Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 5
jDagur-ÍEmmm Fimmtudagur 8. maí 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Mikilsverðir áfangar hafa náðst „Þau störf sem ég hef fengið mest viðbrögð á eru vegna ferðaþjónustunnar. Það sem ég tel hins vegar að sé markverðast og muni skila mestu er ýmiskonar fræðslu- og kynningarstarf," segir Helgi Hjörvar, nýr formaður Blindrafélagsins. Heimurinn er fullur af spennandi tækifærum. Ég hef verið fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins í um þrjú ár og sá ráðningar- samningur rennur út síðar á þessu ári. Ég hyggst ekki end- urnýja þann samning, en hins vegar gefur formennska í félag- inu mér tækifæri til þess að fylgja vel eftir þeim verkefnum sem ég hef verið að vinna að fyrir félagið núna síðustu ár. Nei, ég hef enga ákvörðun tekið um hvaða verkefni ég ætla að snúa mér að, en er að skoða ákveðna hluti,“ segir Helgi Hjörvar, nýr formaður Blindra- félagsins. Margt spennandi að gerast Á aðalfundi Blindrafélagsins á dögunum lét Ragnar Magnús- son, nuddari á Selfossi, af for- mennsku, en Helgi Hjörvar tók við. Helgi hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 1994, en breyt- ir nú um starfs- vettvang í þess- um samtökum blindra og sjó- skertra. Sam- kvæmt gildandi lögum teljast þeir vera blind- ir sem hafa inn- an við 10% sjón. Svo er ástatt með Helga. „Sjón mín er það skert að ég get til dæmis ekk- ert lesið. En með þeirri nú- tímatækni sem býðst get ég tekist á við flest þau vandamál í daglegu lífi sem blindan hefur í för með sér,“ segir hann. „Það hafa afar margir spennandi hlutir gerst í hags- munamálum blindra á íslandi síðustu árin og margir áfangar hafa náðst. Þar er þessi raf- ræna bylting mikilsverð. Þannig hafa allir félagsmenn sem þess hafa óskað fengið tengingu við Alnetið, það er tölvu með tal- gervh - og þannig hefur fólki gefist tækifæri á að komast í samband við dagblöðin ís- lensku. Ég get einnig nefnt ferðaþjónustuna. Áður þurftu blindir ævinlega að ferðast með Ferðaþjónustu fatlaðra, en okk- ur tókst að koma þessu í þann farveg að nú ferðast blindir ferða sinna yfirleitt með leigu- bflum,“ segir Helgi Hjörvar. Góði dátinn og alþjóðlegt starf Helgi segir að síðustu ár hafi starfsemi Blindravinnustofunn- ar eflst og styrkst, en það fyrir- tæki framleiðir ýmsar ræstinga- vörur. Starfsmenn þar eru rétt tæplega þrjátíu. Hljóðbókagerð Bhndrafélagsins hefur einnig verið í sókn. Þannig er nú búið að gefa út á segulböndum upplestur á mörgum ís- lendingasagn- anna, og þá kom nýlega út hinn frægi út- varpsupplestur Gísla Hahdórs- sonar á Góða dátanum Sveijk. Enn- fremur segir Helgi að Blindrafélagið hafi á síðustu árum komið æ meira að ýmis- konar for- varna- og fræðslustarfi. Þá sé Sigrún Bessadóttir, ung sjónskert stúlka í Reykjavík, á næstunni að taka við formennsku í al- heims æskulýðssamtökum blindra. Það sé merki um að ný kynslóð sé að koma til starfa í Blindrafélaginu, sem nú verði æ meiri þátttakandi í alþjóðlegu starfi. Fleiri fá inngöngu Til skamms tíma hafa inntöku- skilyrði í Blindrafélagið verið þau að félagsmenn hafa aðeins verið þeir sem hafa haft 10% sjón eða þaðan af minni, og er það um 500 manna hópur hér- lendis. Á aðalfundi félagsins á dögunum var hins vegar ákveð- ið að veita aðgang að félaginu öllum þeim sem sjónskertir eru á einhvern hátt, en það er hóp- ur sem telur á annað þúsund manns. Þetta telur Helgi Hjörv- ar að muni styrkja Blindrafé- lagið og víkka starfsvið þess. „Já, það hefur víða verið komið við í starfi Blindrafélags- ins á síðustu árum. Þau störf sem ég hef kannski fengið mest og best viðbrögð á eru vegna ferðaþjónustunnar, og þeirra umbóta sem þar hafa náðst í gegn. Það sem ég tel hins vegar að sé markverðast og muni skila mestu er ýmiskonar fræðslu- og kynningarstarf, sem við höfum staðið í. Ég get meðal annars nefnt að við höfum verið í samstarfi við ýmsar opinbera þjónustustofnanir með það fyrir augum að þær hagi sínu starfi að einhveru leyti með hagsmuni okkar fólks í huga. Það er ein- mitt þessi þáttur í starfinu sem ég er ánægðastur nú þegar upp er staðið.