Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 12
iDagitr-Omtmt Veðrið í dag Þriðjudagur 13. maí 1997 Reykjavík NNA4 NNA3 NA3 NA3 SSA3 NNA4 NA4 NA3 NA4 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Norðan kaldi, en stinningskaldi eða allhvasst norðvestan til. Éljagangur og hiti nálægt frostmarki á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum og hiti 5-10 stig syðra. Stykkishólmur 0 NNA5 NNA4 NA4 NA5 ASA3 NNA5 NA4 NA4 NA5 Bolungarvík NNA4 NNA4 NA4 NA5 NA4 NNA4 NNA5 NA5 NA7 Blönduós______________ 9 Mið Fim Fös Lau mm ■10 :: NNA3 NNA3 NA2 NA3 ASA2 NNA4 NNA3 NA3 NA4 Akureyri_______________ 9 Mið Fim Fös Lau mm ■10 ■ 5 - 0 N3 NNV3 NNA3 NA3 SA3 N4 N4 NA3 NA4 Egilsstaðir Mið 0 -5- •10 NNV3 Fim Fös Lau mm^ 10 - 5 NV3 NNV3 NA3 SSA3 NNV5 NV4 NNA4 NA5 Kirftjubæjarklaustur Mið Fim Fös Lau mm NNA2 NA3 ANA3 ANA2 S3 NA3 ANA3 NA4 NA4 AKSTURSÍÞRÓTTIR Yfírburðir hjá feðgunum Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson höfðu yfir- burði í fyrsta ralli sumarsins, Aðalskoðunarrallinu, á bifreið sinni Mazda 323 X. Þeir sigruðu á öllum sérleiðum með þó nokkrum mun 00:55:42, og voru með rúma mínútu í for- skot á næstu menn, Sigurð B. Guðmundsson og Rögnvald Pálsson á Metronum en þeir náðu túnanum 00:56:48. Næstu menn voru Hjörtur Jónsson og ísak Guðjónsson á Nissan 510 X, sem voru rúmum 3.5 mínút- um á eftir Rúnari og Jóni. Sex keppendur af 18 féllu úr keppni af ýmsum ástæðum. Það er því hægt að segja for- ystan í rallinu sé komin í hefð- bundnar hendur. Ólafur bestur í krónuflokki Keppt var í rallykrossi um helgina. Ólafur Ingi Ólafsson varð sigurvegari í krónuflokki á Toyota Corolla með 20 stig. Hann varð í fyrsta sæti í öllum riðlunum sem og í úrslitunum. í rallykrossflokki kom, sá og sigraði Ásgeir Örn Rúnarsson á glæsikerru sinni, Ford Mustang. Hann hlaut 20 stig fyrir sigur- inn. Ásgeir varð fyrstur í öllum riðlunum enda með feikna öfl- ugan bfl, með 450 hestöfl undir húddinu + mtrógas. HANDBOLTI • Undirbúningur fyrir HM Létt lokaæfing í Smáranum íslenska landsliðið í handknattleik hélt lokaæfingu sína hérna á landi í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn, þar sem liðið lék æf- ingaleik gegn úrvalsliði Sigurðar Gunnarssonar. Landsliðið hafði sigur 35:29, en hópurinn hélt síðan utan til Japans, snemma í gærmorgun, en millilent var í Stokkhólmi. Liðið leikur æfingaleik við Portúgal á morgun, en fyrsti leikur liðsins í keppninni fer fram á laugardaginn, gegn gestgjöfunum, Japan. Myn&. bg KARATE Tvöguttí Danmörku Islenskir karatemenn náðu góðum árangri á Opna danska mótinu sem haldið var um helgina. Halldór Svavarsson sigraði í -65 kg flokki, Ólafur Nielsen sigraði í -80 kg flokki og Ingólfur Snorrason fékk bronsverðlaun í opnum flokki. Þá keppti Edda Blöndal í +60 kg floldd og sigraði í flórum við- ureignum sínum af sjö, en náði ekki verðlaunasæti. Keppendur á mótinu voru um 350 talsins frá íjórtán löndum. HANDBOLTI Afturelding ræðir við Magnús Má Afturelding hefur undanfarið átt í viðræðum við Magnús Má Þórðarson, línumann ÍR- liðsins, en gallinn er sá að Magnús Már er enn samnings- bundinn ÍR-Uðinu. Mosfellsbæj- arliðið á enn eftir að fylla skarð Sigurjóns Bjarnasonar á línunni og stöðu vinstri handar skyttu. Nafn Jasons Ólafssonar, fyrrum hðsmanns, hefur verið nefnt, en Jason hefur mun meiri áhuga á að leika erlendis næsta vetur, ef kostur er. Stórhöfði NNA4 NA4 A4 NA5 SSV4 NA5 ANA4 ANA5 ANA5 TílboÖ á sérblandaðri innimálningu gljástig 10 Verð: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundirlita í boði KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 HANDBOLTI Átta leikmenn frá KA á aðeins einum mánuði s Islandsmeistarar KA hafa misst átta leikmenn úr herbúðum sínum frá því keppni lauk á ís- landsmótinu, fyrir réttum mán- uði. Þá tilkynntu fjórir leikmenn frá því að þeir væru ákveðnir í að hætta, og fleiri hafa bæst í hópinn á síðustu vikum. Róbert Julian Duranona gekk fyrir helgi til liðs við þýska 1. deildarliðið Eisenach og um helgina gekk Heiðmar Felixson til liðs við Stjörnuna, ásamt Eyjamannin- um Arnari Péturssyni, sem KA- menn höfðu átt í viðræðum við síðustu daga. Þá er nær öruggt að Sergei Ziza verður ekki áfram og Jakob Jónsson mun vera á leiðinni til ísaljarðar að nýju. Þá hefur Leó Örn Þorleifs- son, línumaður liðsins, ekki enn gefið svar, hvort hann tekur til- boði KA um nýjan samning. Leitað á erlend mið „Það er ljóst að okkur vantar þrjá sterka leikmenn í liðið og það er verið að vinna í þessum málum. Við munum líklega skoða erlenda leikmenn, líklega frá Austur-Evrópu,“ sagði Páll Alfreðsson, formaður hand- knattleiksdeildar KA, þegar rætt var við hann í gær. Handknattleiksdeild KA gekk frá eins árs samningi við Sig- trygg Albertsson, sem staðið hefur í marki Gróttu undanfar- in ár. Sigtryggur sem lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í vor hafði hug á því að leggja skóna á hilluna, en snerist hugur. Hann mun koma norður í næsta mánuði og fara þá sem afleys- ingamaður á sjó, en hann mun síðan væntanlega starfa sem matreiðslumaður næsta vetur. Borgames ^ s.-67júlí 7997 j

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.