Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Fimmtudagur 1. maí 1997 Jlíigx rr-ÍEftrtrám FRÉTTASKÝRING Finnur Ingólfsson var í ham á fundinum í gær. Vel var mætt og flestir áhugasamir um stóriðju. Andstæðingar létu lítið í sér heyra, Stóriðjumál Björn Þorláksson skrifar Það var álglampi í augum fundargesta, a.m.k. stóriðjuglampi, þegar iðnaðanráðherra sat fund f hádeginu f gær sem Atvinnu- málanefnd Akureyrar, Dagur- Tíminn, Svæðisútvarpið á Ak- ureyri, Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri efndu til. Yfirskrift fundarins var hvort stóriðja væri hluti af framíðarsýn í atvinnumálum Eyjafjarðar og svaraði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra þeirri spurningu játandi. Ráðherra varð tíðrætt um hve erlendir íjárfestar horfðu nú í auknum mæli til íslands. Rýmkaðar reglur og bætt við- skiptaumhverfi ylli því að ís- land væri komið á alþjóðlegt kort í þessu samhengi og hvað stóriðju varðaði væru kostir ís- lands greinilegir svo sem land- rými, hafnaraðstaða, umhverf- isskilyrði, hagstæður raforku- flutningur og vinnumarkaður. Þrjú stóriðjuverkefni eru í burðarliðnum á Suðvesturlandi og dró iðnaðarráðherra enga dul á að Grundartangasvæðið hentaði best undir stóriðju sem og Keilisnes. Aðrir álitlegir kostir væru hins vegar Eyja- íjörður og Reyðaríjörður. Hvað Eyjaíjörðinn áhrærir sagði ráð- herra: „Þetta er að stóru leyti undir ykkur heimamönnum komið. Sveitarfélög verða hins vegar að móta skýra stefnu og gera ítarlegar viðhorfskannanir áður en lagt er út í mikla undir- búningsvinnu og kostnað." Vonbrigði Fram til þessa hefur Dysnes verið efst á stóriðjulandakorti Eyfirðinga og er búið að rann- saka það svæði fyrir tugi millj- óna. Meðal annars hafa farið fram vindmælingar, dýptarmæl- „Er tímabært að bjóða ferðamönnum upp á álversskoðun í staðinn fyrir hvalaskoðun t.d.?“ ingar, straummælingar, nátt- úrufarskönnun og veðurfars- mælingar. „Það eru mikil von- brigði að samt liggur niður- staða ekki fyrir,“ sagði ráð- herra. Hann sagði að Dysnes hent- aði best, en nú heyrði hann alls staðar út undan sér að Eyfirð- ingar hefðu aðra kosti í huga og vildu ýmsir rannsókn á Ár- skógssandi. Ráðherra taldi það svæði standa töluvert aftar Dys- nesi, og ítrekaði að ef kúvenda ætti í athugunum um staðarval, yrðu heimamenn að koma inn í þann kostnað. Hann gæti ekki alfarið verið á kostnað hins op- inbera og ef neikvæðar niður- stöður litu dagsins ljós yrðu heimamenn að bera allan kostnað. „Eyfirðingar geta ekki vænst þess að fá efnahagslegan ávinning af stóriðju öðruvísi en að taka einhverja áhættu sjálfir. Hitt er ég viss um að Eyjaíjörð- ur er að mörgu leyti mjög ákjósanlegt svæði," sagði Finn- ur. Algjör stöðnun Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar hf., sté næstur í pontu og sagði að þótt ákveðið hefði verið að Eyja- íjörður myndi vaxa sem mat- vælaframleiðslusvæði hefði ávinnningurinn orðið lítill tU þessa. Hann sagði að undir- stöðuatvinnuvegir Eyjafjarðar yrðu áfram landbúnaður og fiskveiðar en hæpið væri að álykta að þær greinar myndi leiða af sér miklu fleiri atvinnu- tækifæri í framtíðinni, ytri skU- yrði væru mettuð. Vaxtarbrodd- urinn