Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 3
3Dagur-<Eínrám Miðvikudagur 7. maí 1997 - 3 F R E T T I R Lífeyrissjóðafrumvarpið Afgreitt úr nefnd í dag? ifeyrissjóðafrumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum í meðförum Efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis að undanförnu. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, lagði fram málamiðlunartillögur í fyrra- kvöld með samþykki fjár- málaráðherra og mun nefndin taka á málinu í dag. Mun þá væntanlega fást úr því skorið hvort samkomulag næst að mati Vilhjálms. „Breytingarnar ganga út á að séreignarsjóðirnir starfi áfram en verði að bjóða upp á lágmarkssamtryggingu í gegn- um aðra sem sam- svarar 12.000 kr. á mánuði. Kjara- samningasj óðirnir geta þá opnað sér- eignardeildir og ráðið því sjálfir hvaða lágmark þeir vilji fá í sam- tryggingu. Hvort þeir vilja 12.000, 40.000 eða hvaða upphæð sem þeim dettur í hug. En ef þeir opna séreignardeild verður hún að vera á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Vilhjálmur. Spurður um hvernig komið væri á móts við t.d. hávær mót- mæli ASÍ frá fyrri drögum, sagði Vilhjálmur að aðilar vinnumarkaðarins hafi sam- kvæmt þessum tillögum fullt forræði yfir þeim sem væru bundnir af kjarasamningum. „Þannig að þeir geta ráðstafað þess vegna 10% af þeirra ið- gjöldum í samtryggingu eða opnað séreignardeildir. Þeir eru algjörlega frjálsir að því vali en þeir geta hins vegar ekki lagt kvaðir á aðra en þá sem eru bundnir í kjarasamningum." Grétar Porsteinsson, formað- ur ASÍ, virtist ekki allt of ánægður þegar Dagur-Tíminn náði tali af honum síðdegis í gær. „Við erum að funda um þetta og höfum ekki enn komist að opinberri niðurstöðu," sagði Grétar. Þegar hann var spurður hvernig tónninn væri í mönnum svaraði hann: „Pað vekur at- hygli margra að þetta séu kall- aðar málamiðlunartillögur." Af þeim orðum að dæma er ennþá langt í land með að sátt ríki um frumvarpið. „Þetta er í áttina," sagði Baldur Guðlaugsson, formaður Samtaka áhugafólks um lífeyr- issparnað. „Með þessu er horfið frá því að leggja séreignarsjóði af sem lífeyrissjóði. Þ.e.a.s. það er fallist á að þeir séu hluti af lífeyrissjóðakerfinu. Þar með hafa einstaklingar val um hvernig þeir útfæra sinn skyldulífeyrissparnað. “ Varðandi lágmarkið sem verður að ganga til samtrygg- ingar sagði Baldur að hann teldi að pólitísk nauðsyn væri fyrir því. „Hins vegar hygg ég að þeir sem hafi greitt í sér- eignarsjóði kannist ekki við að hafa það að markmiði að leggjast upp á kerfið.“ BÞ Útför Steindórs Útför Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum fór fram á Akureyri í gær og var kostuð af bænum í viðhafnar- skyni við hinn látna. Steindór var heiðursborgari á Akureyri og þjóðkunnur fræðimaður. Við athöfnina flutti Ágúst Sigurðsson minningarorð en séra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir altari. MyndjHF. Grétar Þorsteinsson formaður ASÍ „Vekur athygli að þetta kallist málamiðlunar- tillögur. “ Vikurútflutningur Siðlaust og forkastanlegt Utanríkisráðherra gerir athugasemdir við starfsemi dótturfyrirtækis íslenskra aðal- verktaka. s slenskir aðalverktakar hafa orðið uppvísir að því að reyna með undirboð- um að sölsa til sín viðskipti með vikur í Þýskalandi, sagði Árni Johnsen, Sjálf- stæðisflokki, á Alþingi í gær. Árni sagði fyr- irtækið m.a. státa af því að íslenska ríkið væri sinn bak- hjarl. „Þetta hefur þegar skaðað mjög framgang gild- andi viðskipta- samninga og haft neikvæð áhrif á verð,“ sagði Árni. Hann sagði að fyrirtækið Lava hefði