Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 3. maí 1997 ÍDagur-®útmttt ff p n Ís Heiti Potturinn Gestir á ráöstefnunni Karlar krunka, sem haldin var í Reykjavík í gær, urðu sumir dálítið langleitir undir erindinu sem Stein- grímur Hermannsson, seðlabankastjóri, flutti þar, að sögn pottverja á staðn- um. Steingrímur flutti erindi um eyðingu ósonlagsins og var ekkert út á erindið að setja sem slíkt, það var bæði fróðlegt og skemmti- legt. Hins vegar er sagt að margir hafi ekki áttað sig á hvaða erindi erindið átti á ráðstefnu um framtíðarsýn karla og jafnréttismál. Eftir miklar vangaveltur í heita pottinum komust menn að þeirri niðurstöðu að senni- lega væri skýringin sú að Steingrímur teldi að það hefðu verið karlar, sem settu gat á ósonlagið. Skattstjóri Innheimtir þrjár krónur Gunnar Karlsson skattstjóri: „Kerfið er það sjálfvirkt að hluta tii að svona getur alltaf gerst.“ Kerfið tekur á sig ýmsar myndir. Degi-Tímanum barst nýlega bréf frá les- anda þar sem skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra krefur viðkomandi um þriggja krónu greiðslu, hækkun á út- skatti, til samræmis við inn- senda virðisaukaskattskýrslu. Fjárhæðin sé fallin í gjalddaga og kæra fresti ekki greiðslu- skyidu. Skuldin sé til innheimtu hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Aðspurður um ástæður þessa segir Gunnar Karlsson skatt- stjóri að alltaf sé eitthvað um svona tilvik, kerfið sé það sjálf- virkt að hluta til að svona geti alltaf gerst. „Það eru engin mörk á þessu og í sambandi við virðisaukaskatt er gífurlegur ijöldi skýrslna og færslna á hverju tímabili. Þetta keyrist meira og minna sjálfvirkt út og það er ekki lagt mat á upphæð- ina.“ Engum dylst hugur um að innheimta að þessu tagi er ekki arðbær fyrir kerfið en skatt- stjóri segir að í sjálfu sér væri meiri vinna fólgin í að sía út þessar smáupphæðir. En er ekki hægt að gera eitthvað til koma á móts við skynsemina? „Það þyrfti e.t.v. að setja ein- hverja reglu um lágmark en sú regla er ekki til,“ segir skatt- stjóri. Ekkert einsdæmi er að skatt- stofur sendi út kröfur upp á þrjár krónur eða færri heldur kannast margir við að fá ávís- anir frá bönkum eða stofnunum upp á jafnvel eina krónu. BÞ Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi Eystra 28.04.1997 Hafnarstræti 95, 600 Akureyri Sími 461 2400 600 Akureyri Til samræmis við innsenda virðisaukaskattsskýrslu, samanburöarblaö virðisaukaskatts eða bréf frá yður hefur virðisaukaskatti/álagi yðar fyrir neöangreint tímabil verið breytt sem hér greinir: - VNR: 45360 TÍMABIL: mar - apr 96 - Hækkun á útskatti kr. 3 Samtals hækkun kr. 3 Framangreind fjárhæð er þegar fallin í gjalddaga og frestar kæra ekki greiðsluskyldu. Skuldin er til innheimtu hjá innheimtumanni ríkissjóös, hafi hún ekki verið greidd nú þegar. Móttaka virðisaukaskatts er hjá sýslumónnum utan Reykjavíkur, £ Reykjavík hjá tollstjóra. Dráttarvextir verða reiknaðir hjá innheimtumanni og eru hinir sómu og Seölabanki íslands ákveður skv. Xógum nr. 25/1987. Kærufrestur til skattstjóra er 30 dagar frá dagsetningu þessarar Ljósrit af kröfu skattstjóra. Snartastaðahvalurinn endar í japanskri mold MÆ nattspymuáhugamenn ■ mí heita pottinum hafa verið arfavitlausir alla þessu viku og haft allt á hornum sér. Ástæðan er sú að Rík- issjónvarpið, sjónvarp allra landsmanna, ætlar ekki að sýna leik Liverpool og Tot- tenham allan í beinni út- sendingu, heldur aðeins hluta