Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 11
Jbtgur-'ðSmóm Föstudagur 11. apríl 1997 -11 Tvö Golfheims- mót eru eftir Nú fækkar óðum púttmót- unum sem gefa tækifæri til þátttöku í úrslitamót- inu 20. apríl næstkomandi. Næstsíðasta mótið er sunnu- daginn 13. apríl, en síðasta úr- tökumótið er sunnudaginn 20. sér þátttökurétt í úrslitamótinu eru: Albert Elísson, Árni Ilall- dórsson, Björn Árnason, Gísli Halldórsson, Gunnlaugur H. Jó- hannsson, Gústaf Gústafsson, Gylfi Guðmundsson, Halldór Þeir félagar Jóhann Frímann Valgarðsson og Sævar Egilsson hafa rekið Golfheim í nokkur ár af miklu harðfylgi. Golfheimur er fyrsta og eina æf- ingarstöð kylfinga sinnar tegundar hérlendis. Þar má finna bestu æfingar- bása, golfhermi, 18 hola púttvöll, biljarðborð, leiktæki og ágæta kaffi- stofu. I Golfheimi er einnig að finna ýmsa af bestu golfkennurum landsins. Þar hafa og ungir og aldnir fundið sér stað til að njóta lífsins í spjalli og líkamsrækt. Nokkrir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu hafa séð sér hag í að ganga til liðs við Golfheim og samið um aðstöðu fyrir félagsmenn og er sú gjörð af hinu góða. Er þess að vænta að framhald verði á því sam- starfi. apríl, sama daginn og sjálft SL- Golfheimsmótið fer fram. Verðlaunin eru vegleg, en þau eru þessi: 1. verðlaun er utanlandsferð með Samvinnuferðum-Landsýn, 25 þúsund króna handhafabréf með leiguflugi. 2. verðlaun er 5 þúsund króna matarúttekt. 3. verðlaun er 3 þúsund króna matarúttekt. Að sjálfsögðu eru svo verð- laun í hverju móti fyrir sig. Þeir sem þegar hafa tryggt Svanbergsson, Halldóra Einars- dóttir, Hinrik Stefánsson, Jafet Sigurðsson, Jökull Kristjánsson, Kristinn Eymundsson, Kristján Kristjánsson, Kristján Ó. Jó- hannesson, Martyn Knipe, Ósk- ar Friðþjófsson, Sigríður Flyg- enring, Steindór Eiðsson, Úlfar Jónsson og Þorvaldur Jóhann- esson. Átta nöfn gætu bæst við þennan lista áður en að úrslita- mótinu kemur þar sem fjórir efstu menn mótanna öðlast þátttökurétt. Samvinnuterðir - Landiýn hefur um lanst árabil boðið Slœiilegar golþlferðir um beim allan. Við ikipuleggjum golhtíerðir til Spánar og Mallorca og iameinum jal)nvel golt) og iiglingu! Allir þarþegar okkar í goltterðum geta gengið ígoltterðaklúbbinn iem veitir þátttökurétt á hið vimœla Sprengjumót á Hellu iem haldið verður 4. ágúit. Samvinimlerúir Landsýn ifc UrM 1i • t W1111 • MHH VUIIU * Sll IK lfel »41 • IMMI Ml 1171 I* I » «17 • Ml iC ?4H MarlMr WM14 • I. Ui I1U • W US : li • l. 411 Ml • Mrtl Cl Ml Mran Mln*»• * «1«11» r>au i riiiiiti t r~m rwriimirrr tiiniwiuh íhmwiti miHi*:aW4iiHc taNrfcr Hm 7 • 14U UN • 1W 4U iW • ENN mttbmm m M * Síðasti Golftíminn ar sem þetta er síðasti Golftíminn sem birtist í Degi-Tímanum vil ég nota tækifærið til að þakka fyrir þær móttökur sem hann hefur hlotið meðal kylfinga og annarra les- enda. Forráðamenn blaðsins hafa ákveðið að „slá Golftímann af‘ sem slíkan, en áfram verður skrifað um golf í blaðið sem betur fer og mun einn af íþróttafréttamönnum