Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 14. maí 1997 lÍUl jD;igur-®íuTOtn F R É T T A S K Ý R I N G % Viðhorf íslendinga til áfengisneyslu ungmenna eru mun frjálslegri en víðast í nágrannalöndunum. Mörgum finnst ekkert athugavert við það að 14-15 ára krakkar drekki áfengi og sumir leyfa börnum sínum að fara einum og eftirlitslausum á útihátíðir. Áfengisneyslan er hins vegar oft upphafið að neyslu harðari fíkniefna. Vaxandi fíkniefnaneysla K\ Valgerður Jóhannsdóttir Fíkniefnaneysla unglinga fer vaxandi, samkvæmt nýrri könnun. Hún sýnir einnig að því meiri tíma sem börn og unglingar verja með foreldrum sínum og í íþrótta- og tóm- stundastarf, þeim mun minni líkur eru á að þau ánetjist fíkniefnum. Fleiri unglingar reykja í dag, en í byrjun áratugar- ins. Fleiri hafa neytt áfengis og fleiri hafa prufað hass nú en 1990, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar, sem Þórólfur Pórlindsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofn- unar uppeldis og menntamála, hefur gert. Þórólfur hefur verið að kanna fjölmarga þætti í lífi ungmenna og §r í raun um að ræða 2 samtengdar kannanir, sem gerðar voru í mars og apríl og ná til um 8 þúsund unglinga 14 til 16 ára. Eftir er að vinna úr annnarri könnuninni, en Pórólfur gerði grein fyrir niður- stöðum hinnar á ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og vúnu- vandanum, sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga hélt í gær. Alvarleg tíðindi Þórólfur skoðaði m.a. breyting- ar á neyslu ungmenna á vímu- efnum undanfarin ár. í ljós kemur að hún fer vaxandi. Árið 1984 reyktu 27% nemenda í 10. bekk grunnskóla daglega. Þetta hlutfall fór síðan lækkandi og 1992 reyktu 15% 10. bekkjar- nema daglega. Síðan hefur þeim farið íjölgandi og í dag segjast 21,2 nemenda í 10. bekk reykja daglega. Sömu sögu er að segja af áfengis- neyslu unglinganna. Árið 1984 hafði rúmt 81% 10. bekkinga einhvern tíma neytt áfengis, 1989 var hlutfallið komið í 70%, en 1997 er það aftur komið í 81%. Fyrir þrettán árum höfðu 8,3% 10. bekkinga prófað hass, 1989 hafði þeim fækkað í 4% sem það höfðu gert, en í dag hafa 13% nemenda í 10. bekk prófað hass, samkvæmt könn- uninni. Máttlaus áróður? Það vekur athygli að þróxmin er sú sama, hvort heldur er um að ræða reykingar, áfengis- eða hassneyslu. Árið 1983 var ákveðið hámark, síðan dregur úr neyslunni fram undir 1990, en hún eykst aftur uppúr því og til þessa dag. Þetta kemur heim og saman við tölur, sem lögregl- an hefur tekið saman um þessi mál, segir Þórólfur og þetta er sama þróun og víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Þetta gerist þótt þessi rflci eyði miklum tíma og íjármun- um í áróður gegn fíkniefnum af hvaða tagi sem er. „Það vita all- ir unglingar að það er óhollt að reykja og þeir eru allir meira eða minna á móti þvi. Samt byrja þau að reykja. Það eru aðrir þættir í umhverfinu, sem hafa áhrif," segir Þórólfur. Það eru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á það hvort börn og ung- lingar byrja að neyta fíkniefna. Þar má nefna íþrótta- og tóm- stundastarf; hversu vel foreldr- ar fylgjast með börnum sínum; agi, festa og regla á heimilum; stuðningurinn sem börnin fá heima og tíminn sem þau verja með foreldrum sínum hefur einnig áhrif. Meiri tími með foreldrum Yfir 80 prósent þeirra nemenda í 9. og 10. bekk, sem hafa ein- hvern tíma orðið drukkin, segj- ast nær aldrei vera með for- eldrum sínum um helgar. Hlut- fallið fer síðan stiglækkandi eft- ir því sem krakkarnir verja meiri tíma með foreldrum sín- um. Aðeins rúm 20 prósent þeirra, sem eru nær alltaf með foreldrum sínum um helgar, hafa einhvern tíma orðið drukkin. Sömu sögu er að segja þegar kannað var hversu oft krakkarnir eru með foreldrum sínum utan skólatíma á virkum dögum. Nærri 85 prósent þeirra sem eru eiginlega aldrei með mömmu og pabba, hafa neytt áfengis en hlutfallið lækkar í rúm 60% hjá þeim sem eru nær alltaf með foreldrum sínum. Með öðrum