Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 11
íOagur-?Dmitm PJÓÐMÁL Laugardagur 10. maí 1997 -11 Að gefnu tilefni Agnar Hallgrímsson skrifar Sú var tíðin hér á landi að allir íslendingar lifðu af landsins gæðum, sem voru einkum tvenn, þ.e. landbúnað- ur og sjósókn. Stundum bland- aðist þetta tvennt nokkuð sam- an þannig, að bændur og bændasynir stunduð sjósókn í öðrum landshlutum hluta árs- ins og fólk sem bjó í sjávarplás- sum hafði grasnyt, þ.e átti skepnur sér til lífsframfæris. Segja má að þannig hafi þetta verið í stórum dráttum allt frá því Ingólfur Árnason fann önd- vegissúliu- sínar reknar á land í Reykjavík fram til síðustu alda- móta, eða í rúm þúsund ár. Aðrar atvinnugreinar en þessar þekktust vart. Að vísu var gerð tilraun til iðnaðar á dögum Skúla Magnússonar Iandfótgeta um miðja 18. öld, en þær tilraunir áttu erfitt upp- dráttar og var fljótlega hætt. Ef við lítum til baka aftur til síð- ustu aldamóta þá kemur best í ljós hvílíkar geysiframfarir, nánast bylting, hafa orðið á þessari öld er senn kveður. Um síðustu aldamót voru engir bíl- ar, engar flugvélar, ekkert raf- magn, engin steinhús, engir vegir eða brýr svo heitið gæti, enginn sími, ekkert útvarp eða sjónvarp. Öll þessi þægindi hafa komið upp í hendur okkar, sem nú erum að sigla inn í nýja öld og við teljum sjálfsögð í daglegu h'fi okkar nútímamanna. Gjörbylting Með myndun þéttbýliskjarna og tilkomu verzlunarstaða fyrir og um sl. aldamót kom til þörf fyrir nýjar atvinnugreinar auk hinna hefðbundnu. Par kom einkum til skjalanna ýmis konar léttur iðnaður, einkum þjónustuiðnað- ur við dreifbýlið. En þar sem iðnaður hefur jafnan átt fremur erfitt uppdráttar hér á landi, einkum í samkeppni við hinn erlenda, varð að finna upp eitt- hvað nýtt lifibrauð. Lausnin varð ferðamannaiðnaður, sem nú er vanalega nefnd ferðaþjón- usta. Þessi nýja atvinnugrein hófst ekki að marki fyrr en eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar, er íslendingar eignuðust fyrst stærri og langfleygari flugvélar en hér höfðu tíðkast. Með til- komu þotualdar kom til sögunn- ar gerbylting með notkun stærri og hraðfleygari flugvéla en áður höfðu verið notaðar. Pessi atvinnugrein hefur sífellt verið að vinda utan á sig og auk- ast ár frá ári og er nú svo komið að nær annað hvert fjós og/eða hlaða í sveitum landsins hefur verið innréttað til móttöku ferða- manna, innlendra sem erlendra, auk allra þeirra hótela sem risið hafa um land allt á sl. hálfri öld. Ef ég man rétt þá komu um 200 þúsund erlendir ferðamenn til íandsins á sl. ári og gjaldeyris- tekjur af þeim námu um 20 millj- örðum. Af þessu má sjá að hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða fyrir þjóðarbúið, þar sem ijöldi ferðamanna nálganst nú íbúaíjölda landsins og mestur hluti þeirra kemur á tímabilinu júní-ágúst eða aðeins á þremur mánuðum á ári. Óspillt náttúra Nú mætti ætla að forráðamenn ferðaþjónustu litu björtum aug- um til framtíðar, hvað þetta snertir, þar sem koma erlendra ferðamanna hefur farið stöðugt vaxandi á síðustu árum og ára- tugum, en sú virðist ekki raunin á. Pað virðist sem komi á dag- inn að okkar viðkvæma land þohr vart ótakmarkaða aukn- ingu ferðamanna, enda er nú svo komið að nokkrar helstu náttúruperlur okkar eru lokað- ar umferð og ferðamönnum um langan tíma á ári, en það er að- allega hin óspillta náttúra okk- ar, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Nýlega heyrði ég einn af frumkvöðlum