Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 8. maí 1997 i'hnMti'rtnawA' mni 1QQ7-?'-i Jlagur-'3&nmn BUVELAPROFUN A HVANNEYRI Heyskapur Pöttinger sláttuvél Gerð: Cat disc 29. Framleiðandi: Alois Pöttinger Maachinenfabrik GmbH. Innflytjandi: Bújöfur hf. Sláttuvélin Pöttinger Cat disc 29 var reynd af Bútækni- deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1996. Hún var notuð alls í 34 klst. Sláttuvélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og lyft í flutnings- stöðu lóðrétt hægra megin aftan við dráttarvél. Hún vegur 560 kg. Sláttuvélin reyndist að jafnaði slá hreint og jafnt og var stubbhæð í sláttufari að meðaltali 53 mm og fráviksstuðull 37% við ökuhraða á bilinu 6,0-16,7 km/klst í fyrri slætti, en 51 mm með fráviks- stuðul 41% í seinni slætti. Sláttunánd er stillt með lengd yfirtengis. Sláttubúnaður vélar- innar fylgdi vel ójöfnum landsins. Vinnslubreidd vélarinnar er 2,8 m. Ætla verður að lágmarki 50 kW (68 hö) dráttarvél fyrir sláttuvélina til að fullnýta af- kastagetu hennar. Aðeins bar á að reimdrif í aflfærslu gæfi eftir við mesta álag. Prátt fyrir fremur mikla vinnslubreidd lætur vélin tiltölulega vel að stjórn og þyngd hennar ætti ekki að raska þunga- hlutföllum meðalstórra dráttar- véla í flutningi sé lyftihæðin hæfi- leg. Hlífðardúkar vélarinnar eru léttir og hættir til að leggjast undan vindi og er þá sláttubún- aður óvarinn. Dagleg umhirða er fljótleg. í lok reynslutímans var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vélinni og aðeins einn sláttu- hm'fur brotnaði. Engar bilanir komu fram á reynslutímanum. Vélin virðist vera traustbyggð og vönduð að allri gerð. -ohr Ballo-Dan heymatari Gerð: Ballo Dan TS. Framleiðandi: Doublet Becord Trading, Danmörku. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf. Ballo Dan TS heymatari fyrir heyrúllur var reyndur af Bútæknideild Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins sumarið 1995 og veturinn 1996 og notaður alls við mötun á um 280 heyrúllum bæði við hirðingu og gjafir. Mat- arinn er ætlaður til að mata hey úr heyrúllum af breytilegri stærð og á ólíku þurrkstigi. Honum er ætlað að vinna staðbundið til dreifingar á heyfóðri úr heyrúll- um í flutningatæki eða á færi- band. Hann er knúinn með ein- fasa rafmótor og vegur um 590 kg. Ekki er hægt að stjórna hraða á mötunarbandi en hafa má nokkur áhrif á mötunarhraða með hallastillingu á bakhlið tæk- isins. Matarinn rífur heyið úr böggunum og skilar því í nokkuð samfelldan heystreng hvort held- ur í fóðurvagn eða annað flutn- ingatæki t.d. blásara við hirðingu á þurrheyi. Mæhngar voru gerð- ar á afköstum matarans og voru þau á bilinu 4-10 rúllubaggar á klst. allt háð aðstæðum og þurrk- stigi rúllanna. þau afköst sam- svara oft um 1,3-3,5 tonnum af þurrheyi á klst. Athuganir á vinnu við gjafir í gripahúsum sýndu 20% styttri tíma við gjafir en að skera rúllurnar og moka í fóðurvagn. Til að koma mataran- um við í gripahúsum þarf gott rými þar sem sjálft tækið þarf um 6 m2. Ef færa á baggana í tækið með dráttarvél þarf burð- arþol gólfa að vera mikið. Þegar unnið er við heymokstur nálægt mataranum t.d. mötun í vagn eða heyblásara þarf að gæta sér- stakrar varúðar með tilliti til slysahættu og nauðsynlegt er að hafa öryggistreng á tækinu. Mat- arinn er traustlega smíðaður og ekki var vart neinna bilana á reynslutímanum. -ohr TP FÖÐUR 3 ára Getum nú boðið eftirfarandi hráefni til heimablöndunar: • Heilt og valsað bygg • Fiskimjöl • Hágæða loðnumjöl • Sojamjöl • Próteinblanda • Magnesíumblanda fyrir kýr Framleitt af Vitfoss í Danmörku • Vítamín- og steinefnablanda fyrir svín Framleitt af Vitfoss í Danmörku Einnig tilbúnar blöndur fyrir svín: • TP Súper START • TP Smágrísir • TP Eldisgrísir • TP Gyltur Fyrir kornbændur: • Kornvalsar, margar stærðir • Kornþurrkarar Ennfremur getum Við boðið lausnir og ráðgjöf varðandi nýbyggingu og breytingar eða endurnýjun svínahúsa, einnig öll tæki og innréttingar til heimablöndunar fyrir svína- og kúabú. Tækin eru frá Skiold A/S í Danmörku. TP Fóður ehf. Köllunarklettsvegi 4, sími 588 9191 TP Fóður ehf. skrifstofa, Lynghálsi 9, sími 587 9191

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.