orðum: Því meiri tíma sem foreldrar verja með börnum sínum, því minni hkur eru á að þau ánetjist fíkniefn- um. Einföld sannindi en mjög veigamikil, segir Þórólfur. Iþróttir og tómstundastarf eru einnig öflugar forvarnir. Tæp 40% þeirra nemenda sem í könnuninni sögðust hafa neytt áfengis síðustu 30 daga, stunda engar íþróttir eða líkamsþjálfun utan skyldutíma. Hlutfallið fer síðan lækkandi eftir því sem íþróttirnar eru stundaðar af meira kappi og sögðust 20 til 25% þeirra sem stunda þær 2-3 í viku eða oftar, hafa neytt áfengis síðustu 30 daga. Nóg framboð „Það eru sveiflur í fíkniefna- neyslu, sem koma erlendis frá. Ástæðan er í sumum tilvikum vaxandi tækni og öflugri áróð- ur, sem dregur unglingana í neyslu, bæði áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna. Sölumenn- irnir eru öflugri og aðgangs- harðari en áður og beita áhrifa- meiri aðferðum," segir Þórólfur. Spurning er hvernig á að mæta þessu. Það er reynt að draga úr framboði og eytt í það bæði tíma og peningum, en virðist bera sorglega lítinn árangur. Það hefur alltaf verið nóg fram- boð af fíkniefnum. Um það ber lögreglunni og fræðingunum saman. „Ég held að við eigum að leggja höfuðáherslu á að draga úr eftirspurninni. Það gerum við með því að efla meg- instofnanir samfélagsins, efla fjölskylduna og skólastarfið, bæta tómstundastarfið og tengja þessa aðila saman og láta þá vinna saman. Það er vænlegasta leiðin til árangurs," segir Þórólfur. Hann bendir á að viðhorf íslendinga til áfeng- isneyslu unglinga séu mjög frjálsleg. Mörgum finnist ekkert athugavert við að 14-15 ára unglingar drekki. Þessu þurfi að breyta. Aga- og rótleysi séu einnig hættuleg og sömuleiðis ef skilin milli heims hinna full- orðnu og barna og unglinga eru stór. Foreldrarölt á Húsavík Það þarf að efla fjölskylduna, skóla-, íþrótta- og tómstunda- starf og tengja þetta saman, segir Þórólfur og það hefur ver- ið gert t.d. á Húsavík. Fyrir rúmu ári var stofnaður starfs- hópur um vímuefnavarnir, sem í sitja æskulýðsfulltrúi bæjarins, formaðin- Völsungs, hjúkrunar- framkvæmdastjóri heilsugæsl- unnar, lögregluvarðstjórinn og félagsmálstjórinn. Þeirra fyrsta verk var að láta kanna lifnaðar- hætti og aðstæður húsvískra ungmenna og voru niðurstöð- urnar kynntar síðastliðið haust. Líkt og í könnun Þórólfs kom þar fram hversu mikilsvert samband foreldra og barna er. „Þess vegna ákváðum við að beina spjótum okkar að foreldr- um,“ segir Soffía Gísladóttir, fé- lagsmálastjóri. Það var haldið námskeið um aga og uppeldi og síðan komið á foreldrarölti, sem starfrækt hefur verið í vetur. Húsavík tekur þátt í forvarnar- verkefni á vegum SÁÁ og í gegnum það hafa fjölmörg félög og fyrirtæki verið virkjuð til þátttöku. Það hefur verið haldin námsstefna, sem forsvarsmenn bæjarins, kirkjunnar, lögreglu, íþróttafélaga og fleiri sóttu. Einnig var haldinn borgara- fundur og í aprflbyrjun var vika æskunnar, þar sem ungt fólk kynnti m.a. tómstundastarfið í bænum. Ábyrgð til afskipta Nýlega lét starfshópurinn dreifa seglum til að festa á ískáp í öll hús á Húsavík og nágrenni, en á honum stendur. „Við berum ábyrgð til afskipta." Skilaboðin eru þau, sagði Soffía Gísladóttir á ráðstefnunni í gær, að fullorð- ið fólk eigi að skipta sér af, ef það sér barn fara sér að voða. „Það er hluti af siðferðislegri og samfélagslegri skyldu að horfa ekki aðgerðalaus á börn sam- borgara okkar fara sér að voða eða verða sér til tjóns. Við myndum vilja að einhver skipti sér af okkar börnum, ef þau lentu í vanda. ...Afskipti er eitt aðalinntak þessa slagorðs. Ábyrgð er hitt. Ábyrgðin sem við höfum sem foreldrar og for- ráðamenn barna og unglinga í þessu samfélagi. Við megum ekki sleppa börnum okkar út í lífið án eftirlits áður en þau hafa náð tilskildum þroska. Ekki frekar en við myndum hleypa þeim frá borði áður en bátur er lagstur að. Eða eins og einhver sagði; Það þarf heilt þorp til ala upp barn.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.