Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 2
iDagur-®ínrám 2 - Miðvikudagur 7. maí 1997 Heiti Potturinn Pétur Stefánsson, hag- yrðingur, var lítt hrifinn af því að gagnmerk vísa um niðurstöðu Evróvision- keppninnar var í pottinum í gær eignuð hagyrðingnum Búa. Eftir að Pétur hafði les- ið heita pottinn í gær varð honum að orði: Búi erafbestu sort er bragarveginn ana. Þó vísa þessi vei sé ort þá vil ég eiga hana. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður krata á Suð- urlandi, hefur upp á síðkast- ið verið iðinn við að gagn- rýna Guðmund Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra, nú síðast fyrir að borga kjúklingabúum fyrir að hætta starfsemi. Lúðvík hef- ur nú sagt lausu starfi sínu sem deildarstjóri lagadeildar umhverfisráðuneytisins, en þar hefur hann verið í leyfi á meðan á þingmennsku hans hefur staðið. í pottinum velta menn fyrir sér hvort eitthvað sé stirt milli Lúðvíks og ráð- herra, en innanbúðarmenn fullyrða þó að Lúðvík telji óeðlilegt að halda stöðunni með þessum hætti....... Gamlir verkalýðsforingjar eru nú sagðir vera í öngum sínum yfir ástandinu í hreyfingunni þessa dag- ana. I pottinum er haft eftir einum þeirra að samstöðu- leysið í hreyfingunni núna hafi skapað verra ástand en menn máttu búa við þegar kommúnistar og kratar gerðu hvað þeir gátu til að klekkja hver á öðrum á kreppuárunum.... Úr Reykhúsi MA. Það er ólöglegt samkvæmt mati ráðuneytisins. Mynd: jhf Reykhús ólögleg Stangast á við tóbaksvarnalög. Sérstök reykhús á lóðum framhaldsskóla, m.a. við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Egilsstöðum, eru ólögleg samkvæmt mati menntamála- ráðuneytis og heilbrigðis- ráðuneytis. Búast má við að skólameistarar verði að rífa húsin og banna ailar reyking- ar f húsnæði á skólalóð sam- kvæmt túlkun á laganna bók- staf. Forsaga þessa er að stjórn Krabbameinsfélags Fljótsdals- héraðs og Borgarfjarðar eystri ritaði skólanefnd á Egilsstöðum bréf í vetur og taldi vegna reyk- húsa við Eiðaskóla og ME, að gildandi tóbaksvarnalög væru brotin. Segir m.a. í bréfinu: „Stjórn Krabbameinsfélagsins er þeirrar skoðunar að Mennta- skólinn á Egilsstöðum eigi ekki aðeins að virða tóbaksvarnalög í strangasta skilningi heldur gjarnan að ganga aðeins lengra og skapa þannig fordæmi." Einnig var heilbrigðisráðherra sent bréf þar sem segir að starfræksla sérstakra reykhúsa á lóðum framhaldsskóla ýti frekar undir að reyklausir nem- endur byrji að reykja. „Stjórn Krabbameinsfélagsins telur í ljósi þessa mjög brýnt að ráð- herra nýti sér heimild í tóbaks- varnalögum og setji sem fyrst reglugerð sem taki á þessu.“ í svari heilbrigðisráðuneytis- ins kemur fram að samkvæmt lögum um tóbaksvarnir nr. 28/1984, sbr. breytingarlög nr. 101/1996, sé lagt bann við reykingum í framhaldsskólum og sérskólum. „Það er mat ráðuneytisins að ákvæðið taki til allra bygginga, sem hlutað- eigandi skólar hafa til umráða, án tillits til þess hvernig nýt- ingu þeirra sé háttað. I ljósi þessa telur ráðuneytið starf- rækslu sérstakra reykhúsa í tengslum við starfsemi ein- stakra skóla brjóta gegn ákvæð- um...Fer ráðuneytið þess á leit við menntamálaráðuneytið að það grípi til viðeigandi ráðstaf- ana gagnvart þeim mennta- stofnunum, sem svo háttar til um er að framan greinir," segir m.a. í svarinu. Menntamálaráðuneytið sendi síðan 18. mars sl. skólameistur- um framhaldsskóla bréf og kynnir niðurstöðu heilbrigðis- ráðuneytisins. Er það gert til að skólameistarar bregðist við, enda sé starfræksla sérstakra reykhúsa ólögleg. BÞ Geysisgos Bíður með ákvörðun NS hef ekkert kynnt mér málið. Hef reyndar hugsað mér að fara austur að Geysi