Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 11
JDagur-'ðlmtmti Fimmtudagur 1. maí 1997-11 ERLENDAR FRÉTTIR Bretland Þau Svanfríður Inga Jónasdóttir alþingismaður og Jakob Magnússon tónlistarmaður hittu Tony Blair á dögunum. Kosningavaka jafnaðarmanna verður á Rauða Ijóninu að Eiðistorgi 15 á Sel- tjarnarnesi í kvöld, 1. maí, þar sem Svanfríður mun ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Má Guðmundssyni hagfræðingi bregðast við tíðindum frá Bretlandi. Jakob verður svo í beinu sambandi við kosningavökuna, ásamt Hreini Hreinssyni, með nýjustu fréttir frá Bretlandi. Tímamót sem litlu breyta Kosningar verða haldnar í Bretlandi í dag. Er talið nánast öruggt að niðurstöður þeirra marki tímamót í breskum stjórnmálum. íhaldsflokkurinn hefur verið við völd samfleytt frá því 1979, en kjósendur virðast nú vera búnir að fá nóg afhonum, a.m.k. í bili. Skoðanakannanir spá Verkamannaflokknum, undir forystu Tony Blairs, meirihluta upp á 15 til 20 prósent, sem þýðir þingmeirihluta upp á 80 eða jafnvel 100 þingsæti. Sem telst gífurlega mikill meirihluti á breskan mœlikvarða. Önnur eins sveifla hefur ekki átt sér stað frá þvíMargaret Thatcher hófst til valda árið 1979. En þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti er ekki víst að mikið muni í raun breytast í breskum stjórnmálum. Stefna flokkanna tveggja er það lík í mörgum atriðum, og nokkuð Ijóst er að Tony Blair muni ekki víkja langt frá þeirri stefnu markaðsumbóta og einkavœðingar sem Thatcher markaði með miklu harðfylgi á sínum tíma. Flestir virðast vera sammála um það að hver svo sem úrslitin verða, þá muni Margaret Thatcher standa uppi sem hinn eiginlegi sigurvegari kosninganna. #1 Ossur Blairer • • Ossur Skarphéðinsson, al- þingismaður og ritstjóri Alþýðublaðsins, segist sannfærður um það að Verka- mannaflokkurinn muni vinna sigur. „En ég held hins vegar að það verði ekki jafn mikill sigur og skoðanakannanir gefa til kynna. íhaldið hefur alltaf verið vanmetið í könnunum. Og eftir því sem yfirburðir Verkamanna- flokksins virðast meiri í skoð- anakönnunum beina ijölmiðlar í vaxandi mæli kastljósinu að stefnu hans. Hún er í ýmsum at- riðum óskýr og loðin, og þar af leiðandi ekld alveg þvottekta," sagði Össur. „Svo er annað. Stefna flokkanna er að mörgu leyti það lík að það eru karakt- erarnir sem skipta máli. Og Tony Blair nýtur þar vissulega æsk- unnar og nýjabrumsins, en fólk er samt orðið dálítið þreytt á honum. Ég þykist líka skynja það úr breskum ijölmiðlum, sem ég fylgist vel með, að fólk er í vax- andi mæli farið að virða baráttu- þrek og seiglu John Majors. Því hann er í algjörlega ómögulegri stöðu: Með Verkamannaflokkinn í yfirburðastöðu á móti sér og síðan dynja á honum rýtinga- slögin úr eigin röðum. En hann hefur ekki gefist upp heldur bar- ist af mikilli hörku, og maðurinn virkar einlægur og heiðarlegur. Síðan hefur hann það líka með sér að það er fáheyrð efnahags- leg uppsveifla í Bretlandi núna. óskrifað blað Og allt þetta held ég að muni gera það að verkum að þegar komið er í kjörklefann muni fleiri gefa honum atkvæði en bú- ist var við, þannig að munurinn verði ekki eins mikill." „Sigurvegarinn í þessu er svo náttúrlega Magga Thatcher. Báðir leiðtogarnir lýsa aðdáun á henni, báðir hafa uppi mál- flutning sem minna á hana, og Tony Blair, sem verður næsti forsætisráðherra, hefur sagt að hann muni ekki snúa til baka með ýmis þeirra mála sem mest voru umdeild og voru kennd við frjálshyggju. Þetta þýðir m.