Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Síða 12
■24 —4iitnmtudafmr.3^wuhl(A97 JDagvf'®áftWú 330] Ný atvimra- tækifæri Seinnipart mánað- arins verður nám- skeið fyrir fólk til sveita sem er að reyna að hasla sér völl á nýjum vett- vangi. Nú eru að minnka svolítið umsvifin hjá okkur en á döíinni er námskeið sem heitir Tímamót - ný atvinnu- tækifæri. Pað er námskeið sem við skipulögðum í samstarfi við Hansínu B. Einarsdóttur, sem er með fyrirtækið Skref fyrir skref. Hún er framúrskarandi fyririesari og þetta fyrirtæki hennar er eingöngu með nám- skeið fyrir fyrirtæki og stofnan- ir,“ segir Haukur Gunnarsson, endurmenntunarstjóri Bænda- skólans á Hvanneyri. Petta um- rædda námskeið er þriggja daga og verður 20.-22. maí. „Petta er fyrir fólk til sveita sem er að reyna að hasia sér völl á nýjum vettvangi, finna nýjar leiðir,“ segir Haukur. Hann segir námskeiðið byggjast á fyrirlestrum um breytingar á búsetuháttum, búskaparháttum og mannQöldaþróun. Bæði sé litið á fortíðina og framtíðina til að menn verði ekki hræddir við breytingarnar heldur reyni að sjá þær fyrir og átti sig á því hvernig þeir geti fært sér þær í nyt. „Svo er kynnt úrvinnsla á hugmyndum til atvinnusköpun- ar. Ef fólk gengur með hug- mynd í maganum þá er til markviss leið til að fara í gegn- um ferli sem er unnið í hópum til að kanna hvort hugmyndin er raunhæf eða ekki. Það eru til vinnublöð sem leiða menn í gegnum þá vinnu. Það eru tveir eða þrír saman í hópi. Peir verða að sannfæra hina um hvort hugmyndin er tæk eða ekki. Þetta er mjög lærdómsríkt ferli sem nýtist mönnum seinna. Þó þeir séu ekki með eigin hugmyndir á námskeiðinu þá geta þeir notað eyðublöðin og hugsunarháttinn til að vinsa úr og kannski undirbúa sig að því að leita aðstoðar t.d. at- vinnuráðgjafa." Eitt viðfangs- efni námskeiðsins eru mögu- leikar til aðstoðar, bæði sjóða- kerfi, stoðkerfi landbúnaðarins VARAHLUTÍR í LAND ROVER OG RANGE ROVER HAGSTÆTT VERÐ SENDUM HVERT Á LAND SEM ER V Höldur VARAHLUTAVERSLUN - SÍMl 461 3016 Haukur Gunnarsson, endurmenntunarstjóri Bændaskólans, við Landrover bifreið sína. Gamla skólahúsið í bak- sýn. og hvaða faglegu aðstoð sé hægt að fá eins og t.d. hjá at- vinnuþróunarfélögum. Haukur segir að þarna sé skipulega unnið í gegnum efni sem virðist óyfirstíganlegt fyrir- fram. „Menn sitja kannski með einhverja hugmynd og eru að velta fyrir sér: „Er þetta svo góð hugmynd hjá mér?“ Þetta er skipulögð leið til að fara í gegn- um það og þrengja hringinn." Þetta er byggt á eldra nám- skeiði sem hét Auðlindir í dreif- býli sem var ætlað konum. En það er búið að þróa það upp í þetta námskeið sem er ætlað báðum kynjum og byggt á fyrri reynslu. „Þetta er mjög mótað og gott námskeið," segir Hauk- ur. „Það er samdóma álit þeirra sem hafa tekið þátt í námskeið- inu að það virki uppörvandi og hvetjandi.“ -ohr Gömlu húsin á Hvanneyri. Landbúnaðurí eðlilegu ranhverfí Bændaskólinn á Hvanneyri stendur fyrir landbúnaðar- sýningu í sumar í tengslum við lands- mót UMFÍ í Borgar- nesi. Við erum að undirbúa það sem við köllum landbún- aðarsýningu, sem er í raun og veru samstarf milli bændaskólans og Ungmenna- sambands Borgartjarðar. Við ætlum í tengslum við landsmót ungmennafélaganna að vera hér með litla landbúnaðarsýn- ingu, kynningu á starfsemi skólans, kynningu á systur- stofnunum landbúnaðarins; svolítið um húsdýr og svolítið um vélar,“ segir Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskól- ans. Það á að gefa fólki tækifæri til að skoða skólann og land- búnaðinn í sínum einfaldleika í þrjá daga, föstudag til sunnu- dags. „Við ætlum í raun og veru með þessu að gera landsmóts- gestum og öðrum þeim sem eiga leið um héraðið þessa helgi auðveldara með að eyða hluta af sínum tíma til að skoða það sem við höfum upp á að bjóða hér, Vesturland," segir Magnús. Á Hvanneyri verða kynnt borgfirsk fyrirtæki og hvað rannsókna- og kennslustofnanir landbúnaðarins eru að bjóða því fólki sem vill sækja þær heim. „Það er nú svona hug- myndin. Þetta á ekki að vera stórkostleg sýning en fyrst og fremst á að reyna að sýna land- búnaðinn í sínu eðlilega um- hverfi." -ohr

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.