Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 1
I Fréttir og þjóðmál Akureyri Platínu- brúð- kaup Hjónin Margrét Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson, tré- smíðameistari á Akureyri, áttu platínubrúðkaup í gær, en þau gengu í hjónaband á Akureyri 7. maí 1927, í blíðskaparveðri. Hann er 94 ára og hún 92, en bæði vel ern. Fyrstu 23 árin bjuggu þau í Ólafsfirði, en iluttu þá búferlum til Akureyrar. Ágúst hefur í seinni tíð orðið þekktur fyrir frábært steinasafn sem inniheldur um 2.000 teg- undir, sumar mjög sjaldgæfar, en hann sagar þá sundur og slípar, m.a. til minjagripagerð- ar. Fyrsta steininn eignaðist Ágúst í Öskju 1961, skömmu eftir eldgosið þar. Á myndinni eru þau hjónin í hluta af steina- safninu. Dagur-Tíminn sendir þeim árnaðaróskir. GG/Mynd.Gs Viðskipti ASI og neytendur á verðlagsbremsunni Reykjavík Útimarkaður á Ingólfs- torgi í sumar Borgaryflrvöld hafa áhuga á því að efla mannlíf í mið- borginni og m.a. með götu- og torgsölu. Talið er að það geti stuðlað að meiri verslun ferða- manna og orðið vettvangur til að kynna innlendan heimifis- og listiðnað. Þá getur það skap- að atvinnumöguleika fyrir þá sem eiga erfitt með að fá vinnu. í tillögum Borgarskipulags er lagt til að útimarkaður verði til reynslu á Ingólfstorgi um helg- ar í sumar og götusala verði heimiluð í Vallarstræti alla virka daga. Þá verður verslun- areigendum leyft að stilla út varningi sínum á gangstéttum meðfram götuhlið verslana sinna á opunartíma. Samkvæmt þessum tillögum verður bæði einstaklingum og verslunum heimilt að leigja sölubása hjá borginni á Ingólfs- torgi. -grh Einstaka sælgæti og þjónusta hefur hækk- að í verði. Óttast áhrif af hækkun farm- gjalda. Nafnbirting verslana kemur til greina. Við viljum vera alveg á bremsunni og varðveita verðlagið,“ segir Guð- mundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ. í hugmyndum verkalýðs- hreyflngar um öflugt og skilvirkt verðlagseftirht í samvinnu við Neytendasamtökin hefur m.a. verið rætt um að birta opinber- lega þær vörutegundir sem kunna að hækka í verði. Ef ekki koma fram haldbær rök fyrir hækkunum í einstökum verslun- um er ekki útilokað að nöfn þeirra verði birt. Eitthvað hefur borið á verðhækk- unum uppá síð- kastið og m.a. hafa einstaka sælgætis- tegundir hækkað í verði í sjoppum. Sömuleiðis hefur borið á hækkunum hjá einum og ein- um rakara og eru dæmi um að verð á herraklippingu hafi hækkað um 100 krónur. Þá óttast menn að 5% hækkun farmgjalda hjá Eim- skip í Ameríkusiglingum muni gæta í hærra verðlagi og einnig breytingar á farmgjöldum vegna gengisbreytinga. Þessu til viðbótar telja menn ástæðu til að hafa auga með tilhneigingu kaupmanna um hækkun álagn- ingar. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, segir brýnt að verðlagseftirlit verkalýðshreyf- ingar og Neytendasamtakanna fari í gang sem fyrst til að fólk fái það á tilfinninguna að samn- ingarnir skih því sem talað er um. Samvinna verkalýðsfélaga og samtaka neytenda í verðlags- málum var rædd á miðstjórnar- fundi ASÍ í gær. Á þeim fundi var lögð fram kostnaðaráætlun vegna launa starfsmanns og annað sem kann að falla til. Gert er ráð fyrir að skrifstofa eftirlitsins verði í húsakynnum Neytendasamtakanna. Þá er ekki útilokað að fleiri hags- munaaðilar muni taka þátt í verðlagseftirlitinu. Síðast en ekki síst er áhugi fyrir að ráðast í verðkannanir til að fylgjast með öllum hræringum sem kunna að verða á verðlagi á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. -grh Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASÍ Á bremsunni til að varðveita verðlagið Lífið í landinu Bls. 6 IW0 WILO Perfectaö Hringrásnrdælur SINDRI -sterkur í verki wmmsŒSsamMumwmmmm

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.