Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 3. maí 1997 F R E T T I R íDagur-Hmróm Uerður ekkert ósvipað og að treða upp í Sialanum Yktir,“ svaraði Páll Óskar Hjálmtýsson spurningunni hvernig síðustu sólarhringir hefðu verið, þegar Dagur- Tfminn náði viðtali af kappanum um miðjan dag í Dubl- in í gær. Hann var þá á leiðinni í tvö „rennsli" og virtist sjálfs- öryggið uppmálað, enda engin ástæða til annars. í dag um hádegi verður síðasta æfingin og þá munu dómnefndirnar horfa á. Loks rennur svo stóra stundin upp í kvöld fyrir fram- an 500 milljónir manna. Eg er búinn að upplifa einn besta tíma ævi minnar og pílagrímsferðin er að ná hámarki," sagði Páll Óskar. „Ég geri mér þó varla grein fyrir hve stutt er í þetta en allt er búið að ganga ógeðslega vel, eins og í lygasögu. Nú er bara að hvíla sig aðeins og ná sér síðan í smá adrenalín á morgun [í dag].“ Besta partýið Dana og flutti „All times for ev- erything" og við Reynir tókum saman Baccara-píurnar. ís- lenski danshópurinn okkar var líka með frumsýnt atriði og svo endaði ég á að flytja slatta af lögum og endaði á Eurovision- laginu. Þá ætlaði staðurinn að hrynja til grunna, allt varð brjálað. Þetta var yndislegt og nú er talað um þetta partý sem EurovisionpartýlÐ. “ Páll og föruneyti hafa ekki setið auðum höndum. íslendingaboð- ið sem fór fram á miðvikudags- kvöld sló í gegn. „Það tókst ógeðslega flott. Við héldum þetta á næturklúbbi sem heitir Rumours og er reyndar með slæmt orðspor, en ég hélt bara fyrir nefið og ________________ kýldi á að halda partýið. (Hlær). Þetta er ein sóðalegasta búlla sem ég hef komið á, -................. gamla góða Moulin Rouge stemmningin, en það mættu allar þjóðirnar nema Rússarnir - þeir fara ekki neitt þessir Rússar - og þetta tókst frábærlega. Við ákváðum að tileinka kvöldið gömlum Eurovision-stjörnum og vorum með ýmis drag-show. Ég var „Stelpurnar fjórar eru rosalega duglegar að vera sætar.“ Mesta athyglin Páll Óskar segir að íslenski hópurinn fái tvímælalaust meiri athygli en nokkur önnur þjóð en hverjar eru skýringarnar á því? „Við reynum að mæta allt- af jafn flott klædd og við getum. _____________ Stelpurnar ijór- ar eru rosalega duglegar að vera sætar og ég geri mitt besta til að sjúga að mér alla þá athygli sem ég get. Það hefur gengið ágætlega á íslandi og hefði komið mér óvart ef það hefði ekki tekist hér. Við erum búin að bursta liðið að því leytinu til, en hvort það gagnast í sjálfri keppninni er allt önnur saga. Ég er búinn að dekka allar Páll Óskar Hjálmtýsson er hvergi banginn fyrir kvöldið þegar 500 milljónir áhorfenda munu berja hann augum í Dublin, írlandi. Hann er að sögn þeg- ar búinn að vinna stóra sigra. stærstu sjónvarpsstöðvarnar, dagblöð í mikilvægum löndum o.s.frv. í kvöld verð ég t.d. í 10 mínútna þætti í franska sjón- Mynd: JHF varpinu, „Dagur í lífi Páls Ósk- ars“. 12 milljónir munu horfa á þann þátt. Ég höfða sennilega meira til ijölmiðlanna en flestir hinna og er kannski pínulítið meira spennandi persóna en t.d. þýska söngkonan. Ég hef alltaf svör á reiðum höndum og er kannski skemmtilegri í við- tölum. En þessar 500 milljónir sem horfa á mig í keppninni eru svo e.t.v. fólk sem hefur engar hugmyndir um mig.“ Víða tilboð En er íslenski hópurinn yfirhöf- uð að pæla í gengi lagsins „Minn hinsti dans“? „Nei, blessunarlega ekki, enda sýnir sagan að það skiptir engu máli. Ég reyni að vekja á mér mikla athygli því að lagið er það spes að e.t.v. vinnst sig- urinn ef fólk kannast við mig eftir keppnina. Ég trúi að það sé líf eftir Eurovision! E.t.v. lendi ég í 20. sæti en verð samt vinsælasti skemmtikrafturinn af öllu þessu liði.