Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 8
8 » ÞúM4murol3:.™<iUÆ« PJOÐMAL JOagur-ÍÍIímttm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Dimmblá í fyrsta lagi Vonbrigða varð vart meðal Sýnaráskrifenda með að út skuli skipt ljósblárri fyrir Dimmbláa nokkur kvöld meðan tölvuheilinn malaði einn þann snjall- asta meðal vor. Það er vissulega sögulegt að tölva sigri heimsmeistara í skák. Skák er ekki reiknings- dæmi nema að hluta, hún er skapandi listgrein og íþrótt sem byggir á innsæi. Dimmblá boðar breytta tíma: innan fárra ára verða þær svo margar tölv- urnar sem auðga mannlíf á enn fleiri sviðum - svo þversagnakennt sem það kann að hljóma. Markaðsfræðingarnir segja: „Segðu mér hvaða tómatsósu þú borðar og ég segi þér hver þú ert.“ Kortlagning mannlegs félags er langt komin, og verður enn nákvæmari þegar tölvurnar kynnast því betur hvernig við hugsum. í lífsins skák verður tölvum beitt á okkur - með og á móti. Ef Kasparov lýtur í lægra haldi fyrir Dimmblárri í skák, verður ekki mikið mál að fá Jón og Gunnu tfl að kaupa rétt, kjósa rétt og kyssa rétt. Utó Á að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18? Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri Já, mér finnst það. Á þessu aldursbill, frá sex- tán til átján ára, er visst tómarúm í kerfinu, þannig að ekki er hægt að fylgja eftir nauðsynlegu eftirliti eða sinna því aðhaldi sem sumum einstaklingum á þessum aldri er nauðsyn. Sumir hafa hreinlega ekki þroska sextán ára til að ráða sér sjálfir. Sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður i allsherjarnefnd og prestur Eg er mótfallinn því. Hér er hefð að sjálfráða verði ungmenni við 16 ára aldur, verði snemma þátttakendur í atvinnulífi óg taki ábyrgð á sjálfum sér. Pað er munur á ungu fóiki hér og í þeim löndum þar sem forsjá er rfk. Hér tekur ungt fólk mikla ábyrgð á eigin lífi og í samráði við foreldra gengur það oftast upp. Þar sem það gengur ekki er það m.a. vegna áfengis- og fikniefna- máia. Á því þarf þá að taka sérstaklega, án þess að svipa allt ungt fólk sjálfræði. Bubbi Morthens tónlistarmaður Já, vegna þess að sextán ára unglingar hafa ekki vit fyrir sér. Það er sýnt og sannað. Það mætti ætla að þau hefðu náð skilning þess- um átján ára gömul. Snævar Sigurðsson form. Félags framhaldsskólanema Með hærri sjálfræðis- aldri er betur hægt að ná til 16 til 18 ára unglinga sem eru í vanda- málum - og hægt er betur að veita þeim hjálp. Þá eru ung- lingar í dag lengur á fram- færi foreldra og fæstir eru fluttir að heiman í dag sex- tán ára. Skiptar skoðanir eru um þetta mál meðal fram- haldsskólanema, hvort rótt sé að svipta stóran hóp sjálf- ræði, til að leysa mál örfárra unglinga sem eru til vand- ræða. í þriðja lagi Fyrir flest okkar er hugsun aukabúgrein með ann- arri iðju. Við lærum ekki að hugsa - og má víða sjá þess sorglegrar afleiðingar. Fyrir manninn er skapandi hugsun hinnar köldu tölvu tækifæri til að hugsa upp á nýtt - um það hvernig við hugsum. Við erum tilneydd. Því án þess getum við ekki kennt Dimmbláum heimsins að þjóna okkur. En eigum við ekki að enda sem þjónar þeirra, þurfum við enn að bæta okkur sjálf: Framtíðin er þeirra sem hugsa skapandi. Stefán Jón Hafstein. Okkarmaður „Þegar okkar maður steig á svið, vaknaði í mér þjóðernis- stolt sem ég hef ekki fundið fyr- ir síðan íslenskar trillur sendu 20 bresk herskip heim í þurrkví í síðasta stríði.“ - Lesendabréf í DV um Pál Óskar og Evróvision. Mikill misskilingur „Það er útbreiddur misskilning- ur, sem kannski má rekja til bágra kjara íslendinga á liðn- um mannsöldrum, að eftirláts- semi sé börnum holl meðan þau eru að vaxa úr grasi. Því er þveröfugt farið. Ekkert er börn- um nauðsynlegra í uppvexti en aðhald og agi.