Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 3
jDitgur-QItntnm Miðvikudagur 14. maí 1997 - 3 F R É T T I R ■ Barnaverndarstofa Mð erum ekki að reka fangelsi Nú er rætt á Alþingi hvort hækka eigi sjálfræðisaldur. Barnaverndarstofa segir að það myndi auðvelda meðferð- arstarf og auka skilvirkni. Strokið og ofbeldið frá meðferðarheimil- inu að Bakkaflöt vandmeðfarið og mjög alvarlegt mál. Konan sem kefluð var og bundin á bæði höndum og fótum af 14-15 ára unglingum á meðferðarheimil- inu Bakkaflöt í Skagafirði er ómeidd en var miður sín í gær og leið eftir atvikum skv. upp- lýsingum blaðsins. Barnavernd- arstofa segir málið mjög alvar- legt og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að sagan endur- taki sig ekki. Litlu munaði að stórslys hlytist af þegar ung- mennin stálu bíi og óku á ofsa- hraða aðfaranótt mánudags eft- ir að hafa strokið af heimiiinu. „Við iítum þetta mjög alvar- legum augum. Það er skammt um hðið frá þvx að hópur stúlkna strauk af þessu heimih en þetta er vandmeðfarið mál, við erum ekki að reka fangelsi,“ segir Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu. Sérlega mótþróafull Krakkarnir á Bakkaflöt hafa annan bakgrunn en unglingar á öðrum íslenskum meðferðar- heimilum. Pau eru mótþróafyllri og gera sér misvel grein fyrir aðstæðum. Heimihð að Bakka- flöt er jafnframt dýrasta og best mannaða heimih landsins. Bragi segir að til að byrja með verði gerðar breytingar á samsetningu hópsins að Bakka- flöt og má benda á að sami eða sömu aðilar tóku að hluta þátt í báðum strokstilraununum. Hann vísar því hins vegar á bug sem fram kom hjá lögreglunni á Sauðárkróki að ekkert hafi verið gert th að auka gæslu. Eftir fyrra strokið hafi nætur- varslan verið efld, krökkunum fækk- að og einhverjir fluttir th. Eitt af ghdum meðferðar- innar sé hins vegar að bætt hegðun þýði aukið frelsi fyrir ungmennin og það traust hafi verið misnotað nú. Hert gæsla tvíbent? „Sumir segja líka að hert gæsla sé tvíbent vegna þess að hún kalli á grófari flótta. Hitt er þó ekkert launungarmál að við þurfum að skoða þörfina mjög vel á að íjölga starfsfólki og auka enn við gæsluna. Fyrir er Bakkaflöt það heimili sem er langbest mannað og kostnaðar- samast í rekstri, en á móti glím- ir starfsfólkið við erfiðasta hóp- inn,“ segir Bragi. Öll börn á Bakkaflöt eru 14- 15 ára gömul. Bragi er talsmað- ur þess að sjálfræðisaldur verði hækkaður og vísar þá til með- ferðarreynslu sinnar. „Ef ung- lingarnir eru í mótþróa þá ganga þau út á 16 ára afmælisdeginum og ég horfi upp á íjölmörg börn sem fara í hundana á þessum aldri. Við erum að leggja mikla peninga og orku í að hjálpa þessum krökkum og það er hræðilega vitlaust kerfi sem fel- ur í sér að þegar þeir verði 16 ára, geti þeir gengið úr meðferð og rústað öllu uppbyggingar- starfi. Þetta kahaði hins vegar á grundvallarbreytingar á velferð- arkerfinu hjá okkur,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. BÞ Bragi Guðbrandsson Barnaverndarstofu „Hrœðilega vitlaust kerfi að 16 ára ungl- ingur geti gengið úr meðferð og rústað öllu uppbyggingarstarji “ Akureyri þjóð í einangrun í Hrísey. Markmiðið er að fá dýr sem gefa meira kjöt af sér fyrir minna fóður. Hver gylta getur af sér um 25 grísi á ári. Eitthvað fyrir jólahlaðborðin? u,na: gs Sjá