Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 3. maí 1997 ^Ilagur-CEtmtmt Ó Ð M Á L IDagur- tmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoöarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171 „Verkalýðsvisionkeppiii“ í fyrsta lagi Hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, hefur alla jafna verið notaður til að blása verkalýðshreyfingunni baráttuanda og samstöðu í brjóst. í ár hefði mátt ætla að hlutirnir féllu í þann sama farveg en svo var þó ekki. í ljós hefur komið að átökin innan verkalýðshreyfingarinnar eru svo kraumandi heit að þau hlutu að gjósa upp við hátíðahöldin. Pjóðin skemmtir sér nú við að hlusta á verkalýðsforingja atyrða hvern annan í fúkyrðaflaumi þar sem orða- leppurinn „skítlegt eðli“ gengur aftur með dramat- ískum hætti. Jafnvel Evrovision fellur í skugga skemmtidagskrárinnar „Verkalýðsvision“. í öðru lagi En þrátt fyrir allan ágreininginn er hreint ekki Ijóst hver hinn eiginlegi vandi verkalýðshreyfing- arinnar er. Sjálf verkalýðsforustan er augljóslega ekki samstíga í að skilgreina vandann og því síður í því hvernig eigi að bregðast við honum. Þetta kemur m.a. fram í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík BSRB, KÍ og INSÍ, þar sem talað er um nauðsyn þess að „taka skipu- lag og baráttuaðferðir til gagngerrar end- urskoðunar." Eins og þessar efasemdir verkalýðs- forustunnar sjálfrar um innra starfið bera raunar með sér, þolir það ekki bið að þar á bæ spyrji menn hvers konar verkalýðshreyfingu þeir vilji hafa í landinu. Hafa niðurstöður bresku þingkosninganna einhverja merkingu í íslenskum stjórnmálum? Svanfríður I. Jónasdóttir alþingismaöur "W TTerkamannaílokk- 1 / urinn kom fram í * þessum kosningum með nýjar áherslur. Ég tel að sigur flokksins nú hafi ámóta mikil áhrif á stjórnmálaþróun Vestur- landa og varð þegar Mar- grét Thatcher komst til la fyrir átján árum síðan. Þá náði frjálshyggj- an undirtökunum, en nú hafa viðhorf jafnaðar- manna orðið ofan á. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi og talsmaður Grósku Niðurstöður bresku kosninganna hafa mikla merkingu í stjórnmálum á heimsvísu. Ég tel hinsvegar að mjög erfitt sé að segja til um hver beinu áhrifln verða hérlendis. Það er þó ljóst að nútímaleg og frjálslynd jafnaðarstefna á hvívetna auknu fylgi að fagna, bæði hér á Iandi og annars staðar. ♦ ♦ Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson stjórnmálafrœðingur Nei, en viðhorf í breskum stjórn- málum skipta hér máli. íslenskir jafnaðar- menn geta lært af hinum nýja Verkamannaflokki sem styður einkavæðingu og er andvígur óhóflegu valdi verkalýðsleiðtoga. Fram að þessu hafa jafn- aðarmenn hér verið and- vígir einkavæðingu banka og frelsi manna til að velja sér félög. Sigurvegari kosninganna er Tatcher. Megi andi hennar lifa jafn lengi hér og í Bretlandi. S g er viss um að fé- lagshyggjufólk, sem gælir við sameining- arhugmyndir, notar þetta tækifæri til að ná fram auknum samtakamætti. Að því leyti geta þessi úr- slit haft áhrif hérlendis. - Einnig flnnst mér ánægju- legt að Frjálslyndum, miðjuflokknum í Bret- landi, gekk vel. Það er uppörvun fyrir íslenskt miðjufólk. I þriðja lagi Á meðan verkalýðsforingjar hrópast á og tala út og suður um hver séu mikilvægustu mál hreyfing- arinnar er hvorki líklegt að menn nái árangri í kjarabaráttu né að þeir sannfæri alþjóð um nauð- syn þess að verkalýðsforustan hafi meira svigrúm en nýja vinnulöggjöfin veitir. Verkalýðsbarátta er ekki Eurovisionkeppni þar sem sviðsframkoma getur ráðið úrslitum. Þess vegna er „Verkalýðsvisi- on“ skemmtidagskráin vont mál. Birgir Guðmundsson. V__________________________________________________) Guð alls staðar „Það er víðar guð en í Görðum og ég er þannig innstilltur að mér finnst að prestar, sóknar- nefnd og starfslið kirkjunnar eigi að vera samstíga í því að efla einingu og frið.