Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 9
 |Dagur:®mnfm Þriðjudagur Í3. níái í$i)7 - 9 Iifeyrissj óðafrumvarpið saltað til haustsins Frá Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að fresta afgreiðslu lífeyrissjóða- frumvarpsins umdeilda til hausts. Sérstök nefnd á fjalla um frumvarpið í sumar og freista þess að ná sáttum í þessu viðkvæma deilumáli. Alþýðusambandið og vinnu- veitendur óskuðu eftir því að málinu yrði frestað og stjórn- arandstæðingar voru því ein- dregið fylgjandi. Hins vegar eru þeir afar ósáttir við hvernig að því var staðið. Frumvarpið var afgreitt úr i efnahags- og viðskiptanefnd í gærmorgun, með 23 breyt- ingatillögum meirihlutans, með 5 atkvæðum gegn 4. Mikill árangur náðst „Við vildum sýna með þessu að meirihlutinn væri tilbúinn til að flytja breytingatil- lögur við frumvarpið. Staðfesta að stjórnarfrumvarpið taki breytingum og að við séum ekki bundnir af því, eins og það var upphaflega lagt fram. Við teljum að tillögurnar séu allar til bóta, enda hafa nefndin og fjármálaráðuneytið unnið mjög ötullega að því að brúa bil milli ólíkra sjónarmiða. Núna er miklu meiri friður og sátt um frumvarpið en þegar það var fyrst lagt fram og það vildum við staðfesta," segir Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. ASÍ og VSÍ hafi óskað eftir fresti m.a. til að kynna betur og reikna út nýjar hugmyndir um sveigjanleika í kerfinu og sjálf- sagt hafi þótt að verða við því. Að auki sé ágreiningur um ákvæði um aðild að lífeyrissjóð- um og það verði skoðað í sum- ar. „Ég er alveg sannfærður um það að öll þessi umræða sem orðið hefur um lffeyrismálin og öll sú vinna sem hefur verið lögð í þetta, hefur fært okkur nánast að því marki að setja lög sem sæmileg sátt getur orðið um. Þar með setjum við löggjöf sem eykur sveigjanleikann í kerfinu, eykur frelsið en gerir það jafnframt að verkum að öll- um er skylt að taka þátt í sam- tryggingunni að ákveðnu marki. Það er svo nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að tvinna saman almannatrygg- ingakerfið og lffeyrisjóðakerfið í framtíðinni,“ segir Friðrik. Hann vill engu spá um hvort það fullkomið samkomulag tekst í sumar, „en ég er alveg sannfærður um það að málið er komið svo langt, að það er eng- in afsökun til fyrir því að leggja frumvarpið ekki fram í haust og klára það. Það rekur mjög á eftir okkur að skortur á löggjöf er farinn að hamla eðlilegri þróun á þessu sviði.“ Sérkennilegt vinnulag „Það var skynsamlegt að fresta málinu,“ segir Grétar Þorsteins- son, forseti Al- þýðusam- bandsins. „En vinniúagið er afskaplega sérkennilegt. Það er sér- kennilegt við þessar að- stæður að afgreiða málið með formlegum hætti út úr þing- nefnd og fara með það þannig í viðræður við þá sem málið varðar. Við h'tum auðvitað svo á að málið sé allt opið og komum þannig að málinu,“ segir Grétar og vill ekki kannast við að meiri sátt sé um frumvarpið einsog það lítur út með breytingartil- lögum efnahags- og viðskipta- nefndar, en eins og það var þegar það var fyrst lagt fram. „Það læt ég alveg ósagt.