Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 10
i- 10 - Þriðjudagur 13. maí 1997 íDagur-©mtmx KNATTSPYRNA . England Úrvalsdeild Úrslit Aston Villa-Southampton 1:0 (Dryden sjm. 12) Blackburn-Leicester 2:4 (Flitcroft 25, Fenton 66) (Heskey 13, 56, Claridge 55, Wilson 81) Derby-Arsenal 1:3 (Ward 9) (Wright 55, 90, Bergkamp 82) Everton-Chelsea 1:2 (Barmby 77) (Wise 14, Di Matteo 36) Leeds-Middlesbrougb 1:2 (Deane 77) (Juninho 79) Man. Utd.-West Ham 2:0 (Scholes 11, Cruyff 84) Newcastle-Nottm. Forest 5:0 (Asprilla 20, Ferdinand 23, 26, Shearer 36, Elliott 77) Sheff. Wed.-Liverpool 1:1 (Donaldson 75) (Redknapp 83) Tottenham-Coventry 1:2 (McVeigh 44) (Dublin 13, Williams 39) Wimbledon-Sunderland 1:0 (Euell 85) Lokastaðan Man. Utd. 38 Newcastle 38 Arsenal 38 Liverpool 38 Aston Villa 38 Chelsea 38 Sheff. Wed. 38 Wimbledon 38 Leicester 38 Tottenham 38 Leeds 38 Derby 38 Blackhurn 38 West Ham 38 Everton 38 Southampt. 38 Coventry City 38 21 12 5 76:44 75 1911 8 73:40 68 1911 8 62:32 68 1911 8 62:37 68 17 10 11 47:34 61 16 11 11 58:55 59 1415 9 50:51 57 15 11 12 49:46 56 12 11 15 46:54 47 13 718 44:5146 11 13 14 28:38 46 11 13 14 45:58 46 915 14 42:43 42 10 12 16 39:48 42 10 12 16 44:57 42 1011 17 50:56 41 9 14 15 38:54 41 Sunderland 38 10 10 18 35:53 40 Middlesbr. 38 10 12 16 51:60 39 Nottingh. For. 38 6 16 16 31:59 34 *3 stig voru dregin af Middles- brough fyrir að mæta ekki til leiks. Úrslitakeppni 1. deildar C. Palace-Wolves 3:1 Sheff. Utd.-Ipswich 1:1 GOLF Heimamenn léku best í Leirunni Fyrsta Bláalónsmótið af þremur var haldið á Hólms- velli í Leirunni um helgina. Úr- slit mótsins urðu þessi: Án forgjafar: 1. Davíð Jónsson, GS 73 2. Örn Æ. Hjartarson, GS 73 3. Guðm. Rúnar Hallgrímss., GS 74 4 ívar Hauksson, GKG 74 5. Björgvin Sigurbergsson, GK 75 Með forgjöf: 1. Þórhallur Óskarsson, GSG 65 2. Guðni Vignir Sveinsson, GS 65 3. Jón H. Bergsson, GKG 66 Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Markvörður Coventry blés upp björgunarvestið Steve Ogrizovic, markvörð- ur Coventry, kom liði sínu enn einu sinni til bjargar og frammistaða hans á White Hart Lane á sunnudag bjargaði liðinu frá falli enn einu sinni á lokadegi tímabilsins. Sunder- land tapaði fyrir Wimbledon á Selhurst Park og stjörnum prýtt lið Middlesbrough náði aðeins jafntefli við Leeds á Elland Ro- ad á meðan Coventry náði að kreista fram sigur gegn Totten- ham. Baráttan um 2. sætið var einnig hörð og Newcastle nældi í sætið eftirsótta með stórsigri á Forest og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arsenal, Li- verpool, Aston Viiia og deildar- bikarmeistarar Leicester keppa í UEFA bikarkeppninni næsta vetur. Gordon Strachan, stjóri Co- ventry, hafði töfrasprotann meðferðis til White Hart Lane. Leikur Tottenham og Coventry hófst stundarfjórðungi síðar en aðrir leikir og þegar dómarinn flautaði til leiksloka var tíma- bilinu lokið og úrslitin ráðin. Coventry komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Dion Dublin og Paul Williams en unglingurinn Paul McVeigh minnkaði rétt fyrir hlé. Á loka- kaflanum sótti Tottenham en Ogrizovic varði sem berserkur í marki Coventry og bjargaði m.a. tvívegis frá Neale Fenrt