis? Fyrir bölvaðan klaufaskap. Stefán Jón Hafstein. \_____________________________________________________________/ Á að víkja frá auglýstri sjónvarpsdagskrá vegna íþróttaútsendmga? Dr. Þorbjörn Broddason prófessor Það eru ekki fjölmiðl- ar sem stjórna at- burðarásinni í sam- félaginu, þótt matsatriði sé hvaða efni á að taka fram fyrir auglýsta dag- skrá. Sjónvarpið er þjóð- armiðill, vakandi gagn- vart umhverfi sínu. En aldrei er von til þess að öllum líki þær ákvarðanir sem teknar eru um dag- skrárefni. Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ s Eg tel að meirihluti þjóðarinnar vilji handboltann, þá íþrótt sem mælst hefur með mest áhorf í sjón- varpi á íslandi. Mór finnst að sjónvarpsstöðv- arnar eigi að fara að vilja meirihlutans, hvor stöðin sem í hlut á. ♦ Indríði G. Þorsteinsson rithöfundur Það er víst einhver keppni í gangi milli Sjónvarpsins og Stöðvar 2 um hvor sé með meira af íþróttaefni. Ég sé ekki hvernig er hægt að láta annað dag- skrárefni víkja fyrir bolt- anum, sem er á dagskrá kvölds og morgna og um miðjan daginn líka. Er- lendis eru sérstakar rásir fyrir boltaleiki og það gengur ágætlega. Á ís- landi er þetta út úr kú. Sigurður Valgeirsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins g tel það mjög vafa- samt. John frekar en Jesú „Sjónvarpið er uppeldisstofnun fyrst og fremst og ílytur aðeins inn vandað siðferðilega uppbyggilegt efni líkt og ráðgátuþáttinn góða og kúreka- myndir með John Wayne. Enda hefur John Wayne svo miklu meira að segja en Jesús Kristur. Og svo er hann líka svo miklu ílottari í tauinu.“ - Friðrik Erlingsson hæðist að Sjónvarp- inu í Mogganum í gær. Einu sinni gerst „Er það virkilega mögulegt að rann- sóknum af hálfu embættis ríkissak- sóknara sé hrundið af stað vegna þess að spjallvinir hans í heita pott- inum biðji hann að sveifla vendi laganna yfir einhverjum sem þeir telja sig eiga sökótt við? Ef það hef- ur gerst í þessu tilviki, eins og bisk- up hefur upplýst, kann ekki að vera að það hafi líka gerst áður?“ - Spurt í leiðara Alþýðublaðsins í gær. Veiða og geyma „Norðmenn veiða hval, en þora ekki fyrir sitt litla líf að selja hann úr landi. Þessi staðreynd segir auðvit- að allt sem segja þarf um stöðu hvalveiða í heiminum í dag. Vilji ís- lendingar hefja hvalveiðar að nýju er fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir þessu.“ - Birgir Hermannsson í Alþýðublaðinu í gær. Taka sénsinn „Veður er illviðráðanlegt, en af- þreying og menningarlíf fyrir ferðamenn og bæjarbúa er að sönnu á valdi þeirra, sem bænum stjórna. Og ef ástandið verður þannig að menn taka vart sénsinn á að koma til bæjarins í frí, hverjir munu þá taka sénsinn á að flytja til bæjarins?" - Ragnhildur Vigfúsdóttir í Degi-Tíman- um. Hvers á Judith Esztergal að gjalda? Handboltavertíð vetrarins lýkur með harðsóttum leikjum sem tryggja þeim efstu og bestu ís- landsmeistaratitil. Fyrirgangurinn í fjöl- miðlum síðustu sólarhringa sýnir að til mikils er að vinna á handboltavöllum og að áhugi er mikill á keppnisgreininni. Heilbrigð sál í hraustum líkama voru einu sinni einkunnarorð íþróttaiðkenda, og eru enn að því viðbættu að peningar eru í spilinu, miklir peningar. Hvernig þeirra er aflað og hvernig og til hverra þeim er útdeilt eru málefni sem ekki þykir kurteisi að hafa hátt um. Miklar sigurvímur fylgja velgengni í íþróttakeppni og að sama skapi eru menn tapsárir með afbrigðum. Því oft er til mikils að vinna og íþróttakeppni er „big bisniss". Og satt best að segja eru sorablettir á atvinnugreininni, sem helst má ekki ræða, fremur en meðferð íjármuna þeirra sem efla sálarheilbrigðið og hreystina. Óþverrar Haukar unnu íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í fyrradag og áttu það ekki síst að þakka frábærri framgöngu ungversku íþóttakonunnar Judith Esztergal, sem ber af öðrum handboltastúlkum hér á landi, að sögn. En hún sagði farir sínar ekki sléttar í blaðaviðtali. Þegar hún var komin langleiðina með að tryggja liði sínu eft- irsóttan titil var farið að ásækja hana. Hún varð að flýja heimili sitt vegna sífelldra hringinga í síma og á dyrabjöllu. Var henni varnað svefns heilu næturnar, auð- vitað fyrir mikilvæga keppnisleiki. Um svona óþverrahátt þarf ekki að hafa nein orð. En það er annað sem einhver þarf kannski að svara fyrir. Judith hefur búið á íslandi í sjö ár og hefur þráfald- lega sótt um ríkisborgararétt en ávallt verið hafnað. Samt hefur hún aukið veg íslenskrar íþróttagreinar svo um munar og ætti að þykja fengur að slík- um liðsauka. Hvers vegna er ungversku afreks- konunni hafnað og hún ofsótt og hrjáð af íþróttaandstyggðum? Verðmæti kynjanna Góðir íþróttakarlar úr íjórum löndum fara hraðferðir í gegnum þann feril sem veiting ríkisfangs er. Alþingi hefur þar síðasta orðið. Þegar íþróttafélög þurfa að panta ríkis- borgararétt fyrir sína menn er hann umsvifalaust veittur, enda eru keppnis- íþróttir „big bisniss", eða eru það bara karlaíþróttirnar? Flestir bestu íþróttamanna í íslensk- um félögum eru af erlendu bergi brotnir og ekki eru til svo aum bolta- leikjafélög að þau hafi ekki ráð á rán- dýrum atvinnumönnum utan út heimi til að klekkja á hinum fámennu félög- unum í hinu þorpinu. Þegar einhverjum spíssbubbum íþróttafélaga þóknast að auka hróður þjóðarinnar í sínu nafni panta þeir rík- isfang fyrir afreksmenn og engin fyrir- staða er á færibandinu. Undantekningarlítið er hér um at- vinnumenn að ræða og sjálfsagt eru gerðir við þá ágætir samningar um hróður einhverra félagsliða og svo ís- lands út á við. Ekki skal dregið í efa að þessir menn verða hinir ágætustu ís- lendingar og vonandi þarf þeirra nýja ríkisfang aldrei að valda þeim von- brigðum. Undirritaður kann engin skil á með- ferðinni á ungversku íþróttakonunni. Helst kemur sú skýring í hug, að íþróttakonur muni ekki vera hátt metnar til Ijár. Það mun fátt vera um launaðar íþóttakonur. En háttlaunaðir karlar eru gulls ígildi og því metfé að fá þá sem flesta til landsins til að mala gull. En skærasta stjarnan í íslenska kvennahandboltanum skal vera for- smáð og haldið utangarðs vegna þess að íþróttafrömuðir vorir sjá ekki að þeir græði neitt á henni. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.