Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 5
JDagur-®imimT Laugardagur 10. maí 1997 - 5 SVR Vagnar SVR aka aðeins til miðnættis á föstudags- og laugardagskvöldum. Svarar ekki kostnaði að aka til kl. 01 á þessum kvöldum. Miðbci cj Skipuriti breytt fyrir móralinn Akstursleiðir breytast á nokkrum leiðum frá 15. maí nk. Skiptar skoðanir meðal vagnstjóra. ann 15. maí nk. breytast akstursleiðir nokkurra leiða hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. í þeim efnum hef- ur m.a. verið stuðst við ábend- ingar og óskir viðskiptavina. Þá hefur stjórn SVR og borgarráð samþykkt breytingar á skipuriti SVR. Gert er ráð fyrir að þær muni stuðla að betri starfsanda innan fyrirtækisins. Árni Þór Sigurðsson, stjórn- arformaður SVR, segir að í breytingum á skipuriti sé um að ræða tilfærslu á tveimur deild- um á milli sviða. Meðal annars færist farþegaþjónustudeild frá þjónustusviði yfir til markaðs- og þróunarsviðs og tækni- og innkaupadeild frá þjónustudeild yfir á rekstrarsvið. Síðast en ekki síst hefur verið stofnuð ný staða deildarstjóra í aksturs- deild til að styrkja innra starf og stjórnunina í þeirri deild. „Við teljum að við náum fram markvissari vinnubrögð- um og jafnframt betra vinnu- umhverfi og starfsanda með þessum breytingum," segir Árni Þór. Meðal vagnstjóra virðist vera almenn ánægja með þessar til- færslur þótt skiptar skoðanir séu hjá þeim um ágæti þeirra breytinga sem gerðar hafa ver- ið á akstursleiðum. Á meðan sumir eru sæmilega sáttir telja aðrir að vagnstjórar verði áfram undir óæskilegri tíma- pressu. Þar fyrir utan koma þessar breytingar til fram- kvæmda í þann mund sem sum- arleyfi vagnstjóra eru að heQast og afleysingafólk tekur við. Helstu á breytingarnar á leiðakerfinu eru á leiðum 1, 3, 5, 6, 7, 14 og 115. Þessu til við- bótar er það „nýja man“, þ.e. ný leið á leið 9. Sú leið tengir Ártún við athafnasvæði í Norð- urbæ. Breytingarnar munu bæta aðkomu viðskiptavina SVR m.a. í Kringluna, Háskóla ís- lands, Fossvogskapellu, Sjúkra- hús Reykjavíkur, Grafarvog, Landspítala, Loftleiðahótel og BSÍ svo nokkuð sé nefnt. Tíma- setningar á þessum leiðum breytast nokkuð en þó aldrei meira en sem nemur einum til tveimur mínútum. -grh Hafísinn I.íktir á landföstum ís Hafísinn var í gær aðeins 29 sjómflur norður af Rifstanga á Melrakka- sléttu og er mun austar en venjulegt er á þessum árstíma. Þór Jakobsson, veðurfræð- ingur á hafísdeild Veðurstof- unnar, segir að búast megi við að hafísinn nálgist enn frekar landið þar sem gert sé ráð fyrir að norðan- og norðaustanátt verði ríkjandi á svæðinu næstu daga. Hafísinn mun fyrst verða til trafala á siglingarleið áður en hann kann að verða land- fastur á Melrakkasléttu. Mikill og þéttur ís er norður af land- inu en Þór segir að vonandi sé ísinn ekki það breiður norður af Rifstanga að hægt verði að sigla fyrir norðan hann verði hann landfastur. ís var síðast landfastur á Melrakkasléttu að einhverju marki árin 1966- 1968, og frá fyrsta bæ vestan Rifstanga, Blikalóni, sást ekki í auðan sjó í sex vikur vorið 1967. Á Melrakkasléttu hefur síð- ustu daga verið hríðarveður, þokuloft og lítið skyggni. Það kemur sér mjög illa fyrir bænd- ur þar sem sauðburður er að heíjast á þessum slóðum. GG Stutt og laggott Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var formlega opnuð í vikunni. Hún á að þjóna heilbrigðisstofnunum landsins við rannsóknir og skipulag rannsókna á hinum ýmsu sviðum hjúkrunar. Megintilgangur Rannsóknarstofnunarinnar er að efla rannsóknir kennara námsbrautarinnar og þar með renna styrkari stoðum undir fræðimennsku í hjúkrun hér á landi. Stofnunin mun einnig gegna mikiivægu hlutverki í rannsóknartengdu framhaldsnámi, sem á að heijast í hjúkr- unarfræðinni