Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Miövikudagur-7.mai-1997 |DagM^®temœ PJÓÐMÁL 3Dagur-®tmtmt Úlgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvaemdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Afgerandi niðurstaða í fyrsta lagi Pað stefnir allt í að fjórflokkurinn gamli leggi á ný undir sig flokkakerflð á íslandi. Kvennalistinn, eina raunverulega ógnunin við flokkakerfið í rúma háffa öld, stendur nú á tímamótum þar sem feigð- in kallar að honum. Nýlokið er könnun meðal fé- lagskvenna þar sem ieitað var eftir viðhorfum til áframhaldandi starfs og framboðs sérstaks Kvennalista. Uppiýst er að engin afgerandi niður- staða hafi komið út úr þessari könnun þannig að Kvennalistinn er jafn nær um hvað beri að gera. Afgerandi leiðsögn eða vísbendingar skortir frá kvennalistakonum sjálfum um hvort sérstakt kvennaframboð sé réttur farvegur fyrir kvenna- baráttuna á öndverðri tuttugustu öld. í öðru lagi Fyrir okkur, sem stöndum utan við naflaskoðun Kvennalistans, er það hins vegar afar afgerandi niðurstaða að engin afgerandi niðurstaða skuli fást í könnun sem þessari. Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn hafa aflt frá byrjun þvertekið fyrir að vera stjórnmálaflokkur í hefðbundnum skilningi. Kvennalistinn hefur skilgreint sig sem tímabundna, sjálfsprottna hreyfingu, sem grasrót- arhreyfingu. Þegar engin afgerandi niðurstaða fæst úr könnun meðal félaga er það afdráttarlaus vísbending um að hugsjónahitinn sem hreyfði hreyfinguna sé ekki lengur til staðar. í þriðja lagi Hreyfingarlaus pólitísk hreyfing er ekki mikils virði. Það vita Kvennalistakonur. En klukkan tifar og það er aðeins spurning um mánuði eða misseri í mesta lagi þangað til menn verða að viðurkenna fyrir sjálfum sér þá niðurstöðu sem í raun liggur nú þegar fyrir. Fjórflokkurinn bíður. A-flokkarnir vonast eftir að geta virkjað Kvennalistann til upp- stokkunar á flokkakerfmu. Framsókn og Sjálfstæð- isflokkur telja sig líka eiga kost á vænum bitum. Kvennalistanum sem slíkum verður þó ekki ráð- stafað af flokkum eða til flokka. Hann er hreyfing, sem leysist upp hætti hann að starfa. Birgir Guðmundsson. Á skólaeinkunn, í stað samræmdra prófa, að gilda sem lokaeinkunn í stærðfræði í 10. bekk þetta skólaár? Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri Sólvallaskóla á Selfossi Meginmistök varðandi samræmd próf finnast mér vera að krakk- arnir fá ekki þann ti'ma sem þau þurfa til þess að leysa þau með sóma. Það heyri ég síðan á kennurunum hér í skólanum að stærðfræðiprófið hafi verið þungt og efnismikið. Mér finnst það líka óeðlilegt að á sam- ræmdum prófum sé prófað úr efni fjögurra námsvetra, þ.e. 7. til 10. bekkjar, þegar í fram- haldsskólum er aðeins prófað úr efni einnar námsannar í senn. Baldvin J. Bjarnason skólastjóri Gagnfrœðaskóla Akureyrar Nei, ég met stærðfræði- prófið á dögunum ekki jafn hart og kennarar í Reykjavík gera. Hér á bæ voru kannski eitthvað fleiri í stof- unni ennþá þegar próftími rann út - og hafa ber í huga að sumir nemendur sitja alltaf út allan tímann. En hér var eng- inn grátur né gnístran tanna, og mér finnst ekki ástæða til þess að gera þann bægslagang úr málinu sem orðið hefur. Pétur Bjarnason forstöðumaður Skólaskrifstofu Vestjjarða S Eg tel sýnt að mistök hafi verið gerð varðandi þetta próf hvað varðar lengd, miðað við próftíma. hví tel ég skólaeinkunn eiga að gilda að þessu sinni, enda geta samræmd próf í stærðfræði þetta skólaár ekki gefið rétta mynd af getu barnanna. Bjartmarz formaður Heimilis og skóla S Eg hallast að því út af göllunum sem voru á prófinu og framkvæmd þess. Við vonumst til þess að menntamálaráðherra tryggi að í framtíðinni verði ekki gerð sambærileg mistök og nú hafa orðið við gerð stærðfræðiprófs- ins, samanber umdeild dönskupróf í fyrra og íslensku- próf í hitteðfyrra. Bústin húsmœðralœri „Ég sá svo sem ekkert dónalegt í „framlaginu", nema ef vera skyldu þykk og bústin hús- mæðralæri sem umvöfðu piltinn Pál.“ - Sigríður Halldórsdóttir í DV í gær. Misskilningur „Það er að mínu mati útbreidd- ur misskilningur, að stærðfræði sé tilbúinn pakki af þekkingu, óbrigðul sannindi, sem urðu til fyrir löngu í sinni endanlegu mynd.