fælist aftur í iðnaði og þjónustu og þar væri stóriðja einn besti kosturinn. Sem dæmi um áhrif á mannijöldaþróun sagði Ingi að upp á síðkastið hefði nánast engin breyting orðið varðandi fjölda ársstarfa og mannfjölda á Eyjaljarðarsvæðinu. „Það hefur ríkt algjör stöðnun," sagði Ingi. Hann benti á að fækkun starfa í iðnaði næmi á áttunda hundr- aðið en ef álver yrði reist, myndu 1100-1700 manns vinna við uppsetningu þess í 40 mán- uði og síðan yrði um 645 árs- verk að ræða eftir að full starf- semi væri hafin. Margföldunar- áhrif yrðu um 1,3 en Ingi benti þó á að þetta dæmi miðaðist við stórt álver, með um 200.000 tonna framleiðslugetu á ári. „Niðurstaða mín er að þótt álver risi í Eyjafirði myndu áhrifin verða afgerandi á vinnumarkað án þess að raska þeirri atvinnumynd sem hér hefur verið — landbúnaði og fiskiðnaði. Þá sé ég ekki að fé- lagsleg röskun yrði nokkur,“ sagði Ingi. Hvað með ímyndina? í kjölfarið fylgdu ýmsar fyrir- spurnir en enginn lýsti efa- „Dysnes er besti kosturinn.“ semdum um tilkomu stóriðju í Eyjafirði nema Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðu- maður upplýsingaskrifstofunn- ar á Akureyri. Hann vildi fá svör við því hvort hugsanlegur ímyndarskaði Eyjafjarðar væri tekinn með í reikninginn ef stóriðja yrði byggð. Guðmundur Iagði áherslu á að á Akureyri væri meiri áhersla lögð á ferða- þjónustu og náttúruímynd en t.d. á Akranesi. „Halda menn virkilega að þetta hafi ekki áhrif?“ spurði Guðmundur. Finnur svaraði að álver myndi ekki endlega fæla ferða- menn frá. Það gæti beinlínis vakið jákvæða eftirtekt þeirra og benti á Bláa lónið máli sínu til stuðnings. Þar væri stórt raf- orkuver sem kveikti áhuga ferðamanna. Guðmundi þótti lítið til þessara orða koma og spurði salinn hvoi't þá væri kannski tímabært að bjóða upp á álversskoðun í staðinn fyrir hvalaskoðun. Næst sté í pontu bæjarstjóri Dalvíkur, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, og sagðist harma að iðnaðarráðherra horfði í þær krónur sem færu til rannsókna til undirbúnings ál- vers. Hann teldi að sveitarfélög væru tilbxiin til að leggja fram fé, jafnvel 15 milljónir til rann- sókna og það væri rétt að skoða alla möguleika, þótt búið væri að athuga einn. Kanna til hlítar hvaða landsvæði Eyjaijarðar hentaði best fyrir álver. Sneið af kökunni Heilt yfir er niðurstaða fundar- ins að þeir sem hann sátu eru almennt mjög hlynntir álveri og vilja ekki sitja eftir í því gullæði sem boðið er upp á eftir að er- lendir iðnjöfrar komu auga á ísland. Raddir umhverfissjónar- miða og skoðanir eins og það sé tímaskekkja að álver rísi í íjörð- um heyrðust, varla og er Ijóst að ekki er fullreynt að álver eða önnur stóriðja rísi við Eyjafjörð. Einhver titringur er um hverjir skuli borga fyrir athuganir, draumurinn er að fá allt fyrir ekkert eins og gengur með ís- lensku þjóðina. Iðnaðarráð- herra margítrekaði að Dysnes væri besti kosturinn, það sýndu rannsóknir og sagði að með því að ætla sér nú að athuga aðra möguleika sætu heimamenn eftir í tækifærum og tíma. „Það er grundvallaratriði að vilji íbúa sé skýr og sveitarfélög vinni markvisst.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.