haustið 1998. í tengslum við opnun Rann- sóknarstofnunarinnar voru haldnir vinnufundir með þekkt- um bandarískum fræðimanni í hjúkrun, dr. Ivo Abraham, prófessor við háskólann í Virginíu. AVIS-ísland orðið norskt Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson, eigandi AVIS-ísIand, hef- ur selt fyrirtæki sitt, ásamt Ryðvarnarskálanum til Noregs. Liva Bil sem rekur AVIS í Noregi og Svíþjóð kaupir öll hluta- bréf Stjörnubíla hf. Verðið er sagt hafa verið afar hagstætt. Menn sem ættu að þekkja til sögðu í gær að fyrirtækið hefði selst á „rokverði“, enda vel upp byggt og með örugg við- skipti. -Hvað var kaupverðið, Hafsteinn? „Ég er mjög sáttur, meira get ég ekki sagt,“ sagði Haf- steinn í gær. Hann var með rúmlega 80 bflaleigubíla í þjón- ustu og afar dýrt og gott netkerfi sem tengist AVIS um allan heim. -JBP Um 136,5 m. kr. hagnaður á Þórshöfn Hraðfrystistöð Þórshafnar var rekin með 136,5 milljóna króna hagnaði á árinu 1996, en árið 1995 var hagnaðurinn 133,9 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 1,68 milljarði króna sem er 35% aukning milli ára og rekstrargjöld 1,4 milljarðar króna. f árslok nam eigið fé HÞ 302,4 miUjónum króna sem er 66% aukning milli ára og eiginijárhlutfall var 24%. Á aðalfundi félagsins 16. maí nk. mun stjórn félagsins gera tillögu um útgáfu jöfnunarhlutabréfa að upphæð 75 milljónir króna og verður hlutafé þá 375 milljónir króna. Einnig verður lögð fram tillaga um greiðslu 7% arðs tU hlut- hafa. GG Tjarnarkvartett í Borgarnesi Tjarnarkvartettinn heldur tónleika í Borgarneskirkju á veg- um Tónlistarfélags Borgaríjarðar og Tónlistar fyrir alla sunnudaginn 11. maíkl. 21. Tónleikarnir eru byggðir á dagskrá sem kvartettinn flutti í Finnlandi og nefndist „Komið sláið um mig hring“. Efnis- skráin er alíslensk og endurspeglar sögu íslenskrar söng- listar, allt frá rímnasöng og fimmundarsöngvum til dægur- tónUstar síðustu ára með viðkomu í sönglagahefðinni og sérstakri áherslu á leikhústónlist íslendinga. 26 saxófónleikarar á Akranesi AUs 26 saxófónleikarar í einni hljómsveit halda tónleika á Akranesi í dag en á fimmtudag voru þeir með tónleika í Borgarnesi. „Þetta eru einu tónleikar sveitarinnar á landinu að þessu sinni, einstakur viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara,“ segir í fréttatilkynningu. Það er hol- lenska saxófónhljómsveitin Het Sax-Orkest, undir stjórn Hans de Jong sem flytur fjölbreytta dagskrá í Tónlistarskóla Akraness kl. 14 í dag, laugardag, m.a. svítu eftir Chatschat- urjan og lög eftir Jacson-brothers, Gershwin o.fl. -ohr Áskrifendur Sýnar orðnir 700 talsins Áskrifendur að sjónvarpsstöðinni SÝN eru orðnir liðlega 700 talsins á Akureyri, en útsendingar stöðvarinnar hófust fyrir skömmu á Akureyri. Seld hafa verið liðlega 500 loft- net, og eru þau seld á kostnaðarverði, 1.790 krónur, en sér- stakt tilboðsverð er í gangi á áskriftinni. Við ákrift að STÖÐ 2, sem er 3.350 krónur, bætast 650 krónur fyrir SÝN, en kaupa verður 5 mánaða áskrift. Mikil ásókn var fyrstu dag- ana eftir að áskriftarherferðin hófst, síðan dró úr henni en síðustu daga síðustu viku lifnaði yfir henni aftur og er skýr- ingin sögð sú, fyrst og fremst, að spennandi hnefaleika- keppni færi fram á SÝN síðastliðinn laugardag milli Prinsins Naseem Hamed og landa hans Billy Hardy um heimsmeist- aratitilinn í fjaðurvigt. Sú skemmtun var hins vegar skamm- vinn, keppnin stóð aðeins í 93 sekúndur. En það koma fleiri hnefaleikakeppnir á SÝN sem Bubbi Morthens lýsir. í sumar mun Sýn hefja útsendingar á út-EyQarðarsvæðinu og munu Dalvíkingar, Ólafsfirðingar, Grenvíkingar, Árskógsstrending- ar og Hríseyingar þá geta notið stöðvarinnar. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.