“ - Meyvant Þórólfsson í Mbl. í gær. Já og nei „í slíkri stöðu getur ríkisstjórn- in lítið gert annað en að ítreka trúarjátningu hvalveiðanna, með óvissum dómsdegi. Stefnan felur í sér skýrt og klárt já og nei.“ - Jónas Kristjánsson í DV í gær. Svínbeggð „Enn og aftur sannast, að það sem ekki tekst að beygja verka- lýðshreyfinguna undir í kjara- samningum er hún svínbeygð undir með lögum frá Alþingi." - Magnús M. Norðdahl í Alþýðublaðinu í gær. Pínulítið hugrekki „Mikið er nú gott að heyra að íslenskir ráðamenn skuh af og til sýna framsýni og djörfung, pínulítið hugrekki og þor.“ - Ólafur Guðmundsson í Mbl. í gær. íslenskur sigur í Bretlandi • • ssur Skarphéðinsson viðurkenni í pontu Alþingis í gær, að hann hafi ekki haft hugmynd um á móti eða með hverju hann var að kjósa í atkvæða- greiðslu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóði. Útbólgin umræða, utan þings, sem innan, um sjóðakerfin hefur ekki verið til þess fallin að auka skilning á málefnunum, eða yfirleitt um hvað ágrein- ingur stendur. Ef rétt er misskilið koma málsaðilar sér ekki saman um hvort líf- eyrissjóðir og líftrygging er eitt og hið sama eða ekki og hver sé þá munurinn. íhugulli menn er Össur eiga erfitt með að greina um hvað lífeyriskemp- urnar eru að hnakkrífast og er þing- manninum vorkunn að greiða atkvæði án þess að hafa hugmynd um hvaða áhrif það kann að hafa til góðs eða ills, eða er meiningarlaust með öllu. Margt er það fleira í umræðu dagsins sem erfitt er að henda reiður á eða koma í neitt vitsmunalegt samhengi. Eitt af því eru úrslit kosninganna í Bretlandi. Allragagn Af ummælum og blaðaskrifum er helst að skilja að Tony Blair hafi verið í fram- boði fyrir íslenskar flokkasamsteypur og unnið glæsilegan kosningasigur fyrir þær. En best af öllu er að Tony sigraði fyrir öll helstu stjórnmálaöfl á íslandi ekki síður en í Bretlandi. Davíð Oddsson vísaði veginn þegar hann skýrði svo frá rétt fyrir kosningar, að baráttan líktist því helst að fara ætti að kjósa formann íhaldsflokksins. Stefna flokkanna og flokksforingjanna í Bretlandi var sú sama að dómi forsæt- isráðherra. Hannes Hólmsteinn lét ljós sín skína í öllum fjöl- miðlum og m.a. í Degi-Tímanum, þar sem hann vék hvergi frá þeirri staðhæf- ingu sinni, að lafði Margrét, sem áður gengdi nafninu Thatcher, hafi unnið sinn stærsta sigur með með því að planta öll- um sínum uppáhaldskenningum í stefnuyfirlýsingar hins nýja og sigursæla Verkamannaflokks. Vinstri menn af öllum sortum ráða sér ekki af kæti og þykir nú deginum ljósara að tími hins mikla FLOKKS sé upp runninn og stíga á stokka og strengja heit. Fylgjum Tony Allt ætlar það lið að feta í fótspor breskra krata, sem búnir eru að skáka íhaldinu til hliðar og upphefja merki Thatcherismans á vegferð sinni til hins alfrjálsa markaðar og myntsamruna Evr- ópusambandsins. Sem lafðin er raunar á móti, þar sem hún viðurkennir ekki að heimsveldið sé liðið undir lok, þótt það hafi sprungið í loft upp með síðustu bombunum sem kastað var yfir Berlín. Hin nýja jafnaðar- mennska á fslandi felst meðal annars í því að Sighvatur flokksformaður býður öllum sönnum allaböllum að ganga und- ir jarðarmen þeirra kratanna og byggja utanríkisstefnuna á Nató og að sækja hið fyrsta um að komast í Evrópusamband- ið. Ef eitthvað er eftir af Kvennalistanum má hann einnig fá inngöngu í hinn nýja Jafnaðarmannaflokk Sighvats og Tonys. Sigur Tony Blairs er sigur íslenska íhaldsins, jafnaðarmanna, allaballa og samsteypusinna af mörgum gerðum. í þessu blaði gat einnig að líta að Ingibjörg Sólrún væri einn sigurvegaranna og fer vel á því að engir verði undanskildir sig- urlaunum fyrir að kolfella breska íhaldið. Auðskilið er að Össur botnar ekkert í hvaða áhrif atkvæði hans hefur á lífeyr- issjóðafrumvarpið, þar sem hann botnar ekkert í um hvað frumvarpið fjallar. Enda á hann það sammerkt með öllum þorra landsmanna, sem láta sé nægja að halda að þingmenn skilji hvað þeir eru að gera á Alþingi. Hitt er undalegra að sé nokkuð að marka leiðara Alþýðublaðisins, að þá efast Össur ekki um hárréttan skilning sinn á hvernig Tony Blair sigraði ís- lenska íhaldið með því að fá hreinan meirihluta í breska þinginu. Þann sama sigur telur dr. Hannes Hólmsteinn, dó- sent í stjórnmálafræðum, stórsigur Thatcherismans. Vér skilningssljóir játum oss sigraða. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.