Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 8. maí 1997 F R É T T I R ÍÍaguÆhiThin Norðausturland FS Saineiginlcg sorpurðun fjögurra sveitarfélaga Sveitarstjórn Vopnafjarðar- hrepps hefur ákveðið að hætta brennslu sorps í bæj- arlandinu og urða það þess í stað. Áður en til ákvörðunar um urðunarstað kemur þarf að framkvæma ákveðið umhverfís- mat. Vilmundur Gíslason, sveit- arstjóri, segir að helst komi til greina að urða sorp í landi Há- mundarstaða, Ljósalands eða Ytri-Nípa og þeir eru allir norðan þorpins. Það er gert með það fyr- ir augum að urðum sorps verði sameiginleg með Bakkafirði og Þórshöfn, og jafnvel Raufarhöfn. Einnig hefur verið rætt um urðun í landi kirkjujarðarinnar Atvinna Gúmmívinnslan hf. á Akureyri óskar eftir starfskrafti til framleiðslustarfa. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu Gúmmívinnslunnar hf. Tilgreina skal aldur, menntun, starfsreynslu og meðmælanda í umsókninni. GUMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi I • Sími 461 2600 • Akureyri r Skeggjastaða, sem væri meira miðsvæðis ef Raufarhöfn væri inni í dæminu. Sorpbrennsla hef- ur farið fram skammt ofan og norðan byggðarinnar á Vopna- firði í gömlum ofni sem er að hruni kominn, og í ákveðinni vindátt leggur ________________ reykinn frá sorphaugunum yfir byggðina, öllum til ama og leiðinda. Þar er líka urðunar- svæði fyrir óbrennanlegt efni. Útboði á gerð -............ smábátagarðs er nýlokið og eins viðgerð á sjóvarnargarði sem fór mjög illa í veðuráhlaupi haustið 1995 og er kostnaðaráætlun upp á 18 milljónir króna. Þess utan kemur kostnaður vegna kaupa á flotbryggju. í höfninni á Vopna- firði hefur verið óviðunandi að- staða fyrir smábáta. Einnig verð- ur kanturinn neðan nýja frysti- hússins breikkaður og varnar- Umhverfismat mun fara fram í landi Hámundarstaða, Ljósalands og Ytri- Nípa auk kirkjujarðar- innar Skeggjastaða. garður á því svæði styrktur. Lægsta tilboðið kom frá Stefáni Guðmundssyni á Djúpavogi, og er verið að semja við hann um verkið þessa dagana. Verklok eru áætluð 20. júlí nk. Á komandi sumri verður lagt ________ bundið slitlag á flugvöllinn á Vopnafirði. Þrýstingur er á flugmálayfir- völd um að flugvöllurinn verði lengdur úr 800 metrum upp í 1.400 metra inn Hofsárdal en fyrst þarf að færa veginn sem þar liggur, og það getur verið vandasamt og dýrt vegna votlendis. Mjög litlar frá- tafir hafa gegnum tíðina orðið á flugi til Vopnafjaröar vegna veðurs, ríkjandi vindátt mjög hagstæð. í könnun á ríkjandi vindáttum á 10 ára tímabili hins vegar í ljós að í 21% tím- ans ríkti logn. GG Einn sótti um hjarta- læknisstöðu Einn sótti um stöðu hjarta- sérfræðings sem Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akur- eyri auglýsti eftir. Það er Hjört- ur Oddsson, starfandi læknir í Svíþjóð, sem uppfyllir þau skil- yrði að vera almennur lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúk- dómum. Að sögn Halldórs Jóns- sonar, framkvæmdastjóra FSA, verður ákvörðun um ráðning- una ekki tekin fyrr en eftir nokkrar vikur en hann er bjart- sýnn á að af ráðningu verði. Tveir læknar voru í eina tíð á hjartasérsviði hjá FSA en annar hefur flust burt og var maður ráðinn í stað hans á öðru sér- sviði. Umfangið hefur því verið meira en svo að hægt væri að þjóna hjartveikum sem skyldi og var nýlega heimild veitt í íjárlögum til að fá annan starfskraft. Hallór segir að sjúkrahúsið vonist til að geta bætt og aukið þjónustu með þessari ráðningu ef af verður og segir almennt um þá sér- fræðiþjónustu sem sjúkrahúsið býður upp á, að hún sé góð. BÞ AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 12. maí 1997 kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Jakob Björnsson og Heimir Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður ieyfa. Síminn er 462 1000. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Evrópskt tilrauna- verkefni um mat á framhaldsskólum Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá framhaldsskólum um þátttöku í evrópsku tilraunaverk- efni um gæðamat á framhaldsskólastigi. Verkefnið er innan Sókrates-áætlunar Evrópusambandsins. Af hálfu íslands verða 1-2 skólar valdir til þátttöku. í verkefninu verður unnið að því að þróa aðferðir við sjálfsmat og ytra mat á gæðastarfi og dreginn lærdómur af því starfi sem þegar hefur verið unnið í skólum. Til greina kemur að velja til þátttöku bæði þá skóla sem hafa einhverja reynslu af gæðamati og hafa einsett sér að þróa slíkt starf áfram eða skóla sem litla sem enga reynslu hafa en. hafa áhuga á að vinna að verkefnum á sviði gæða- mats. Umsóknir skulu sendast til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást, fyrir 30. maí 1997. Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1997. Óviðimandi aðstaða Matvöruverslun Algengt er að starfsfólk matvöruverslana sé að lyfta eða draga um 2 tonn af vörum á degi hverjum. Einhæf störf ávísun á aukin veikindaforföll. Vínnueftiriit ríkisins hef- ur gert 488 skriflegar kröfur um úrbætur í starfsskilyrðum og vinnuað- stæðum starfsfólks í mat- vöruverslunum. Þetta kemur fram í könnun Vinnueftiriits- ins sem náði til 49 matvöru- verslana um land allt. Könn- unin er liður í Vinnuverndar- átaki í matvöruverslunum með áhersiu á líkamsbeitingu og heilsu starfsmanna í sam- vinnu við stéttarfélög og kaupmenn. f samantekt Þórunnar Sveinsdóttur sjúkraþjálfara kemur fram að í meirihluta þessara verslana einkennist vinnudagur afgreiðslufólks á kassa af einhæfum og endur- teknum hreyfingum auk hraða. Hún telur því nauðsynlegt að huga að fjölbreytni í vinnu- skipulagi til að draga úr hættu á álagseinkennum starfs- manna. Þá var algengt að afgreiðslu- borðin væru of lág og flest það þykk að erfitt reyndist fyrir starfsmenn að koma lærum undir þau. Af þeim sökum gæti það ekki setið með slakar axlir. Vinnustóla vantaði í 20% versl- ana og því algengt að fólk þurfi að standa alla vinnuvaktina. í tæplega 50% verslana voru ým- ist engin færibönd eða hönnun þeirra ábótavant. Það leiðir til mikils álags á herðar, hand- leggi, hendur og bak starfs- manna. í þriðjungi verslana var inniloft ófullnægjandi og þá einkum vegna kulda og drag- súgs. í verslunum með vöru- geymslur þurfti oft að lyfta vör- um með handafli, auk þess sem víða skorti lyftitæki og tröppur. í kjöt- og fiskvinnslu var al- gengt að starfsmenn stæðu á hörðu undirlagi. Nokkuð skorti á neyðarskipulag í verslunum og merktum neyðarútgöngu- leiðum. Brotalamir voru í innra starfi verslana og m.a. í skipan öryggistrúnaðarmanna og ör- yggisvarða. Hins vegar reyndust ýmis at- riði oft vera fullnægjandi eins og t.d. kröfur um vinnurými, lýsingu, loftræstingu, salernis- aðstaða og slökkvi- og skyndi- hjálparbúnaður. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.