Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 7. maí 1997 MuiviJaulnmir 3' mm / yy/ - / ®agur-®fcttrám FRÉTTASKÝRING R-lista fólk á góðri stundu. Skyldu kratar og alþýðubandalagsmenn eiga eftir að dansa sömbu saman? Mynd. GVA Vangadans A-flokkanna BValgerður Jóhannsdóttir í mörgum stærstu bæjarfélögum lands- ins eru hafnar við- ræður um samstarf eða sameiginlegt framboð Alþýðu- bandalags og Alþýðu- flokks í næstu sveit- arstjórnarkosningum. ✓ Reykjanesbæ er nýhafið formlegt samstarf A-flokk- anna. Bæjarfulltrúar flokk- anna hafa í nærri ár hist og rætt saman fyrir bæjarstjórnarfundi og í desember síðastliðnum var næsta skref tekið og ákveðið að halda sameiginlega bæjarmála- ráðsfundi, m.ö.o. var samstarfið ekki lengur bundið við bæjarfull- trúa heldur nær nú til almennra flokksfélaga. Einnig hefur verið skipuð 5 manna framkvæmda- stjórn, sem í sitja 2 frá hvorum flokki og einn óflokksbundinn. Þetta samstarf þykir um margt merkilegt, ekki síst í ljósi þess að þar sem heitir Reykjanesbær hafa þessi flokkar fremur verið andstæðingar en samherjar í póhtík. Flokkarnir stefna að því að vera saman við stjórnvölinn eftir næstu kosningar, en ákvörðun um sameiginlegt fram- boð verður tekin í haust. „Þegar okkar fólk hefur kynnst og vanist því að vinna saman, verður það raunhæfur valkostur í haust að ræða sam- eiginlegt framboð. Okkur finnst þetta hafa gefist mjög vel og við teljum að það hafi verið rétt að- ferð að fara skref fyrir skref og leyfa þessu þróast," segir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesbæ. Boðið upp í dans Kratar í Grindavík vildu reyna eitthvað þessu hkt og skrifuðu AI- þýðubandalaginu bréf þar um í janúar. Svarið var að, að svo stöddu sæu Alþýðubandalags- menn ekki ástæðu til að taka upp sameiginlega bæjarmálaráðs- fundi, en hvatt var til nánara samstarfs bæjarfulltrúa. Áslaug Kjartansdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsfélagsins, segir að framhaldið hafi ekkert verið rætt. í Hafnafirði hafa kratar og allaballar einnig skipst á bréf- um. Alþýðuflokksmenn buðu upp á viðræður og Alþýðu- bandalagsfélagið í firðinum tók því. HafnarQörður hefur löng- um verið höfuðvígi krata og þeir eru nú í meirihluta með hluta Sjálfstæðisflokksins, eins og frægt er orðið. Það hefur ekki verið mjög kært með þess- um flokkum á kjörtímabilinu, en viðræður sem sagt hafnar. Hefð fyrir samstarfi í Garðabæ var nýlega boðað tO fundar með félögum úr A-flokk- unum og Framsókn, þar sem fulltrúar 2ja nefnda minnihlut- ans höfðu framsögu og annar slíkur á döfinni. Þarna var ekki verið að ræða formlega um sam- starf, heldur voru menn f.o.f. að þreifa fyrir sér, segir Erna Ara- dóttir, formaður Alþýðuflokksfé- lagsins í Garðabæ. „Hvað verður næsta skref verður bara að koma í Ijós. Sameiginlegt fram- boð var reynt í Garðabæ 1990, en þótti ekki takast vel og fengu flokkarnir færri atkvæði saman- legt, en þegar þeir buðu fram „klofið“. AJþýðuflokkurinn var ekki með 1990 og að svo stöddu afar ólíkt að Framsókn taki þátt í næstu kosningum. Alþýðuflokkurinn í Kópavogi bauð Alþýðubandalaginu nýlega upp í dans og það var þegið. Það er löng hefð fyrir samstarfi þessara flokka í bæjarstjórn Kópavogs. Þeir mynduðu meiri- hluta á árunum 1978 tO 1990, ýmist með Framsókn eða án og á þessum tíma fékk bærinn við- urnefhið félagsmálabærinn. Sameiginleg blaðaútgáfa Samstarf A-flokka á Vesturlandi hófst með sameiginlegri blaða- útgáfu í haust sem leið. Þar fóru fremstir í flokki Gísli Einarsson, þingmaður krata, og Jóhann Ár- sælsson, skipasmiður og fyrrver- andi þingmaður Alþýðubanda- lagsins, og hafa þeir meðal ann- ars skrifað saman leiðara í Vest- urlandsblaðið-Skaginn. Jóhann var nýlega kjörinn formaður AI- þýðubandalagsins á Akranesi. Þegar það var ljóst sammæltust hann og Hervar Gunnarsson, formaður Alþýðuflokksfélagsins á staðnum, um að bera upp samhljóða tillögu í báðum flokk- um, þess efnis að stjórnir