Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Side 3
^Oagur-Œímtmt Fimmtudagur 8. maí 1997 -15 LÍFIf> I LANDINU Allar á sjukrahúsin Pær Sigurveig Gísladóttir, Ásdís Pétursdóttir og Freygerður Sig- ursveinsdóttir eru allar að ljúka fyrsta ári í hjúkrunarfræðum í Háskólanum á Akureyri. Þær munu allar vinna á sjúkrahjús- um í sumar. „Ég verð að vinna á sjúkra- húsinu á Seyðisfirði, ég er það- an,“ segir Sigurveig. „Ég hef unnið þar meira og minna síð- an ég var sautján ára þó ég hafl líka unnið í sjoppu, sfld og loðnu, í sundlaug og við hitt og þetta.“ Ásdís: „Ég verð að vinna á Landspítalanum í sumar, það var tiltölulega auðvelt að fá þá vinnu. Við vinnum í sjúkrahða- störfum þessi ár með náminu og það er mjög gott að kynnast því.“ Freygerður: „Ég hef verið að vinna á handlækningadeildinni á FSA í vetur með náminu, aðra hvora helgi, og verð þar í sum- ar. Ég var búin að bíða lengi til að komast inn á spítalann hérna og loksins gekk það.“ Freygerður segist hafa unnið meira og minna á sjúkrahúsum síðan 1991, aðallega í Ólafs- firði. -mar ? tt&y/, Hjúkrunarfræðinemar fara á Sjúkrahúsið. „Það er ekki um neitt að ræða fyrir okkur, jú bæjarvinnan og að passa," segir Elísabet Björgvinsdóttir, 14 ára, og Lilja Guðmundsdóttir, 15 ára. Viljalíka skúra „Maður er farinn að leita en þetta er erfitt. Við höfum sótt um hjá McDonald’s og á Hrafn- istu. Við höfum ekki fengið svar en eigum að hringja til að vita hvort við fáum vinnu. Það er ekki um neitt að ræða fyrir okk- ur, jú bæjarvinnan og að passa,“ segja Elísabet Björg- vinsdóttir, 14 ára nemandi í Ár- bæjarskóla, og Lilja Guðmunds- dóttir, 15 ára nemandi í Breið- holtsskóla, þar sem þær sitja í blíðunni á Austurvelli og sleikja ís. Elísabet og Lilja hafa fram að þessu bara unnið í unglinga- vinnunni hjá borginni og önnur þeirra reyndar í nokkra daga á fasteignasölu hjá pabba sínum. Það er allt. Þær hafa engin ákveðin störf í huga fyrir sum- arið og sækja aðallega um hjá stóru fyrirtækjunum í borginni, til dæmis Hagkaup, 10-11 og fleiri fyrirtækjum þar sem íjöld- inn sækir um. Þær vonast jafn- vel til að fá vinnu á kassa í stór- verslun en vilja líka allt eins skúra. -GHS „Ekkert gaman að standa í roki og rigningu og reita arfa,“ segja vinkon- urnar Harpa Ingólfsdóttir og Ásta Þorsteinsdóttir. Vinnu- mennska í sveit „Ég fer bara í bæjarvinnuna eða eitthvað svoleiðis. Ég held ekki að ég fari að leita mér að neinu öðru,“ segir Harpa Ing- ólfsdóttir, 16 ára nemandi í Ár- bæjarskóla, þar sem hún var á labbi í miðborg Reykjavíkur með vinkonu sinni, Ástu Þor- steinsdóttur, 16 ára. Ásta er þegar búin að fá sumarvinnu og verður vinnu- maður í sveit í Borgarfirðinum. Hún hefur þegar verið þar áður í fjögur sumur og þekkir því vel til allra hátta og er þegar farin að hlakka til að fara þangað aftur. Vinkonurnar segja að krakk- ar séu almennt farnir að leita sér að vinnu og labba milli fyr- irtækja og telja það „ekkert gaman að standa í roki og rign- ingu og reita arfa.“ -GHS Sumarvinna er útivinna, annað er ekki alveg ekta. Ungir ungling- ar fá allir vinnu „Ég veit ekki hversu margir eru búnir að sækja um en síðasti skráningardagur hjá 14 og 15 ára er í dag (í gær),“ sagði Jón- ína Laxdal en hún sér um sumarstörf fyrir unglinga Akur- eyrarbæjar. Ekki verður unnt að útvega öllum unglingum 15-17 ára störf en þeir eru að sögn Jónínu dugleg við að útvega sér vinnu annars staðar. „Krakkar á aldr- inum 14-15 ára sem sækja um fá hins vegar allir vinnu hjá okkur, hluta af sumrinu eða í sjö vikur.“ Þetta hefur að sögn Jónínu mælst vel fyrir. „Þessi eldri byrja þá á morgnana og eru í þrjár og hálfa klukku- stund, yngri hópurinn byrjar klukkan eitt á daginn og vinnur til ijögur.“ Bærinn getur útvegað um helmingnum vinnu á aldrinum 15-17 ára og er það svipað hlutfall frá ári til árs. Langflestir hjá borgnmi Langstærstur hópur ungs fólks leitar eftir sumarvinnu hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur enda rekur borgin vinnumiðlun fyrir fólk allt frá 13 ára aldri, fyrst gegnum Vinnuskólann og svo fyrir 17 ára og eldri hjá Vinnu- miðlun skólafólks. Oddrún Kristjánsdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar, segir að horfurnar virð- ist töluvert bjartari en í fyrra. Vinnumiðlunin býður einkum störf á vegum ýmissa borgar- fyrirtækja, íþrótta- og tóm- stundaráðs, ÍTR, Gatnamála- stjóra og Veitustofnana auk þess sem styrkur er veittur til fyrirtækja og bænda til að ráða ungt fólk. Þá er ungt atvinnu- laust fólk á aldrinum 17-19 ára í starfsnámi á vegum Hins hússins. Frestur til að sækja um sum- arvinnu á vegum Vinnumiðlun- arinnar rann út um síðustu mánaðamót og eru nú um 1.900 einstaklingar á skrá. Þó má búast við brottfalli. í fyrra fengu 2.480 vinnu hjá borginni, þar af tæplega 1.500 á vegum Vinnuskólans. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.