hans. Leikurinn sem hefst kl.17.00 í dag verður sýndur þangað til kemur aó auglýsingaflóðinu, sem er undanfari Júróvisionkeppn- innar. Þetta þykir fótbolta- unnendum fyrir neðan allar hellur og gráta það ekki aó Stöð 2 hafi tekist að næla í ensku knattspyrnuna frá Sjónvarpinu. Hvalur Var ekki mjög gömul skepna. Banamein líklega árekstur við skip. Bein á og við háls voru brotin og brestur í höfuðkúpu. Háþrýstidælu og öílugan sápuþvott þurfti á flutn- ingabílinn frá Húsavík sem flutti leifar búrhvalsins frá Snartastaðaíjöru við Kópasker til Reykjavíkur í vikunni, og ekki laust við að enn eimi eftir af hinni sterku lykt sem var allsráðandi. Björn Sigurðsson, sérleyfishafi á Húsavík, segir að lyktin hafi verið verri en þegar verið sé að flytja gamla loðnu til bræðslu, og hún sé jafnvel verri en þegar hér á árum áður var verið að flytja spikfita grálúðu frá Húsavik til Krossaness til bræðslu, þó hafi lyktin af þrárri grálúðunni verið mjög sterk. Þegar farið var að bræða þessi ósköp, sveif „ilmurinn" yfir Ak- ureyri, gerði húsmæðrum gramt í geði, ekki síst þegar hreini þvotturinn á snúrunum var skyndilega orðinn illþefj- andi. í gám eftir árekstur í hafi Búrhvalurinn er kominn í frystigám í Reykjavík og verður kominn til Japan eftir um tvo mánuði. Þar verður hann graf- inn í um tvö ár í moldarjarðvegi svo rotnunin fari sem hraðast fram, en beinin verða eftir þann tíma orðin hvít á litinn og laus við allt hold. Þá verður hafist handa við að raða þeim saman þannig að beinagrind hvaisins verði til sýnis fyrir sýn- ingargesti náttúrugripasafnsins í Nagoya í Japan. Þar er eitt stærsta safn sinnar tegundar í heiminum, bæði með lifandi og dauðar skepnur. Safnið vantaði búrhval, en fyrir um þremur árum síðan fékk það beinagrind af tveimur háhyrningum sem rak á land á Melrakkasléttu. Búrhvalurinn var 13,65 metrar að lengd og ekki mjög gamall. Við skoðun á beina- grindinni kom í ljós að hann hefur orðið fyrir miklum hremmingum, hefur líklega orðið honum að aldurtila að verða fyrir skipi. Bein á og við háls voru sum brotin og brestur í höfuðkúpu hvalsins. GG Reykjavík N3 N3 NNA3 N5 NNA4 NNA4 N3 NNA6 NNA7 Stykkishólmur 9 Sun Mán Þri o- -5 Mið "»"l 10 - 5 NNV3 NNA4 NA4 N5 NNA5 NNA3 NNA3 NNA5 NNA5 Bolungarvík • 0 NV1 NA3 NA4 N5 NNA4 NNA3 ANA2 NNA6 NNA5 Blönduós Akureyri !9 Sun Mán 10------------ NA3 NNA3 NNA3 N5 N4 NNA3 NNA3 NNV4 NNA5 Egilsstaðir °c Sun Mið m"> NV2 NNA3 N3 N4 N3 VNNA N4 NNV5 NA5 Kirkjubæjarklaustur °C Sun Mán Þri Míð -5- NV2 ANA3 A3 N2 NA3 NA3 NA2 NNA3 NNA4 Stórhöfði NNA1 NNA2 NA2 NNA4 NNA3 NNA2 NA2 N2 NNA2 N4 NNA4 NNA5 N7 NNA6 NNA5 NNV5 NNA6 NNA7 Hægviðri eða norðvestan gola. Skýjað við norðurströndina, en annars víða léttskýjað. Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomn en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á landinu Vegir á landinu eru víðast hvar greiðfærir. Nokkrir vegir sem ekki eru mokaðir að jafnaði á veturna eru þó ennþá ófærir og má þar nefna Þorskafjarðarheiði, Fjarðarfjall milli Húnavatnssýslu og Skagaíjarðar, Axarfjarðarheiði, Hólssand og Lágheiði. Eftir helgi er ráðgert að heija mokstur á Lágheiði. Vegna leysinga hefur öxulþungi bfla víða verið lækkaður og er hann kynnt- ur með merkjum á viðkomandi vegi. Af sömu ástæðu hafa svonefndar Evrópu- reglur um þyngd bifreiða verið afnumdar tímabundið á Vesturlandi, Vestijörð- um, Norðurlandi og Austuriandi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.