Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 5
|Dagur-‘9Ióitirat Fimmtudagur 1. maí 1997 - 5 F R É T T I R Miðborgin Ofbeldisverk í miðbænum vekja ætíð mikið umtal og athygli. Miðað við umferð eru þó hverfandi líkur á að eitt- hvað komi fyrir. Líkur á árás 0,00029% að eru mun minni líkur á því að fólk verði fyrir árás í miðborginni en t.d. á 400 manna sveitaballi úti á landi,“ segir Guðrún Ágústdóttir, for- seti borgarstjórnar og formaður Þróunarfélags Reykjavíkur. I samantekt Þróunarfélags- ins á öllum ofbeldisverkum og ryskingum sem átt hafa sér stað í miðbæ borgarinnar yfir eitt ár kemur í ljós að 0,00029% líkur eru á að fólk verði fyrir árás. í þessari athug- un félagsins er stuðst við lög- regluskýrslur. Guðrún segir að þótt það megi vel una við þessa nið- urstöðu, þá vilja yfir- völd helst að ekkert of- beldi sé í miðborginni eða í öðrum borgarhverfum. Jafnframt staðfestir þetta að miðbær Reykjavíkur sé sá ör- uggasti miðað við sambærilega staði í öðrum borgum í Evrópu. Þessi niðurstaða í samantekt Þróunarfélagsins breytir því hinsvegar ekki að borgarráð hefur ákveðið að undirbúa tfi- raunarekstur á öryggismynda- vélakerfi í miðbænum. Tilgang- urinn er að efla öryggi borgar- anna og koma í veg fyrir skemmdarfýsn. Staðsetning vél- anna verður merkt á áberandi hátt. í tengslum við þessa ákvörð- un borgaryfirvalda verða tekn- ar upp viðræður við dómsmála- ráðuneytið um lagaheimildir fyrir þessu kerfi. Sömuleiðis verður þetta mál rætt við stjórnvöld, tryggingafélög og lögreglu. Stefnt er að því að hraða undirbúningi málsins eft- ir því sem unnt verður. -grh Miðbærinn öruggari en sveitaböll. Reykjavík Reiðhjólaþjófar fara á kreik Vanskilahjól skipta hundruðum. Mynd: E.ÓI. Undanfarin ár hafa reiðhjóla- þjófnaðir sem og aðrir þjófnaðir færst mjög í vöxt í Reykjavík. Nú er sá árstími sem landsmenn eru margir hverjir að dusta rykið af hjólunum sxnum og beinir Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn þeim tilmælum til fólks að það hugi vel að þessum eig- um. Skilji t.d. hjólin ekki eftir utan dyra að kvöld- og nætur- lagi nema að jarðfesta þau með einhverjum hætti. Ef tölur eru skoðaðar kemur í ljós að alls var tilkynnt um 854 stolin reiðhjól í Reykjavík í fyrra og nemur and- virði þeirra miðað við meðalverð um 25 milljónum króna. Maí- mánuður er sá tími sem reiðhjólaþjófar eru iðnastir ef marka má tölur síðasta árs. Þá var stolið alls 159 hjólum og er ástæða fyrir höfuðborgarbúa sem aðra landsmenn að taka þau skila- boð til greina. Þess má einnig geta að lögreglan í Reykjavík bendir á mikilvægi hjálmanotk- unar og mælist til að börn undir 9 .ára aldri séu ekki einsömul á umferðargötum þótt aldurslág- markið sé 7 ár. BÞ Hjólum stolið fyrir 25 millj. í Reykjavík í fyrra. 