Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 12
12 - Fimmtudagur 1. maí 1997 jDctgurXEtmimx PJÓÐMÁL 3Dagur-®tmmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171 1. maí í fyrsta lagi Á baráttudegi verkalýðsins ber hæst þá hugmynd sem nú er uppi að auka samstarf og samvinnu stærstu fylkinga launafólks. BSRB hvatti til þess að öll samtök launafólks endurmeti skipulagsform sitt frá grunni, og ekki er að heyra betur en ASÍ taki undir. Þá er beðið um sameiginlega stefnu í efna- hags-, velferðar- og skattamálum til að sporna við áhrifavaldi atvinnurekenda á stjórnvöld. Allt á þetta rétt á sér. Verkalýðshreyfingin þarf að geta lyft sér yfir skammtímapot einstakra hópa til að hafa langtímaáhrif á þjóðfélagsþróun okkar. öðru lagi En staðan er ekki góð. Innan raða BSRB og ASÍ er togstreita. Fagfélög gegn blönduðum starfsmanna- félögum, fámenn menntamannafélög segja skilið við íjöldann, Vestfirðingar sér á báti, VR gegn ASÍ og Landssambandinu...og listinn er lengri. Æ fleiri sjá hagsmunum sínum betur borgið í einrúmi en með öðrum. Ilinn flókni veruleiki efnhagslífsins og markaðsaflanna vinnur sundrunarverkið. Draum- urinn um samfylkingu og styrk horfist í augu við raunveruleika sem er andstæða þessa. í þriðja lagi Ríkisvald og atvinnurekendasamtök herða mjög róður fyrir markaðsvæðingu samfélagsins og al- þjóðavæðingu framleiðslu og verslunar. Þetta eru samofnir þættir sem eru að breyta öllu þjóðfélag- inu til frambúðar. Bæði til góðs og ills. Verkalýðs- hreyfingin er skipulagslega og hugmyndafræðilega vanbúin að taka þátt í og hafa áhrif á þessa þróun sér til hagsbóta - þótt full þjóðfélagsleg nauðsyn sé á. Þar er hún í sameiginlegu skipbroti með þeim stjórnmálaflokkum sem á þessari öld hafa talið sig pólitískan væng hennar. Stefán Jón Hafstein. \___________________________________________________/ Utó Hefur 1. maí haldið gildi sínu sem hátíðis- og baráttudagur verkalýðsins? Sigurður Jóhannesson form. Vinnumála- sambandsins Fyrsti dagur maí hefur ekki haldið giidi sínu sem virkilegur bar- áttudagur, því í upphafi snérist baráttan um nauð- þurftir. Auðvitað eru í dag alltaf einhver mál sem hægt er að berjast fyrir og setja á oddinn - þótt aðstæður séu mikið breyttar í dag frá því sem var. Að mínu mati held- ur 1. maí fyrst og fremst gildi sínu sem hátíðisdagur. Þórarinn V. Þórarinsson framkvœmdastjóri VSÍ Síðast þegar ég tók þátt f 1. maí göngu held ég að stemmningin hafí verið meiri en er í dag. Dag- urinn hefur haldið gildi sínu, enda ástæða til að velta fyrir sér gildi vinnunnar þótt tími stéttabaráttu sé löngu lið- inn. Hins vegar þarf dagur verkalýðsins ekki endilega að vera 1. maí. Við getum farið að dæmi Breta og haldið þennan dag hátíðleg- an fyrsta mánudag í maí. Þannig fá vinnandi stéttir langa fríhelgi. ♦ ♦ Kolbeinn Kristinsson framkv.stj. Myllunnar og form. Verslunarráðs S Eg held að hollt sé fyrir öll félagasamtök að hafa einn dag á árinu þar sem þau fjalla um sín stefnu- og baráttumál. Að því leyti hefur 1. maí haldið gildi sínu fyrir verkalýðinn. Ingi Björnsson framkvœmdastjóri Slippstöðvarinnar- Odda S Imínum huga hefur 1. maí alltaf táknrænt gildi og er að mínu mati alltaf jafn mikilvægur dagur. I 1 5 fml Ét£M UCVÍ^ Hið sterkara kyn „Hvort sem karlpeningnum lík- ar það betur eða verr virðist svo komið að hestaíþróttirnar séu með réttu kallaðar kvenna- íþrótt, þ.e. kvenþjóðin virðist hafa afgerandi yfirburði yfir hið sterkara kyn.“ - Morgunblaðið í gær. Naflaskoðunin endalausa „I þessari endalausu sjálfsleit getur líka falist sjálfsblekking og lýgi, því líklega er ekki til neinn einn sannleikur um mann sjálfan, sem hægt er að finna í eitt skipti fyrir öll á helg- arnámskeiði. Sannleikurinn um okkur sjálf er breytilegur og misjafn og ekki endilega alltaf sá sami.“ - Hlín Agnarsdóttir í Degi-Tímanum í gær. Ung og óþolinmóð „En Þóra verður að eiga það við sjálfa sig að mála sig út í horn gangi það ekki eftir að stjórnar- andstöðuflokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu kosning- um. Ungt fólk og óþolinmæði í stjórnmálum kann ekki góðri lukku að stýra.