“ - Sigurður A. Magnússon í DV í gær. Allsherjar lausnin „Okkar kerfi kann að vera gall- að. Það er flókið, stórt og dýrt í rekstri. En þetta er það sem við þekkjum og hinn valkosturinn er óþekktur og óreyndur. Hann er valkostur frjálshyggjunnar sem telur einstakhngsfrelsi hina æðstu dyggð. Og lausn allra vandamála." - Róbert Marshall í Vikublaðinu. Lasnir kapitalistar „íslenskur kapitalismi er ekki heill heilsu og umhverfismál ásamt upplýsingabyltingunni þrýsta á um breytta heims- mynd.“ - Ari Trausti Guðmundsson í Vikublað- inu. Agætlega gengur að bræða saman stóra vinstriflokkinn. Gamal- reyndir stjórnmálaforingjar keppast við að upplýsa að enginn ágreiningur sé á milli þeirra, enda séu hugsjónirnar hinar sömu. Um hvað þeir hafa verið að hnakkrífast undan- gengna áratugi er hjóm eitt og mark- leysa. Það eru ekki ónýt eftirmælin sem þeir gefa sjálfum sér. Stórkostlegur sigur Tony Blairs í Bretlandi gefur íslenskum vinstrimönn- um byr undir vængi og túlka þeir hann sem áskorun um að hér verði stofnaður Verkamannaflokkur að breskri fyrir- mynd til að ganga á milli bols og höfuðs á íhaldinu. Hægri menn álíta samt að nýi forsætisráðherrann í London sé fullt eins frambærilegt íhald og sá gamli. Það er kannski þess vegna sem ný skoðanakönnun á íslandi sýnir að Sjálf- stæðisflokkurinn er kominn með nærri því eins mikið kjörfylgi og sigurvegarinn í bresku kosningunum náði 1. maí sl. Breiðfylking hverra? Fylgi krata og allaballa er á niðurleið, samkvæmt könnuninni og sameining- Hvorki grasrót né regnhlíf arflokkarnir sem stofnaðir voru til að safna konum og jafnaðarmönnum undir sínar regnhh'far eru nær horfnir. Nú er ein skoðanakönnun um flokkafylgi engin endanleg niðurstaða um hvernig atkvæðaveiðarnar ganga, en ekki verður því mótmælt að niður- stöður kannanna eru vísbendingar um hvernig straumar leggjast. Því má spyrja hvort grasrótin marg- umtalaða láti sér ekki í léttu rúmi liggja hvort þau Sighvatur og Margrét bjóði fram saman eða sitt í hvoru lagi. Um Þjóðvaka og Kvennalista þarf ekki að spyrja. Þau samtök eru ekki orð- in annað en rótar- og stilklausir blóm- hnappar, sem engum kemur við nema nema nokkrum fulltrúum á þingi, sem atkvæðin eru fyrir löngu búin að yfir- gefa. Leiðtogar sameiningarflokkanna halda málþing og lýsa fjálglega yfir að þeir séu eitt og að þjóðin þrái ekkert heitara en að þeir stýri og stjórni þeirra Tonys og Davíðs af svipuðum þeirri breiðfylkingu jafnaðarmennsk- unnar sem þeir telja sjálfum sér og öðrum trú um að sé í burðarliðnum. Þess á milli senda þeir hver öðrum tóninn af gömlum vana, sem auðvitað er ekki annað en liður í þeirri valda- baráttu sem útvaldir heyja til að tryggja sjálfum sér aðstöðu í þeim jafnaðarmannaflokki, sem á sér það eina takmark að ná völdum. Sem út af fyrir sig er ekki að lasta, en verið getur að atkvæðin vilji fá að vita aðeins _____ meira um til hvers á ao bruka voldm. Ónýtt orða- gjálfur Samkvæmt þeirri skoðanakönnun um flokkafylgi sem birt var um helgina haggast fylgi Framsóknar ekki, enda eru fylgjendur þess flokks ekkert að líta út yfir brimgarðinn í leit að fyrir- myndum. Þeir finna ekki til neinnar samkenndar með breskum kjósendum. Að hinu leytinu er frjálshyggja toga, nema að Davíð er á svipaðri línu í Evrópumálum og Margrét Frímanns. En Tony hallast þar að hugmyndum og stefnu Sighvats og allra hinna Evró- kratanna. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins og minnkandi fylgi sameiningarflokk- anna bendir ekki til að óskin um stóra jafnaðarmannaflokkinn nái langt út fyrir raðir þeirra pólitíkusa sem þykj- ast sjá hag sínum betur borgið innan breiðfylkingar, en í þeim sundruðu flokkum, sem eru orðnir kjaftstopp af jafnaðarmennsku, sem þeir geta ekki útskýrt í hverju felst. Frasar og orðagjálfur hafa æ minna vægi í stjórnmálabaráttunni og þeir flokkar sem ekki hafa annað til að leggja en neikvætt nöldur og hástemmt sameiningartal eiga ekki trúnað kjós- enda skilinn. En hvað í veröldinni dregur atkvæð- in að Sjálfstæðisflokknum er spurning sem fjölraddaður sameiningarkórinn ætti að leggja fyrir sjálfan sig. Hann sér hvort sem er ekki eigin nafla þótt hann góni inn í hann. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.