“ -sbs „Það hafa afar margir spennandi hlutir gerst í hagsmunamdlum hlindra d Islandi síðustu dr og margir dfangar hafa ndðst. Þar er þessi rafræna hylting mikils- verð. “ BREF FRA SAUDI-ARABÍU Þú átt allsstadar vini Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar egar þú heldur til útlanda er spennan fólgin í nýj- ungunum sem bíða þín. Þú hlakkar til að kynnast því sem er öðruvísi en heima og það síðasta sem þú ert að leita að eru kunnugleg fyrirbæri og hversdagslegir hluti. Samt sem áður veitir það þér vissa örygg- iskennd að komast erlendis í tæri við eitthvað sem hringir bjöllu, eitthvað sem þú þekkir. Þá finnst þér þú í svipinn vera öllum hnútum kunnugur í ver- öldinni. Tilhugsunin um Saudi-Arab- íu er samsett úr myndbrotum af úlföldum, moskum, olíulindum, blæjum, kuflum og aröbum með undarleg höfuðböt. Fyrir þann sem alist hefur upp á norður- slóð er arabíska letrið ekki árennilegt og eyðimerkurnar því síður. Þú býst þess vegna ekki við því að hitta fyrir kunn- ugleg andlit þegar þú ýtir ferðatöskunni á undan þér inn í arabaheiminn. Enda er sú ekki raunin fyrsta kastið. Á flugvell- inum krjúpa dökkskeggjaðir starfsmenn og farþegar á bænamottum og tóna á tor- skildu tungumáli. Konurnar bera skikkjur og blæjur svo vart sést í augun þeirra brúnu. Toll- verðirnir heita nöfnun eins og í „Þúsund og einni nótt“ og rit- skoða farangurinn þinn vand- lega. Engar léttklæddar konur skulu sjást og þeir rífa glanna- legar myndir úr tískutímaritun- um þínum ef ekki vill betur til. Sinn er siður í hverju landi og þér finnst þú sannarlega komin til jafn framandi lands og ráð var fyrir gert. Þar til þú ekur frá flugstöðinni í átt til borgar- innar því það er þá sem þú tek- ur að mæta gömlum kunningj- um: vestrænum vörumerkjum og viðmótsþýðum auglýsinga- skiltum: Pizza Hut, Pepsi, Kod- ak, Konica, Chrysler, Cartier, Nescafé, Nike. Jafnvel næstum því 66°N en þó ekki alveg. Þetta eru tákn úr þínum eigin heimi, hluti af lands- lagi þínu og umhverfisáreiti til margra ára. Og hversu illa sem þú hefur hingað til þolað auglýsingar og yfirgang mark- aðsafla er þér óneitanlega skemmt við að sjá þessi kunn- uglegu ummerki hér í fjarlægri álfu. Niður í huga þinn lýstur kenningunni um hnöttinn sem eitt og sama þorpið ásamt við- hlítandi hugsjón um bræðralag jarðarbúa. í kjölfarið fylgir von um að geta eftir allt saman átt skiljanleg samskitpi við ar- abana óháð tungumáli og trú- arbrögðum. Þú biður um Coca Cola og arabinn réttir þér kók- flösku. Þú spyrð hvað klukkan er og hann sýnir þér Seiko-úr. Þú villist og hann vísar þér á McDonalds. Þig svengir og hann færir þér Cheerios. Það er ekki fyrr en þú biður um Captain Morg- an að grund- völlurinn brest- ur því áfengis- auglýsingar eru bannaðar þar sem hér. Ara- binn segist að vísu eiga frænda sem heitir Khapin Moghan en þú hristir höfuðið og skynjar á ný gjána á milli ykkar. En þó þú berir kennsl á varninginn og merkin í útland- inu er upplifunin ný því ytri umbúnaður er annar en þú átt að venjast. Þú verslar til dæmis Lancome-púður hjá rosknum karlmönnum því konur í Saudi- Arabíu eru ekki útivinnandi. Þér getur skyndilega verið vísað út af Benetton-útsölu þar eð af- greiðslumennirnir sinna bæna- iðkun fimm sinnum á dag. Þú sérð konur versla sér Chanel- dragtir og sveipa sig svo skikkj- um sem hylja herlegheitin. Þú prúttar um verð á Adidas-skóm úti á götu og ert jafnvel krafin um giftingarvottorð á Kentucky Fried Chicken. Konur og karlar mega nefnilega ekki sitja sam- an til borðs nema vera gift eða skyld. Þannig skína sérkenni lands- ins í gegn þó vörumerkin líti eins út og heima. Samhengið er framandi og þar með neysla þeirra vörumerkja sem þér áð- ur þóttu hversdagslegar. Aug- lýsingar sækja merkingu í um- hverfi sitt og eru þannig ekki alltaf og allstaðar sama tóbak- ið. Nema náttúrlega Camel sem er trúlegasta tóbakið hér í Saudi-Arabíu þar sem vöru- merkið er kameldýr í eyðimörk. Auglýsingar scekja merkingu í umhverfi sitt og eru þannig ekki alltaf og allstaðar sama tóhakið.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.