Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 9
jDagur-ÍEmrinn Jón Kristjánsson form. fjárlaga- nefndar skrifar Nýlega var fréttaþáttur á Rás 2, þar sem frétta- maður tók sér fyrir hendur að hringja í alla lands- hluta til þess að láta menn tjá sig um jarðgöng, undir þeim formerkjum hvar eðlilegt væri talið að næstu jarðgöng lægju. í þessu sambandi er rétt að riija nokkur atriði upp um jarð- gangaumræðu síðustu ára og þar með hvers vegna Austfirð- ingar eru þeirrar skoðunar að Austíjarðagöng eigi að koma á eftir Vcstfjarðagöngum í fram- kvæmdaröðinni. Petta er einnig nauðsynlegt vegna þess að fram hefur komið, m.a. hjá sam- gönguráðherra, að þessari framkvæmda röð hafi hvergi verið „þinglýst“. Nú er það ekki siður að þing- lýsa vegaframkvæmdum, en rétt er það að langtímaáætlun í vegagerð sem lögð var fyrir Al- þingi árið 1991 var ekki sam- þykkt sem ályktun þess. Hins vegar kom þar vel fram hver voru áform löggjafans á þeirri tíð, og ljóst var að ákvæði henn- ar um röð jarðganga urðu ekki til þess að áætlunin hlaut ekki samþykki. Umræður í Alþingi frá þeim árum sýna að ekki var ágreiningur um þetta mál. í raun á ákvörðun um röð fram- PJÓÐMÁL Fimmtudagur 8. maí 1997 - 9 Jarðgöng kvæmda rætur að rekja til árs- ins 1987 þar sem kveðið var á um göng um Ólafsfjarðarmúla - Vestíjarðagöng og Austfjarða- göng. Það er ljóst að Austfirðingar sóttu ekki á um jarðgöng á þeim tíma sem Vestfjarðagöng- in voru gerð vegna þess að samkomulag um þessa röð framkvæmda var uppi. Auk í raun á ákvörðun um röð fram- kvæmda rætur að rekja til ársins 1987 þar sem kveðið var á um göng um Ólafsfjarðarmúla - Vestfjarðagöng og Austfjarðagöng. heldur var það eðlilegt að fyrst yrði bætt hið afspyrnu vonda vegasamband um Breiðadals- og Botnsheiði. Það er með öllu óeðlilegt að blanda Hvalfjarðargöngunum inn í röð jarðganga hér á landi. Sú framkvæmd er samkvæmt sérlögum, fjármögnuð fyrir lánsfé sem á að greiðast með veggjaldi, þótt að vegasjóður sjái um aðkeyrslur. Göngin um Ilvalfjörð eiga því ekki að rugla neitt þeim áformum sem uppi voru á þessum tíma um gerð jarðganga. Reynt hefur verið að gera það tortryggilegt að Austfirð- ingar komi sér ekki saman um hvar eigi að byrja á jarðganga- gerð. Slíkt er með öllu ástæðu- laust með tilliti til þess sem á undan er gengið. Það eru uppi margar skoðanir á þessu máli í fjórðungnum, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að sveitarstjórnarmenn og al- menningur í fjórðungnum muni ekki sætta sig við þá loka- ákvörðun sem verður að taka innan tíðar um að leggja fram íjármagn til lokahönnunar á ákveðnum kosti. Fast samráð hefur verið á milli sveitarstjórnarmanna og þingmanna um málið og ég veit að þingmenn Austurlands vilja kappkosta að fá samstöðu um þetta mikla mál og vinna það sem best heima fyrir. Hins veg- ar liggur fyrir sú yfirlýsing Samgöngunefndar SSA að mál- inu er vísað til alþingismanna til lokaákvörðunar. Mergurinn málsins er sá að jarðgangaröðin liggur fyrir á þingskjölum frá árinu 1991 og með ákvörðun þar um frá árinu 1987. Þessi vilji hefur verið staðfestur í vegaáætlun fyrir ár- in 1991-1993 þar sem fjármagn er lagt öll árin til rannsóknar á AustQ ar ðar göngum jafnhliða framkvæmdum við Vestfjarða- göng og aftur í vegaáætlun 1993-1996 þar sem Austíjarða- göng eru enn merkt inn með ijármagn til rannsókna. Það verður því að teljast full- komlega óeðlilegt að drepa þessu máli á dreif með umræð- um um nýja jarðgangaröð, eða kannast ekki við samþykktir og áform Alþingis í þessum efnum. Enn er beðið og vonað Helgi Seljan félagsmála- fulltrúi skrifar Fyrir nokkru birtist hér í Degi-Tímanum grein eftir undirritaðan sem hét því nafni: Við bíðum og vonum. Það er sjálfsögð kurteisi að láta vita af því í sama málgagni til hvers biðin leiddi og hversu vonirnar rættust, hvað það mál snerti. Málið varðaði tekjumörk frekari uppbótar sem á liðnu ári voru sett við 75 þús. kr. tekjur á mánuði án alls tillits til útgjalda og umönnunarþarfar. Endurskoðun var lofað en á langinn dróst hún, en þar kom að viðræður hófust og samtök öryrkja sem aldraðra til kölluð. Lágmarkskrafa þessara sam- taka var um að tekjumörkin yrðu 85 þús. kr. á mánuði, en niðurstaða ráðuneytis var um 80 þús. kr. frá og með áramót- um