þeirra fái umboð til að ræða samstarf. Tillagan var samþykkt á félags- fundi í Alþýðubandalaginu í fyrrkvöld, en kratar hafa ekki fjallað um hana enn. í Stykkishólmi hafa A-flokk- arnir boðið fram sameiginlegan lista í mörg ár. í SnæfeUsbæ hef- ur ekkert verið rætt um samstarf A-ílokkanna eða annarra, eftir því sem næst verður komist. í Borgarbyggð stefna menn hins- vegar að sameiginlegu framboði A-flokkanna að ári. „Fyrirætlan- ir okkar ganga út á það að mynda sjálfstæð samtök um þetta strax á haustmánuðum og byrja þá stefnumótunarvinnuna. Við gerum ráð fyrir að bjóða fram saman," segir Jenni R. Óla- son, Alþýðubandalagi. Skýrist með haustinu Á Vestljörðum fer fáum sögum af samstarfi flokka enn sem komið er. Fyrir kosningar í sam- einuðum ísafjarðarbæ í fyrra, var rætt um sameiginlegt fram- boð A- flokkanna, Framsóknar, Kvennalista og óháðra, en það fór út um þúfur. Kvennalisti, Al- þýðubandalagið og óháðir fóru þó í eina sæng undir merkjum F-lista. Jóna Símonía Bjarna- dóttir, formaður Jafnaðar- mannafélagsins á staðnum, seg- ir engar þreifingar byrjaðar, en á von á að það gerist. „Ég hef trú á því að menn ræðist við hér eins og annars staðar, en ég spái engu um útkomuna." Nokkur áhugi er sagður á samstarfí Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags í Vesturbyggð, en talsverð andstaða einnig í báð- um flokkum. Það er víða geymt en ekki gleymt að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi þess- ara flokka aðeins 4 mánuðum eftir síðustu kosningar. Líklegt þykir að menn byrji að huga að þessum málum í haust. Sömu sögu er að segja af Bolungarvík. Djarfir Akureyringar Öfugt við Kópavog voru það al- þýðubandalagsmenn sem buðu krötum upp í dans á Akureyri og þótti sumum djarft í ljósi þess að kratar eru í meirihluta í bæjarstjórn með framsóknar- mönnum. Þeir þáðu eigi að síð- ur. Þetta vekur einnig athygli fyrir þá sök að kratar og alla- ballar á Akureyri hafa ekki unnið saman í bæjarstjórn í 16 ár, hvorki í meiri- né minni- hluta. Flokkar hafa skipað þriggja manna viðræðunefndir, en væntanlega verður fjölgað í nefndunum fljótlega, segir Finnur Birgisson, einn fulltrúa Alþýðuflokksins. Á Dalvík hefur verið sameiginlegt framboð og einnig í Ólafsfirði, en það slitn- aði upp úr fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar og fer fáum sögum af frekari tilraunum þar. Á Sauðárkróki er sagður talsverður vilji í báðum flokkum fyrir samstarfi, þótt ekkert sé þar fast í hendi. Á Siglufirði er sameiginlegt framboð Alþýðu- bandalags og óháðra, en kratar stóðu ekki að því. Hins vegar hefur heyrst að rætt hafi verið við krata um að stökkva á vagninn, en það er óstaðfest. Litlar breytingar Fátt bendir til að það verði mikl- ar breytingar á pólitísku lands- lagi á Austurlandi í næstu sveit- arstjórnarkosningum. Aiþýðu- flokkurinn hefur víða tekið þátt í sameiginlegu framboði, t.d. á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Vopna- firði og Höfn. Sumsstaðar hefur Alþýðubandalagið verið með, en flokkurinn er mjög sterkur t.d. í Neskaupsstað, á Egilsstöðum og Vopnafirði og hefur því ekki ver- ið mjög ginnkeyptur fyrir sam- starfi þar. Á Suðurlandi hefur einnig verið talsvert um sameiginleg framboð og t.d. bauð Alþýðu- flokkurinn hvergi fram undir eigin merki 1994. Á Selfossi hafa A-flokkarnir og Kvenna- listi unnið saman undanfarin 2 kjörtímabil, og ætla áfram eftir því sem næst verður komist. í Hveragerði buðu A-flokkarnir, Framsókn og óflokksbundnir fram saman fyrst 1986, aftur 1990 og náðu þá meirihlutan- um í bæjarstjórn af Sjálfstæðis- flokknum. H-listinn tapaði meirihlutanum í síðustu kosn- ingum, en starfar nú með sjálf- stæðismönnum í einu minni- hlutalausu bæjarstjórninni á landinu. Kratar, allaballar og Framsókn buðu einnig fram saman í Vestmannaeyjum og þar á bæ eru menn farnir að spá í framhaldið, en niðurstaða ekki fengin.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.