Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.05.1997, Blaðsíða 9
ÍÍcignr-CEínxmn IJOStt .\,'i -u» Fimmtudagur ik i. w maí 1997-9 PJOÐMAL „F oreldravandamálin“ Ásgeir Helgi Jóhannsson skrifar Ekki barnið mitt er eitt vin- sælasta orðatiltæki sem til er í orðaforða íslenskra foreldra. Barnið mitt slæst ekki. Barnið mitt stelur ekki. Barnið mitt lærir af mistökunum sín- um. Barnið mitt mun aldrei velja sér vini sem reykja. Barn- ið mitt mun aldrei umgangast rumpulýð sem drekkur áfengi. Barnið mitt mun aldrei nota eit- urlyf. Barnið mitt veit ekki einu sinni hvað eiturlyf eru. Hér eru góðar fréttir fyrir foreldra sem nota þetta orðalag. Þetta er rétt hjá ykkur, auðvitað getur ekki verið að ykkar eigið hold og blóð sé að misþyrma sér og öðrum. Það hljómar fárán- lega, hvernig gætu þau brugðist ykkur sem hafið alið þau upp og gert allt ykkar besta til að veita þeim allt sem þið getið. „Ég gaf þér sjónvarp í fermingargjöf og þú launar það með því að detta í það með Gunnu dóttur hans Sigga. Pað er greinilegt að Siggi kann ekkert að sjá um börnin sín. Barnið mitt gerir ekki svona lagað.“ Nei! auðvitað ekki, þetta var allt Sigga að kenna, barnið hans er alltaf til vandræða. Slæmur félagsskapur Hér að ofan er hún Gunna slæmur félagsskapur, hún kenndi barninu þínu að drekka. hvar Gunna drekka! auðvitað hjá barninu hans Skúla, en þá hljótum við að velta fyrir okk- ur hvar barnið hans lærði að drekka og síð- an hvar allir hinir ljótu ungíing- arnir lærðu að drekka, reykja og sprauta sig. Pað er kominn tími til að stoppa og hugsa, er endalaust hægt að kenna öðrum um? Er endalaust hægt að rétta sprengjuna áfram eða mun hún springa einhversstaðar á leið- inni? Kannski í Kringlunni? Þar komu saman ungmenni sem vildu ólm nálgast það að verða fullorðin eða er þetta ekki að vera fullorðinn? Er það ekki að vera fullorðinn að geta drukkið sig útúr heiminum alveg eins og mamma og pabbi á síðasta ætt- armóti. Er það ekki svona sem að við tjáum tilfinningar okkar eða hvað? Er það ekki að vera fullorðinn að geta drukkið sig út úr heiminum alveg eins og mamma og pabbi á síðasta ættarmóti. Er það ekki svona sem að við tjá- um tilfinningar okkar eða hvað? Er það ekki svona sem að við nálg- umst hvort annað og opn- um okkur fyrir hvort öðru? Er drykkjustund ekki tíminn sem að foreldrar eru viljugastir að ræða málin? Með bjórglas í hönd Foreldrar þagna ekki þegar þeir eru drukknir, þeir eru upp- fullir af heilræðum og um- hyggju. Það er ekkert jafn sannfærandi og drukkið foreldri með sígarettu lafandi í munn- vikinu og bjórglas um hönd muldrandi „Þú veist að þetta er óhollt," eða „lofaðu mér nú að byrja aldrei á þessu“ - ég er sannfærður. Nei annars, kannski ekki, en það er greinilega erfitt að vera foreldri þurfandi að sannfæra sjálfan sig um það að vanda- málin séu ekki til að leysa þau heldur til að skella þeim yfir á aðra. Þið eruð greinilega ekki þess verð að lifa undir ábyrgð- inni sem þið eigið að bera gagnvart börnum ykkar. Af- skiptaleysi foreldra virðist vera orðinn erfðasjúkdómur sem lýs- ir sér síðar í virðingarleysi ung- menna á fslandi gagnvart sjálfu sér. Lausn hins almenna foreldris virðist einskorðast