ein- hvern daginn til að kynna mér aðstæður og kynna mér þetta, en það hefur ekkert verið á mínu borði að undanförnu til ákvarð- anatöku," segir Guðmund- ur Bjarnason, umhverfis- ráðherra. Sem kunnugt er sam- þykkti stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á dögunum tilllögu þar sem skorað er á Náttúru- vernd ríkisins og umhverf- isráðherra að veita þegar í stað leyfi fyrir Geysisgos- um, sem hafa legið niðri frá 1991. Myndu aðgerðir til að koma þeim af stað að nýju ganga út á það að taka burt fyllingu í rauf gosskálarinnar sem og að setja sápu í hverinn sjálf- an. „Rök náttúruvísinda- manna gegn því að setja Geysisgos af stað að nýju hafa verið þau að best sé að láta hverinn sjálfan um þetta, og að kísilfellingar á barmi hversins skuli ekki íjarlægðar af manna völd- um. Að það þurfi jarðhrær- ingar til að brjóta þær burtu og þá komi gos af sjálfu sér. Þessi mál eru af- skaplega umdeild og trú- lega hefur þessi umræða farið af stað á hverju ein- asta sumri. Nei, en einsog ég segi þá hef ég enga ákvörðun tekið og hef ekki kynnt mér málið til hlítar,“ segir Guðmundur Bjarna- son, umhverfisráðherra. -sbs. FRÉTTAVIÐTALIÐ Við erum enginn Kristín Halldórsdóttir Samtökum um Kvennalista. Staða Kvennalistans sem stjórnmálaafls er óljós í augnablikinu. Á flokkurinn framtíð og þá hvernig? Kristín Halldórsdóttir segir þeirri spurningu ósvarað. - Þið œtluðuð að gera skoðanakönn- un um framtíð flokksins en fáir svör- uðu. Er niðurstaðan sú að þið getið ekki gert upp við ykkur hvort þið œtl- ið að vera áfram til? „Þetta er dálítið skondin túlkun. Það er rétt að við sendum út eyðublöð fyrir skoðanakönnun sem var reyndar flók- in og viðamikil. Við settum okkur ákveðin mörk sem voru að 75% yrðu að svara til að við teldum könnunina marktæka og 50% svörun þurfti til að niðurstaðan yrði skoðuð. Þátttakan náði ekki því lágmarki þótt hún væri alveg viðunandi." - Ber það ekki vitni um pólitískt áhugaleysi? „Nei, alls ekki. Ég held hins vegar að mörgum hafi ekki þótt tímabært að velta upp þessum spurningum. E.t.v. var farið fram á of eindregin svör sem er ekki rétt að gera á miðju kjörtíma- bili.“ - Grasrótarkonur Kvennalistans eru meðal þeirra sem telja samtökin tímaskekkju nú, þótt stofnunin hafi verið þörf og konum til góðs. „Við erum allar grasrótarkonur. Kvennalistinn sem framboðsafl var tímabundin aðgerð til að gera skurk á þingi og bæta stöðu kvenna. Ég er ekki tilbúin til að svara því hvort gatan sé gengin á enda. Það fer hins vegar í taugarnar á mér að okkur sé stillt upp sem einhverjum grátkór. Það er það mikið að gerast í íslenskri kvennapólit- ík núna, að það er engin ástæða til að vera með neitt vol og víl. Við lifum spennandi tíma og ýmsar leiðir eru í sjónmáli.“ - Er einhugur innan þingflokksins um framhaldið? „Við erum allar leitandi og mjög fá- ar virðast hafa ákveðið hvaða leið verði farin.“ grátkór - Eigið þið meiri samleið með ein- um Jlokki en öðrum? „Nei, ég get ekki sagt það. Stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa núna sýnt mestan áhuga á samstarfi og við erum með í þeim viðræðum. Við tökum líka þátt í slíku samstarfi á nokkrum stöð- um á Iandsbyggðinni með framsóknar- mönnum. Við útilokum ekki samvinnu við einn né neinn.“ - Hvernig telurðu ríkisstjórnina hafa staðið sig? „Hún hefur mjög sterkan meirihluta og nýtir sér það. Þessir tveir flokkar hafa náð furðu vel saman og mér sýn- ist allt benda til að þeir muni halda þeirri stöðu áfram. Því er samt ekki að leyna að okkur finnst Framsóknar- fiokkurinn hafa sagt meira í kosninga- baráttunni en staðið hefur verið við.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.