“ í viðræðum við stjórnar- meirihlutann undanfarna daga viðruðu forsvarsmenn ASÍ nýjar hugmyndir um meiri sveigjan- leika í Iffeyrissjóðakerfinu. „Við vorum að byrja að skoða það hjá okkur hvort hægt væri að finna leið, sem væri sæmilega ásættanleg fyrir flesta sem að málinu koma og gæfi hugsan- lega meira innbyrðis svigrúm varðandi 10 prósenta iðgjald- ið,“ segir Grétar en er ekki reiðubúinn til þess að tjá sig frekar um þessar hugmyndir. Ilann segir að þær séu á al- gjöru frumstigi og eigi eftir að gera á þeim tryggingarfræði- lega úttekt og skoða það hvort þetta geti verið skynsamleg leið. „Við höfum lítið um þetta að segja fyrr en búið er að vinna þetta eitthvað frekar." Þótt forseti ASÍ sé ósáttur við vinnulagið, segist hann treysta því að það sé raunverulegur vilji stjórnarflokkanna að ræða h'feyrismálin og reyna að ná um þau sátt. Hann er hóflega bjart- sýnn á að sátt geti tekist. „Ef vel er unnið að þessu fram á haustið eru meiri líkur en minni á því að sæmileg sátt geti orðið um þetta, en við gefum okkur ekki niðurstöðuna." Stefnt í átök Stjórnarand- staðan er eng- an veginn sátt við þessa málsmeðferð," segir Ágúst Einarsson, þingmaður Jafnaðar- manna og varaformaður efna- hags- og viðskiptanefndar. „Meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar er að stefna þessu í farveg átaka, með því að afgreiða frumvarpið með sínum breytingartillögum, vegna þess að þar með eru þeir að marka frekari vinnu í mál- inu. Við hefðum talið eðlilegt að skoða málið í sumar með opn- um huga, í stað þess að binda sig við breytingartillögur Vil- hjálms Egilssonar, sem engin sátt er um.“ Ágúst segir íjarri lagi að halda því fram að það sé meiri sátt um frumvarpið í þessum búningi, en eins og það var fyrst lagt fram. „Þvert á móti. Það er meiri sátt um óbreytt frumvarp, en þessar breytingartillögur. Málið var komið í shkt óefni að bæði Al- þýðusambandið og Vinnuveit- endasambandið óskuðu form- lega eftir því við forsætisráð- herra að því yrði frestað og unnið frekar í því. Á þetta var fallist, en með þeim hætti að þeirri vinnu sem á eftir að fara fram í sumar, er stefnt í hættu. Með afgreiðslu sinni er meiri- hlutinn í raun að segja að frum- varpið, sem lagt verður fram í haust, verði með þessum um- deildu breytingartillögum og um það getur aldrei náðst sátt,“ segir Ágúst. Hann segir að ágreiningurinn sé f.o.f. um ákvæðið um aðild að lífeyris- sjóðum. „Með frumvarpinu er verið að breyta skipulagi á vinnumarkaði og við teljum að það eigi ekki að standa svona að því. Það er samdóma álit stjórnarandstöðunnar, Vinnu- veitendasambandsins og AI- þýðusambandsins. Menn vilja hafa núverandi fyrirkomulag við greiðslu inn í h'feyrissjóðina. Hins vegar eru allir sammála um að það eigi að taka tilllit til aðstæðna séreignasjóðanna og tryggja hag þeirra sem hafa sparað þar með reglulegum hætti." Blendnar tilfinningar „Við hefðum gjarnan viljað að þetta mál væri útkljáð núna, segir Baldur Guðlaugsson, for- finna fólk sem greitt hefur í séreignasjóði. 1Bpa5 er nauð- synlegt bæði séreignasjóðanna vegna og h'feyriskerfisins vegna að það sé fast land undir fótum og þess vegna hefði verið æski- legt að ljiika þessu máli. Hins vegar held ég að menn geri sér grein fyrir því að það skiptir máli að ná sem víðtækastri sátt og það er útlit fyrir að það sé að opnast möguleiki á því og úr því aðilar vinnumarkaðarins óskuðu svona ákaft eftir því að málinu yrði frestað, þá skilur maður þá pólitísku nauðsyn sem var talin á því. Þetta eru sem sagt svona blendnar til- finningar.“ Ilann segir að í breytingartil- lögum meirihlutans felist ákveðin stefnubreyting, í átt til sjónarmiða sinna samtaka og eins veki hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, um meiri sveigjanleika, vonir um að sátt geti tekist. „Það á síðan eftir að reyna á það hvað felst í þessum tillögum og menn eiga eftir að takst á um það. Það má kannski segja að það sé búið að setja nýjan pólitískan grunnpunkt með breytingatillögunum og það á eftir að koma í ljós hvaða sátt menn ná út frá honum.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.