“ - Gestur G. Gestsson í Alþýðublaðinu í gær. Veikasti hlekkurinn „Þeir hlekkir sem við vissum að voru veikir brustu. Keðjan stytt- ist við það en heldur samt.“ - Pétur Sigurðsson í Alþýðublaðinu. Aukið valdsvið Flugmálastjómar Samgöngumálin á voru landi láta ekki að sér hæða og eru sífelldum breyt- ingum undirorpin, eins og raunar þjóðlífið allt. Hið nýjasta í breyttum samgönguheimi er að flugumferðarstjórar á Reykjavikurfiugvelli munu brátt taka að sér umferðarstjórn á götum borgarinnar. Er ekki seinna vænna að einhverjir taki það að sér því umferðinni í Reykjavík hef- ur ekki verið stjórnað síðan á dögum Er- lings Pálssonar, yfirlögregluþjóns, og Jóns Eyjólfssonar, sendils í Þjóðleikhúsinu, sem stundum tók að sér að stjórna bílaumferð- inni í miðborginni sem sjálfboðaliði. Síðar komu umferðarljós og öngþveiti. Eins og stundum áður lenti fiugvél á götu fyrir nokkrum dögum og eru yfirvöld- in sammála um að best fari á því að fiug- umferðarstjórnin nái einnig yíir götur í námunda við Miðborgarflugvöllinn. Öryggið í fyrirrúmi Borgarráð er búið að samþykkja að sett verði upp umferðarljós við Suðurgötu og Ilringbraut og verði þeim stjórnað úr flugturninum. Er það eðlileg ráðstöfun þar sem göturnar þjóna sem viðbót á flugbrautir. Meiningin er, að þegar sá aragrúi flug- véla af öllum stærðum og gerðum sem notast við Miðbæjarflugvöllinn hefja flug- tak eða lenda, á flugumferðarstjórnin að stöðva bílaumferð um þær götur sem flugvélarnar fara um. Hér er um að ræða einar helstu umferðaræðar borgarinnar og eru flugumferðinni mjög til trafala. Þessi breyting á stjórnun umferðar á að vera til að tryggja öryggi borgar- anna, eða svo segir í greinargerð borg- arráðs. í því samhengi er eðlilegt að auka enn valdsvið flugumferðarstj órnar til að bæta öryggi í miðborginni. Aiþingishúsið, Dómkirkjan og jafn- vel Ráðhúsið eru í fluglínu, rétt við enda þeirrar flugbrautar sem mest er notuð. Því er greinilegt að ílugumferðarstjórar verða að hyggja að öryggi fleiri en þeirra sem aka um flugbrautaenda. Sjá verður til þess að ekki sé messað eða jarðsungið á annatímum ílugvéla. Ráðhúsið er í stórhættu, en bæta má úr því með því að flytja starfsemina niður í rúmgóðu kjallarana, sem nýttir eru sem bílastæði. Þar á borgarstjórn og starfs- fólk að vera nokkurn veginn öruggt fyrir flugumferð. Bilastæðin er auðvelt að ílytja upp á efri hæðirnar. Til bóta fyrir stjórnkerfið Sú bygging sem er í mestri hættu er Al- þingishúsið, í lóðbeinni fluglínu. Ef tryggja þarf öryggi bílstjóranna á Hring- brautinni er ekki síður ástæða til að passa upp á að þingmenn verði ekki fyr- ir hnjaski við braut- arendann. Því er sjálfsagt að flugum- ferðarstjórar stjórni því hvenær Alþingis- húsið verður rýmt og hvenær óhætt er að halda þar fundi. Slík ráðstöfun er eðlilegt framhald af þeirri ákvörðun borgarráðs, að láta flugturninn annast umferðarstjórn og öryggisgæslu á Hringbraut og víðar. Þegar flugvél lendir eða fer í loftið á norður-suðurbrautinni á flugumferðar- stjórnin að gefa merki um að þinghúsið skuli rýmt. Þetta kann að valda einhverjum töfum á þingstörfum, en ætti ekki að koma að sök ef þingmenn temdu sér að sleppa mærðu- og mælskufullum útúrdúrum í ræðum sínum og störfum. Þannig gæti stjórn flugumferðarstjór- anna í turninum orðið til að bæta starfs- hætti Alþingis og ætti borgarráð þegar í stað að fara að hyggja að því að láta flugturninn taka að sér stjórn og örygg- isgæslu á æ fleiri sviðum. Álagið á Miðbæjarflugvöllinn eykst stöðugt með aukinni og ijölbreyttari um- ferð. Athuga þarf vandlega hvort ekki er tími til kominn að endurskipuleggja mið- bæinn og hluta af Kópavogi til að rýma fyrir flugvellinum. Hann þarf að endurnýja og lengja brautir og fjölga þeim til að mæta aukn- um kröfum um öryggi og er þéttbýlið og umferðin umhverfis völlinn orðið hreint út sagt óþolandi fyrir flugumferðina. Á sama hátt og að láta flugumferðar- stjóra stjórna bílatraffíkinni er augljóst að flugvallarstjórinn á Miðbæjarflugvelli tekur að sér borgarskipulagið. Borgar- verkfræðingur getur farið með sitt haf- urtask upp á Kjalarnes. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.