Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Blaðsíða 11
^Oagur-tlfomtm Laugardagur 3. maí 1997 -11 allt í kringum landið og eru handhafar um 50% veiðiheim- ilda við ísland. Hann veit líka að með villandi framsetningu, nán- ast blekkingum, eins og hann hefur látið stilla málum upp fyrir sig, kyndir hann undir ríg milli byggða og ekki síður lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis. Sá rígur er til þess eins fallinn að spilla samruna og hagræðing- arþróuninni í sjávarútveginum. Samt gengur hann erinda þröngra og skammsýnna sér- hagsmuna útgerðarinnar í þessu máli, gegn almannahagsmunum. Er ráðherrann að hita sig upp í byggðakvóta? Það kerfl sem ráðherrann og talsmenn útgerðarinnar hafa varið, og ríghaldið í hingað til, er af mörgum talið byggða- íjandsamiegt þó það kunni að stuðla að hagkvæmni fyrir ein- staka útgerðir. Ef ráðherrann ætlar sér hinsvegar að láta hina nýju kenningu sína um byggða- skattinn ganga upp hlýtur hann að leggja til að tekinn verði upp byggðakvóti og að byggðirnar hafl með útgerðina að gera. Öðruvísi gengur framganga hans ekki upp. „Það kerfi sem ráðherrann og talsmenn útgerðarinnar hafa varið, og ríg- haldið í hingað til, er af mörgum talið byggðafjandsamlegt þó það kunni að stuðla að hagkvæmni fyrir einstaka útgerðir." Kynt undir ríg milli byggðanna Hann veit vel að útgerðarfyrir- tækin greiða enga skatta tif byggðanna og að byggðirnar hafa nánast ekkert vald á þróun mála. Hann veit líka að eignar- hald þeirra fyrirtækja sem eru á hlutabréfamarkaði er dreift og bréf í þeim skipta um hendur fyrir tugi milljóna dag hvern. í mörgum tilfellum eru fyrirtækin ekki nema að litlum hluta í eigu heimamanna. Þessi iyrirtæki eru kröfum og aðstæðum erlendra markaða og þörfum erlendra auðhringa. Ef atvinnulífið á að mótast af blindri forsjá markaðarins, ef öll hugsjónamennska gefst upp fyrir kaupahéðnum markaðs- torgsins er það ósigur mann- legrar skynsemi og siðferðileg niðurlæging í samfélagi sem þykist þó kómið á nokkurn rek- spöl siðvæðingar. Ég er reyndar viss um að veltidagar markaðs- hyggjunnar taka enda, en það gæti orðið bið á því nema menn fari að ræða þessi mál í ein- hverri alvöru. Brýnasta málið nú er ekki markaðskönnun og markaðsöfl- un og „hvað selst í dag?“ Aðal- atriðið er: í hvernig samfélagi viljum við búa, við hvað viljum við starfa? Hvað setjum við efst á blað sem þarflr samfélagsins. Það er pólitískt skilgreiningar- atriði. Sú var tíðin að pólitísk sjónarmið réðu miklu í íslensku atvinnulífi og nú er það brýnna an oftast áður að leiða pólitík- ina til öndvegis á ný. Það er full þörf á að setja aftur á stofn „skipulagsnefnd atvinnumála“ eins og „Stjórn hinna vinnandi stétta“ gerði 1934. Þar mótaði ríkisvaldið þjóðlega sjálfsbjarg- arstefnu með áherslu m.a. á byggðastefnu og iðnþróun. Það er brýnt að draga grasrótina með í slíka stefnumótun. Ég ætla nú að nefna nokkur atriði sem innlegg í umræðu um sjálf- styrkjandi atvinnuþróun. Sjálfstyrkjandi atvinnuþróun Það er frumskilyrði að ísland gangi úr EES því þar innan höf- um við harla litla möguleika á að móta eigin atvinnustefnu. Efnahagslegu sjálfstæði og Iýð- ræðislegum stjórnarstofnunum er þar skorinn óþolandi þröng- ur stakkur. Auk þess er EES og verður forgarður ES og á tak- markað sjálfstætt líf fyrir hönd- um. Við viljum lifa af auðlindum þessa lands og vinna úr þeim. Vistvæn matvælaframleiðsla hlýtur að vera efst á blaði þó fleira komi til. Við viljum varðveita búsetu- mynstrið í landinu og stöðva fólksflóttann frá Iandsbyggð- inni. Til þess verður íjármagnið að laga sig að búsetu fólksins, ekki öfugt. Það gerir ijármagnið ekki að eigin hvötum. Það verður að stórefla ís- lenskan iðnað í frjóu sambýli hans við frumframleiðslugrein- arnar, þannig að þessar greinar styðji hver aðra gagnkvæmt. Það þarf að styrkja gamlar framleiðslugreinar sem eiga í erfiðleikum og styðja á legg nýj- ar sem framleiða fyrst og fremst fyrir heimamarkað - jafnvel þótt framleiðnistig sé ekki eins hátt og í einhverjum samkeppnislöndum. Þá yrði að beita framleiðsluvernd. Það má beita ýmsum aðferðum til verndar: Jöfnunartollum, nið- urgreiðslum, stuðningi gegnum lánaþjónustu o.fl. Það er engin réttlæting til fyrir atvinnuleysi. Að fólk hafi eitthvað að starfa og skapa sem meining og gagn er í er mikil- vægara en spurning um arð- Markaðshyggjan varpar ábyrgðinni af herðum sfjórmála- manna yfir á sjálf- virkni markaðarins. Það má líka orða það svo að hún ræni stjónmálamennina möguleikanum á að sfjórna