“ - Séra Kristján Björnsson í Morgunbiaðinu. Verum óhrœdd „Ef stjórnmálaflokkar eru reiðubúnir að styðja málstað verkalýðshreyfingarinnar á hreyfingin hiklaust að lýsa yfir stuðningi við þá. Hérlendis hafa menn verið hræddir við slíkt og litið hornauga ef menn voga sér eitthvað í þá veruna. Ég sé ekk- ert athugavert við það, verka- lýðshreyfingin hefur þörf fyrir stjórnmálaflokka sem þora og vilja vera henni samstíga." - Halldór Björnsson f Alþýðublaðinu. Svona gera menn ekki „Ef einhver hefur hug á að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans lætur hann þess ekki getið í apríl, þegar aldeilis óvíst er hvenær og hvort prófkjör verð- ur. Þannig gera menn ekki í stjórnmálum." - Helgarpósturinn um sjálfstæðismenn í Reykjavík og yílrvofandi prófkjörsslag þar. Lœrt af reynslunni „Kannski er sá röggsami ríkis- saksóknari sem bregst af krafti við faxi biskups um meint guðlast búinn að læra af fyrri mistökum og staðráðinn nú að láta jarðleg- an dómsstól fjalla um mál Spaug- stofumanna áður en sá sem allt dæmir fellir sinn úrskurð." - Ragnhildur Vigfúsdóttir í Degi-Tímanum. Fimmtánda mánaðar meðlagið ✓ slenskmn bankamönnum er skipu- lega útrýmt í rólegheitunum. Nýir tölvudiskar leysa bæði fjaðurstafi og ermahlífar af hólmi hjá gamalli og virðu- legri stétt borgara. Bankastjórar standa með h'fið í lúkunum frammi fyrir hluthöf- um og lofa meiri hagræðingu fyrir næsta aðalfund. Annars verður einfaldlega skipt um bankastjóra eins og sprunginn hjólbarða. Hagræðing í banka þýðir hins vegar að keyptar verða stærri tölvur og sagt upp fleira fólki í staðinn. Banka- menn eru í verulegri útrýmingarhættu. En stjórnendur banka eru seinheppnir. Á sama tíma og þeir elta uppi síðasta Geir- fuglinn fellur dagsbirtan óvart á risnubók- haldið. Kom þá í ljós að hægt er að ráða aftur alla brottrekna bankamenn fyrir risnuféð og halda samt sæmilegar veislur í landi sem nær ekki hagfræðieiningu eftir Evrópustaðli. Bankamenn fá greiddan þrettánda mánuðinn fyrir aukavinnu á jarðhæðum en bankastjórar hafa bætt við þeim fjórtánda í risnu á efstu hæðum. Á sínum tíma fundu þeir líka fimmtánda mánuðinn í svimandi upphæðum. Langt er síðan pistilhöfundur þekkti til á betri hæðum bankahúsa og vonandi eru breyttir tímar á þeim slóðum. Þá þekktist opinber risna bankastjóra og þótti fín en hún var smámunir hjá með- laginu sem bankastjórar þáðu frá við- skiptavinum. Fimmtánda mánuðinn. Pistilhöfundi líður seint úr minni að koma á heimili bankastjóra um jólin í tíð Viðreisnar. Sviðið var eins og klippt úr þúsund og einni nótt. Heil stofa var lögð undir gjafaflóðið í fallegum umbúðum. Allar jólabækurnar voru á sínum stað og stæður af vindlaköss- um Danskur bjór í kassavís og vínflöskur í röðum. Veglegar blómakörfur settu svip á stofuna og myndarlegir jólapakkar gnæfðu yfir smærri gjöfum. Eplakössum og annarri matvöru var komið undan í kælingu. Gefendur voru stór fyrirtæki og smá, fé- lagasamtök, stofnanir, stakir athafna- menn og annað þurfandi fólk um jól. All- ir létu þeir nafns síns getið. Pistilhöfundur bar á sínum tíma jóla- gjafir heim til nokkurra bankastjóra frá ágætu fyrirtæki og voru þær ekki skorn- ar við nögl. Silfurslegnar hestasvipur og silfur vindlaöskjur með klöppuðu nafni bankastjórans og bréfahnífar. Hver og ein gjöfin kostaði meira en samanlagt jólahaldið hjá ijölskyldu gefandans. Fyrir hádegi einn gamlársdag skaust pistilhöf- undur svo með níu kassa af kampavíni frá öðrum viðskiptamannai til banka- stjóra á vinnustað í borginni. Bankastjórar létu jafnvel viðskipta- menn skaffa hitt og þetta í búið hjá sér og framleiðendur og heildsalar fengu þau skilaboð að vinsælar neysluvörur mætti aldrei vanta á heinnl- inu. Pistilhöfundur tengdist þá matvælaiðju og var fram- leiðslan borin reglulega heim til nokkurra bankastjóra. Einn þeirra lét svo ferma hjá sér og fékk veisluna senda heim í kaup- bæti. Og vel man pistilhöfundur þegar neyðaróp barst frá afvelta bankastjóra eftir strangt næturlíf og þurfti sá kassa af dönskum bjór til að geta skrölt niður í banka fyrir síðdegiskaffi. Einn gildur viðskiptavinur lagði þó hvorki vín né vindla með bankastjórum á jólum eða fermingarveislur um helgar. Keypti hins vegar lág skrásetningarnúm- er á bílana þeirra og allt ofan í tveggja stafa tölu. Sum númeraspjöldin voru svo augljóst meðlag að bankastjórarnir þorðu varla að aka um í björtu. Hitt er svo til umhugsunar. Meðlög voru ekki einu sérkennin á samskiptum bankastjóra og almennings. Ef banka- stjórinn hafði skoðun á þjóðmálum tók alþýðan undir einum rómi og ef banka- stjórinn sagði brandara hló alþýða manna upphátt. Enginn þorði að segja þessum mönnum til syndanna af ótta við að verða settur út af sakramentinu. Ekki einu sinni sannleikann. Pistilhöfundur hefur stundum velt fyr- ir sér hvort þessi stöðuga uppgerð og endalausu meðlög hafi ekki ruglað bankastjórana í ríminu. Þeir fengu nýtt og óraunhæft mat á sjálfum sér. Fyrir bragðið horfðust mennirnir aldrei í augu við kaldan raunveruleika heimsins og sáu aðeins nýju fötin keisarans. Hér gæti verið ástæðan að íslendingar sitja nú uppi með dýrasta bankakerfi í heimi. Chgeix Manœa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.