Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 7
nkua JDagur-STmrám Miðvikudagur14. maí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Þjófræðisherra Baksvið Dagur Þorleifsson Saír er að mestu eða alveg gengið Mobutu forseta þess, sem ráðið hefur því í 32 ár, úr greipum. Af hans völdum hefur nýtt hugtak bæst við í stjórnmálafræðina kleptokratí, sem útleggst þjóf- ræði. í því felst að menn stjórni með því að stela. Saír, sem er í Afríku miðri, er stórauðugt af náttúruauð- lindum og ræktarjörð. Þar er gull, silfur, kopar, demantar, úr- an, kóbolt, gríðarmiklir skógar og firn af vatnsafli að virkja. Eigi að síður er grunnkerfið þar nánast að engu orðið. Færir vegir eru þar varla lengur, símakerfið er óvirkt. Gjaldmið- iflinn er verðlaus, 1993 var verðbólgan 8800%. Fylgismaður Lumumba Þorri íbúa, sem eru um 45 milljónir talsins og af um 450 þjóðum (lauslega áætlað), býr við sára fátækt, en klíka ráð- andi manna veltir sér í þeim mun meiri auðæfum. Sjálfur er Mobutu ríkastur af öllmn og einn af ríkustu mönnum heims. 1979 reiknaði Alþjóðlegi gjald- eyrissjóðurinn út að eignir hans næmu sem svaraði um 350 mifljörðum ísf.kr. Talið er að auðæfi hans hafi mjög auk- ist síðan. Joseph-Dés- iré Mobutu, eins og hann hét fullu nafni lengi vel, fædd- ist 1930. Þá var land hans belg- íska nýlendan Kongó. Hann var í nýlendu- her Belgíu og síðan fylgismaður Patrice Lumumba, helsta leið- toga sjálfstæðissinna í belgísku Kongó. Þetta hvorttveggja leiddi til þess að Mobutu varð yfir- hershöfðingi landsins, er það varð sjálfstætt rfki 1960 með Lumumba sem forsætisráð- herra. Mobutu kom mönnum þá fyrir sjónir sem aðgætinn og metnaðargjarn. Á fyrstu sjálf- stæðisárunum komst hann í kynni við CIA, bandarísku leyniþjónustuna, og tókust þá á milli þessara aðila tryggðabönd sem entust út kalda stríðið. 1961 lét Mobutu handtaka Lumumba, sem var CIA lítt að skapi, og framseldi hann óvin- um hans í Katanga (nú Shaba) sem þegar drápu hann. Almáttugur vígamaður 1965 varð Mobutu forseti lands síns. Vestræn ríki stuðluðu að því og hlupu síðan undir bagga með honum með efnahags- og hernaðarhjálp, hvenær sem honum lá lítið á. Hann var lag- inn við að hagnýta sér komm- únistahræðslu þessara banda- manna sinna og að ala á tor- tryggni milli þeirra, með þeim árangri að þeir buðu í hann. Þar áttu einkum hlut að máli Bandaríkin, Frakkland, Belgía og Suður-Afríka hvítra manna. Mobutu var bóngóður við þessa aðila o.fl., leyfði t.d. Bandaríkj- unum og Suðxu'-Afríku að flytja vopn gegnum ríki sitt til UNITA- hreyfíngarinnar í Angólu, sem barðist gegn þarlendri marx- istastjórn, og er sagður hafa látið myrða forseta Kongó (fyrr- verandi frönsku Kongó) í greiðaskyni við franska ráða- menn. 1967 kom Mobutu fram með hugsjún, með það fyrir augum að bræða saman þjóðflokkasafn það er hann ríkti yfir í þjóðríki. Hét svo að með ríkishugsjón þessari skyldi landsmönniun snúið á vit uppruna síns. Voru þeir látnir afleggja kristileg skírnarnöfn og taka upp afrísk. Sjálfur nefndist forsetinn frá 1972 fullu nafni Mobutu Sese Seko Kutu Ngebendu wa za Banga, sem út- lagt er: „Al- máttugur víga- maður sem með þoigæði og óbilandi vilja vinnur hvern sigurinn af öðr- um en eldur logar í slóð hans.“ í anda þessarar menningarbylt- ingar var nafni ríkisins breytt í Saír. Mobutu var óvæginn við þá þegna sína er andæfðu valdi hans. 1969 skaut lögregla til bana um 300 mótmælandi námsmenn í Kinshasa. 1991, er stúdentar í háskólanum í Lu- bumbashi kröfðust lýðræðis, voru þeir drepnir í hundraða- tah. Fyrir nokkrum árum lét forsetinn her landsins ræna höfuðborg þess, til þess að refsa borgarbúum fyrir óhlýðni. Saírher, sem ekki hefur fengið laun útborguð síðustu árin, hef- ur raunar lengi lifað mikið til á því að ræna landslýð. Leyfði þjóðarhreinsanir Mobutu var ekki verri stjórn- andi en margir aðrir afrískir valdhafar síðustu áratugina og sker sig úr öðrum shkum einna helst með því að hafa reynst endingarbestur þeirra allra. Það á hann að nokkru því að þakka hve laginn hann hefur verið við að spana jafnt vini sína og andstæðinga hverja gegn öðrum. Hann lék og þann leik að kaupa sér stuðning vissra þjóðflokka í ríki sínu með því að leyfa þeim að ofsækja aðra þjóðflokka. Með leyfi hans voru um 100.000 Kasajar „þjóð- hreinsaðir“ úr Shaba 1992. 1996 voru Tútsar í Austur-Saír farnir að sæta ofsóknum af hálfu Hútúa o.fl., að líkindum með samþykki Mobutus. Tútsar svöruðu með því að gera upp- reisn, sem nú er að binda enda á stjórnartíð Mobutus. Hann virðist ekki hafa áttað sig á því, að með lokum kalda stríðsins breyttist afstaða Bandaríkjanna til hans. Þau hreyfðu ekki hönd né fót hon- um til hjálpar og bandarísk fyr- irtæki með starfsemi í Saír sömdu við uppreisnarmenn um leið og þeir sóttu fram. Og er þó skammt síðan Kabila foringi þeirra sagðist vera marxisti. Mobutu var vanur að segja að þekktri franskri fyrirmynd: „Eftir mig - syndaflóðið.“ Sumra mál er að eftir það flóð verði ríkið Saír ekki lengur til. En með hliðsjón af sögu þess ríkis er erfitt að sjá að mikil eft- irsjá gæti verið í því fyrir þorra íbúa þess. Tilkynning um kaup og sölu lífrænna landbúnaðarafurða Samkvæmt lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu annast sérstakar vottunarstofur eftirlit og vottun lífrænna af- urða. Þeim einum er heimilt að nota vörumerki fyrir líf- rænar afurðir. Nú hafa verið viðurkenndar vottunarstof- ur fyrir lífræna landbúnaðarframleiðslu, Vistfræðistofan í Reykjavík og Vottunarstofan Tún í Vík í Mýrdal. Hér með tilkynnist að óheimilt er að auglýsa, dreifa og selja vörur sem lífrænar afurðir, nema þær séu vottað- ar og auðkenndar með vörumerki viðurkenndrar vott- unarstofu. Kvartanir og ábendingar um frávik frá fram- angreindum reglum skal tilkynna landbúnaðarráðu- neytinu. 12. maí 1997. Landbúnaðarráðuneytið. Mobutu er maður aðgætinn og var laginn við að nýta sér ótta Vesturlanda við kommúnismann og keppni þeirra innbyrðis.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.