Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 10. maí 1997 íDagur-®mmm ICYNFERÐISAFBROT Móðir misnotaðs fómar- lambs segir sína sögu Eftir að Dagur-Tíminn birti úttekt um dómsmái Roys Svans Shannon, sem dæmdur var nýverið í 4ra ára fangelsi fyrir kynferðisieg afbrot gagnvart börnum, hafði móðir fórnarlambs samband og lýsti skoðunum sínum og lífsreynslu. Tekið skal fram að kynferðis- misnotkun sonar hennar tengist ekki Roy Shannon og hún er ekki búsett á Akureyri. Af ótta við hefnd- araðgerðir telur hún sig samt ekki geta komið fram undir nafni og birtir því blaðið viðtaiið við hana nafn- laust. Á það skal einnig bent að skoðanir Dags-Tím- ans eru hér ekki til umræðu heldur talar kona sem er þátttakandi í harmleik. Lesendur sýndu almennt mikil viðbrögð en raddir fórnarlamba heyrast sjald- an. Eftirfarandi harmleikur er því miður langt í frá að vera einsdæmi í okkar þjóðfélagi: s g er móðir barns sem var misnotað hrottalega og langar til að opna um- ræðu um hvort rétt væri að taka upp dauðarefsingu á ís- landi. Um hana eru skiptar skoðanir geri ég mér grein fyr- ir, en á sínum tíma og verið var að rannsaka mál barnsins míns, sagði lögreglumaðm- við okkur að hann skildi ekkert í foreldrum misnotaðra barna, að leigja ekki bara mann frá Boston til að ljúka málinu. ís- lenskt réttarfar 'er ekki sniðið fyrir misnotuð börn. Lífið er bú- ið. Pað er búið að drepa þau. Þetta er ekki sjúkdómur, þetta er fíkn. Þeir vilja ekki aðstoð, þeir vilja ekki hætta og við þurfum að hreinsa ísland af þessum ósóma eins og með riðuveikivarnir þar sem allt fé er tekið og brennt. Þessir menn hætta ekki. Sá sem misnotar eitt barn heldur áfram. Öfga er þörf Til þess að fá eðlilegt ástand þarf að biðja um öfgar. Ef for- eldrar misnotaðra barna fara fram á dauðarefsingu, eina sprautu, þá sæju dómarar e.t.v. virkilega þörf á að gera eitt- hvað róttækt í málunum. Þessir menn eiga ekki að hafa mann- réttindi. Hefur þú séð barn eftir að búið er að rústa lífi þess? Þau geta ekki lifað eðlilegu lífi það sem eftir er. Ég þekki mitt barn og sumir þessara manna eiga ekki skilið að lifa. Hvað gera þeir eftir að af- plánun lýkur? Halda þeir ekki áfram? Svipta þeir ekki annað fólk lífi, andlega að minnsta kosti? E.t.v. gæti ég sjálf ekki drepið kynferðisafbrotamann en mér finnst að það þurfi að velta upp þessum spurningum til að ná einhverri réttarbót og auka öryggi barnanna okkar. Við þurfum að biðja um dauða- refsingu til að fá ævilanga úti- lokun þessara manna frá sam- félaginu. Barnið ekki fórnarlamb heldur vitni Líf barnsins míns er í rúst. Það er nokkuð langt síðan þetta gerðist og ástandið er skelfilegt. Ég græt þegar ég sé svona, það ganga menn um og það er vitn- að í sálfræðilega erfiðleika hjá þeim. Þótt þeir hafi átt erfitt uppdráttar réttlætir ekkert hvað þeir gera. íslenskt réttar- far er líka furðulegt. Ég get bent þér á að barn í réttarsal er kallað fram sem vitni og aldrei meðhöndlað í réttarkeríinu sem fórnarlamb heldur er það vitni í „Ég mun aldrei sjá þetta barn mitt ganga ham- ingjusamt inn í hjóna- band. Líf þess er búið. Ég veit að ég er í tilfinn- ingalegu uppnámi og þetta ýfist allt upp þegar önnur mál koma fram í dagsljósið en þetta er ofboðslega mikill sárs- auki og það þarf að fara að hlusta á okkur. Ég berst til síðasta dags til að sjá réttlæti þolend- anna. Það er ekki til.“ eigin mðingsmáli. Hugsaðu þér að lögfræðingur gerandans fór fram á það við okkur að barnið fengi ekki að ganga inn í réttar- sal með sálfræðingi vegna þess að sálfræðingurinn ætti eftir að vitna í málinu. Mannréttindi gerandans eru því hærri en barnsins. Grundvallarreglan Grundvallarreglan er náttúr- lega að maður er saklaus uns sekt er sönnuð en það er erfitt að horfa á það þegar maður á lítið barn sem er gersamlega búið að vera. Treystir engum framar, mun aldrei lifa eðlilegu lífi. Ég mun aldrei sjá þetta barn mitt ganga hamingjusamt inn í hjónaband. Líf þess er bú- ið. Ég veit að ég er í tilfinninga- legu uppnámi og þetta ýfist allt upp þegar önnur mál koma fram í dagsljósið. Þetta er of- boðslega mikill sársauki en það þarf að fara að hlusta á okkur. Ég berst til síðasta dags til að sjá réttlæti þolendanna. Það er ekki til. Ósamræmi í bótakerfinu Svo er annað. Hugsaðu þér ef barnið mitt hefði verið úrskurð- að með mjög alvarlegan líkam- legan sjúkdóm. Þá fá foreldrar umönnunarbætur. Ég varð að vera heima hjá barninu mínu og ég sé martröðina í lífi þess þótt það feli hana fyrir öðrum. Við fáum engar bætur nema barnið sé úrskurðað alvarlega þunglynt eða geðveikt. Hvað miskabæturnar varðaði þá neitaði hann að borga og þetta var á þeim tfma sem ríkið hljóp ekki undir bagga í þessum efnum. Við höfum orðið fyrir gífurlegu íjárhagslegu tjóni. Ég var í góðri vinnu sem ég missti og barnið fékk anorexíu og var mjög veikt. „Þetta er ekki sjúkdóm- ur, þetta er fíkn. Þeir vilja ekki aðstoð, þeir vilja ekki hætta og við þurfum að hreinsa ísland af þessum ósóma eins og með riðuveikivarnir þar sem allt fé er tekið og brennt. Þessir menn hætta ekki. Sá sem mis- notar eitt barn heldur áfram.“ Hann heldur áfram í mínu tilviki var um ítrekaða misnotkun að ræða. Andlega kúgun í nokkrar vikur en því tókst að bjarga sér í öllum til- vikum nema tveimur. Þetta var ofboðslega ljótur leikur, við er- um að tala um skyldmenni. Ná- ið skyldmenni. Saga gerandans eftir dóminn er sú að hann hef- ur bara fært sig ofar í aldri. Það hefur ekkert breyst hjá honum nema að núna notar hann drengi á lögaldri. Þótt þeir eigi þá fræðilega að geta stjórnað sínu lífi, eru þetta drengir sem hafa orðið undir í tilverunni og geta langt í frá talist sjálfstæðir. Þetta eru fórnarlömb eineltis. Svona verður þetta áfram.“ ViðtaL- Björn Þorláksson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.