ö.o. að kjör hans til embættis for- sætisráðherra er endanleg stað- festing á því að Margaret Thatcher hefur fært til bresk stjórnmál, kennileitin hafa öll breyst og viðmiðið er annað. Tony Blair hefur sýnt mikið þrek og hugrekki við að ráðast til atlögu við tröllin í Verka- mannaflokknum. Það verður að gefa honum mjög háa einkunn fyrir hvað honum tókst að taka völdin af þeim. En að öðru leyti á eftir að koma í ljós hvað í hon- um býr. Það mun hins vegar sjást snemma á ferli hans. Sjálf- ur held ég að það hljóti að vera mikill slægur í honum. En fram- txðin verður honum erfið því um leið og hann er orðinn forsætis- ráðherra munu auðvitað vakna úr dvala þessi afturhaldsöfl sem eru í Verkamannaflokknum.“ Hannes Ekki miklar áhyggjur Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, dósent við Há- skóla íslands, segir að nú „togist á í flestum skynsömum mönnum tvær skoðanir“ varð- andi kosningarnar í Bretlandi. „Önnur er sú að flokkur sem verið hefur við völd í 18 ár eigi skilið að komast í sumarleyfi og hressast lítilsháttar. Á hitt er að líta, og það er hitt sjónarmiðið, að þeim flokki hefur tekist af- burðavel upp við stjórnina og þá sérstaklega meðan Margar- eth Thatcher var við stjórnvöl- inn,“ segir Hannes. „Það tyggja það að vísu allir upp hver eftir öðrum, en góð vísa verður aldrei of oft kveðin, að í þessum kosningum kljást pólitískur sonur frú Thatcher og pólitískur stjúpsonur frú Thatcher. Hinn pólitíski sonur hennar er auðvitað John Major, og hinn pólitíski stjúpsonur hennar er Tony Blair. Verka- mannaflokkurinn hefur siglt hraðbyri inn að miðju vegna þess að frú Thatcher hefur breytt svo viðhorfum og verk- efnum í breskum stjórnmálum að hann getur ekki annað. Hann varð að skipta um skoðun og skipta um ham og skipta um stefnu. Svo að ég hef ekki mikl- ar áhyggjur af því þó að Verka- mannaflokkurinn nái völdum. Hann mun ekki hverfa frá einkavæðingu frú Thatcher. Hann mun að vísu verða eyðslusamari því að vinstristefna hún er fólgin í tvennu: að veikja varnir og hækka skatta. Ég er hræddur um að Verkamannaflokkurinn muni eyða meiru og þess vegna hækka skatta. Ég átta mig ekki á því hvort hann muni veikja varnirnar því það er ekki víst að það sé lengur dagskrárefnið í Evrópu eftir að Rússland hætti að vera ógnandi stórveldi." „Hitt er annað mál, að ég held að andstæðurnar inni í Verkamannaflokknum séu í raun miklu meiri en andstæð- urnar inni í íhaldsflokknum. Það hefur bara ekki komið í Ijós vegna þess að hann hefur verið í stjórnarandstöðu og hefur get- að sameinast um að vera á móti stjórninni, hversu ólíkar skoð- anir sem rúmast þar inni. Svo að ég spái því að þessi stjórn sem Tony Blair mun vafalaust mynda verði ekki eins langlíf og sterk og öflug og menn halda og íhaldsflokkurinn munni aft- ur ná völdum.“ Og Hannes heldur áfram að spá: „Ég tel að John Major muni sennilega halda áfram sem formaður ef ósigurinn verður ekki mjög mikill. Ef hann verður mjög mikill spái ég því að Michael Portillo verði formaður íhalds- flokksins - og sjálfur mundi ég kjósa hann,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.