Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 8. maí 1997 íöayur-CÍImtrtm PJÓÐMÁL 3Dagur-®Ttttttm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Oss er ei skemmt í fyrsta lagi Sjávarútvegsráðuneytið misbýður fólki, sem vill upplýsta umræðu um þjóðfélagsmál, með skýrslu sinni um veiðileyfagjald og byggðaskatt. Það var raunalegt að hlusta á Ragnar Árnason prófessor, þann mæta vísindamann og góða dreng, útlista fyrir fullum sal af þungavigtarfólki að það væri minni útgerð á Egilsstöðum en Grenivík. Og fáran- legt að hlusta á hann Qalla í ítarlegu máli um með- alskattbyrði á íbúa við upptöku veiðigjalds - sem hann ítrekaði að hefði nánast enga merkingu. Það veit hvert skólabarn að sjávarútvegur er stundaður í mismiklum mæli um landið. Með því að beita röksemdafærslunni má sýna fram á að veiðigjald muni hækka skattbyrði í tilteknu húsi á Akureyri um stjarnfræðilegar upphæðir (t.d. heima hjá Þorsteini Má), en lækka hana alveg rosalega í Æsufelli 3c, í Breiðholti, þriðju hæð til vinstri. Mun landbúnaðarráðuneytið fá Háskólann til að athuga hvernig skattbyrði í „byggðum" breytist við auknar álögur á verslunarhúsnæði við Laugaveg, og hvernig tilsvarandi tekjuskattslækk- un komi út fyrir sauðfjárbændur á Langanesi. í þriðja lagi Málfundur ráðuneytisins sýndi hve óþarft þetta framtak var: enginn eyddi í það viti, en margir lögðu þarft til umræðunnar um veiðigjald, sem er flókin, viðamikil og markverð. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Sighvatur Björgvinsson færðu fram veigamikil rök sem ganga í gagnstæðar áttir. Framlag þeirra var vitrænt, andstætt tilburðum ráðuneytisins. Ræður þeirra voru líka merkilegar, því þær sýndu að himinn og haf skilja að helstu talsmenn A-flokkanna í þessu máli, flokka sem þó vilja segja okkur að aldrei hafi borið jafn lítið á milli og nú. Sighvatur og Steingrímur eru hvor á sinni plánetunni þegar kemur að sjávarútvegi. Stefán Jón Hafstein. V_______________________________________________________J iagóinó Er athugun Hagfræðistofnunar HÍ „keyptur stimpill“ á stefnu sjávarútvegsráðherra varðandi veiðileyfagjald? Lúðvík Bergvinsson Alþýðuflokki Höfundur þessarar at- hugunar hefur sagt að til sín hafi verið beint þröngum afmörkuðum spurningum - og svör við þeim hafi verið augljós. Ekki hafi þurft Háskólann til að komast að þeirri niðurstöðu. Pvf er ljóst að ráðherra er hér að ná sér í vopn til um- ræðunni um veiðileyfagjald eða ekki veiðileyfagjald. Það er alvarlegur hlutur að al- mannafé skuli notað í pól- itfsku áróðursstríði. Árni Ragnar Árnason Sjálfstœðisflokki Formaður Alþýðuflokks fer offari í gagnrýni sinni á athugun HÍ. Sig- hvatur segir hugmyndir Al- þýðuflokksmanna á Alþingi, að veiðileyfagjald geti að hluta komið í stað tekjukatts, sé þvættingur. Hann hefur og sagt að gjaldið rýri ekki af- komu sjómanna, fiskivinnslu- fólks og útgerðarfyrirtækja og hækki ekki fiskverð. Hann heldur m.ö.o. þvf fram að til sé skattlagning sem ekki þarf að borga. Þetta er að mínu mati hundalógík. ♦ Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks S Eg held að þetta sé ekki frekar keyptur stimpiii en annað það sem sést hefur frá þeim sem berjast fyrir auðlindaskatti. Hins vegar hef ég ekki kynnt mér þessa athugun nákvæmlega og get því ekki dæmt um þetta í smáatriðum. Bjarni Hafþór Helgason framkvatmdasljóri Útvegsmannafélags Norðurlands S Eg held að þeir sem það segja hafi áður ákveð- ið fyrir löngu síðan einmitt þetta. Þeir eiga eng- in önnur rök gegn þessum landsbyggðarskatti. I _] s rUCVL- Ofurvald „Ég freistast til þess að fullyrða að um „samsæri þagnarinnar" sé að ræða undir því ofurvaldi sem fjármálaráðherra heldur á lífeyrismálum opinberra starfs- manna.“ - Haraldur Ásgeirsson í Mbl. í gær. Berserkir félagsmála „Sameiginlegt hagsmunamál ríkissjóðs og samtaka vinnu- markaðarins er, að þetta kerfí verði áfram notað. Það veitir fé- lagsmálaberserkjum atvinnu við að ráðskast með fé.