Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 5
íDagur-©nttmt Fimmtudagur 8. maí 1997 - 5 F R É T T I R | Viðskipti m Akureyri Víking tekur við bjór- framleiðslu Vífilfells Erlendum bjórteg- undum fjölgar sem verða framleiddar á Akureyri. Háahh'ð ehf. í Reykjavík, eignarhaldsfélag í eigu Vífllfells ehf., hefur keypt meirihluta í Víking hf. á Akur- eyri. Vífilfell hyggst færa sig af bjórmarkaði og helga sig afurð- tnn Coca-Cola fyrirtækisins en Víking yfirtekur þær bjórteg- undir sem Vífilfell ehf. hefur haft á sínum snærum. Dreifing, lagerhald og sölustarfsemi verð- ur að hluta til samnýtt milli fyr- irtækjanna og flyst starfsemi Vífilfells á Akureyri í húsnæði Víking hf. Rekstur félaganna verður þó aðskilinn og Víking opnar sérstaka sölu- og þjónustuskrif- stofu í Reykjavík. Baldvin Valdimars- son, framkvæmdastjóri Víking, mun gegna þeirri stöðu áfram og segir hann augljósa hagræðingu felast í þessari tilhögun. Af- kastageta verksmiðj- unnar nýtist betur og með litlxun tilkostnaði muni nú Pripps og Fosters bjór verða framleiddur í fyrsta skipti á Akureyri. Hvað starfsmannahald varð- ar verður ekki bætt við í framleiðslunni sjálfri Ba|dvin Valdimarsson var kampakátur í gær. en einhver störf munu Mynd'as skapast í kringum markaðs- og Baldvin telur enga hættu á sölustarfsemi. fákeppni samfara þessu skrefi en segir drykkjarvörumarkað- inn mjög sérstæðan hér á landi og erfiðan um margt. „Mesta samkeppni í nokkurri dagvöru. Ef við tökmn bjórmarkaðinn þá er ríkið stór þátttakandi og þar eru nú yfir 40 tegundir seldar af bjór vegna þess að markaður- inn ræður ekki heldur verður eitt yfir alla að ganga í jafnræð- isskyni. Þetta sérðu hvergi í heiminum nema þá í ákveðnum sérverslunum. Það segir sig sjálft að bjór með 1- 2% mark- aðshlutdeild á ekki að geta lifað samkeppnina af.“ Félagið er nú í eigu tveggja eignarhaldsfélaga, annars vegar Valbæjar sem er fjölskyldufyrir- tæki og hins vegar Háahlíðar. Til stendur að bjóða Víking út á almennan hlutabréfamarkað en það verður þó ekki alveg næstu árin að sögn Baldvins. BÞ Vatnstjón á Eyrinni Vatn flæddi milli hæða við Eiðsvallagötu í gær allt frá risi í þriggja hæða húsi niður á neðstu hæð. Húsráðandi á efstu hæð hugðist fara í bað í gær- morgun og skrúfaði frá kalda vatninu í baðker en það hafði þá verið tekið af götunni og gleymdi hann að skrúfa fyrir aftur. Tjón virtist töluvert á miðhæð hússins þegar trygg- ingamenn voru að störfum í gær en efsta og neðsta hæðin sluppu að mestu. BÞ Ástjörn Einu búðimar í þjóðgarði Innritun er hafin í sumarbúð- irnar við Ástjörn. Þær eru í skógi vöxnum þjóðgarði við Jökulsárgljúfur í Kelduhverfi, skammt frá Ásbyrgi og eru einu búðirnar innan þjóðgarðs. Frá 14. júní til 16. ágúst munu 6-12 ára drengir og stúlkur dvelja við Ástjörn. BÞ Skrúðgarðyrkjumeistarar Félag skrúðgarðyrkjumeistara hyggst gefa Reykjavíkurborg vinnu sína við frágang á umhverfi minnismerkisins á horni Túngötu og Garðastrætis. Um ræðir gjöf frá lettnesku þjóðinni. Sælla að gefa en þiggja Itilefni af 30 ára afmæli Fé- lags skrúðgarðyrkjumeist- ara hafa félagsmenn ákveðið að færa öðrum gjafir í stað þess að þiggja þær sjálfir. í samræmi við það hefur fé- lagið ákveðið að gefa Reykja- víkurborg frágang á umhverfi minnismerkis sem lettneska þjóðin gaf þeirri íslensku og stendur á horni Túngötu og Garðastrætis. Meistarnir heíja vinnu sína í dag, fimmtudag, og áætla að ljúka henni á sunnu- dag þegar þeir afhenda borgar- stjóranum þessa óvenjulegu gjöf. Á meðan á vinnu þeirra stendur á götuhorninu ætla þeir að veita þeim vegfarendum sem óska fræðslu um skrúðgarð- yrkju. -grh Verslanir Neytendur spá í starfsfólk Heilbrigt og ánægt starfs- fólk í verslunum eru meðal þeirra þátta sem sem verða æ mikilvægari í ákvörðunum neytenda um val á búðum. Verðlag og gæði vör- unnar er því ekki einhlítur mælikvarði á samkeppnisstöðu verslana um hylli neytenda. í þeim efnum skiptir ekki síður máli starfsumhverfi og vinnu- skilyrði sem starfsmönnum er boðið uppá í sinni vinnu. Þetta kom m.a. fram hjá Huldu Ólafsdóttur, starfsmanni Vinnueftirhts ríkisins, á blaða- mannafundi í gær. Þar voru kynntar niðurstöður úr könnun Vinnueftirlitsins um vinnuað- stæður 1300 starfsmanna í 49 matvöruverslunum. Hún benti t.d. á að erlendir kaupendur á norskum fiski eru mikið farnir að spá í aðbúnað starfsfólks áður en þeir taka ákvörðun um fiskkaup. Af þeim sökum hefðu Norðmenn mark- að sér ákveðna stefnu í þessum málum til að koma til móts við óskir kaupenda. Það eru því ekki aðeins gæði vörunnar og heilbrigði hennar sem ráða af- stöðu kaupenda, heldur einnig hvernig staðið er að aðbúnaði þess fólks sem vinnur við fram- leiðslu vörunnar. -grh Dráttarbeisli Á allar gerðir bifreiða. Ásetning á staðnum. Allir hlutir til kerrusmíða. Öll okkar vara er samkvæmt LVI UIIUMllWM VÍKURVAGNAR VlKURVAGNAR EHF. ÖRYGGI - ÞJÓNUSTA ÁRATUGA REYNSLA Síðumúla 19 • 108 Reykjavík Sími 568 4911 • Fax568 4916 Tveggja til átta hesta kerrur. Leiðandi fyrirtæki í kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Áratuga reynsla. Lögleg hemlakerfi fyrir kerrur og vagna. Skv. EES.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.