Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 1. maí 1997 jDngur-Œmitrat Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarstræti 100, A-hl.-401, Akur- eyri, þingl. eig. Geymslusvæðið ehf., gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Byggingarsjóður ríkisins, hús- bréfad. og Samvinnusjóður íslands, 7. maí 1997 kl. 10. Hafnarstræti 100, hluti af lóð, Akur- eyri (45,44 fm.), þing. eig. Geymslusvæðið ehf., gerðarbeið- andi Akureyrarbær, 7. maí 1997 kl. 10.15. Sýslumaðurinn á Akureyri, 30. apríl 1997. F R E T T I R Hárrétt viðbrögð starfsfólks Ekkert Ijón. Rætt um að hafa tvær raf- stöðvar í stað einnar. Ei * i I kkert heilsutjón varð hjá sjúklingum þegar raf- Imagn fór af Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á dög- unum eftir að rafstöð gaf sig og allt datt út um tíma. Fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins segir að starfsfólk hafi brugðist Aðalfundur Noröurlandsdeildar LAIJF verður haldinn þriðjudaginn 6. maí kl. 20 að Glerár- götu 26. Venjuleg aðalfundarstörf. Formaður með nýjustu fréttir að sunnan. Stjórnin. Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 640 Húsavík, sími 464 1300. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Útgarði 1, Húsavík, þriðjudaginn 6. maí 1997 kl. 10 á eft- irfarandi eignum: Aðalbraut 69, Raufarhöfn 0302, þingl. eig. Raufarhafnarhreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Ásgarður, Þórshöfn, þingl. eig. Sig- urður Jóhannes Jónsspn, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands. Ásgata 12, Raufarhöfn efri hæð, þingl. eig. Sigrún Björnsdóttir, gerð- arbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsa- vík. Ásgata 17, Raufarhöfn, þingl. eig. Valdimar Árnason og Ægir Þormar Pálsson, gerðarþeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og Byggingarsjóð- ur ríkisins húsbrd. Húsnæðiss. Birkihraun 10, Mývatnssveit, þingl. eig. Sólveig Ólöf Jónsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður rlkisins. Fjarðarvegur 29, Þórshöfn, þingl. eig. Rósþjörg Stefánsdóttir, gerðar- beiðendur Landsbanki íslands, lögfrdeild og Lífeyrissjóður verslun- armanna. Garðarsbraut 13, Húsavík (efri hæð og ris), þingl. eig. Svavar Kristmundsson, gerðarbeiðendur Samvinnulífeyrissjóðurinn og Tryggingamiðstöðin hf. Garðarsbraut 25, Húsavík, þing. eig. Einar Þór Kolbeinsson og María Óskarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins og Sýslumaðurinn á Húsavík. Garðarsbraut 43, Húsavík, efri hæð, þingl. eig. Ævar Ákason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík. hárrétt við.. búið að skýrslu um þetta var ,Það er gera málið, erfitt ástand og reyndi á skipulag, þjálfun og færni starfs- manna en þeir stóðu sig mjög vel. Hættan er kannski sú að þegar svona gerist séu menn orðnir of háðir eða bundnir tækjabún- aði,“ segir Halldór Jónsson. Skurðaðgerðir fóru fram á þeim tíma sem rafmagnslaust varð og voru einhverjir sjúk- lingar í öndunarvél. „Ég get ekki greint frá slíkum hlutum, hvað gerðist nákvæmlega á Halldór Jónsson framkvæmdastjóri FSA „Spítalinn hefur stœkkað frá því að þessi stöð kom og þá minnkar hlutfall þess sem getur verið í gangi í rafmagnsleysi. “ hverjum stað,“ sagði Halldór, aðspurður hvort rétt væri að öndunarvélar hefðu dottið út og þurft hefði að „handblása" sjúklinga. „Þetta er ekki hægt að ræða út á við að mínu mati, en menn geta lagt saman tvo og tvo. En því lengur sem raf- magnslaust hefði orðið, því meiri hefðu vandmálin verið.“ Verið er að afla gagna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja að þetta komi fyrir aftur. Vísast þarf að festa kaup á rafstöð sem býr yfir meiri orku. „Spítal- inn hefur stækkað frá því að þessi stöð kom og þá minnkar hlutfall þess sem getur verið í gangi í rafmagnsleysi. Það er þá ekki óeðlilegt að skoða hvað þurfi að gera. Annað hvort að útvega eina stærri stöð eða hafa þær tvær. Fyrir mér sem leikmanni, býður slíkt upp á meira öryggi. Það eru litlar lík- ur á að tvær vélar slái út á sama tíma,“ sagði fram- kvæmdastjóri FSA. BÞ Reykjavík Förum bil beggja Garðarsbraut 79, Húsavík 0101, þingl. eig. Kjartan Gunnarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki íslands, Húsa- vík og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Klifgata 8, Kópaskeri, þingl. eig. Hallgrímur Ó. Pétursson og Jó- hanna S. Ingimundardóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbrd. Húsnæðiss. Langanesvegur 25, Þórshöfn, þingl. eig. Þórhalla Aðalbjörg Hjaltadóttir og ívar Þór Jónsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbrd. Húsnæðiss. Latur ÞH-359, þing. eig. Eyþór Atli Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Húsavík. María ÞH-41, þingl. eig. Hans Al- freð Kristjánsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík. Saltvik II, Reykjahreppi, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig. Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir og Sigurður Helgi lllugason, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Syðra-Fjall I, Aðaldælahreppi, þingl. eig. Hrefna Kristín Hannes- dóttir, gerðarbeiðandi Stofnlána- deild landbúnaðarins. Vesturvegur 10A, Þórshöfn, þingl. eig. Víðir Óskarsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Vesturvegur 12, Þórshöfn, þingl. eig. Lilja Jónsdóttir og Unnsteinn Óskarsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins húsbrd. Hús- næðiss. Sýslumaðurinn á Húsavík, 30. apríl 1997 Halla Bergþóra Björnsdóttir, fulltr. Borgarstjóri segir að óbreyttir stuðnings- menn R-listans verði að fá að hafa áhrif á val frambjóðenda, án þess að það bitni á samstöðunni innan listans. Það er ekki hægt að fara eins hratt og sá sem hrað- ast vill fara og alls ekki eins hægt og sá sem hægast vill fara,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, að- spurð um framboðsmál Reykja- víkurlistans fyrir kosningar að ári. Mjög skiptar skoðanir eru um það innan hans hvernig standa eigi að þessum málum. Innan Alþýðuflokksins eru há- værar kröfur um galopið próf- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. kjör, en aðrir leggja áherslu á að tryggja að flokkarnir 4 fái allir fulltrúa. „Það þarf að finna þarna bil beggja, þannig að al- mennir stuðningsmenn geti haft áhrif á röðunina á listann, án þess þó að samstöðunni um framboðið sé stefnt í hættu,“ segir Ingibjörg Sólrún. Flokkarnir 4 hafa allir sam- þykkt að skora á Ingibjörgu að leiða R-listann, en Dagur- Tím- inn hefur heimildir fyrir því að innan Alþýðuflokksins eru margir óánægðir með að hún sé eyrnamerkt Kvennalistanum. Benda menn á að A-flokkarnir báðir séu með 20-30% fylgi í Reykjavík samkvæmt skoðana- könnunum, en fylgi Kvennalist- ans sáralítið. „Það er ekkert hægt að kom- ast hjá þeirri staðreynd að ég kem úr Kvennalistanum, en ég hef alltaf litið svo á að ég sé í raun sameign allra þeirra sem að Reykjavíkurlistanum standa. Ég efast stórlega um að sýn mín á málin eða afstaða yrði öðru- vísi þótt ég gengi formlega úr Kvennalistanum." -vj Akureyri Siglufjarðarvegur Kom á óvart Oktavia Jóhannsdóttir, formaður Jafnaðar- mannafélags Eyja- ijarðar, segir að félagsfund- ur á sunnudag muni taka afstöðu til erindis Alþýðu- bandalagsins í bænum nm hugsanlegt samstarf A- flokkanna fyrir næstu kosn- ingar. Oktavia segist telja talsverðar líkur á að al- þýðuflokksmenn á Akureyri muni taka málaleitan Al- þýðubandalagsins vel þrátt fyrir að A-flokkarnir hafi oftar en ekki eldað grátt silfur í bæjarmálapólitík- inni. „Þetta erindi Alþýðu- bandalagsins kom vissulega á óvart,“ sagði Oktavía að- spurð en bætti við að það hafi komið ánægjulega á óvart. Oktavia Jóhannsdóttir. Stefán bauð lægst Stefán Einarsson, verktaki á Siglufirði, átti lægsta tilboð í uppbyggingu Siglufjarð- arvegar milli Hrauna í Fljótum og Hraunadals, alls um fjögurra km kafla. Framkvæmdum á að ljúka á þessu ári, en þær hófust á síðasta ári en sá verktaki sem þá annaðist þær varð gjald- þrota. Tilboð Stefáns Einarssonar hljóðaði uppá 110,9% af kostn- aðaráætlun og var 9,3 millj. kr. Áætlun Vegagerðar ríkisins var hinsvegar uppá 8,4 millj. kr. Hæsta tilboðið kom frá Klæðn- ingu hf. í Garðabæ og hljóðaði uppá 10,9 millj. kr., eða 129,7% af þeim kostnaði sem áætlaður liafði verið. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.