Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 3
Jbtgur-'ðltnttrax Laugardagur 10. maí 1997 - 3 World Class Kaupir umdeilt hús fyrir heilsurækt á Akureyri Björn Leifsson, kaupsýslu- maður frá Flateyri, eig- andi World Class og um- svifamikils veitingareksturs í Reykjavík, hefur keypt hús á uppfyllingunni við Strandgötu á Akureyri af Slysavarnadeild kvenna í bænum. Húsið hefur verið talsvert í umræðunni nyrðra vegna stað- setningar þess á uppfyllingunni nánast í hjarta bæjarins. Um- ræða hefur verið um framtíð þessa húss upp á síðkastið og helst talið líklegt að upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn yrði í húsinu. „Húsið er 400 fermetrar að stærð, og var byggt fyrir Slysa- varnadeildina undir björgunar- bát félagsins sem þar er nú geymdur. Ég ætla að opna þarna huggulega heilsurækt næsta haust," sagði Björn Leifsson. Hann sagðist ætla að gera World Class Akureyri, mun fullkomnari líkams- ræktarstöð en þá sem starfrækt er í Reykjavík og þá bestu á landinu. í þessu skyni hefur hann pantað allt það nýjasta og fullkomnasta á markaðnum í Bandaríkjunum, cardio-tæki eða upphitunartæki, hjól og stiga og fleira sem vekja mun athygli. „Kostnaðurinn við þetta er óneitanlega verulegur. Við verð- um við innréttinga- vinnu í sumar og opnum verulega fal- lega líkamsræktar- stöð með haustinu," sagði Björn. „Mér flnnst Akureyri mjög spennandi markaðssvæði og það sem er að ger- ast þar í dag hjá fyr- irtækjum er greini- lega allt á réttri leið. Það kom til greina að stofna útibú í Reykjavík vegna þrengsla hjá okkur, en ég vildi frekar þennan kostinn," sagði Björn í samtali við Dag-Tímann í gær. -JBP Reykjavík Norræna skátaþingið Vigdís Finnbogadóttir heiðraði Norræna skáta- þingið, sem hófst í gær á Hótel Loftleiðum, með nærveru sinni en á þinginu eru 120 þátt- takendur frá ölium Norðurlönd- unum. Um ræðir forystu skáta- hreyfinganna í þjóðlöndunum ásamt fulltrúum þeirra í stjórn Evrópu- og alheimshreyfingu skáta. Fjallað verður um sam- eiginleg málefni svo sem skáta- mót, námskeið og viðburði í tengslum við Evrópu og al- heimshreyfinguna en þinginu lýkur á sunnudagsmorgun. Ól- afur Ásgeirsson skátahöfðingi er með Vigdísi á myndinni. BÞ Mynd: E.ÓI. Keflavíkurflugvöllur Gullkista á brauðfótum Einkafyrirtæki boðin velkomin í fríhafnar- reksturinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er með 4.200 milljón króna skuldabagga á herðunum. Ekki ein króna af lánunum hefur verið greidd til baka. Utanríkisráðherra sagði í gær að nú yrði ekki undan því vikist að „gullkistan“ tæki til við að greiða niður skuldir sínar. Það verður gert á næstu 20 ár- um, meðal annars með útboð- um á verslunarrými í stærri frí- hafnarbúð, sem á að skila 110 milljóna króna auknum tekjum. Fríhöfnin mun eftir sem áður annast um gróðavænlegustu söluna, áfengi, tóbak og snyrti- vörur. Ólafur Örn Haraldsson, formaður nefndar sem skilaði fyrsta áfanga álits um aðgerðir, sagði í gær að ljóst væri að bar- ist yrði um verslunarrými í flugstöðinni. Verslunarrými fríhafnarbúð- arinnar er metið á nærri 6 þús- und krónur fermetrinn í útleigu á mánuði, nánast Kringluverð. Ljóst er að það dregur ekki kjarkinn úr kaupmönnum enda arðsvon mikil þar sem milljón manns fara um árlega. Halldór Ásgrímsson sagði á blaðamannafundi í gær: „Þessi mikla og fallega bygging hefur frá upphafí verið mikið vand- ræðabarn þrátt fyrir góðan er- lendan stuðning við byggingu hennar." Tillögur nefndarinnar um FLE gera ráð fyrir 300 fermetra stækkun frihafnarbúðanna, en Fríhöfnin ræður nú yfír 600 fer- metrum. Útboð eru framundan á verslunarrými til íslenskra kaupmanna. Utanríkisráðherra sagði