Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Jlagur-'2íímtmt Föstudagur 11. apríl 1997 - 9 Samkomulag um Lánasjóðinn Jón Kristjánsson alþingismaður og form. fjárlaga- nefndar skrifar Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um Lánasjóð íslenskra náms- manna. í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarflokkanna var kveðið á um endurskoðun lagnanna, og hefur hún staðið yfir að undan- förnu, og niðurstaðan hefur litið dagsins ljós í frumvarpsformi. Ágreiningur hefur verið um mál- ið og það verið í sviðsljósinu af þeim sökum. Nú hefur náðst góð niðurstaða sem báðir stjórnar- flokkarnir geta unað vel við og hún felur í sér verulegar lagfær- ingar fyrir námsmenn. í fyrsta lagi verður endur- greiðsluhlutfall námslána lækkað niður í 4.75% en var allt að 7% áður miðað við útsvarstekjur lánþega. í öðru lagi verða teknir upp beinir styrkir til námsmanna vegna íjármagnskostnaðar sem þeir verða fyrir vegna lántöku hjá bönkum. í þriðja lagi er stjórnarmönnum íjölgað úr sex í átta þannig að Iðnnemasamband fslands fær nú aðalmann í stað áheyrnarfulltrúa og mennta- málaráðherra einn fulltrúa til viðbótar. í íjórða lagi er lagt til að sett verði sérstök heimild í lög fyrir stjórn sjóðsins til þess að geta komið til móts við náms- menn sem verða fyrir skakkaföll- um vegna veikinda eða skipulags skóla. Einnig er lögunum breytt til samræmis við aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Gagnrýnt hefur verið að bönk- unum sé ætlað of mikið hlutverk samkvæmt hinum nýju lögum í ijármögnun náms. Þeir sem halda slíku fram byggja sinn málflutning á úreltum viðhorf- Einhverjar hjáróma raddir hafa verið að brigsla Framsóknar- flokknum um svik í þessu máli. um. Starfsemi ijármálastofnana er ekki að neinu leyti sambærileg nú við það sem hún var fyrir ein- um áratug. Bankarnir eru nú í harðri samkeppni um viðskipta- vini og munu kappkosta að veita námsmönnum þjónustu, því þar er lagður grunnur að framtíðar- viðskiptum. Bankarnir hafa einnig tekið upp viðræður um að krefjast ekki ábyrgðarmanna. Þær viðræður standa nú yfir, en jákvæð viðbrögð í þessu efni sýna að bankarnir líta á þessi viðskipti sem mikilvægan þátt í sínum rekstri. Bankastofnanir hafa útibú um allt land þannig að allir hafa aðstöðu til þess að sækja þjónustu í sinni heima- byggð hvað þetta varðar. Við framsóknarmenn erum ánægðir með að komin er niður- staða í þetta mál. Við lögðum á það áherslu í kosningabarátt- unni. Aðstaða Sjálfstæðisflokks- ins var önnur að því leyti til að fyrrverandi ríkisstjórn breytti lögunum um Lánasjóðinn árið 1992, þannig að tiltölulega skammur tími var liðinn frá því. Hins vegar náðu stjórnarflokk- arnir saman um niðurstöðu í máhnu sem er til hagsbóta fyrir námsmenn og það skiptir mestu máli, og báðir geta vel við þá niðurstöðu unað. Einhverjar hjáróma raddir hafa verið að brigsla Framsókn- arflokknum um svik í þessu máli. Þetta er sett fram gegn betri vit- und og er einfaldlega þáttur í pólitík sem byggist ekki á rökum eða staðreyndum. Framsóknar- menn lögðu áherslu á að lækka endurgreiðsluhiutfalhð og taka upp samtímagreiðslur. Hvoru tveggja er gert, þótt hluti þess sé í gegn um bankana og í því formi að ijármagnskostnaðurinn er greiddur. Áætlað er að þessar aðgerðir kosti 226 milljónir króna á árinu 1997, samkvæmt úttekt sem fylgir frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi. Það kemst alltaf upp um strengjabrúður Helgi Haraldsson fyrrverandi kjósandi Sjálfstœðisflokksins skrifar Agaleysi og hentistefna varðandi lög og reglur eru ríkir þættir í íslensku þjóðarsálinni. Flestir eru sam- mála um að nauðsynlegt sé að lög og reglur séu til, en það er alltaf „eitthvað sérstakt“ við mig og mínar aðstæður sem gerir að verkum að ég þarf ekki að fara eftir gildandi lögum og reglum, reglurnar eiga ekki við, eða ég á ahavega að fá undanþágu. Náunginn í næsta húsi á hins- vegar að sjálfsögðu að fara eftir lögum og reglum. Þetta sjónarmið einkennir viðbrögð þingmanna og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins við af- greiðslu Samkeppnisstofnunar á sameiningu