við íþróttir og þess líkan félagsskap. Enn og aftur vilja þau finna lausn- ina einhversstaðar annars stað- ar en hjá sjálfu sér. Þau geta ekki agað börnin sín sjálf þann- ig að þau ætlast til að íþróttafé- lögin geri það. íþróttaféiögin og drykkja Nú er svo komið fyrir flestum íþróttafélögum á landinu að drykkjuskapur er ein helsta að- ferðin til að halda upp á sigur eða þá drekkja sorgum yfir tapi. Nú er svo komið fyrir ís- lenskum foreldrum að þeir eru að fá afskiptaleysi sitt í hausinn aftur. íslenskir foreldrar verða að skilja hlutverk sitt sem ábyrgir uppalendur, svona gengur þetta bara alls ekki! Hættið að berja höfðinu við stein og takið ábyrgð á eigin lífi áður en þið farið að segja okkur hvað ábyrgð er. Nú er svo komið fyrir ís- lenskum ungmennum að þau telja að drykkjuskapur sé eðli- leg samskiptaleið, þetta er mik- ið til ef ekki að öllu leyti ykkur að kenna, svo mikið er ljóst. Auðvitað eru til undantekn- ingar sem sanna regluna, en Guð hjálpi þeim sem heldur því fram að „unglingavandamálið" sé unglingunum að kenna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Skammist ykkar öll sem eitt! En lærði að Jú Guð hjálpi þeim sem heldur því fram að „unglingavanda- málið“ sé ungling- unum að kenna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Engar fréttir úr skólastofimni? Eru ekkert nema vondar fréttir úr skólastofunni, og heimanámið í ólestri? Ungur Akureyringur glímir við samræmdu prófin. Gísli Baldvinsson kennari við Gagnfrœðaskóla Akureyrar skrifar Eru fréttir úr skóla- stofunni alltaf nei- kvæðar? Fyrirsögnin er fengin hálfpart- inn að láni úr bókinni: Engar fregnir frá vestur vígstöðunum. En ég sé nú ástæðu að dýfa penna í blek, réttara sagt slá á lyklaborðið, fréttum úr skóla- stofunni. Að mínu mati hafa þær fregn- ir sem heyrst hafa úr skólastof- unni verið heldur neikvæðar, enda má íhuga hvort góðar fréttir séu frásagnarverðar. Hér hafa skólamenn einnig róið á það borð og fjölmiðlarnir hafa spilað undir á sína púka- blístru. Hér á ég við síðustu fregnir af samræmdum prófum. Samræmdu prófin Ég minnist þess ekki að sam- ræmd próf hafi verið lögð fyrir án umræðna og ólgu síðan 1974. Ég tók dálítið þátt í þeim umræð- um síðast fyrir 19 árum og þá vegna þeirrar ákvörðunar að vega og meta árangur nem- enda í bókstöf- um, frá A til E. Vegna nýjustu umræðunnar fór ég í gamla úrklippusafnið og las þetta innlegg mitt. Satt að segja var ég undrandi yfir því hversu neikvæður ég hef verið gegnvart þessum breytingum. Þó er það nú þannig að hugi einhver, sem hefur til þess vald, að breyta einhverju í skólahaldi eða námsmati, þá mætir sá hinn sami miklum andbyr. Hvar sem skólamenn eru skráðir í hinu pólitíska litrófi eru þeir í eðli sínu flialdssamir. Landafræðin gerir það svo að verkum að komi til einhver nýjung í skólastarf tekur það okkur íslendinga hátt í áratug að tileinka okkur þá nýjung. Þá er oftast komin til sögunnar ný kenning og nýtt mat úti í heimi. Dæmi um þetta er sú um- ræða og ákvarðanir sem teknar hafa verið í tengslum við heil- stæðan grunnskóla. Hvað átti stærðfræði- prófið að mæla? En ef ég sný mér að síðustu at- burðunum, það er umræðunni hvort samræmda stærðfræði- prófið