undanfarið boðið vikur á 10% lægra verði, en íslensk fyrirtæki hefðu sam- ið um og það þýddi tugmillj- óna króna tjón. Lava væri í meirihlutaeigu íslenskra að- alverktaka og þar með ís- lenska ríkisins og fjárhags- leg geta þess til að standa við tilboð sín, þar til keppi- nautum hefði verið rutt úr vegi, væri ekki dregin í efa. Árni krafðist þess að stjórn- völd tækju á þessu máli, enda væri það bæði siðlaust og forkastanlegt að ríkisfyr- irtæki væru að undibjóða brautryðjendastarf einka- fyrirtækja á erlendum mörkuðum, þar sem sam- keppnin væri mjög hörð. Finnur Ing- ólfsson, iðnað- arráðherra, sagði að Lava hefði ekki vik- urnámaleyfi hér á landi, en væri samt að bjóða lang- tímasamninga um sölu á um- talsverðu magni af vikri. Honum þótti framganga fyrirtækisins um margt óeðlileg. Þá kom fram hjá honum að utanrík- isráðherra hefði gert at- hugasemdir við starfsemi Lava, eftir að kvartað hafði verið undan því. -vj Árni Johnsen. Póstur & sími Fékk forstjórinn fimm millj. kr. kauphækkun? Álíka og samanlögð upphæð tii 150 símsmiða þegar slitnaði uppúr. Verkfallsmenn skrúfa fyrir allar undan- þágur. Rafniðnaðarmenn í verk- falli hjá Pósti & síma telja ekki ólíklegt að Guð- mundur Björnsson, forstjóri P&S, hafi fengið um 5 milljóna króna kauphækkun um síðustu áramót. Það jafngildir 400 þús- und króna kauphækkun á mán- uði. Þeir telja að 5 milljóna króna kauphækkun forstjórans sé álíka og samanlögð upphæð- in til 150 símsmiða sem bar á milli þegar slitnaði upp úr samningaviðræðunum á milli þeirra og Pósts & síma. „Við höfum skotið á að þetta sé kannski spurning um 5 millj- ónir króna á ári,“ segir Sigurð- ur Kjartansson hjá verkfalls- nefnd rafiðnaðarmanna. Töluverð harka er hlaupin í verkfall rafiðnaðarmanna hjá Pósti & síma eftir að yfirmenn fyrirtækisins fengu tæknifræð- ing til að gera við þá bilun sem varð í Landssímahúsinu í fyrra- dag. Áður höfðu verkfallsmenn hafnað beiðni um undanþágu. Þeir samþykktu hinsvegar beiðni um viðgerð hjá Veður- stofu íslands. Verkfallsmenn telja framferði yfirmanna Pósts & síma vera algjört verkfalls- brot. Þeir fullyrða einnig að yfirmenn tæknifræðingsins hafi beitt hann harðræði til að vinna verkið í Landssímahúsinu. Á fundi verkfallsmanna með fulltrúum Pósts & síma í gær kom fram að fyrirtækið telur sig geta sett hvaða menn sem er til að sinna störfum verkfalls- manna. í framhaldi af því hefur undanþágunefnd verkfalls- manna skrúfað fyrir allar und- anþágubeiðnir. Sigurður Kjart- ansson hjá RSÍ segir að það sé til lítils af þeim að hafna eða samþykkja undanþágubeiðnir þegar yfirmenn Pósts & síma geta síðan sent menn í verk sem verkfallsnefndin hefur kannski hafnað. -grh Skaginn Sameiginleg framboð í bígerð A lþýðubandalagsfélagið ZiÁkranesi samþykkti á a samþykkti á fundi í fyrrakvöld að veita stjórn um- boð til þess að ræða samstarf við önnur félagshyggjuöfl í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Samskonar tillaga verður borin upp á fundi Al- þýðuflokksins á Akranesi fljót- lega. Jóhann Ársælsson, nyr formaður Alþýðubandalagsfé- lagsins á Skaganum, og Hervar Gunnarsson, formaður Alþýðu- flokksfélagsins, komu sér sam- an um að bera tillöguna upp í flokkum sínum. Það verður væntanlega gert á fundi hjá krötum í næstu viku og segist Hervar ekki eiga von á neinni andstöðu frá sínu fólki. Viðræður um samstarf og sameiginleg framboð A-flokka eru hafnar í mörgum stærstu bæjarfélögum landsins, t.d. í Reykjaneskjördæmi og á Vest- ur- og Norðurlandi. -vj - Sjá bls.6

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.