Flugleiða og FN. Samgöngumálaráðherra gagn- rýnir niðurstöðuna harkalega, „getur ekki sætt sig við niður- stöðuna." En hverjum er ekki sama þó Halldór geti ekki sætt sig við niðurstöðuna. Hann sam- þykkti lögin sem niðurstaðan byggist á! Kannski hann hafi bara gleymt að lesa þau áður. Öllu alvarlegra er að sjálfur forsætisráðherrann, sjálft höfuð löggjafans og handhafi forseta- valds, gagnrýnir niðurstöðuna. Ekki vegna þess að stofnunin hafi farið út fyrir verksvið sitt, eða gert eitthvað ólöglegt, (eng- inn hefur haldið slíku fram, ekki heldur því að breyta þurfi lögun- um), nei heldur það að þeir hafi „farið ansi fast í máhð.“ Þeir áttu nefnilega að taka tillit th þess að þarna var um áðurnefndar „sér- stakar aðstæður“ að ræða, því þarna var verið að fjalla um einn hluta þess fyrirbæris sem kennt Varla hækka pólitíkusarnir heldur í áliti ef þeir bera ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér og sínum verkum en þetta sýnir. er við ónefnda dýrategund og tröllríður öllu í þessu þjóðfélagi. Það að þeir sem setja lögin séu ósáttir við að þeim sé fylgt fast eftir, ahavega í sumum th- fellum, (þ.e.a.s. gagnvart sum- um) er algjörlega ólíðandi og sýnir á hve lágu plani íslensk pólitík og íslenskir pólitíkusar eru. Slík hentistefna varðandi lagaákvæði á meira skyft við stjórnun í vanþróuðum einræðis- ríkjum en upplýst menningar- samfélög. Með þessa hegðun for- sætisráðherra sem fyrirmynd er varla að búast við að löghlýðni og virðing hins almenna borgara fyrir lögum og reglum axhdst á næstunni. Varla hækka póhtíkus- arnir heldur í áhti ef þeir bera ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér og sínum verkum en þetta sýnir. í fréttum hefur einnig verið rætt við einn af þingmönnum áð- urnefnds flokks, þess flokks sem kepnir sig við markaðsbúskap og frjálsa samkeppni. Sá er formað- ur samgöngunefndar og thkynnti Davíð Oddsson. hann að fuhtrúi Samkeppnis- stofnunar yrði kahaður fyrir fund nefndarinnar. Það á sem sagt að þvinga fram hagstæðari niðurstöðu. En hagstæðari fyrir hvern? Hinn almenna borgara? Varla. Þingmaðurinn talaði ekki frekar en ráðherrarnir um að breyta lögunum, sem væri sjálf- sagt (og í hendi þessara aðila, sjálfs löggjafans), því ahir virðast sammála um að lögin séu góð, þeim þarf ekki að breyta. Það eru bara ekki allir sem þurfa að fara eftir lögunum. En hver er það þá sem kippir svo fast í spottana að ráðherrar og alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins með sjálfan forsætis- ráðherrann í fararbroddi, sprikla eins og strengjabrúður í Halldór Blöndal. höndunum á riðuveiku líkams- ræktartrölh? Varla eru það neyt- endur eða samtök þeirra. Nei hklega verður að skoða þetta í öðru samhengi. Á næstunni munu nefnilega öh sérleyfi til flugs innanlands falla úr ghdi og þá getur jú verið gott að vera búinn að kaupa upp þá aðila sem annars gætu veitt sam- keppni, eða verið með önnur álíka leiðindi. Til að það takist skal sú stofn- un sem sett var á laggirnar th að tryggja samkeppni, með hag neytenda að leiðarljósi, því svín- beygð, af þeim sem settu lögin sem niðurstaðan byggir á. Hagur neytenda verður því að víkja fyrir öðrum sterkari hags- munum. (Ætli það sé kannski ekki líkamsræktartröh með riðu heldur kolkrabbi með hiksta sem kippir í spottana?) Þessi málathbúningur þeirra félaga í Sjálfstæðisflokknum sýn- ir öðru fremur hvhíkt hags- munapot Sjálfstæðisflokkurinn stundar, undir yfirskini stjórn- málastarfs. Davíð, Hahdór og fé- lagar reyniði nú að skammast th að fara eftir þeim lögum sem þið hafir sjálfir sett. Hér eftir getiði síðan haft ákvæði í samkeppnislögunum, sem og öðrum þeim lögum sem þið samþykkið á hinu háa Al- þingi, á þá leið að íþyngjandi ákvæði viðkomandi laga eigi ekki við um fyrirtæki í einokunarað- stöðu eins og Flugleiðir, Eimskip eða aðra hluta ónefnds dýrs, né heldur þegar ráðherra ákveði af öðrum jafnghdum ástæðum. Þar með væri tryggt það lýðræði, jafnræði gagnvart lögum og sú frjálsa samkeppni sem þið kenn- ið ykkur við og ykkur virðist vera að skapi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.