hafi verið of þungt eða of langt, bið ég menn að athuga eftirfarandi: Hvað eiga slík próf að mæla? Ef þau eiga að prófa fyrirfram ákveðinn lista af at- riðum og þau komi eingöngu á prófinu, þá er það eingöngu spurningin hvort prófið hafi prófað eitthvað annað sem ekki var á listanum, eða því þannig raðað saman að prófið reyn- ist nemendun- um óleysanlegt. Engan hef ég heyrt nefna það að prófið hafi reynst of þungt. Hitt nefna menn að ekki reyndist nægur tími til að leysa prófið. Ef menn eru sammála um það að próf eigi einungis að prófa kunnáttu en ekki færni þá var prófið of langt. En ég hef alltaf litið svo á að við lok grunnskólans væri nauðsyn- legt að mæla færni nem- enda. Stærð- fræðipróf er nefnilega ákaf- lega heppilegt til að mæla meira en bara talnaleikfimi. Hin sam- ræmduprófin 3 eru málapróf. Tungumál lær- ist á annan hátt en stærð- fræði. Námið er langt ferli þar sem kunn- áttan fylgir málþroskan- um. Minna gerir til í málanámi þó slakað sé á á lokasprettinum. Gleymskan er minni í málahólf- inu en talnahólfinu. Þessu má líkja við það að sá sem ekki hef- ur hjólað í marga áratugi getur gert það án erfiðis. En sá sem ekki hefur notað hraðbankann í nokkurn tíma man ekki lykilorð sitt. Þannig má segja að stærð- fræðiprófið segi til um ástand eða viðhorf nemandans til náms á þessum tímapunkti. (oftast aprflmánuður). En ég árétta það að ég og íleiri erum að ræða þetta án þess að allur aílinn sé kominn á land. Auðvit- að verður ekki hægt að tala um aflabrest fyrr en árangur liggur fyrir. Enn þarf átak Ég vil nú snúa mér að öðru máli þessu tengdu. Það vil ég gera áður en tölur fara að ber- ast frá RUM (Rannsóknarstofn- um um uppeldis- og mennta- mál). Ég hef verið að dunda mér við að kanna heimanám nemenda í 8.-10. bekkjar. Það skal tekið fram að hér er ekki um vísindalega könnun að ræða, frekar könnun sem gefur ákveðnar vísbendingar. Það er því nauðsyn, að kanna shkt með réttum mælistikum. En mínar vísbendingar gefa til kynna að heimanám nem- enda í 10. bekk er minna en nemenda í 8. bekk. Ef þetta er rétt þá þarf að taka afstöðu til þess hvort slíkt sé æskilegt og einnig hvort heimanám nem- enda í grunnskóla sé yfirleitt æskilegt eða nauðsynlegt. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að ljúka grunnskólaprófi með góð- um árangri án heimanáms þá þarf að gera átak samkvæmt þessum vísbendingum. Þess vegna legg ég til að ítar- leg könnun verði gerð á næsta skólaári í öllum grunnskólum Akureyrar í 8.-10. þekk. Átak í heimanámi mætti gera á sama hátt og gert var varð- andi útivist ungmenna. Þar áttu samtök foreldra stærstan þátt- inn. Og hann varð árangursrík- ur. En á hinum endanum verða skólarnir að koma í stað lög- reglu og skáta. Ég vona svo að þetta innlegg verði metið sem jákvætt innlegg í umræðuna um skólamál. Það er þörf að sýna og framkvæma eitthvað jákvætt fremur en að einblína sífellt á brestina í skólaveggnum. Sýnum að eitt- hvað sé að frétta úr skólastof- unni! Átak í heimanámi mætti gera á sama hátt og gert var varðandi útivist ung- menna. Þar áttu sam- tök foreldra stærstan þáttinn. Og hann varð árangursríkur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.