Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 1. maí 1997 jDagttr-'SImttmt arþjóðfélaginu með sköttum sínum, dugnaði og vinnusemi, en horfir upp á skattsvik látin óáreitt. Verkalýðshreyfingin krefst þess að tekið verði á skattsvikurunum. Stöðugt er sorfið að öllum þeim hópum sem höllum fæti standa hvort sem það eru at- vinnulausir, aldraðir eða ör- yrkjar. Misréttið grefur um sig og eitrar út frá sér. Nú er svo kom- ið að hægt er að segja með sanni að tvær eða fleiri þjóðir byggi landið. Fólk horfir á hagnaðartölur fyrirtækjanna og hefur skattsvik og undanskot fyrir augunum. Hver lagasetn- ingin á fætur annarri eykur á misskiptingu og kjör þeirra versna stöðugt sem höllum fæti standa. Greiðsluvandi heimilanna blasir við. Meðan launamenn tóku á sig ótæpilegar byrðar á þjóðarsáttmálanum, hlóðust skuldirnar á heimili landsins. Ráðamenn þjóðarinnar hafa engar áhyggjur af því. Peningafrjálshyggja og gróðasjónarmið birtast okkur í sínum verstu myndum í grimmri aðför að velferðarþjón- ustunni og í tilraunum til að svipta launamenn réttindum t.d. með því að þröngva þeim til verktöku. Þessi sjónarmið og stefna birtist okkur einnig í til- raunum atvinnurekenda, jafnt á almennum vinnumarkaði sem opinberum, til að umbylta launakerfum þannig að vald forstjóra aukist samhliða því sem áhrif stéttarfélaga og þar með einstakhngsins, er veikt. Samkvæmt kennisetningu pen- ingaaflanna eru öll ráð ráðin með hliðsjón af hámarksgróða en manngildið látið róa. Þetta er stefna misréttis og atvinnu- leysis. • Verkalýðshreyfingin krefst réttláts launakerfis sem tryggir launafólki eðlilega hlutdeild í þjóðartekjum. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að velferðarþjónustan verði bætt og efld og aflögð verði þjónustugjöld og álögur í velferðarkerfinu. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að skattbyrðum verði jafnað réttlátar niður. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að greiðslur al- mannatrygginga verði endurskoðaðar til að bæta kjör atvinnulausra, aldr- aðra og öryrkja og að kjör þessara hópa verði tryggð. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að í alvöru verði tekið á verkmenntun, starfs- og símenntun launafólks. Starfs- og símenntun er Iykillinn að bættri stöðu launafólks. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að hvergi verði hróíl- að við lífeyrisréttindum launafólks og vísar á bug öllum kröfum íjármagns- eigenda um að hluti þjóð- arinnar verði undanþeginn þeirri ábyrgð að taka þátt í samtryggingu í lífeyris- kerfinu. Verkalýðshreyfingin þarf að líta í eigin barm og spyrja hvort meiri og víðtækari samstaða innan eigin raða um markmið og leiðir hefði ekki skilað betri árangri í kjarabaráttunni en raun ber vitni. Við verðum að læra af reynslunni og láta hana verða okkur vegarnesti inn í framtíðina. Verkalýðshreyfingin þarf að taka skipulag og bar- áttuaðferðir til gagngerrar end- urskoðunar með það að leiðar- ljósi að okkur miði sem hraðast fram í sókn til bættra lífskjara. Þrátt fyrir nokkurn árangur margra verkalýðsfélaga í kjara- samningum sem markast af mikilli hækkun lægstu launa og eflingu kauptaxtakerfisins kraumar engu að síður óánægja í þjóðfélaginu. Ljóst er af af- greiðslu kjarasamninga í mörg- um stéttarfélögum að atkvæða- tölur bera vott um undiröldu og reiði fólks yfir stöðu sinni eftir margra ára stöðnunartímabil í kaupmætti og kjörum. Fólki svíður sú misskipting sem á undanförnum árum hef- ur verið fest í sessi með stefnu stjórnvalda í skatta og velferð- armálum og óbilgirni atvinnu- rekenda við samningaborðið. Á meðan ýmsir þjóðfélags- hópar hafa allt sitt á þurru hafa aðrir án fyrirhafnar sótt ígildi mánaðarlauna verkamans í kjarabætur. Aðeins hluti þjóðarinnar þarf að bera allar skattbyrðar lands- manna á herðum sér. Ljóst er að þolinmæði hins almenna launamanns er nú á þrotum. Hann hefur haldið uppi velferð- Lífeyrisréttindi eru einn mik- ilvægasti hluti kjara launafólks. Þau eru bundin í kjarasamning- um. Það var því eins og hnefa- högg í andlit launafólks þegar ríkisstjórnin hugðist með einu pennastriki svipta launafólk möguleikum til að halda uppi samtryggingarþáttum sjóðanna. í raun snýst þetta mál xun grundvöll lífeyriskerfisins sem grunnur var lagður að í kjara- samningum árið 1969 þegar al- mennu lífeyrissjóðirnir urðu til. Um opinberu sjóðina hefur einnig verið samið í kjarasamn- ingum. Engri annarri ríkis- stjórn hefur látið sér detta í hug að hrófla við samningsbundn- um lífeyrisréttindum lands- manna fyrr en nú. Launafólk er staðráðið í að standa vörð um hagsmuni hins veika, hins slasaða, maka og barnanna sem misst hafa föður sinn eða móður. Verkalýðs- hreyfingin mun standa fast á sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Verkalýðshreyfingin beinir því til þjóðarinnar allrar að hún vakni af þeim doða sem nú ríkir gagnvart atvinnuleysinu. Þús- undir manna hafa verið at- vinnulausir langtímum saman. Þetta ástand er orðið viðvar- andi þáttur í lífi þeirra. Verkalýðshreyfingin hafnar efnahagsstefnu sem leiðir yfir okkur atvinnuleysi. Hver einasti maður á rétt til vinnu. Við meg- um aldrei hvika frá því. Það er okkar allra að standa vörð um þann rétt. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfs- manna ríkls og bæja, Kennarasambands íslands og Iðnnemasambands íslands Eftir setningu nýrra laga um stéttarfélög og vinnu- deilur reyndi nú í fyrsta sinn á löggjöfina með beinum hætti í kjarasamningum. Breyt- ingar á lögunum voru á sínum tíma gerðar í algerri andstöðu við alla verkalýðshreyfinguna. Með þeim hlutaðist ríkisvaldið til um innra skipulag frjálsrar hreyfingar launafólks með óþol- andi ofbeldi. Ljóst er að allt það sem verkalýðshreyfingin sagði um breytingarnar á lögunum hefur reynst rétt. Samtök launafólks og atvinnurekenda sitja nú uppi með löggjöf sem tefur alla samningagerð og njörvar öll samskipti þeirra nið- ur. Verkalýðshreyfingin gerir þá kröfu til stjórnvalda að lögin verði tekin til endurskoðunar nú þegar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.