716 miUjóna króna hagnaður Arið 1996 var það besta í sögu SH, en rekstrarhagn- aður nam 716 milljónum króna, nam 277 milljónum króna árið 1995. Heildarvelta félagsins nam 26 milljörðum króna og varð veltuaukning milli ára 16%. SH seldi 129 þúsund tonn af fiskafurðum en heildarfram- leiðsla innanlands nam 113 þúsund tonnum og erlendis lið- lega 16 þúsund tonnum. Mestu munar um aukningu í frystingu loðnuafurða sem jókst um 83% milli ára og í rækju sem varð 13 þúsund tonn, sem er 45% aukn- ing. Mest var flutt út af karfa af einstaka fisktegundum, eða 32 þúsund tonn, 27 þúsund tonn af loðnuafurðum og 20 þúsund tonn af þorski. GG Góðærið framhjá atvinnulausum Atvinnuleysi hefur haldist nær óbreytt undanfarin misseri þrátt fyrir talsverðan hagvöxt á sama tíma. Atvinnuleysi er mest hjá ungu fólki og vinnuvika karla er 15 tímum lengri en kvenna. Þetta kemur m.a. fram í vmnumarkaðskönnun Hag- stofu íslands. í apríl sl. voru 3,9% vinnuafls án vinnu sem jafngildir 5.700 einstaklingum. Á sama tíma í fyrra voru 5.500 manns atvinnulausir eða 3,8%. -grh Met hjá kríunni? Fyrstu kríurnar, að talið er, sáust á Húsavík í gærmorgun. Þetta voru nokkrir tugir fugla sem flugu yfir ilóann og segir Sigurður Gunnarsson, 65 ára grásleppukarl, aldrei hafa séð kríuna svo snemma á löngum ferli sínum. Ég held hreinlega að þetta sé í fyrsta skipti sem ég sé kríuna á Húsavík í apríl. Að hún hafi aldrei fyrr sést á Húsavík fyrir mánaðamót,“ sagði Sigurður. BÞ Bankar lömuðust Starfsemi banka og sparisjóða lamaðist meira og minna í gær þegar bilun kom upp hjá Reiknistofu bankanna. Við það truflaðist einnig starfsemi hraðbanka og þjónustu- síma. Þetta ástand varaði frá kl. 11,30 til 17,15 í gær. Það var því mikið um eftirvinnu hjá bankastarfsmönnum í gær. „Það kom upp hugbúnaðarvfila auk þess sem gagna- grunnur skemmdist,“ sagði Helgi H. Steingrímsson, for- stöðumaður Reiknistofu bankanna. -grh Höfði opinn almenningi Ákveðið hefur verið að opna Höfða uppá gátt og gefa borgarbúum og gestum tæki- færi á að skoða þetta sögufræga hús. Höfði hefur undanfarin ár gengt hlutverki mót- tökuhúss Reykjavíkurborgar, en það sennilega þekktast fyrir að hýsa leiðtoga- fund Reagans og Gorbatsjofs fyrir 10 ár- um. Framvegis verður boðið upp á skipulagðar ferðir fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og verður sú fyrsta farin á sunnudaginn kemur 4. maí. kl.13.00 og kostar ferðin 200 kr. á mann, en frítt fyrir 16 ára og yngri. Mynd: GS Styttist í skólaiok Stúdentsefni Verkmenntaskólans á Akureyri gerðu sér glaðan dag í gær og dimitteruðu. Þau brugðu sér meðal annars í líki býflugna og strxnnpa. Þessar dýrslegu stúdentsdrottningar urðu á vegi ljósmyndarans þegar heldur var farið að draga úr þreki þeirra eftir langa nótt og dag. Til hamingju, verðandi stúdentar í VMA. Lífrænt gas í strætó Borgarráð hefur ákveðið að setja á lagg- irnar fjögurrxi manna starfshóp til að kanna tæknilega þætti og hagkvæmni þess að nýta lífrænt gas sem eldsneyti fyrir vagna SVR. Stefnt er að því að áætlun um tilraunaverkefni á þessu sviði liggi fyrir eigi síðar en 1. september nk. Þessi athugun starfshópsins kemur til viðbótar þeirri könnun sem þegar er hafin á vegum stjórnar SVR um rafknúna vagna eða aðra umhverfis- væna orkugjafa. Þetta starf miðar að því að finna hag- kvæmt eldsneyti sem dregur úr loftmengun og stuðlar að grænni umferð. Formaður starfshópsins verður fuUtrúi SVR. Það eru sjálfstæðismenn ekki ánægðir með og létu bóka að skyn- samlegra hefði verið að fela það borgarverkfræðingi. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.