síðustu og það með að upp- hæðin héldi svo verðgildi sínu í framtíðinni. Mátti segja að mætzt hafi verið á miðri leið og unum við þessu, enda það upp- lýst að með þessari breytingu fær þó 1/4 þeirra, sem misst höfðu uppbótina áður, hana að einhverju eða öllu leyti. Voiúrnar hafa því að hluta rætzt, biðinni lokið og úrslit fengin sem unandi teljast, því hverja slíka leiðréttingu ber að meta. Við höfum einnig í vetur ver- ið að amla í skerðingu bóta og vasapeninga í kjölfar sértækrar fjárhagslegrar aðstoðar sveitar- félaga, en mála sannast að þeirri aðstoð hafa öryrkjar orð- ið að skila til baka árið eftir og m.a.s. með skatttöku í þokka- Við höfum einnig í vetur verið að amla f skerðingu bóta og vasapeninga í kjölfar sértækrar fjárhagslegrar að- stoðar sveitar- félaga, en mála sannast að þeirri aðstoð hafa öryrkjar orðið að skila til baka árið eftir og m.a.s. með skatt- töku í þokkabót. bót. Þannig höfum við dæmi um það að menn hafi þurft að borga slíkan fjárhagslegan styrk til baka yfir 140% og sjá allir hvílíkt ranglæti þar er á ferð. Sem sagt 50 þús. kr. styrk- ur hefur verið skattlagður fyrst og bætur síðan skertar árið eft- ir um 50 þús. kr. samtals. Sama gildir um skerðingu vasapen- inga, en skatttaka ekki möguleg þar til viðbótar - því miður lík- lega fyrir ríkiskassann og hans verði. Nú vonum við að þetta starf skili árangri í því að bótaskerð- ing verði ekki afleiðing slíkrar neyðaraðstoðar og eftir stað- festingu þess árangurs er nú beðið. Það er því enn beðið og vonað. En meginmál vona og bæna nú varðar hins vegar það atriði hversu tekst að skila ávinningi kjarasamninganna inn í hinar lágu upphæðir tryggingabótanna. Þegar engir launþegar verða með undir 70 þús. kr. á mánuði á næsta ári þá hljótum við að ætla að bóta- þegar þeir sem alfarið eða að langmestu leyti verða á bætur almannatrygginga að treysta, að þeir verði ekki langt þar undir í launum. Allra sízt þegar í huga er haft að lægstu taxtar launafólks og bætur trygging- anna hafa um langa hríð farið nokkuð saman, og ekki óeðli- legt að um það séu gerðar ákveðnar kröfur að svo verði áfram, þrátt fyrir að afnumið hafi verið ákvæði laga um beina tengingu við launin. Það höfum við rækilega gert. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að hluti þessara 70 þús. kr. var þannig fenginn að áður áunninn kaupauki var færður inn í taxta, svo málið er ekki eins einfalt fyrir bragðið. Hins vegar höfum við ekki góða reynslu af skilum kjarasamn- inga inn í bæturnar, þegar sam- ið er um eitthvað annað en beinar prósentutölur. Þannig voru láglaunasamn- ingarnir 1995 umreiknaðir úr krónutölu yfir í prósentu á óskiljanlegan máta, svo skeik- aði u.þ.b. 4% yfir samningstím- ann í tapi tryggingaþega, og það munar um minna. En við sjáum hvað setur. Við vitum af tillögum í farvatn- inu, en um þær hef- ur ekkert samráð verið haft og ótti okkar sá að „sam- ráðið“ verði í formi tilkynningar um ákvörðun - „að mati ríkisstjórnar“. Það munar t.d. um það í þeim tekjugrunni sem hækkun nú verður reiknuð út frá, þó ekki sé um neinar stórupphæðir að ræða. Við erum því ekki of bjartsýn nú og óttumst að í fyrsta sinn verði umtalsvert tekjubil á milli lægstlaunaða fólksins í landinu og þess al- lægstlaunaða, þ.e. öryrkja og aldraðra sem eiga fátt annað sér að tekjulegu athvarfi en bætur almannatrygginga. Yfirlýsingin hans Davíðs landsföður okkar allra um „meðaltalshækkanir kjara- samninga að mati ríkisstjórnar“ til tryggingaþega hefur því mið- ur ekki aukið okkur bjartsýni og einhvern tímann verið sagt að hún væri bæði loðin og teygj- anleg. En við sjáum hvað setur. Við vitum af tillögum í farvatninu, en um þær hefur ekkert samráð verið haft og ótti okkar sá að „samráðið" verði í formi til- kynningar um ákvörðun - „að mati ríkisstjórnar“. Sá grunnur sem nú verður lagður gildir hins vegar livorki meira né minna en fram til aldamóta svo miklu skiptir hver hann verður. Enn viljum við þó vona að tryggingaþegar verði ekki einir allra skildir eftir í langneðsta þrepi tekjustigans í landinu, langt fyrir neðan þá lægstlaunuðu, sem eru þó al- deilis ekki ofsælir af hlutskipti sínu. Enn á ný er því óhætt að segja með sanni: Við bíðum og vonum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.