Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 11
Jlagur-'ffimtfam' 997 Fimmtudagur 8. maí 1997 - 23 1 im»«v.'í« BUVELAPROFUN A HVANNEYRI Vermeer rúllubindivél Vermeer 504IS er rúllubindivél með breytilega bagga- stærð þ. e. a. s. fast- kjarnavél. Hún var reynd afBútækni- deild Rannsókna- stofnunar landbún- aðarins sumarið 1996. Við prófun vél- arinnar voru bundnir 850 baggar. Bindivélin er dragtengd, knúin frá vinnudrifi drátt- arvélar og vökvakerfi. Hún vegur 1940 kg. Hún tekur hey á öllum þurrkstigum upp úr görðum eða sláttumúgum og forþurrkað grænfóður og vefur í þétta, sívalningslaga bagga. Þeir eru 1,2 m breiðir og allt að 1,5 m í þvermál, þannig að rúmmál þeirra getur orðið um 2,1 m3. Þyngd bagga er eðlilega breyti- leg eftir stærð en einnig eftir þurrkstigi og þjöppun vélarinn- ar. Gerðar voru ítarlegar mæl- ingar á rúmþyngd (kg þe/m3) heysins með ólfltu þurrefmsinni- haldi og kom ekki fram raun- hæft samhengi þar á milli. Að meðaltali mældist þyngdin 138 kg þe/m3 með staðafráviki um 17,3 kg. Með algenga bagga- stærð og þurrkstig um 50% mældist rúmþyngdin mest 171 kg og minnst 112 kg. Þessar nið- urstöðu sýna minni þjöppun en fyrri mæhngar á vél sömu gerð- ar en þess ber að geta að á henni var aukabúnaður sem strekkti aukalega á beltunum með vökvaþrýstingi frá dráttar- vél. Afköst mældust mest nettó um 40 baggar á klst. Til að áætla raunveruleg afköst má bæta a.m.k. 15% við þennan tíma vegna aksturs milh múga og smávægilegra tafa. því er hér reiknað með um 2,0 mín/bagga og raunveruleg afköst eru þá 30 baggar á klst. þegar afkasta- mælingar voru gerðar var.þurr- efni heysins á bilinu 30-60%. Ef um 220 kg þurrefnis eru í hverjum bagga má ætla að af- köst um 6,6 tonn þurrefnis á klst. Vélin er hpur í notkun og Ný traktorlfna f rá JOHN DEERE Tímabundið kynningarverð á nyju JOHN DEERE SE traktorunum Nú er loks tækifæri til að eignast John Deere traktor á viðráðanlegu verði. Nú hjálpast allt að: Ný spennandi lína; Tvær stærðir - 84 og 100 hö á lægra verði en áður hefur þekkst og viðbótar verðlækkun sem kemur til af hagstæðu gengi á þýska markinu. Um er að ræða takmarkaðan fjölda véla. Pantanir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Vélamar verða til afgreiðslu frájúní 1997. Tækif ærið sem beðið var eftir! ÞÓR HF REYKJAVlK: Armúla 11 - Slmi 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, - Slmi 461-1070 vinnur vel við venjulegar að- stæður. í mjög blautu grænfóðri (14% þe) voru erfiðleikar á að nota hana. Aflþörf vélarinnar á tengidrifi er um 30 kW (41 hö). Ef nýta á afkóst og þjöppunar- getu vélarinnar til fulls verður því að ætla henni 40-50 kW dráttarvél (60-70 hö). Á reynslu- tímanum var skipt um annað hliðarbeltið vegna þess að það leitaði til annarrar Mðarinnar. Nokkrum sinnum kom fyrir að snúningur beltanna fór úr skorðum, einkum í upphafi möt- unar. Endurnýja þurfti beltalása og fylgjast þarf mjög vel með af- skröpurum á drifvölsum. Til bóta væri ef sópvindan væri með vökvalyftu og landhjólum. Að- eins bar á að beltin væru farin að láta á sjá á hhðunum í lok reynslutímans. Engar meiri háttar bilanir komu fram og vél- in virðist að öðru leyti traust- byggð og vönduð. -ohr Vredestein traktorsdekk Gott úrval Hagkvæmni í rekstri Fer vel með svörð Gott grip Básamottur Gott verð Margar stærðir Þýsk gæðavara GUMMIVINNSLAN HF. Réttarhvammi I ¦ Sími 461 2600 Fax 461 2196 ¦ Akureyri Þegar á reynir erum við til taks STRAUMRÁS Furuvöllum 3 • Akureyri • Sími 461 2288 Effirlitskerfi sem hefur auga með öllu rt> Hf ? •'•,* Heimilistæki geta nú boðið upp á nýjan öryggis- og eftirlitsbúnað frá SANYO á betra verði en áður hefur þekkst. Búnaðurinn samanstendur af myndavél, skjá með köplum, festingum og hann er einfaldur og þægilegur í uppsetningu. Einnig er hægt að bæta við myndavélum eða upptökutæki, allt eftir þínum þörfum. Hér er komið kerfi sem eykur öryggi og spararþér sporin við bústörfin. Verð frá: 49.675 Heimilistæki hf

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.