að í fyrstu yrðu útboð miðuð við íslensk fyrirtæki. Á honum var að heyra að evrópsk fyrirtæki gætu hugsanlega haft áhuga og að síðar meir mætti Tillögur nefndarinnar um FLE gera ráð fyrir 300 fermetra stækk- un fríhafnarbúðanna, en Fríhöfnin ræður nú yfir 600 fermetrum. vel hugsast að erlend fríhafnar- fyrirtæki kæmu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ætiunin er að breytingarnar á fríhafnarsvæðinu verði tilbún- ar um næstu áramót að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar. Um þessar mundir er unnið að því að fjölga innritunarborð- um í flugstöðinni, úr 14 í 20. Örtröð við innritun hefur þýtt að mati sérfróðra að fríhafnar- verslun farþega hefur skaðast um 500 til 600 milljónir á ári vegna minni tíma við búðaráp- ið. Flugvallarreksturinn stendur eftir sem áður í járnum, þrátt fyrir að Varnarliðið annist um tvo dýrustu rekstrarþættina, flugbrautir og slökkvilið. Millj- ónirnar 110 sem eiga að koma inn með meiri vöruveltu duga skammt. Enn vantar 190 til 240 milljónir upp á fjárvöntun FLE. Keflavíkurflugvöllur í heild skilaði rfldnu í fyrra 1.708 milljónum króna tekjum, þar af var ágóði Fríhafnarinnar sem rann í ríkissjóð 650 milljónir. -JBP Stutt og laggott Allt komið Nýtt tímarit, Allt, kom út í fyrsta sinn í gær, en því rit- stýrir sem kunnugt er sjón- varpsfréttakonan fyrrver- andi Ólöf Rún Skúladóttir. „Ekki verður eingöngu fj allað um naglalökk og varaht, þótt við konur séum markhópurinn, ... því áhugasvið kvenna er mun víðara en svo. Islenskum konum kemur allt við,“ seg- ir ritstjórinn nýji m.a. þegar blaðinu er fylgt úr hlaði. f þessu fyrsta tölublaði er m.a. rætt við Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóra Járnblendisins, söngkonima Diddú og fyrrverandi feg- urðardrottningu og kynntar stúlkurnar sem nú keppa um fegurðardrottningartitil- inn. Minningarreitur Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akur- eyri og nágrenni, hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að láta gera sérstakan minningarreit um týnda, þ.e. þá sem hafa farist á einn eða annan hátt en ekki fundist. Samhygð hefur fengið út- hlutuðum reit á fallegum og kyrrlátum stað við austur- hlið kirkjugarðsins á Akur- eyri. Fyrsta skóflustungan að minningarreitnum verð- ur tekin sunnudaginn 11. maí, mæðradaginn, og hefst með athöfn í Höfða, nýju kapellunni við kirkjugarð- inn, kl. 16.00. Þar verður þeirra minnst sem týnst hafa og að því loknu gengið að fyrirhuguðum stað fyrir reitinn og skóflustungan tekin. Samhygð hefur opnað sérstakan reikning til þessa framtaks sem er í umsjá sr. Svavars A. Jónssonar, nr. 401995 í Sparisjóði Glæsi- bæjarhrepps. GG Slær lán Hitaveita Reykjavíkur hefur fengið heimild borgarráðs til að ganga til samninga við Norræna fjárfestingarbank- ann um lántöku og gerð rammasamnings vegna Nesjavallavirkjunar. Heild- arfjárhæðin er um 50% af áætluðum kostnaði vegna virkjunarinnar. Þarna er annarsvegar um að ræða 414 milljóna króna lán og hinsvegar rammasamning uppá rúma 2 milljarða króna. Sam- kvæmt honum skuldbindur NIB sig til að eiga þessa Qárhæð á reiðu fyrir borg- ina á túnabilinu júm 1997 til október á næsta ári. -grh Reglur um reið- hjólahjálma Allsherjarnefnd Alþingis hvetur til þess að dóms- málaráðhera nýti sér heim- ild í umferðarlögum, og setji reglur um notkun hjálma við hjólreiðar, til reynslu í 2 ár. Ekki var meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að gera það að svo stöddu, en nefndarmenn vilja að sú heimild sem þegar er í lög- um verði nýtt, og að liðnum 2 ára reynslutíma, taki Al- þingi málið aftur fyrir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.