ferðamála á íslandi lýsa því í útvarpi að hann hefði þungar áhyggjur af hinni miklu aukningu ferða- manna til landsins. ísland og ís- lendingar væru ekki undir það búnir að mæta henni. Þá vaknar spurningin hvað er til ráða til að sporna gegn þessari átroðslu ferðamanna um okkar fagra land. Mér virðist að tvennt komi einkum til greina. Að takmarka Qölda ferðamanna um landið eða hækka prísana, svo maður sletti nú svolítið. Sé fyrri leiðin farin yrði að setja einhverja ítölu eða kvóta á ijölda ferð- manna hingað til lands, t.d. 500 þúsund á ári. Spurningin er bara sú hvort við kæmust upp með það, ekki síst þar sem við erum í EES-sambandinu. Ef hin leiðin væri farin væri verð á allri þjónustu við ferðamenn hækkað svo um munaði, td. með því að selja á 100 þúsund krón- ur nóttina á glæsihóteli eða 500 kr. á vatnssalerni. Þessi leið hef- ur þann kost fram yfir hina að við nytum ótakmarkaðra tekna af þeim fáu ferðamönnum, sem hingað kæmu sem aðallega yrðu bandarískir kvikmyndaleikarar eða aðrir auðjöfrar þaðan. Hins vegar værum við lausir við alla örtröð ferðamanna um landið. Spurning er bara sú, eins og áð- ur, kæmust við upp með þetta á tímum nútíma samgangna og fjarskipta? Ég held varla. Vaxandi straumur Það er því nokkurn veginn ljóst að við munum engan veginn fá sett takmarkanir á Ijölda ferða- manna hingað til lands á næstu árum og áratugum. Tala þeirra mun því halda áfram að vaxa ár frá ári, án þess að við fáurn nokkra rönd við reist. Hvað munar heiminn um það að senda hingað 1-2 milljónir manna á ári? Það er ekki nema íbúaijöldi meðalstórrar borgar í Bandaríkjunum eða Evrópu. Ilvað skyldu margar milljónir sækja Spán heim á ári hverju? Hvað hafa þeir upp á að bjóða sem við höfum ekki? Jú, sól og baðstrendur. Benda má á að á Norðursjávarströnd og Eystr- saltsströnd Evrópu eru bað- strendur sem gefa þeim spænsku ekkert eftir að gæðum. Einnig má benda á að með vaxandi velmegun íbúa hinna svokölluðu þróunarlanda, sem búa í hinum heittempruðu belt- um jarðar, mun í framtíðinni verða mikil aukning meðal ferðamanna og þeir munu áreið- anlega ekki sækja í sólina á Spáni. Ástæðan fyrir því að ekki hafa komið fleiri ferðamenn til íslands en raun ber vitni að und- anförnu er einfaldlega sú að við höfum ekki verið uppgötvuð sem ferðamannaparadís fyrr en á allra síðustu árum og koma þeirra hingað mun skjóta rótum út frá sér í framtíðinni. Það er augljóst mál að innan fárra ára munum við verða að taka ákvörðun um það hvort við vilj- um heldur koma í veg fyrir nátt- úruspjöll eða verða af þeirri bú- bót sem tekjur af ferðamönnum gefa okkur í aðra hönd og búa þar með við lakari h'fskjör í þessu landi, en við annars þyrft- um að gera. Valið er okkar. Um það er enginn ágreiningur. Náðhús spilla Það skal tekið fram að sá er þetta ritar er enginn sérstakur áhugamaður um nátttúru ís- lands og vernd hennar. Ekki get ég þó neitað því að mér finnst það stinga í augun þegar maður sér þessi ólögulegu þurrsalerni, sem ætluð eru ferðamönnum á mörgum fegurstu skoðimarstöð- urn þessa lands, einkum þó í óbyggðum og á afskekktum stöð- um. Sem dæmi um hversu mjög slík náðhús spilla umhverfinu má taka Atlavík í HaUormss- staðaskóg, sem er að mínu viti mjög ánægjulegur skoðunarstað- ur. Undirritaður hefur ferðast nokkuð um helstu skoðunarstaði í Norður- og Vestur-Evrópu, bæði í þéttbýli og dreifbýli, en hvergi rekist á slík náðhús eins og hér getur að h'ta. Hvað snertir tekjur af ferðamönnum