fréttaviðtal bls. 2 Keflavtk Sandalar úr Vikartindi * g borgaði 60% ofan á flutninginn í tryggingu, en treysti því að fá það end- urgreitt einhvern tímann fljót- lega, enda gerði ég ráð fyrir því í verðlagningunni," sagði Steha Björk Baldvinsdóttir, kaupmað- ur í Skóbúð Keflavíkur, í gær. Hún auglýsti „sandala úr Vikar- tindi“ í gær og fékk hflega sölu. Allir vilja eiga vöru úr stærsta strandi íslandssögunnar. Steha átti 11 kassa af san- dölum og mokkasínum frá ítal- íu í skipinu. Varan hennar var í gámi á dekkinu, sennilega land- megin. Allt sem í gámnum var reyndist heilt þegar hann var opnaður og varan skoðuð. Tveir kassar fremst voru blautir, en varan þess eðlis að hún þoldi sjóinn. „Það var annað hvort að leysa út vöruna núna og setja trygginguna, eða verða af söl- unni. Það hefði tekið tíma að framleiða skóna aftur, og ég hefði hvort eð er orðið að borga fyrir vöruna á Ítalíu,“ sagði Stella í gær. -JBP Vestffrðir Stál og hnífur fyrir vestan Vaxandi stuðningur almennings við verk- fallsmenn. Fjárhags- legur stuðningur að- eins frá kennurum. Ekki króna frá félög- um ASÍ. Landsbank- inn í verkfallsbrot. Stuðningur almennings við verkfall Alþýðusambands Vestfjarða hefur farið stig- vaxandi með hverjum deginum sem líður. Símalínur á skrif- stofu ASV hafa verið rauðgló- andi þar sem fólk hefur hringt inn stuðningsyfirlýsingar frá öllum landsíjórðungum. Það er mikil breyting frá því sem var á fyrstu vikum verkfallsins þegar verkfallsmenn voru nánast ein- ir í sinni baráttu. Pétur Sigurðsson, formaður ASV, segir að það komi alveg skýrt fram hjá fiskverkafólki sem haft hefur samband, að það telur sig ekki hafa fengið neina sérstaka launahækkun með sín- um samningum. Með hringin- gum sínum vestur sé það einnig að undirstrika óánægju sína. Síðast en ekki síst ber töluvert á því að fólk sé komið með bak- þanka yfir því að hafa ekki greitt atkvæði gegn samningn- um þegar hann var borinn und- ir atkvæði í héraði. ná í ís á Þingeyri og ísafirði. Með yfirtöku Landsbankans á eignum Fáfnis hf. og þar með á ísframleiðslu fyrirtækisins á Þingeyri er bankinn orðinn þátttakandi í verkfallsbrotum þar vestra. Hótun um viðræðuslit Formaður ASV segir engan bil- bug vera á sínu fólki. Til marks um það hefði verkfallsnefndin gefið út yfirlýsingu þar sem hót- að er að slíta öllum samninga- viðræðum ef atvinnurekendur láta ekki af verkfallsbrotum. Fyrir utan að reyna landanir úr skipum sínum í nær öllum landsfjórðungum hafa atvinnu- rekendur ítrekað verið staðnir að verkfallsbrotum með því að Kennarar gefa fé Á þeim fjórum vikum sem verk- fallið hefur staðið yfir hafa verkfallsmenn ekki fengið krónu í fjárhagslegan stuðning frá aðildarfélögum ASÍ. Hins- vegar gaf Kenn- arasamband ís- lands 2 milljónir króna í verkfalls- sjóð um sl. helgi. Sú gjöf kom sér vel þar sem verkfahs- sjóðir eru magrir og því hefur þurft að slá lán th að greiða verkfahs- bætur. Aftur á móti hafa mörg aðildar- félög Verkamannasambandsins lýst yfir stuðningi við verkfahs- menn bæði í orði og verki. Nú síðast hefur sambandsstjórn VMSÍ hvatt félagsmenn aðildar- félaga að ganga ekki í störf verkfallsmanna. -grh Pétur Sigurðsson wK VI ■ - Tt*., 5 J ^ lAlkúBSsé. 1 formaðurASV „Rauðglóandi símalínur. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.