Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 1
^tftf *^^ ^^^B^M? Verð í iausasölu 150 kr. iuagur'CLLtmtnn 7 ^- - ^^^ F/mmfl/CÍagur 1.maí1997-80. og81.árgangur81.tölublað BlCldJL Fréttir og þjóðmál Félagsmálaráðherra Góð vinnu- i •• • •• #» loggjof Eg held að vinnulöggjöfin hafi sannað sig í því að vera góð," segir Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra sem óskar verkalýðsrueyfingunni til ham- ingju með 1. maí. Ráðherra segir að réttmæt- asti dómurinn á nýju vinnulög- gjöfinni sé m.a. sá að spáð er 2- 3% verðbólgu á næstu árum. Hann segir að í ferh kjarasamn- inga hafi ekki komið fram neinir alvarlegir hnökrar sem hægt er að kenna vinnulöggjöfinni um. Því til viðbótar sé gert ráð fyrir að kaupmáttur muni aukast um rúm 20% frá árinu 1995-2000, eða á tveimur samningstúnabil- um. Það er meira en áður hefur gerst. Ráðherra vekur jafnframt athygh á því að í yfirstandandi kjaralotu hafa náðst mjög góðir kjarasamningar án alvarlegra átaka. Hinsvegar hefur það tek- ið sinn tíma og kannski ekki við öðru að búast. Félagsmálaráð- herra bendir á að í samningun- um 1995 hefðu menn verið að semja um lægstu launataxta uppá 43 þúsund krónur í mán- aðarlaun, en þau eru á leiðinni í 70 þús. Sjá bls. 7-10 -grh Akureyri Það var þungt yfir Ingunni Pálsdóttur, verkakonu í Foldu, í gær, enda hefur verkalýösfólk setið á hakanum í kjarabaráttu síðustu ára. f dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins, og vonandi bjartari tímar framundan hjá hinni vinnandi alþýðu. Myna. jhf Eyjafjörður Dælum ekki endalausu fé í álversrannsóknir Eyfiröingar vilja álver. Iðnaðarráðherra mæl- ir með Dysnesinu. Ekkert landsvæði sem kemur til greina undir ál- ver hefur verið rannsakað betur en Dysnesið við Eyjafjörð en samt segir iðnaðarráðherra að niðurstöður rannsókna liggi ekki fyrir. Umræðan um álver við Eyjafjörð fékk byr undir báða vængi á fundi með ráð- herra sem haldinn var á Akur- eyri í gær. Þar sagði Finnur Ing- ólfsson m.a.: „Þetta er að stóru leyti undir ykkur heimamönn- um komið. Sveitarfélög verða hins vegar að móta skýra stefnu og gera ítarlegar viðhorfskann- anir áður en lagt er út í kostn- aðarsama undir- búningsvinnu." Iðnaðarráð- herra dró ekki dul á að það væru von- brigði að niður- stöður rannsókna lægju ekki enn fyr- ir hvað Dysnesið varðar. Aðrir kostir hafa skotið upp kollinum í umræð- unni um stóriðju við Eyjafjörð en ráðherra telur Dysnesið hafa augljósa kosti umfram Árskógssand svo dæmi sé tekið. Hann sagði að ef sveit- arfélög vildu fara út í rann- sóknir, yrðu þau að taka fjár- hagslega ábyrgð á því. Ef niður- staðan yrði neikvæð, myndi hið Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Þetta er að stóru leyti undir heimamönnum komið. Fjárhagsleg ábyrgð sveitarfélaga verður hins vegar ekki undanskilin. ^ apmbe opniDera ekki hlaupa undir bagga. Sérlega mikilvægt væri ao standa vel að viðhorfskönn- unum áður en farið yrði af stað. Annars er það mat ráðherra að fyrir utan Grundartanga og Keilisnes, henti Eyjafjörður og Reyðarfjörður vel sem stóriðju- svæði. Lítið var um gagnrýnis- raddir á fundinum í gær og voru fundargestir almennt áhugasamir um að fá álver norður. Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri SUppstöðvarinnar hf., rakti sögu stöðnunar á Ak- ureyri í atvinnulegu tilliti og sagði álver verða vítamín- sprautu á athafhalífið til lang- frama. Meginstoðir atvinnuveg- anna, útvegur og landbúnaður, myndu samt halda sínu, en þar væru fá sóknarfæri framundan. Sjá nánar bls. 6. BÞ Stangveiði Enn vor- boðar 1. maí er ekki bara hátíðar- og baráttudagur verkalýðs, heldur hátíðar- og oftar en ekki bar- áttudagur stangveiðimanna á höfuðborgarsvæðinu. Veiðiver- tíð hefst við Elhðavatn í dag. Margir fræknir stangveiðimenn hittast ævinlega árla dags „upp- frá" sama hvernig verðurengl- arnir hegða sér. Helluvatn er vinsælast meðal þeirra sem vilja ná stórum urriðum, en bleikjan er talin halda sig utan kastfæris svo árla vors. Margt er skrafað og skeggrætt á bökk- um vatnsins þennan dag innan þessa tiltölulega Utla en áhuga- sama menningarkima. Dagur- Tíminn veit til að menn hafi þjófstartað, eldheitur áhuga- maður óð meðfram ísspöngum á páskadag, en þá voru svanir þegar komnir í varphólmann sinn rétt ofan við stíflu. Dagur- Túninn óskar þeim öllum góðr- ar veiði!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.