“ Þess má geta að Páll Óskar segist þegar hafa fengið tilboð um að koma fram í klúbbum á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og írlandi. Hlakka bara til Lokaspurning. Hvernig verð- urðu stemmdur á morgun [í kvöld]? „Stemmdur?" hváir hann forviða. „Innst inni verð ég bara alveg eins stemmdur og þegar ég er að fara að troða upp í Sjallanum. Ég get ekki sagt að ég komi af ijöllum þegar kemur að því að troða upp. Ahorfenda- fjöldinn er ekki mál númer eitt og hann villir mér ekki sýn. Ég hlakka bara til.“ Viðtal: Björn Þorláksson. Ævintýrið er Lundabyggðin í Stórhöfða, eldgosið og afleiðingar þess eru það efni sem nú er sent út frá Vestmannaeyjum gegnum Internetið. Þar geta áhugasamir nemendur beggja vegna Atlantshafsins og kennarar þeirra kynnst sérstöðu Vestmannaeyja. Beinar sjónvarpsút- sendingar frá Vest- mannaeyjum í gegnum Intemetið, þar sem áhuga- samir nemendur beggja vegna Atlantshafsins og kennarar þeirra era leiddir í allan sannleika um lunda- byggðina í Stórhöfða og um eldgosið og afleiðingar þess, hófust sl. mánudag. Eftir nokkra byrjunarörð- ugleika við útsendingarnar, vegna tæknilegra vandamála í Bandaríkjunum, hefur allt gengið að óskum. Nemendurnir og Gísli kom- ust mjög vel frá sínu. Þau sögðu frá og fengu spurningar frá Yellowstone; inn á milli var skotið inn myndum sem voru teknar hér sl. sumar. 750 þúsund og Vigdís! Gert er ráð fyrir að um 750.000 nemendur beggja vegna Atlantshafsins fylgist með útsendingunum. Internet- ið er notað til þess að koma útsendingunum héðan til Bandaríkjanna og þaðan upp í gervihnetti víða um heim. Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, tók þátt í beinu útsendingunum á föstudag og aftur í dag, laugardag. Að sögn Páls Marvins Jóns- sonar, forstöðumanns Rann- sóknasetursins, sem hefur haft veg og vanda af undir- búningnum ásamt Gísla Ósk- arssyni, er hér um sannkallað ævintýri að ræða. Ef vel tekst til gæti orðið um áframhald- andi samstarf að ræða við Jason næsta sumar. hafið Mikil vinna „Þetta er mikil vinna og undir- búningurinn staðið í allan vet- ur. Síðasta helgi fór öll í að undirbúa beinu sjónvarpsút- sendingarnar þannig að lítill tími gafst fyrir lærdóm fyrir samræmda prófið í stærðfræði á mánudaginn, segir Jón Kristinn Sverrisson, einn fimmmenninganna sem hefur unnið að Jasonverkefninu. Jón segir að hver útsending sé þaulskipulögð, hvað hver segi o.s.frv. Fimmmenning- arnir skiptast á að vera í út- sendingunum með Gísla Ósk- arssyni kennara. „Við segjum frá rannsókn- um okkar á lundanum og í Eldfelli, erum spurð um mæl- ingar og íleira af höfuðpaurn- um, Dr. Ballard. Við höfum einnig setið fyrir svörum á Internetinu í vetur og einnig spurt aðra krakka í Yellow- stone. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og hreint og beint ævintýri, segir Jón Kristinn. ÞoGuÆyjum Á netinu Hœgt er að fylgjast með þessum beinu útsendingum á heimasíðu Jason. Tenging er á heimasíðu Jason frá heimasíðu Tölvunar í Eyjum. Þar verður að hlaða inn hugbúnaðinn Stream Works, sem er í forritasafni á heimasíðu Tölvunar. Að því loknu er hœgt að fylgjast með beinni útsendingu. Gœðin eru reyndar ekki mikil en duga samt. Slóðin á heimasíðu Jasonverkefnisins, Úr iðrum jarðar, eins og það nefnist (Journey from the center of earth) er www.jason8eds.com. Þau standa í ströngu! í beinu útsendingunum mœðir mest á Gísla Óskarssyni kennara og nemendum hans fimm sem eru Jón Kristinn Sverrisson, Freydís Vigfúsdóttir, Bjarki Trausta- son, Davíð Egilsson og Þórhildur Ögn Jónsdóttir. Gísli er í öllum útsendingunum en honum til fulltingis í fyrstu útsendingunni á mánudaginn var Bjarki. Þá tók Jón Kristinn við, síðan Þórhildur Ögn, þá Freydís og að síðustu Davíð. Nemend- urnir skipta á milli sín þessum fimm beinu útsendingum á dag sem eru í 10 daga. Blaðamaður fylgdist með útsendingunum sl. mánudag.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.