og Jason Dozzell. Þetta er níunda skiptið á þeim 30 sem Coventry hefur verið samfleytt í efstu deild sem félagið bjargar sér frá falli á lokadegi tímabilsins og það hefur gerst þrisvar á síðustu fimm árum. Það er lygasögu líkast hvernig liðinu tekst alltaf að hanga í deildinni. Nágrannar saman niður Nágrannaliðin Sunderland og Middlesbrough voru samferða niður í 1. deild. Það var ung- lingspilturinn Jason Euell (18 ára) sem sendi Sunderland nið- ur með marki ijórum mínútum fyrir leikslok á Selhurst Park. Gestirnir fengu færi í leiknum til að tryggja áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni en gömlu brýnin Chris Waddle og Paul Stewart misnotuðu bestu færin. Leikmenn Middlesbrough voru þreytulegir þegar þeir mættu til leiksins á Elland Road gegn Leeds, enda var þetta fjórði leikur liðsins á níu dög- um. Liðið lék til sigurs en sókn- in var bitlaus í íjarveru silfur- refsins Fabrizio Ravanelli, sem meiddist í leiknum gegn Manc- hester United sl. mánudag. Þeg- ar Brian Deane skallaði í netið hjá Boro á 76. mínútu virtist öll nótt úti fyrir þá rauðklæddu en Juninho jafnaði þremur mínút- um síðar og var það fyrsta markið sem Leeds fékk á sig á Elland Road í 849 mínútur. Þrátt fyrir látlausa sókn í lokin tókst Boro ekki að knýja fram sigur og má búast við að stjörn- ur liðsins hverfi af braut hver af annarri á næstu vikum. Enn eru þó möguleikar á því að liðið leiki í Evrópukeppni næsta vet- Kóngurinn krýndur. Eric Cantona tók við fjórða meistaratitli Manchester United á fimm árum. ur. Liverpool gaf eftir Newcastle nældi í 2. sætið með 5:0 sigri á Notting- ham Forest á sama tíma og Liverpool náði aðeins jafntefli við Sheffield Wednesday. Liver- pool féll alla leið niður í fjórða sætið á meðan Arsenal stóð í stað x' 3. sæti eftir 3:1 sigur á Derby. Leikmenn Liverpool voru langt frá sínu besta gegn Wednesday sem tók forustu á 75. mínútu með marki frá vara- manninum O Neill Donaldson en Liverpool jafnaði sjö mínút- um fyrir leikslok. Markið skor- aði Jamie Redknapp beint úr aukaspyrnu framhjá Andy Boot, helsta markahrók Wednesday, sem fór í markmannstreyjuna eftir að Matt Clarke var vikið útaf. Liverpool sótti mikið í lok- in en Booth var í stuði milli stanganna og varði hvað eftir annað meistaralega. Unglingur- inn Mark Owen var besti maður Liverpool en hann nýtti ekki færin sín sem skiidi. Newcastle vissi að það þyrfti markaregn gegn Forest ef liðið ætlaði að eiga möguleika á 2. sætinu og Kenny Dalglish tefldi fram Faustino Ásprilla með Al- an Shearer og Les Ferdinand x' fremstu víglínu. Þeir skiluðu sínu og komu þeim svart-hvítu í fjögurra marka forustu fyrir hlé. Ferdinand skoraði tvö og hefur þar með skorað 100 mörk í úrvalsdeildinni og 50 fyrir Newcastle. Arsenal lenti undir gegn Derby, sem var að leika síðasta leikinn á Baseball Ground, en náði að sigra 3:1 þrátt fyrir að Ieika einum manni færri í 77 mínútur. Tony Adams fékk reisupassann á 13. mínútu fyrir annað grófa brotið sitt á skömmum tíma. Þremur mínút- um áður hafði Ashley Ward komið Derby yfir og Paul Mer- son fór útaf meiddur, þannig að útlitið var ekki bjart fyrir gest- ina. En varamaðurinn Nicolas Anelka breytti leik Arsenal til