blaðsins sjá um það verk. Sá heitir Frosti Bergmann Eiðsson og er kylfingur og vel heima í málefn- um golfíþróttarinnar. Vil ég óska honum velfarnaðar í starfi. Þakka Þengli Vald Þetta er fertugasti og fyrsti Golftíminn sem birtist í blaðinu. Yfir 70 ljósmyndir hafa birst í Golftímanum, á annað hundr- að teikningar og rúmlega 90 fréttir, greinar, frásagnir og við- töl. Ýmsum kann að þykja sem hlutur ljósmyndanna sé rýr miðað við teikningarnar, en það kemur til af því, að engin ljós- mynd hefur verið keypt í þátt- inn, fremur en teikningarnar. Við þetta tækifæri vil ég þakka Þengli Valdemarssyni á Akureyri sérstaklega fyrir að leyfa afnot af ljósmyndum sín- um án endurgjalds. Á sjöunda þúsund íslending- ar stunda nú golfíþróttina og fer þeim stöðugt Qölgandi. Golf- klúbbar innan Golfsambands íslands eru nú 50 talsins og von er á fleirum innan tíðar. Það er því full ástæða fyrir dagblöðin að sinna golfíþrótt- inni, ekki síður en öðrum íþróttum. Með bestu kveðjum. Ragnar Lár. Enn leikur Sigurjón undir parinu vestra Nítjánda holan Til að fylla síðuna er farið í 50 ára afmælis- rit Golfklúbbs Akur- eyrar sem oftar. Það rit er góð heimild um sögu golfsins á Akureyri. Þar er líka að finna skondnar sögur, sannar og... í þætti sem ber nafnið 19. holan er haft eftir Winston Churchill að golf sé gagns- laus tilraun til að stýra óstýr- anlegri kúlu í óaðgengilega holu með áhöldum sem séu illa fallin til slíkra nota. Um golfara er sagt að hann sé maður sem kenni ör- lögunum um ef kúlan fer í glompu eða í óræktina utan brautar. Hinsvegar þykist hann vera persónulega ábyrgur ef hann fer holu í höggi. Pútt = algengasta orsök taugaáfalls. Skor = goðsaga í átján þáttum. Sveifla = taktur í tónlist, rykkur í golfi. Sagt er að einungis skatt- framtalið hafi gert fleiri menn að lygurum en golfið. Enn fær Golftúninn góðar fréttir af Sigurjóni Arn- arssyni, kylfingi lír Golf- klúbbi Reykjavíkur, en hann leikur sem kunnugt er á Tommy Armour mótaröðinni á Flórída. Fyrir skömmu lék Sigurjón í tveggja daga móti á Remington golfvellinum, en þar er parið 72 en erfiðleikastuðullinn 74. Sig- urjón lék á 71 höggi fyrri dag- inn, eða einu undir pari, en seinni daginn lék hann á 73 höggum og lauk því mótinu á parinu, 144 höggum og varð í 13. sæti af 44 keppendum. Undir pari Sigurjón tók þátt í eins dags móti á Cypress Creek golfvellin- um og lék þá á 71 höggi, eða einu undir pari. Erfiðleikastuð- ull þess vallar er 74. Sigurjón varð í 9. sæti af 56 keppendum, en mótið vannst á 67 höggum. Af þessu er ljóst að Sigurjón verður spennandi að fylgjast er að leika mjög gott golf og með honum í framtíðinni. Sigurjón Arnarsson keppir nú á Tommy Armour mótaröðinni í Florida og gerir það gott. Golfreglan Iholukeppni er leyfi- legt að gefa mótherj- anum holuna hvenær sem er, hvort sem það er á leið, eða á flöt. (Því miður tókst mér ekki að sýna ykkur alla reglubókina mína, en ég þakka fyrir samveruna. Boggi).

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.