þá tel ég það vafasaman ávinning að selja erlendum mönnum, sem hingað koma á einkabifreiðum, bensín sem við verjum dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn í landið, en höfum annars af þeim litlar tekjur aðrar. Hins vegar aka þeir utan alfaraleiða á torfærutækj- um sínum. En víkjum nú að öðru, sem er þessu skylt þó með öðrum hætti sé. Á síðasta ári heyrði ég í Ríkisútvarpinu umræðuþátt um ferðamál, þar sem fram komu tvær konur. Þar af var önnur þingmaður, en hin hátt- sett í ferðabransanum, hverra nöfn ég hvorki man eða hirði um að tilgreina hór. Þar kom það fram hjá þingmanninum, að hann liti svo á að hálendið væri almenningseign. Með öðr- um orðum, ætlað til eignar og útivistar fyrir Reykvíkinga og aðra íbúa þéttbýlis þessa lands. Afrétturinn Já, öðruvísi mér áður brá, segir gamalt máltæki. Ekki man ég betur þegar ég var að alast upp í sveit á fimmta og sjötta áratugn- um, en að einstakar jarðir og sveitarfélög á landinu ættu upp- rekstrarétt fyrir búpening sinn og full afnot af afréttum þessa lands og næðu þau allt inn til jökla. Ef til vill hefur þetta breyzt eitthvað sfðan þá, en það hefur þá algerlega farið framhjá mér. Við þetta sama tækifæri lýsti hin kona því yfir að ætlunin væri að gera hæsta hálendi landsins að þjóðgarði fyrir Evrópubúa. Ef þétttbýlisbúar eiga allt hálendið þá liggur í augum uppi að með orðunum hæsta hálendið er átt við jöklana. Sannarlega öfunda ég ekki Evrópubúa af því að dvelja langdvölum uppi á jöklum landsins allan ársins hring í misjöfnum veðrum. Og hvers vegna bara Evrópubúa? Af Landmannalaugar eru ein mesta ferðamannaparadís á fslandi. Myna: gva hverju ekki íbúa Ameríku og As- íu? Er það vegna þess að við til- heyrum Evrópu landfræðilega eða er það af því að við erum aðilar að EES-samningnum? Það væri gaman að fá einhver svör við því. Ég lýk hér með þessu spjalli um ferðamál, en vil um leið taka það fram að þær skoðanir, sem hér hafa verið settar fram, eru algerlega mínar eigin, en túlka á engan hátt skoðanir ritstjóra þessa blaðs eða annarra aðstandenda þess. Aðalfundur Kvenfélags Akureyrarkirkju verður haldinn fimmtudaginn 15. maí í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin. Innritun er hafin í sumarbúðirnar að Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir Tímabil Dagar Verð 1.fl. 18. júní-25. júní 7 dagar 14.900,- 2. fl. 27. júní-4. júlí 7 dagar 14.900,- Stúlkur 3. fl. 7. júlí-14. júlí 7 dagar 14.900,- 4. fl. 16. júlí-23. júlí 7 dagar 14.900,- Unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur 5. fl. 25. júlí-31. júlí 6 dagar 12.800,- Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritunargjald er kr. 3.000,- og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. Innritun fer fram í félagsheimilinu KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18 í síma 462 6330 og ut- an skrifstofutíma í síma 462 3929 hjá Önnu, 462 2066 hjá Astrid og 462 4301 hjá Jóni Oddgeir sem einnig veita allar nánari upplýsingar. Sumarbúðirnar Hólavatni. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, HERDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR, er andaðist aðfaranótt 5. maí, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 15. Guðmundur Pétursson, Alda Guðmundsdóttir, Hartvig Ingólfsson, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfríður Árnadóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Dýri Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.