batnaðar. Þessi 18 ára Fi-akki átti þátt í tveimur mörkum sem Ian Wright skoraði en þess í milli skoraði Dennis Bergkamp glæsilegt mark. Það var sigurhátíð á Old Trafford þar sem Manchester United tók á móti West Ham. Leikurinn skipti ekki miklu máli þar sem heimamenn voru þeg- ar orðnir meistarar og West Ham var sloppið við fall. United lék afslappað og öruggt og sigr- aði 2:0 með mörkum frá Paul Scholes og Jordi Cruyff. Sigri fagnað. Það var mikil gleði á Old Trafford á sunnudag þegar Manc- hester United tók á móti meistaratitlinum. Hér lyfta Alex Ferguson og að- stoðarmaður hans, Brian Kidd, bikarnum á loft. ur en Boro mætir Chelsea í úrslita- leik FA bikarsins um næstu helgi. Southampton rétt slapp við fall- ið þrátt fyrir að hafa tapað 0:1 gegn Aston Villa. Varnarmaðurinn Richard Dryden skoraði sjálfsmark á 12. mínútu og varð að bíða þar til flautað var til leiksloka í öðrum leikjum þar tfl hann var viss um að markið sendi ekki lið hans nið- KNATTSPYRNA • England HANDBOLTI Þorbjömmeð nýjan samning Þorbjörn Jensson gekk frá nýjum þjálfarasamningi við HSÍ sem gildir til júhloka árið 1999, eða framyfir heims- meistaramótið í Eygyptalandi. Þorbjörn tók við karlalandslið- inu af Þorbergi Aðalsteinssyni, eftir heimsmeistarakeppmn- ina fyrir tveimur árum og rennur sá samningur út í þessum mánuði. Síðastíleikur ErtingsmeðKA KA tryggði sér Akureyrar- meistaratitilinn í hand- knattleik sl. föstudagskvöld, þegar liðið lagði Þór að velli í íþróttahöllinni 33:18 en stað- an var 15:8 í leikhléi. Fyrrum þjálfari Þórs, Sævar Árnason, skoraði átta af mörkum KA, Sverrir Björnsson 7 og Jakob Jónsson 5. Ingólfur Samúels- son skoraði sex mörk fyrir Þór og Andrés Kristjánsson 3. Leiksins verður sjálfsagt helst núnnst fyrir þá sök að hann var síðasti leikur Erlings Kristjánssonar með meist- araflokki KA. Erlingur mun reyndar áður hafa látið að því hggja að hann muni leggja skóna á hilluna, en aldrei með jafn mikilli alvöru í orðunum eins og á föstudaginn. KNATTSPYRNA ValurogÍBV leika tíl úrslita s Urslitaleikurinn í Deildar- bikarkeppiú KSÍ hefur verið færður fram um tvo daga og verður því Ieikinn í kvöld kl. 20 á Valbjarnarvell- inum. Valur og ÍBV leika til úrslita í keppninni og dómari á leiknum verður Eyjólfur Ól- afsson. Þá verður leikið í undanúr- slitum í Deildarbikarkeppni kvenna í kvöld og fara leildrn- ir fram á Ásvelli í Hafnarfirði. Breiðablik tekur á móti ÍA kl. 18:30 og KR og Valur hefla leik tveimur klukkustundum síðar. VerðurKRspáð tiUinum? Kynningarfundur Sjóvár-A- mennra deildarinnar verður haldinn í dag, en for- ráðamenn félaganna, fram- kvæmdastjórar, þjálfarar og fyrirhðar 1. deildarliðanna tíu munu þar spá fyrir um röð hð- anna í deildinni, þegar aðeins sex dagar eru fram að fyrstu umferðinni. KR-ingum hefur oftast verið spáð titlinum. BADMINTON Jafet endurkjör- inn formaður BSÍ Jafet S. Ólafsson var um helgina endurkjörinn for- maður Badmintonsam- bandsins til eins árs og verð- ur þetta annað ár hans sem formanns BSÍ. Velta sam- bandsins var um tíu milljón- ir á síðasta ári og hagnaður þess um 300. þús. kr. segir í fréttatilkynningu frá BSÍ.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.