Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 3
íktgurÁEímhm Fimmtudagur 8. maí 1997 - 3 F R É T T I R Ríkisstjórn Dómsmál Hvalveiðar hvenær? hann Rafn Magnússon, vaktmaður, hefur litið eftir undanfarin ár, fara ekki Mynd: GVA Samráð við stjórnar- andstöðuna, önnur hvalveiðiríki, andstæðinga hval- veiða og íslenska útflytjendur. etta eru skynsamleg skref, sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, þegar hann kynnti tillögur nefndar um hvalveiðar, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær. Leita á eftir pólitískri samstöðu um að afgreiða þingályktunar- tillögu um að heíja hvalveiðar sem fyrst. Hafa á náið samráð og samstarf við öll ríki, sem eru hlynnt hvalveiðum, en jafn- framt á að ræða við stjórnvöld í ríkjum, sem hafa lagst gejjn þeim og kynna þeim málstað Is- lendinga. Leggja á áherslu á að fjölga aðildarríkjum Sjávar- spendýraráðs Norður-Atlants- hafsins, Namco. Einnig er lagt til að kannað verði hvaða möguleikar felist í að ganga aft- ur í alþjóða hvalveiðiráðið. Þá á að hafa samráð við helstu út- flytjendur og aðra sem eiga mikilla viðskiptahagsmuna að gæta og gera áætlun um hag- kvæmt og árangursríkt kynn- ingarstarf. Athygli vekur að nefndin leggur til að kannaður Það er alveg Ijóst að hvalbátarnir sem á sjó í sumar að veiða hval. verði möguleiki á að taka frá sérstök svæði fyrir hvala- skoðun, en þeir sem skipu- leggja slíkar ferðir óttast að hvalveiðar kippi undan þeim fótunum. Nóg af hval í greinargerð hvalanefndarinn- ar segir m.a. að Hafrannsókna- stofnun hafi fylgst reglulega með ástandi hvalastofna hér við land síðan veiðum var hætt og niðurstöður hennar séu þær að allir stofnar fari vaxandi og enginn þeirra sé í útrýmingar- hættu. Hrefna, langreyður og sandreyður þoli sambærilegar veiðar og fyrir bann. Því hefur all oft verið haldið fram að and- staða við hvalveiðar fari þverr- andi, en í greinargerðinni segir að ekki verði séð að afstaða til hvalveiða hafi breyst að marki, t.d. í Bandaríkjunum, Þýska- landi, Bretlandi eða Frakklandi. Hvalveiðar í andstöðu við al- menning og stjórnvöld í þessum ríkjum geti kallað á sterk og neikvæð viðbrögð, sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir við- skiptahagsmuni íslendinga og stöðu í alþjóðasamstarfi. -vj Wathnesystr- um stefnt Fjölmiðlun hf. hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Soffi'u Guðrúnu Wathne og systur hennar Þórunni vegna vangold- innar skuldar. Fram til þessa hafa Wathne-systur ekki þótt staddar á fjárhagslegu flæði- skeri en samkvæmt stefnunni er skuldin samkvæmt reikningi dagsettum 12.12.1995 að fjár- hæð 200.000 kr. og tilkomin vegna kostunar sameignarfélags stefndu, Amerísks innflutnings sf. (Wathne Cosmetics) á sjón- varpsútsendingu á Fegurðar- samkeppni íslands 1995. „Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutil- raunir hefur skuld þessi ekki verið greidd og er málssókn því óhjákvæmileg,“ segir í Lögbirt- ingablaðinu þar sem stefnan birtist. Ennfremur kemur fram að lögheimili systranna séu óþekkt í Bandaríkjunum. Sig- urður G. Guðjónsson rekur mál- ið fyrir Fjölmiðlun hf. BÞ vsí F.in kona Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags gisti- og veitingahúsaeigenda, var eina konan sem var kjörin í framkvæmdastjórn VSÍ á aðal- fundi samtakanna í vikunni. Hún situr þar ein með tuttugu karlmönnum. í sjö manna samninganefnd VSÍ var hinsveg- ar ekkert pláss fyrir konu. -grh Skeiðarársandur Hœttulegt svœði Slysavarnafélag íslands hefur miklar áhyggjur af slysagildrunum á Skeiðarársandi sem verða æ hættulegri eftir því sem sól hækkar á lofti og hlýindi