Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 13
|Dagur-'3Itmmn FimmtUdagurS. maí 1997-25 Tengslin náin og margvísleg Bœndaskólinn á Hvanneyri tengist landbúnaðinum sterkum böndum. Skólastjórinn telur mikla möguleika fyrir hendi í gœðc- framleiðslu land- búnaðarafurða. Skólinn tilheyrir landbúnað- arráðuneytinu sem þýðir að við erum hluti af sér- fræðistofnunum landbúnaðar- ins," segir Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, aðspurður um tengsl bænda- skóians og landbúnaðar- ins. „Það þýðir að vandamál landbúnaðar- ins eru að sumu leyti vandamál skól- ans," segir hann. Magnús segir styrk skólans felast í því að eiga mjög náið sam- band við stétt- ina og fagið. „Verkefni okkar er annars vegar starfsmenntun fyrir bændur. Við bjóðum upp á búfræðinámið sem er tveggja ára starfsmenntun. Hluti af því námi fer fram úti á búunum. Ein önn af fjórum er hjá bænd- um þannig að við erum í sam- bandi við milli 80 og 90 bændur í öllum landsfjórðungum sem eru okkar verknámsbændur eða námsbú. Hver einasti nem- andi sem fer í gegn um þennan skóla fer út á slfkt bú í þrjá mánuði. Síðan erum við með háskólanám sem er að því leyti tengt landbúnaðinum að það er almennt breitt BS nám í land- búnaði. Til þess að komast þangað inn þurfa menn stúd- entspróf og þar að auki fag- menntun. Framtíð íslensks landbúnaðar er fólgin í skipulögð- um vinnubrögðum, aðhaldi í rekstri og gœðastýringu á framleiðslunni. Tengslin náin og margvísleg Þannig að það má segja að tengsl skólans við landbúnað- inn eru annars vegar í gegn um hið hefðbundna nám Bænda- deildar og Búvísindadeildar og síðan erum við með mjög öfl- uga endur- menntunar- starfsemi." Milli 60 og 70 nám- skeið eru haldin árlega og eru þátttakendur 6- 8 hundruð tals- ins. „Flestir þeirra eru starfandi bænd- ur eða fólk sem er í tengslum við landbúnað- inn. Við bjóðum bæði upp á námskeið fyrir bændur og fyrir ráðunauta og starfsmenn land- búnaðarins, en meginuppistað- an eru námskeið sem eru fyrir starfandi bændur. Þannig að ég verð að segja það að tengsl skólans við bændastéttina eru mjög náin og þau eru mjög margvísleg," segir Magnús. En hver œtli sé framtíðarsýn skólastjóra Bœndaskólans á Hvanneyri í íslenskum land- búnaði? „Ef við skoðum seinustu árin þá má segja að það sem hefur einkennt íslenskan landbúnað er þessi gífurlega breyting á rekstrarumhverfinu. Bændur voru þátttakendur í þjóðarsátt- arsamningunum og megin- markmið þeirra var að ná jafn- vægi í efnahagsh'fmu." Magnús segir bændur hafa tekið á sig mjög miklar byrðar í því sam- bandi og honum finnst þáttur bænda í þjóðarsáttinni hafa verið vanmetinn. „Mér finnst líka að menn hafi ekki metið það nægjan- lega og kannski ekki síður að nú hafa Bænda- samtökin verið að reyna að benda á þetta með bæði greinum og" upplýsingum en mér finnst að fólk hafi ekki hlustað nógu mikið á að t.d. verðlag á landbúnað- arvörum hefur hækkað mun minna heldur en verðlag á öðr- um matvælum. Keppa á gæðamarkaði Þannig að bændur hafa sjálfir ákveðið að setja sér mjög strangt rekstrarumhverfi þar sem menn gera kröfu til aukins aðhalds í rekstri, aukinnar þekkingar og þar af leiðandi hafa menn í sjálfu sér sett sér það markmið að keppa á gæða- markaðinum. Ég held íslenskur landbúnaður eigi mikla mögu- leika í gæðaframleiðslu og það sé ljóst að það sé þar sem við eigum möguleika á að takast á við markaðinn. Mér finnst að það sé margt í landbúnaðinum núna, ný- breytni sem menn hafa verið að fitja upp á t.d. í garðyrkju og grænmetisframleiðslu. Við get- um tekið svínaræktina, hún hef- ur tekist á við margháttuð vandamál og skapað sér fram- leiðsluímynd sem er mjög já- kvæð," segir Magnús og bendir á að lamba- kjötsbirgðun- um hafi verið eytt, á þeim markaði sé komið jafn- vægi. Það skapi nýja möguleika til að byggja upp. „Við erum að takast á við nýja markaðssetn- ingu í lamba- kjötinu. Það voru síðast að heyrast í dag upplýsingar um að sumir sláturleyfishafar geta t.d. borgað um það bil jafn háa upphæð fyrir útflutning Eg held að íslensk- ur landbúnaður eigi mikla mögu- leika í gœðafram- leiðslu ogþað sé Ijóst aðþaðséþar sem við eigum möguleika á að takast á við markaðinn. Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, segir íslenskan landbúnað hafa ýmsa möguleika í framtíðínnj. Mynd: ohr. eins og fyrir innlenda markað- inn. Hér í Borgarnesi er verið að borga 150 krónur fyrir út- flutningskjötið á móti 204-205 á innlenda markaðinum," bendir Magnús á. „Þó svo að það sé svoh'tið dökkt í augnablikinu þá virðast vera ýmsir möguleikar. Við verðum þó að horfast í augu við að það sækir á okkur innflutningur. Eina svar rkkar við því er að auka gæði fram- leiðslunnar og takast á við þetta á þeim grundvelli. Við ráðum aldrei við verðsaman- burðinn við massaframleiðslu erlendu þjóðanna. Ég held hins vegar að íslenskir neytendur séu ekki tilbúnir til að fórna gæðum íslensku framleiðslunn- ar fyrir eitthvert lágvöruverð innflutningsins. Þannig að framtíð íslensks landbúnaðar er fólgin í skipulögðum vinnu- brögðum, aðhaldi í rekstri og gæðastýringu á framleiðslunni." -ohr iEC Hi%PEC Hi%PEC Hi%PEC Hi' •ECHi' Haugsugur, mykjudælur og mykjudreifarar Vel búin og vönduð tæki frá írlandi Haugsugur, verð frá: Kr: 530.000.- Staðalbúnaður; Yfirstærð á dekkjum, vökvatopplúga, vökvabremsur, áfylling báðum megin, dreifistútur og áfyllingarstútur að aftan, 6m x 6" barki, 8.000L dæla, sjónglös, drifskaft og fl. Haugdælur, verð frá; Kr: 332.500.- Staðalbúnaður; Hraðtengi fyrir 3tengibeisli, vökvayfirtengi, pallur, topploki, áfyllingarrör fyrir opna tanka, drifskaft og fl. Afköst eru 13.650 til 18.200 L/mín. Mykjudreifarar, verð frá: Kr: 430.000.- Yfirstærð af dekkjum, vökvalok, vökvabremsur, drifskaft og fl. VÉLAR& ÞJéNUSTAHF Reykjavík og Akureyri. Símar 587-6500 & 461-4040 Hi%PECHi' >EC Hi%iPEC Hi%PEC Hi%PEC

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.