þróuninni. semi og hámarksframleiðni. Á tímum þegar 40 milljónir ganga atvinnulausar í OECD-ríkjunum og nokkur þúsund á íslandi, og þegar helstu efnislegu þörfum fólks er fullnægt og vörufram- boð á alþjóðiegum markaði er yfirleitt meira en eftirspurnin er fráleitt að gera hámarks- framleiðni og samkeppnishæfni að allsherjarmælikvarða. Að efla en ekki draga saman framleiðslugreinar (einkum í iðnaði og landbúnaði) sem framleiða fyrst og fremst fyrir heimamarkað hefur margþætt gildi. Það sparar gjaldeyri, skapar atvinnu, minnkar meng- andi flutninga og styrkir efna- hagslegt sjálfstæði. Ekki síst kemur það samfélaginu á miklu heilbrigðari grunn heldur en þar sem atvinnulífið er sniðið að mjög einhliða útflutnings- framleiðslu. Ef mikið er unnið úr eigin hráefnum og til eigin nota innanlands hefur fólk meiri yflrsýn yfir framleiðslu- ferlið heldur en þar sem fram- leiðslan miðast einhliða við út- flutning og mestallar neysluvör- ur eru innfluttar. Firringin verður minni. Skipuleggja verð- ur þessa framleiðslu sem mest neðan frá og móta atvinnu- stefnuna í tengslum við al- menna umræðu. Atvinnuhf á þessum grunni gefur líka allt aðra möguleika efnahagslegu lýðræði heldur en galeiða „markaðsaðlögunar “. Loks verður að snúa af braut markaðsvæðingar í sjávarút- vegi. Markaðslögmálin eru ekki bara lífshættuleg hinum smáu stöðum út um land. Það er vafamál að sjálfvirkni markað- arins leiði til mikils flskiðnaðar í landinu yflr höfuð. Hvað ef stórar vinnslustöðvar erlendis, nálægt milljónamörkuðum, borga best fyrir flskblokkirnar? Að mínu mati verður að hefta viðskiptafrelsi sægreifanna og leggja á útgerðina a.m.k. lág- marksskyldur við byggðalögin í landinu og fískiðnaðinn. Auk þess verður að afnema frjálst framsal veiðiheimilda og til framtíðar að koma á einhvers konar lýðræðislegum áætlana- búskap um nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar, en sú umræða verður að bíða. Það sem mér lýst verst á í þessu máli eru íslenskir stjórn- málamenn. Ég býst við að margir þeirra séu í hjarta sínu sammála mörgu því sem hér hefur verið sagt. En uppgjöfin fyrir frjálshyggjunni er gegn- umgangandi í öllum flokkum. Við sjáum það best á hinu þegj- andi samþykki um veruna í EES. í þeim klúbbi er tómt mál að tala um eigin stefnumótun í þá veru sem hér var rædd. Þess vegna beini ég orðum mínu til fleiri en stjórnmálamanna. Mest er um vert að ræða málið. TILBOÐ Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. Honda Civic 1997 2. Toyota Landcruiser 1997 3. Opel Combo 1996 4. MMC Lancer 1993 5. Isuzu Trooper 1992 6. Toyota 4Runner 1991 7. Subaru Legacy stw 1990 8. Subaru Legacy stw 1990 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 mánudaginn 5. maí nk. frá kl. 9-16. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16 sama dag. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF HÁSKÓUNN AAKUREYRi Háskólinn á Akureyri Matvælaframleiðsla Tekið hefur til starfa námsbraut í matvælafram- leiðslu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri. Námið við námsbrautina er þverfaglegt og tekur til helstu þátta matvælaframleiðslu. Meðal kennslu- greina eru stjórnun og rekstur fyrirtækja auk mat- vælagreina svo sem efnafræði, örverufræði, nær- ingarfræði, framleiðslutækni og markaðssetning. Námið miðar að menntun stjórnenda fyrir mat- vælaframleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi, landbún- aði og iðnaði Umsóknarfrestur um nám í matvælafram- leiðslu er ti! 1. júní 1997. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu háskólans, sími 463 0900 frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. £— X/ucuweyrÍ Háskólinn á Akureyri Kennslufræði til kennsluréttinda Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir starfandi leiðbeinendur í grunn- og framhaldsskól- um hefst á hausti komanda við kennaradeild Há- skólans á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða 30 eininga nám sem stendur í tvö ár. Háskólinn áskilur sér rétt til að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Forgang í námið hafa að öðru jöfnu leiðbeinendur í raungreinum. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknareyðublöð fást á deildarskrifstofu kenn- aradeildar að Þingvallastræti 23, sími 463 0930 og á aðalskrifstofu háskólans á Sólborg, sími 463 0900. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í síma 463 0960, fulltrúi kennaradeildar í síma 463 0930 eða forstöðumaður kennara- deildar í síma 463 0903.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.