aukast. Hefur verið ákveðið að gefa út myndband til að kynna fyrir almenningi hvað helst þurfi að varast. Á myndinni má sjá gíg eftir bráðnun ísbrots en mörg slík augu geta opnast í sandinum með ótraustu undirlagi. Ferðamenn: Sýnið aðgæslu t sumar! BÞ/MyndGVA Landsbankinn Pnr stjórar Bankaráð Landsbankans samþykkti á fundi sínum í gær nýtt skipurit fyrir bankann. Nýja skipuritið gerir áfram ráð fyrir þremur banka- stjórum í bankanum, en Jóhann Ársælsson, fulltrúi Alþýðu- bandalags í ráðinu, vakti sér- staka athygli á því máli. Sem kunnugt er þá eru ný bankalög í þann veginn að taka gildi og samkvæmt þeim lögum er gert ráð fyrir að bankaráðin ákveði fjölda bankastjóra. Jóhann Ár- sælsson kom fram í fjölmiðlum í gærkvöld og benti á að afstaða tveggja fulltrúa Alþýðuílokks í bankaráðinu komi á óvart, þar sem alþýðuflokksmenn á Al- þingi hafi lýst því yfir að óeðli- legt sé að hafa svo marga stjóra. Smygl/innflutningur Skipveijar segjast ekki hafa reynt að smygla Smyglsaga félaga á Skógarfossi er ein- stök í sögu smygl- mála á íslandi. Smyglið á áfengi og tóbaki úr Skógarfossi á dögunum reyndist í raun ekki vera hefðbundið smygl. Sumir vilja álíta að þar hafi átt sér stað „innflutningur“, smygl hafi ým- issa hluta vegna ekki verið reynt. Búast má við málaferlum sögðu okkur góðar heimildir í gær. Fjórir skipverjar á Skógar- fossi eiga yfir höfði uppsagnar- bréf frá Eimskipafélagi íslands. Hjördís Ásberg, starfsmanna- stjóri félagsins, sagði í gær að það væri samkvæmt reglum fé- lagsins, sem lengi hefðu verið við lýði. Mennirnir hefðu vitað um hættuna sem þeir tóku. Sjómennirnir fengu einkar gott tilboð hjá áfengissala í Hol- landi um kaup á talsverðu magni af vodka og sígarettum. Þeir þáðu tilboðið. Þegar góssið kom um borð fylgdu sendingunni starfsmenn tollgæslunnar, ásamt lögform- legum útflutningsskjölum og farmskjölum. Leist sjómönnun- um þá lítt á blikuna og báðu um að fara með varninginn í land og skila honum. Tollverðir í Hollandi féllust ekki á það, varan færi ekki í land aftur. Þegar komið var til íslands afhentu farmennirnir varning- inn til upptöku hjá tollgæslunni. Þar kom upp enn ein ný staða. Þeim var hreinlega tjáð að þeir væru smyglarar en ekki inn- flytjendur. Ásetningurinn hefði verið smygl, og það eitt nægði. Þessi staða í smyglmáli er af- ar sérstök og raunar óþekkt í smyglsögunni fram til þessa. Mennirnir sem í máhnu lentu munu íhuga málaferli. Þeir telja að þegar öllu sé á botninn hvolft, hafi þeir gert grein fyrir „innflutningi" áfengis og tóbaks, en ekki gert tilraun til að smygla. Ekki náðist í tollstjórann í Reykjavík í gær. -JBP Vinnulöggjöfin Verkfallsmenn í rétti Verkalýðsfélög eru í ótví- ræðum lagalegum rétti til að banna félagsmönnum sínum að ganga í störf verk- fallsmanna. Þetta kemur fram í lögfræðilegu áliti Arnmundar Backmans, hæstaréttarlög- manns og sérfræðings í vinnu- rétti, sem hann vann fyrir Al- þýðusamband Vestíjarða. Þetta álit er hinsvegar á skjön við það sem VSÍ hefur haldið fram. Það er því viðbúið að þeir muni vísa þessari laga- túlkun til úrskurðar hjá Félags- dómi, ef í harðbakkann slær. Samkvæmt túlkun VSÍ á vinnu- löggjöfinni verða verkalýðsfélög sem ætla í aðgerðir til stuðnings verkfalli Alþýðusambands Vest- Qarða að fá slíkt samþykkt hjá félagsmönnum sínum í leyni- legri atkvæðagreiðslu. Verði það samþykkt ber að boða til að- gerða með viku fyrirvara. Ann- að er ólöglegt. Það breytir því hinsvegar ekki að þessari niður- stöðu Arnmundar hefur verið tekið fagnandi meðal verkfalls- manna á VestQörðum. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.