Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 4
"4 - Fimmtu‘dáguri^iÉi‘.1mai'f%7 Atvinnurekendur á Norðurlandi Fundur um nýgerða kjarasamninga og breyttar reglur um vinnutíma verður haldinn á veitingahúsinu Fiðl- aranum á Akureyri, fimmtudaginn 15. maí nk. og hefst hann kl. 17. Á fundinum mun Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ gera grein fyrir helstu breytingum sem urðu á kjarasamningum og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri S.I. útskýrir breyttar reglur um vinnutíma og svara þeir fyrirspurnum fundarmanna. Forsvarsmenn fyrirtækja svo og fjármálastjórar og launafulltrúar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Skrifstofa atvinnulífsins á Norðurlandi. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 26. útdráttur 1. flokki 1990 - 23. útdráttur 2. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1991 - 20. útdráttur 3. flokki 1992 - 15. útdráttur 2. flokki 1993 -11. útdráttur 2. flokki 1994 - 8. útdráttur 3. flokki 1994 - 7. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins m HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT U • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 F R É T T I R '®ágúr-®ömnn Ríkið vill íslensk húsgögn á skrifstofur liúsgagnasmíði Rammasamningur um kaup á skrifstofuhúsgögnum undirritaður. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Rafn B. Rafnsson, framkvæmdastjóri GKS, handsala samninginn. Fyrir aftan þá eru þeir Jón H. Ásbjörnsson, verkefnastjóri, og Ægir Sævarsson, markaðsstjóri, báðir frá Ríkiskaupum, og Halldór Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri GKS. Myr,d: odd steián Gerír rammasamning um kaupá húsgögn- um frá GKS. Ríkiskaup hafa gert rammasamning við hús- gagnagerð GKS í Kópa- vogi um smíði skrifstofuhús- gagna. Samningurinn nær til hátt í 400 fyrirtækja og stofn- ana ríkisins. Samningurinn er nýjung á þessu sviði. „Þetta er okkur auðvitað mikils virði. Mér skilst að þetta séu 315 stofnanir og fyrirtæki og í gangi séu einar 388 möpp- ur, sem þýðir að mjög mörg fyr- irtæki geta skipt við okkur sam- kvæmt þessum rammasamn- ingi, sem er nokkuð nýtt fyrir- bæri hér á landi,“ sagði Halldór Gunnarsson, sölu- og markaðs- stjóri GKS, í gær. Rammasamningur virkar þannig að ekki þarf að leita út- boða ef um er að ræða verkefni upp að ákveðinni upphæð. En fyrirtæki og stofnanir innan rammans njóta hagkvæmari innkaupa, því framleiðsla og sala húsgagna til margra aðila í einu leiðir til mun hagstæðari innkaupa. GKS er samsteypa ijögurra gamalgróinna húsgagnafram- leiðenda með 35 starfsmenn en 75-80 þegar tengd fyrirtæki í stálsmíði og trésmíði eru talin með. Skrifstofuhúsgögn eru helsta söluvara fyrirtækisins. -JBP Kaupskip Launaskrið í vélarrúmi Vélstjórar rjúfa 100 þús. kr. grunnlaunamúrinn. Eitt launaþrep í stað sjö. Bæði persónu- og fyrir- tækjasamningar. Grunnlaun vélstjóra á kaup- skipum hækka úr 80 þúsund krónum á mánuði í rúmar 100 þúsund krónur, samkvæmt ný- gerðum kjarasamningi Vól- stjórafélags íslands við kaup- skipaútgerðir. í samningnum er einnig kveðið á xnn persónu- bundna samninga og fyrir- tækjasamninga. „Við erum að reyna að koma þarna inn meira launaskriði en verið hefur,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins. Hann segir að eftirspurn eftir vélstjórum sé meiri en fram- boðið og m.a. fást varla vél- stjórar á Norðurlöndum. Af þeim sökum séu vélstjórar í góðri samningsaðstöðu við sína viðsemjendur. Formaður VSFÍ segir að í þessum samningi sé aðeins eitt launaþrep í stað sjö í fyrri samningi. Á samningstímanum verður fellt 11% sjóálag inní samninginn sem leiðir til hærri yíirtíðar. Þá er kveðið á um það að laun vélstjóra verði tekin til endurskoðunar fyrir 15. sept- ember ár hvert á samningstím- anum. Þar verður tekið tillit til starfsaldurs, hæfni o.s.frv. Þess- ir persónubundnu samningar hafa sama gildistíma og al- menni kjarasamningurinn, eða til 1. sept. árið 2000. Þetta form á samningum hefur tíðkast meðal yfirvélstjóra sem eru með um 200 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir fyrir- tækjasamningum á milli vél- stjóra og kaupskipaútgerða. Þeir byggjast m.a. á afköstum og árangri í starfi. Stefnt er að því að ljúka at- kvæðagreiðslu um samninginn þann 15. júh' nk. eða eftir tvo mánuði. -grh Seðlabankinn I Gjaldeyrisstaðan styrkist Gjaldeyrisforði Seðlabankans skammtímalán lækkuðu um jókst um 2,9 milljarða rúmlega 1,4 milljarða króna, króna í apríl og nam í lok mán- þannig að hrein gjaldeyrisstaða aðarins 29,3 milljörðum, en var bankans styrktist um rúma 4,3 30,8 milljarðar í árslok. Erlend milljarða króna í aprílmánuði. (^u((oúð af'sumarvömm fifrir a((ar /(onur Make up for ever verslun í Kaoz Opiðfrd 10-18 tnúnudaga til föstudaga og 11-13 laugardaga CtlOKf MAKE UP FOR EVER B*YOUMT SAINT TR0PEZ CLOTHING Hafnarstræti 91 • Akureyri • Sími 461 3399

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.