Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 7
®ítgur-Œínrám Fimmtudagur 8. maí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Rapparar vega hver annan Baksvið Dagur Þorleifsson Fyrir skömmu var einn af þekktustu röppurum Bandaríkjanna og heims- ins, Christopher Wallace að nafni en kunnari undir lista- mannsnafni sínu, Notorious B.I.G., skotinn til bana í Los Angeles. í sept. sl. ár var annar álíka þekktur rappari, sem nefndist Tupac Shakur ög var af aðdáendum ___________________ kallaður „messías gettó- anna,“ skotinn til bana í Las Vegas. Þeir urðu 24 og 25 ára. Sennilegt er að dauðsföll þessi séu af- leiðing keppni um markaðinn milli rappara austur- og Bandaríkjanna. snærum Bandarískir gangsterrapparar eru sprottnir úr ofbeldisþrungnu umhverfi og ofbeldis- dýrkun þeirra leiðir til meira ofbeldis. vesturstrandar Wallace var á útgáfufyrirtækis að nafni Bad Boy Entertainment og Tupac Shakur á vegum ann- ars slíks fyrirtækis, Death Row Records. Hið fyrrnefnda er á Atlantshafsströndinni, hitt vest- ur við Kyrrahaf. Dýrkun á ofbeldi, dauða, nauðgunum Endalok tveggja þessara dáðu rappara þykja benda til þess, að keppnin milli austur- og vesturstrand- arrappara fari nú mjög harðnandi. Morð þessi þurfa vart að koma á óvart. Nöfn tveggja nýnefndra fyr- irtækja gefa hugmynd nokkra um andann í svo- kölluðu gangster-rappi Bandaríkj- anna. Þar er mikið um dýrkun á of- beldi, dauða, nauðgunum og eiturnautnum, rómantískum ljóma er varpað á stríð götugengja og mönnum er talið til gildis að hafa verið í fangelsi. Þeir Notorious B.I.G. og Tupac Skakur voru haturs- menn, en lífsviðhorf þeirra svipuð. í textum sínum höfðu þeir í morðhótunum við fólk, sem þeim líkaði ekki við. Allar konur voru í augum þeirra vændiskonur. Eftir því var líf rappara þessara tveggja áður en þeir hófust til frægðar og breyttist ekki eftir það. Þeir höfðu margsinnis verið sekir fundnir um m.a. nauðganir, morðtilraunir og verslun með eiturnautnaefni. Svipað er að segja af ýmsum öðrum úr hópi þekktustu rappara eins og Sno- op Doggy Dog og Dr. Dre. Flestir helstu harðkjarna- rappararnir eru blökkumenn og fyrir löngu orðnir fyrirmynd- ir ijölmargra ungra blökku- manna, einkum í Bandaríkjun- um. Nú eru þeir Wallace og Tupac þar að auki orðnir písl- arvottar í augum þess fólks. 56% myrtra blökkumenn Aðdáendum rapparanna ofbýð- ur ekki ofbeldisdýrkun þeirra, sumpart trúlega vegna þess að ofbeldið er allsstaðar nálægur veruleiki í blökkumannagettó- unum. Morð er algengasta dán- arorsök ungra svartra karl- manna í Bandaríkjunum. Blökkumenn eru 12-13% íbúa Bandaríkjanna, en 56% þeirra sem eru myrtir þarlendis eru blökkumenn. Flestir morð- ingja þeirra eru einnig blökku- menn. Af hverjum 100.000 ungum hvítum karl- mönnum bandarískum Tupak Shakur, „messías gettó- anna“. eru 12 myrtir, en 92 af hverjum 100.000 ungum svörtum karl- mönnum þarlendis. Þetta er greinileg ábending þess efnis, að þótt hvítir menn og svartir hafi búið hverjir innan um aðra í Norður-Ameríku síðan á 17. öld, lifa þeir hvorir í sínum heimi. Og með hliðsjón af því m.a. hve lífshættulegur heimur svartra Bandaríkjamanna er hafa hvítir Bandaríkjamenn til- hneigingu til þess að forðast hann eftir bestu getu. Útbreitt hat- ur blökku- manna á hvít- um mönnum á sinn þátt í að- dáun þeirri, sem illskeytt- ustu rappar- arnir verða að- njótandi meðal svartra ung- menna. Þótt harðsoðnu rappararnir hatist innbyrð- is, standa þeir sameinaðir í hatri sínu á hvítum mönn- um. í augum margra svartra tán- inga eru þeir hetjur, sem þora að bjóða hin- um hvítu Bandaríkjum byrginn og þótt þeir geri það m.a. með því að brjóta lög, er það enginn ljóður á ráði þeirra að mati margra aðdáenda þeirra. Eng- inn hörgull er heldur á hvítum ungmennum, sem dá umrædda listamenn, í samræmi við flag- ellantahugarfar það sem al- gengt hefur orðið með vestur- landamönnum á síðari hluta aldarinnar. Jafnframt því sem blökku- mannagettóin hafa mótað rapp- arana, fer ekki hjá því að lista- menn þessir, svo mikillar aðdá- unar og dýrkunar sem þeir njóta, hafi mikil áhrif á æskulýð Bandaríkjanna og margra landa annarra, sérstaklega svört ungmenni en einnig hvít o.fl. Að sumra mati er ofbeldi að tilefnislausu í vexti af hálfu og meðal ungmenna. Ekki er Aðalmaðurinn í Death Row Records, kallaður Suge Knight (í miðið), Sno- op Doggi Dog (t.v.) og Tupac Shakur. ólíklegt að meðal ástæðna á bak við það sé harðkjarnarapp- ið þar sem ofbeldinu sem slíku er sungið lof og dýrð. Tilræði við tjáningarfrelsi Blökkumönnum í Bandaríkjun- um, sem víðar, hefur reynst erf- itt að byggja sér upp sjálfs- ímynd, sem þeir sjálfir beri virðingu fyrir, og mundi þar að leita einnar helstu félagslegu ástæðunnar á bak við ofbeldis- og klámrappið. Saman við þetta er eitthvað af sjálfstortímingar- hneigð. í samræmi við innihald listar sinnar hafa bandarísku rappar- arnir verið kallaðir „skáld dauðans.“ Ýmsir stjórnmála- menn, t.d. Bob Dole fyrir síð- ustu forsetakosningar, hafa beitt sér fyrir því að harð- kjarnaröppurum yrði gert að takmarka eitthvað ofbeldis- dýrkunina og grófyrðin í textum sínum, en þeirri viðleitni hefur verið mótmælt sem tilræðum við tjáningarfrelsið. í albúmi frá Tupac, sem gefið var út eftir dauða hans, kvað vera eitthvað sem minni á dauðadóm yfir Wallace og fylgja þeim ummælum sex skot- hvellir. Tupac kvaðst og hafa lagst með konu Wallace og rappaði í því samhengi: „I fuck- ed your bitch, you fat mother- fucker." Þæailfiat að.skpða Gott að versla DAEW00 örbylgjuofn 19 lítra, 800 wött sumartilboð kr: 16.844,- KENW00D 50 ARA -® Afmælistilboð á KENW00D CHEF hrærivél verð áöur kr: 29.900,- tilboðsverð kr: 19.900,- AEG þvottavél á sérstöku tilboðsverði L AEG 0K0 LAVAMAT 538 tilboðsverð kr: 57.000,- BYGGINGAVÖRUR LONSBAKKA•601 AKUREYRI Gerðu þérferð - það borgarsig! Búsáhaldadeild sími: [jj 3 0 3 1 8

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.