“ - Jónas Kristjánsson í DV í gær. Herská aðför „Að láta undan þrýstingi og semja, gegn betri vitund, við svokölluð náttúruverndarsam- tök kallar á herskáa aðför að sjálfstæði okkar til að nýta auð- lindir sem okkur eru fengnar til lands og sjávar." - Jón Gunnarsson í Mbl. í gær. Friðarspillar „Því miður eru þó til foreldrar sem kunna ekki að meta það sem reynt er að gera fyrir börn- in þeirra og reyna að spilla því starfi sem unnið er.“ - Snorri Bjarnason í DV í gær. Allt fyrir ekkert „Við viljum umfram allt eignast, eignast allt núna og helst án fyrirhafnar." - Njörður P. Njarðvík í Mbl. í gær. Nærtæk samanburðarfræði Samanburðarfræðin er sú vísinda- grein sem veldur mestum tauga- titringi í samskiptum hópa og ein- staklinga. Ávallt er verið að bera saman hvernig hinir og þessir hafa það og hvort þessi hópur eða hinn beri meira út býtum. Hóparnir eru flokkaðir út og suður og geta sömu einstaklingarnir verið í gjörólíkum samanburðarhópum samtímis. En sú samanburðarfræði sem þykist vera að leita jöfnuðar tekur ekki mark á slíku. Kona er einstæð móðir í illa launuðu starfi og karl er forstjóri með himinhá laun og einráður ofstopi á sínu heimili. Basta. Þetta öfgafulla dæmi er í fullu giidi í hugum þeirra sem sjá umhverfi sitt í svona ljósi. ' f kjarabaráttu er samanburðarfræðin helsta vopn þeirra sem krefjast réttlátr- ar umbunar fyrir vinnu sína. Þegar einn ber meira úr býtum en annar verður sá sem meira fær fyrirmynd þeirra launa- lágu. Hálaunamaðurinn er eins og gul- rótin sem sá sem ríður asnanum veifar fyrir framan skepnuna til að fá hana til að spretta úr spori. En eðlilega nær asn- inn aldrei gulrótinni, enda ekki til þess ætlast, 150 manna maki Rafiðnaðarmennirnir sem núna stræka á Póst & síma hf. hafa komist að því að kaup forstjórans hækkaði um 5 milljónir þegar fyrirtækið var einkavætt með þeim einstæða hætti að gef- ið var út eitt hluta- bréf sem er í vörslu samgönguráðherra. Ekki mun þurfa að leigja dýrt húsnæði fyrir hluthafafundi. 150 símsmiðir hafa reiknað út að samanlagðar kröfur þeirra um kjara- bætur nema svipaðri upphæð og þeirri sem forstjórinn fékk við einkavæðing- una. Fjórir aðrir yfirmenn nutu einnig einkavæðingarinnar í sínum kjörum, sem eru leyndarmál, sem eiganda hlutabréfsins kemur ekkert við. Símsmiðirnir miða sínar kröfur ekki við það sem aðrir launþegar hafa samið um og þykir viðunandi, heldur við starfs- félaga sína í vinnu hjá hlutafélaginu. Verkfallið hjá Pósti & síma hf. stafar eingöngu af þeirri rosalegu kjarabót sem örfáir yfirmenn hlutafélagsins sömdu við sjálfa sig um. Samanburðarfræðin er í fullu gildi en á skjön við þann saman- burð sem tíðkast í flestum öðrum starfs- stéttum og launþegasamtökum. Hæg heima- tökin Á ísafirði sættir verkafólk sig ekki við minna en 100 þúsund króna mánaðarlaun. Vinnuveitendum er harðbannað að verða við þeirri kröfu, þar sem það mundi skekkja allan samanburð á öðr- um láglaunamarkaði. Verkalýðsleiðtogar í öðrum landshornum eru á sama máli. Ekki má hnika samningum svo að sam- anburðarfræðin setji ekki allt í bál og brand á vinnumarkaði á nýjan leik. Augljóst sýnist annars hvert ísfirskt verkafólk sækir sinn samanburð. Út- vegsfyrirtækin greiða sjómönnum marg- föld laun við að verka fisk á hafi úti mið- að við það sem gerist í landi. Útgerðar- fyrirtækin græða á tá og fingri og fjöldi hlutabréfaeigenda eru orðnir milljóna- mæringar á síðustu og bestu tímum. Ekki má gleyma öllum þeim Vestfirðing- um sem orðnir eru loðnir um lófana fyr- ir að selja kvótann sinn, sem gagnast síðan í öðrum sóknum. f verstöðvunum fyrir vestan er fólk mjög meðvitað um hvernig auðurinn verður til og hverjir skapa hann. Nábýli útgerðarmannsins, aflaskipstjórans og fiskvinnslukonunnar er slikt, að fulltrú- ar allra þessara stétta geta rúmast á einu og sama heimilinu. Samanburðurinn á launakjörum er því einfaldur og þarf engar utanaðkom- andi hagsýslur til að útskýra hann og mistúlka. fsfirskt verkafólk er einangrað og stendur og fellur með þeirri vissu sinni að því beri stærri sneið af kökunni, en öðru launafólki er skammtað. Þar er einfaldlega vegna þess að það hefur nærtækari viðmiðanir en aðrir launþeg- ar og beitir samanburðarfræðinni á annan hátt en Guðmundur í Iðju og Halldór í Dagsbrún. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.